Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 17 Morðinginn var fórnarlamb aðstæðna Stjúpsonurinn ógæfusami. Andblær dauöans helltist yf- ir húsvörðinn, er hann opn- aöi dyrnar að íbúðinni. Kon- an, sem haföi búiö þar, haföi verið látin í nokkra daga og einn nágranna hennar, sem ekki haföi séö hana síðustu daga og var oröinn áhyggju- fullur, hafði beðið húsvörö- inn að líta inn til hennar og athuga hvort eitthvað værí að. Vissulega var eitthvað mikið að. Hann greip fyrir vit sér, en hélt áfram inn uns hann stoppaði við svefnher- bergisdyrnar. Þar lá konan á gólfinu. Það var nóg að horfa einu sinni. Líkið var alblóð- ugt og húsvörðurinn hraðaði sér út um dymar og hringdi á lögregluna. Vikugamalt lík Það var 8. september 1988, mollu- legt fimmtudagssíðdegi í Greens- boro, sem er stór borg í Norður-Kar- ólínufylki í Bandaríkjunum. Enn einu sinni varð að kalla út morðdeild lögreglunnar í Greensboro, en glæp- ir eru tíðir í borginni þar sem efna- hagsástand er bágborið og mikið at- vinnuleysi. Konan virtist vera á fertugsaldri, en erfitt var að segja um það vegna þess að líkið var nokkuð rotnað og illa far- ið. Rannsóknarmenn lögreglunnar staðfestu að nokkrir dagar hefðu lið- ið síðan konan var myrL Konan, sem hafði beðið húsvörðinn að líta inn til nágrannakonunnar, sagðist ekki hafa séð hana í heila viku og því hefði hún farið að hafa áhyggjur. Hin látna hét Nancy Cook og hafði verið stungin með hnífi í háls og brjóst. Fómarlambið hafði verið myrt á herbergisgólfinu, nákvæm- lega þar sem það hafði fundist. Gagn- ger vettvangsrannsókn fór fram með mynda- og sýnatökum, en fátt var um vísbendingar til að byrja með. Því var þó strax slegið föstu að Cook hefði þekkt morðingjann, þar sem íbúðin var læst og engin merki um að brotist hefði verið inn. Enn einn ástríðuglæpurinn, hugsaði Doug Schmidt, sem falin var rannsókn málsins. Bílnum stoliö Er talað var vjð nágranna, kom í ljós að Cook hafði nýverið keypt bfi sem ekki fannst í bflageymslu hússins. Þá fundust bfllyklamir ekki í íbúðinni, sem benti til að morðinginn hefði mögulega stolið bflnum eftir verkn- aðinn. Þó var einn hængur á. Cook var ekki búin að skrá bflinn, hann var án bflnúmera, svo ekki var hægt að lýsa eftir honum í gegnum fjar- skiptakerfi lögreglunnar. Þó var hægt að biðja lögreglumenn í nær- liggjandi héruðum að vera á verði gagnvart bláum Datsun B-210, en það var allt og sumt að svo stöddu. Cook hafði verið atvinnulaus um skeið og lifði af 45.000 króna mánað- arbótum. Henni var lýst sem mis- lyndri konu, sem keðjureykti og hafði skoðanir á flestum málum. Oft sögð þyrla upp moldviðri út af litlu. Að sögn nágranna hafði Cook bankað upp á síðasta daginn sem hún sást á lífi og beðið um að fá að hringja, þar sem bágur fjárhagur hennar kom í veg fyrir að hún hefði efni á síma. Hún hafði drukkið kaffibolla hjá vin- konu sinni og meðal annars sagt að hún ætlaði að borga húsaleigu upp á 22.000 krónur daginn eftir. Að öllum líkindum hafði hún ekki komist til þess, en peningamir fúndust ekki í íbúðinni. 39 stungusár Schmidt og menn hans höfðu ekki mikið að byggja á. Meðal annars vantaði morðvopnið og svo virtist sem málið yrði snúið, ekki síst þar sem nokkur tími hafði liðið ffá verknaðinum og morðinginn hafði því haft tíma til að hylja slóð sína. Daginn eftir lá krufningarskýrslan á borðinu hjá SchmidL Morðinginn hafði gengið hraustlega til verks, því alls fundust 39 hnífstungur á líkinu. Tveir hnífar voru notaðir, blað ann- ars þeirra var undið. Það vakti upp tvær spumingar. Hafði morðinginn skipt um hníf „í miðju morði“, ef hægt var að komast svo að orði, eða höfðu morðingjamir verið tveir? Stjúpsonurínn grunaöur Um kvöldið dró til tíðinda. Enn einn nágranninn gaf sig fram við lögregl- una og hann staðfesti að skömmu fyrir morðið hefði stjúpsonur Cook búið um tíma hjá henni ásamt kær- ustu, en sambýlið virtist enginn dans á rósum. Komið hafði til háværra orðaskipta mánudagskvöldið 5. sept- ember, og skömmu síðar hafði vitnið séð stjúpsoninn hlaupa ásamt kær- ustunni út úr íbúðinni og upp í bfl móðurinnar. Síðan keyrðu þau burt á miklum hraða. Cook var fráskilin, en hafði gifst manni sem átti son áður, Arthur Martin Vause. Lögreglan afl- aði sér upplýsinga um hann og komst að því að hann var 19 ára gam- all og kærastan hans hét Sara Hicks, 17 ára. Þau höfðu verið saman í eitt ár. ,JMarty“, eins og stjúpsonurinn var kallaður, hafði skömmu áður hætt í menntaskóla og kærastan hans hafði einnig flosnað upp frá námi. Þau höfðu búið hjá vinum um skeið eftir að þau kynntust, en vegna fjárhagserfiðleika lauk þeirri sam- búð. Um það leyti hafði Marty bankað uppá hjá stjúpmóður sinni og beðið hana að skjóta yfir sig og kærustuna skjólshúsi. Schmidt íhugaði stöðuna. Hvorki Marty né Sara voru á sakaskrá, en ef þau höfðu tekið bflinn ófrjálsri hendi, benti það til að þau hefðu eitt- hvað óhreint í pokahominu. Var mögulegt að Marty hefði banað stjúpmóður sinni vegna nokkurra tuga þúsunda? Það var að minnsta kosti forgangs- atriði að finna parið sem fyrst. Schmidt aflaði sér mynda af þeim og dagblöð og sjónvarpsstöðvar lýstu eftir þeim. Samkvæmt tilkynning- unni voru Sara og Marty beðin um að gefa sig fram við lögregluna vegna þess að þau þóttu mikilvæg vitni i morðmáli og hverjum þeim, sem bent gæti á dvalarstað þeirra, var heitið 1000 dölum. Handtaka og yfir- heyrslur Daginn eftir hringdi kunningjakona Söru og sagði að Sara hefði talað um að gefa sig fram við lögregluna vegna þess að hún væri gmnuð um morð sem hún væri sjálf alveg saklaus af. Sést hafði til hennar og Martys í Ohiofylki og það fylgdi sögunni að þau hefðu verið févana og bfllinn bensínlaus. Schmidt fylgdi vísbendingunum eftir og skömmu síðar var búið að hafa samband við yfirvöld í Ohio, sem leiddi til handtöku ungmenn- anna tveggja. Flogið var með þau til Greensboro þar sem Schmidt hóf yf- irheyrslur. Marty var í fyrstu mjög ósamvinnu- þýður, en um síðir féllst hann á að gefa yfirlýsingu. Hann sagði það rétt að hann hefði búið hjá Nancy Cook, stjúpmóður sinni, í nokkra daga, en stjúpa hefði tekið sinnaskiptum meðan á þeirri dvöl stóð. í fyrstu var hann velkominn og kærastan hans einnig, en síðar fór hún að kalla Söru gæru og krafðist þess að þau flyttu hið snarasta burt. Að sögn Martys setti stjúpmóðirin þeim að lokum af- arkosti, hann gæti fengið að búa hjá henni einsamall, en annars yrðu þau að fara og leita sér húsnæðis annars staðar. Komið hafði til rifrildis, sem Nancy Cook. endaði með að stjúpan réðst á hann. Marty sagðist ekki muna hvað hefði gerst næst, en þó mundi hann að komið hefði „til alvarlegra átaka" og hnífur hafði fallið á gólfið. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir hvort hann hefði notað hann eða ekki. Ekkert minnis- leysi Sara aftur á móti mundi skýrt havð gerst hafði. Hún sagði að í fyrstu hefði Cook tekið þeim fagnandi og boðið þeim að búa hjá sér á meðan þau væru að koma fótunum undir sig. Síðan hefði eitthvað valdið því að hún bað þau um að flytja eitthvað annað. Sunnudaginn fjórða septem- ber hafði hún svo tekið af skarið og heimtað að þau færu daginn eftir. Marty reyndi í örvæntingu að hafa samband við vini sína, enda voru þau á götunni, en enginn gat hýst þau og daginn eftir kom að örlagastundu. Cook vakti þau eldsnemma og sagð- ist bíða eftir að þau hypjuðu sig út. Marty hafði brjálast og gripið eldhús- hníf og lagt til stjúpmóður sinnar. Hún hrópaði upp og bað hann að hætta. „Hættu, þú ert að drepa mig, ekki gera þetta, ekki!“ hafði Cook öskrað, en Marty virtist gjörsamlega stjarfur, hvorki heyrði né sá, og stakk hana hvað eftir annað uns hnífsblað- ið lét undan. Þá náði hann sér í ann- an hníf og hélt áfram. Þegar yfir lauk settist Marty á sóf- ann við hlið stjúpmóður sinnar og horfði tómlega út í loftið. Hið ógæfúsama par hafði síðan tek- ið hnífana og vafið þeim í klút. Marty fór í sturtu og þvoði af sér blóðið og að því búnu stungu þau af, eftir að hafa tekið leigupeningana. í fyrstu ætluðu þau að flýja til Kanada, en þar sem þau höfðu engin vegabréf var stefnan tekin á Detroit. Þau urðu svo uppiskroppa með peninga nokkrum dögum síðar og þá hafði Sara uppi á gamalli skólasystur, þeirri sem síðan hringdi í lögregluna. Eftir að þau urðu bensínlaus voru þeim allar bjargir bannaðar og skömmu síðar voru þau handtekin. Erfiö réttarhöld Þar sem líklegt þótti að Sara hefði ekki átt beinan þátt í morðinu sjálfu, var henni boðið að vitna gegn kær- astanum, og hún sættist á það, gegn því að það kæmi til frádráttar refs- ingar. Réttarhöldin hófust í febrúar 1992 í dómhúsi Greensboro. Verjandi Martys samþykkti að hann væri sek- ur um manndráp, en hélt því fram að það hefði verið framið af gáleysi í augnabliksbrjálæði. Aðstæður hefðu verið óheppilegar, hann hefði orðið fyrir höfnun af hálfu manneskju sem honum hefði þótt vænt um og treysL kannski einu manneskjunni sem hann átti að, og því hefði hann misst stjóm á sér. Hann talaði um erfiðar ytri aðstæður, atvinnuleysi og ör- birgð og fór fram á vægan dóm. Það kom á daginn að Nancy Cook hafði ekki gengið heil til skógar á andlega sviðinu í síðustu tíð. Hún hafði þjáðst af miklum geðsveiflum, ýmist verið ofvirk eða legið í þung- lyndi og það var talið geta skýrt skyndilega hugarfarsbreytingu hennar gagnvart stjúpsyninum. Þó varð ekki framhjá því litið að morð er morð og þetta var ekkert venjulegt morð. Um það vitnaði fjöldi hnífstungnanna. Marty taldist frillkomlega sakhæfur og var talinn hættulegur umhverfi sínu í kjölfar glæpsins. Þá hafði hann reynt eftir megni að skipuleggja flótta sinn undan réttvísinni eftir að vera búinn að ræna aleigu hinnar látnu. Eftir mikið þóf féll dómur um að Marty væri sekur um morð af 1. gráðu, þ.e.a.s. að ásetningur hefði legið að baki, og eftir það átti eftir að skera úr um hvort viðurlögin yrðu dauðarefs- ing eða lífstíðarfangelsi. Þegar Marty sté sjálfur í vitnastúku, brast hann í grát og sagðist gera sér grein fyrir glæp sínum. Hann hélt fast við það að hann myndi ekki skýrt eftir atburðum og kviðdómur komst síðar á þá skoðun að einhver óstöðv- andi hvöt hefði valdið morðinu. Marty sagði að glæpurinn hefði ekki verið framinn í ábata- eða hefndar- skyni. Honum hefði fyrst dottið í hug að ræna peningunum og bflnum eft- ir að öllu lauk. Áður hefði það ekki hvarflað að honum. Sorgleg saga Bernska Martys hafði verið þymum stráð. Móðir hans átti við óreglu að stríða og lést af völdum eiturlyfja er hann var 7 ára. Þá bjó hann með pabba sínum og stjúpmóður, Nancy Cook, um skeið. Feðgunum kom illa saman og er slitnaði upp úr sambúð- inni átti hann í raun engan að. Síðan hafði hann þurft að berjast fyrir lífi sínu og þar kom að hann réð ekki lengur við aðstæður. Það tók kviðdóm aðeins 31 mínútu að komast að niðurstöðu eftir að réttarhöldunum lauk. Dómurinn hafnaði dauðarefsingu og jafnvel er möguleiki á náðun innan 25 ára fyrir Marty. Sara fékk einungis skilorðs- bundinn dóm. Marty fagnaði er dómurinn var kveðinn upp og virtist sáttur við sitt hlutskipti. „Þetta er eitt af sorglegri málum sem ég hef tekið að mér,“ sagði verjandi Martys. ,Að vissu leyti er Marty fremur fórnarlamb að- stæðna en morðingi."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.