Tíminn - 23.10.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 23.10.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 19 Halldór Már Sigurðsson Fæddur 26. maí 1942 Dáinn 14. október 1993 Góður drengur er fallinn í valinn. Við kveðjum í dag dýrmætan vin og frænda, Halldór Má Sigurðs- son. Margar góðar og ánægjulegar stundir áttum við saman. Halldór Már var mikið náttúru- barn og hafði hann mjög gaman af því að ferðast um landið sitt. Þá hafði hann mikinn áhuga á stang- veiði og lundaveiði. Síðastliðið sumar fórum við sem endranær saman í lundaveiði í eyju á Breiða- firði og er sú ferð eftirminnileg, einkum vegna þess að þá ákváðum við að vinna að því að skapa okkur varanlega aðstöðu til lundaveiði og annarrar útivistar í eyju á Breiðafírði. Ekki vorum við búnir að ganga frá þessari ákvörðun, þegar vinur okkar kvaddi. Mesta og besta gæfa Halldórs Más varð fyrir 10 árum, þegar hann hóf búskap með sambýliskonu sinni, Jóhönnu Einarsdóttur frá Dals- mynni í Villingaholtshreppi, enda er hún sama góðmennið og hann var. Alltaf var jafti notalegt að koma á heimili þeirra að Sambyggð 10 í Þorlákshöfn og var þar tekið höfð- inglega á móti öllum sem til þeirra komu. Oft talaði Halldór Már um hvað hann hefði eignast gott og elsku- legt tengdafólk og getum við af heilum hug tekið undir þau orð eftir að hafa kynnst því fólki. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin og frænda og þökkum honum fyrir ógleym- anleg ár, en minningin lifir. Elsku Jóhanna, missir ástvinar er ætíð sár, en minning um mætan mann græðir. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og leggja sína líknarhönd yfir sárin. Jói og Sigga Siguröur Sigurjónsson (Mikki refur), Flosi Ólafsson (Hérastubbur bakari) og Hjálmar Hjálmarsson (bakarasveinninn). Dýrin í Hálsaskógi aftur komin á kreik Dýrin í Hálsaskógi, bamaleikritið sfgilda, sem sýnt var við miklar vinsældir á síðasta leikári, hefur aftur verið tekið til sýninga í Þjóð- leikhúsinu. Sýningar verða ein- ungis örfáar að þessu sinni, þar sem nýtt bamaleikrit, Skilaboða- skjóðan, verður frumsýnt eftir nokkrar vikur. Dýrin í Hálsaskógi voru langvin- sælasta verkefni Þjóðleikhússins á síðasta leikári og sáu það yfir 25 þúsund manns. Þetta er í þriðja sinn sem Dýrin í Hálsaskógi em færð upp í Þjóð- leikhúsinu og hefúr leikritið ætíð notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Afar og ömmur, pabbar og mömmur hafa því sjálf kynnst þeim Mikka ref, Lilla klif- urmús, Hérastubb bakara, bakara- sveininum og öllum hinum dýr- unum. Þau geta því rifjað upp gömul kynni með börnum eða bamabörnum og glaðst með þeim á góðri stund. Það em ekki síst sönglögin í leik- ritinu, sem hafa skemmt ungum og gömlum, og nægir þar að nefna Piparkökusönginn og vísumar hans Mikka refs. Það em þeir Sigurður Sigurjóns- son og Örn Ámason sem leika þá Mikka ref og Lilla klifurmús, Flosi Ólafsson er Hérastubbur bakari og Hjálmar Hjálmarsson er í hlut- verki bakarasveinsins. Martein skógarmús, sem býr til lög um það hvemig dýrin í skóginum eigi að koma fram hvert við annað, leikur Ólafia Hrönn Jónsdóttir. Alls taka þátt í sýningunni 25 leikarar, börn og fullorðnir. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir og hljómsveitarstjóri Jó- hann G. Jóhannsson. (Fréttatilkynning) Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Þrciut 40 Suður gefur; AV á hættu NORÐUR * K832 V ÁD7 * T * G9654 SUÐUR A Á5 V KGT98 * ÁK62 * ÁK Suður spilar sjö hjörtu án þess að AVskipti sér af sögnum og útspilið er hjartatvistur. Drottning í blind- um og austur kastar tígulþristi. Hver er besta áætlunin? Það em fjölmargir möguleikar en einfaldast er að trompa tígul tvisv- ar í blindum. Þá tekur sagnhafi fyrst tígulás, trompar tígul, fer heim á annan svörtu ásanna, trompar aftur tígul og fer aftur heim á hinn svarta ásinn. Síðan em trompin tekin og sagnhafi leggur upp. 5-0 legan í trompinu eykur líkumar á að vestur trompi heimkomur sagnhafa. Hann er jú mögulega stuttur í tígli og gæti kastað svörtu spili og náð tromp- un. Til að lágmarka áhættuna er best að fara fyrst heim á lauf, þar sem líkumar em meiri á að vestur sé styttri þar en í spaða (7 spaðar úti en aðeins 6 lauf) og aftur heim á spaða í seinna skiptið. Þegar spil- ið kom upp var vestur í raun með 5-5-2-1 skiptingu svo "lógískum" var ríkulega umbunað. Hvað gera hinir? Það er oft ágætt að líta aðeins upp úr spilunum sjálfum og íhuga hvað hin pörin em að gera, sér í lagi í tvímenningi. T.d. þá er ekki ástæða til að taka áhættu í spili (í leit að yf- irslag) í geimi með lítinn punkta- styrk, þar sem litlar líkur em á að andstæðingamir hafi farið í það o. s.frv. Með öðmm orðum saman- burður er oft nauðsynlegur áður en íferðin er valin og koma hér nokkr- ar þumalputtareglur um grand- samninga sem ágætt er að hafa í huga. í séhverju tilfelli er gert ráð fyrir jafnri skiptingu. 19-21 punktar. 7 slagir. Sumir fera niður á spilinu en aðrir gætu fengið 8 slagi. 22-23 Að fá átta slagi ætti að gefa góða skor. 24 Ef spiluð em aðeins 2 grönd og samlegan er góð er hægt að taka 9- 10 slagi. Hins vegar em nokkrar líkur á að hluti paranna sé í 3 gröndum (sbr. lgr.-3gr.) og ef þú ert meðal þeirra þá ætti að vera nóg að taka 9 slagi af öryggi þar sem nokkur hluti paranna spilar aðeins stubb. 25-26 Flestir em í geimi og því er rétt að teygja sig í yfirslagina. 27-29 10 slagir 30-3110-11 slagir. Ef 12 slagir em góðir er líklegt að einhverjir segi og standi slemmuna. Sagnhafi ætti að reyna að einbeita sér að 11 slög- um eftir misheppnaða svíningu eða ólegu í lit. 32-34 Mjög líkleg slemma. Ef samningar sagnhafa em ofar öllum tengslum við raunvemleik- ann er nauðsynlegt að koma samningnum heim þar sem allt annað kostar 0-ið. íslandsmót yngri spilara í tvímenningi 1993 Skráning er hafin í íslandsmót yngri spilara í tvímenningi sem haldið verður í Sigtúni 9 helgina 30.-31. október nk. Aldurstak- markið er 25 ára, spilarar fæddir 1969 eða yngri. Spilaður verður barómeter og fer fjöldi spila eftir þátttöku en miðað er við að spila 90-100 spil. Skráning er á skrif- stofu Bridgesambands íslands í síma 91-619360 og er skráningar- frestur til fimmtudagsins 28. októ- ber. Keppnisgjald er 4.000 kr. á parið. Núverandi íslandsmeistarar í tví- menningi yngri spilara em Ólafur og Steinar Jónssynir frá Siglufirði. "Refsidobl" Eftirfarandi raunarsaga er úr hrað- sveitakeppni BR sem nú stendur yf- ir. Miðvikudagskvöldið 13. október, spil 1, norður gjafari og enginn á hættu: NORÐUR A KD5 V K * ÁKG962 * Á53 VESTUR AUSTUR 42 * ÁG963 V T986 V 7532 ♦ DT873 4 - * T72 * G986 SUÐUR * T874 V ÁDG4 * 54 * KD4 NS sögði sig upp í 6 tígla og þá lagðist vestur undir feld. Austur ókyrrðist heldur og reyndi að senda makker eitmð hugskeyti. Ekki dobla, ekki dobla. Eftir sagnir hlutu sex tíglar að vera niður því Sævar náðl að svföa andstæölngana meö þvf aö flýja úr vonlausum samn- ingl eför dobl í hraösveitakeppnl BR. austur átti næstum ömgglega spaðasiag og hin óhagstæða 5-0 tromplega hlaut að gefa slag fyrir vömina. En græðgin verður mörgum að falli, doblið kom og norður átti flóttal Sagnin Norður Austur Suður Vestur 1* pass lgrand pass 24 pass 2V pass 2grönd pass 3grönd pass 44 pass 4* pass 4A dobl 5* pass 5grönd pass 6+ pass 6^ pass pass dobl 6grönd pass pass pass Sævar Þorbjömsson sat í norður og Sverrir Ármannsson í suður. Sævar flúði í 6 grönd eftir doblið (eins og búast mátti við) og út kom spaði. Austur drap kóng blinds á ás og spilaði hjarta til baka sem drep- ið var í blindum. Sverrir spilaði nú laufi á kóng og litlum tígli að heiman. Vestur setti lítið og Sverr- ir NÍUNA, enda doblið búið að upp- lýsa sitt. Hann fór síðan heim á laufdrottningu og tók hjörtun sín, svínaði aftur tígli og átti rest. Á hinu borðinu áttu NS 460 í þremur gröndum. Ef Sævar hefði spilað 6 tígla hefðu AV fengið 100- kall og 560 stig samtals. í stað þess varð munurinn 460 sveit Lands- bréfa í hag (920-460=460) sveifla upp á 1020. Dýrt dobl það. Aldrei er vond saga of sjaldan sögð og kannski á þessi ekkert erindi á prenti. Dobl í þessari stöðu flokkast jú undir "refsidobl" nema í þessu tilviki ákvað vestur að refsa sjálfum sér en ekki andstæðing- unum. Auk þess er alltaf leiðinlegt að Ieita sér að nýjum og nýjum makker! Matthías og Kobbi sigruðu á Selfossi Um síðustu helgi fór fram minningarmót Einars Þorfinns- sonar á Selfossi, en mótið er nú fastur liður í bridgelífi Selfyssinga. Jakob Kristinsson frá Akureyri og Matthías Þorvaldsson, Reykjavík stilltu saman strengi sína með góðum árangri því þeir sigruðu örugglega, fengu 353 stig. Selfyss- ingarnir Kristján Már Gunnarsson og Helgi G. Helgason Ientu í öðru sæti með 217 stig en bronsinu náðu ungu mennirnir, Aron Þor- finnsson og Ingi Agnarsson frá Reykjavík með 169 stig. Sigurður Sverrisson og Hrólfur Hjaltason höfnuðu í fjórða sæti með 145 stig og með einu stigi minna náðu Helgamir, frændurnir og læknar- nir, Jónsson og Sigurðsson, fimmta sæti. Helstu mót framundan: ídag: Norðurlandsmót í tvímenn- ingi í Fljótum í Skagafirði og Firmakeppni BSÍ í Sigtúni 9. Um næstu helgi íslandsmót yngri spil- ara í Sigtúninu og barómeter Bridgefélags Kópavogs m/forgjöf. Helgina 6.-7. nóvember verður íslandsmót kvenna í tvímenningi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.