Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. nóvember 1993
Re^nt að rugla
ASÍ í ríminu
B-leiðin ávísun á meiri verðbólgu
Svo virðist sem ríkisstjóm og atvinnurekendur hafi sett á svið svo-
kallaða B-leið til að skapa óróa innan verkalýðshreyfingarinnar. Sér-
staklega þegar haft er í huga að þessir aðilar vissu mæta vel að launa-
nefndin hafði aðeins það verkefni að meta forsendur gildandi kjara-
samnings og hugsanleg tilefni til uppsagnar. Launanefndin hafði hins
vegar ekkert umboð til að gera gmndvallarbreytingar á kjarasamn-
ingi sem borinn hafði verið upp og samþykktur á fundum í einstök-
rnn verkalýðsfélögum.
Benedikt Davíðsson, forseti
ASÍ, segir að þar sem samningar
séu í gUdi hafi aðrar leiðir ekki
komið til álita. Hann segir að
svonefnd B- leið sé lakari kostur
fyrir launafólk, atvinnulausa,
elli- og örorkulífeyrisþega en
gildandi kjarasamningur.
Að mati hagdeildar ASÍ er aðal-
munurinn á kjarasamningum
annarsvegar og svokallaðri B-
leið hinsvegar, fólginn í mun
meiri verðbólgu. Samkvæmt
kjarasamningnum er verðbólga
frá upphafi til loka næsta árs
áætluð 0,8% en yrði 2% sam-
kvæmt B-leiðinni. Það, ásamt
hækkun launavísitölu í kjölfar
hækkunar eingreiðslna og
launabóta, mundi leiða til þess
að lánskjaravísitalan yrði 1,3%,
eða 0,5% hærri en reiknað er
með að hún verði samkvæmt
áhrifum kjarasamningsins. Það
mundi svo auka greiðslubyrði
lána sem því nemur.
Þar fyrir utan telur hagdeild
ASÍ að atvinnulausir, elli- og ör-
orkulífeyrisþegar myndu einskis
njóta, því B-leiðin hefði aðeins
náð til þeirra sem falla beint
undir samningssvið ASÍ við at-
vinnurekendur.
En síðast en ekki síst hefði B-
leiðin aðeins verið tímabundin
aðgerð í samanburði við það að
lækka virðisaukaskatt af matvæl-
um formlega úr 24,5% í 14%.
Tekjulægstir
hagnast mest
Áhrif lækkunar matarskatts á bamafjölskyldur umfram almennt verð-
lag, frá upphafi til loka næsta árs, verða mest hjá lágtekjufjölskyldum,
frá 0,9%-l,4%, eða á bilinu 1200-1700 krónur á mánuði. Fjölskyldur
með meðaltekjur hagnast um 0,4%, eða 700 krónur á mánuði en há-
tekjufjölskyldan verður með 0,3% lakari kaupmátt, eða sem nemur
800 krónum á mánuði, í árslok á næsta ári.
Þetta er niðurstaða ASÍ á áhrif-
um lækkunar matarskattsins að
teknu tilliti til hækkunar tekju-
skatts um 0,35% og 0,8% verð-
bólgu.
Með lækkun virðisaukaskatts á
matvælum úr 24,5% í 14%, sem
kemur til framkvæmda um næstu
áramót, munu mat- og drykkjar-
vörur lækka í verði um 4,5% að
meðaltali. í heildina nemur þó
verðlækkunin alls 5,5% og er
hluti lækkunarinnar þegar kom-
inn fram með niðurgreiðslu tiltek-
inna kjöt- og mjólkurvara frá 1.
júní sl.
Að mati ASÍ hefur þessi verð-
lækkun þau áhrif að framfærslu-
vísitalan lækkar um 0,8%-0,9% í
janúar og febrúar og lækkar þar
með framfærslukostnað heimil-
anna. Þá er gert ráð fyrir að verð-
bólgan verði 0,8% frá desember
1993 til sama tíma að ári.
f þessari verðbólguspá er reiknað
með 3,5% erlendri verðbólgu,
verðlagsáhrifum af hækkun bif-
reiðagjalda, tryggingagjalds at-
vinnurekenda og breytingum á
virðisaukaskatti af ferðaþjónustu
um næstu áramót.
Samkvæmt þessu mun verðlag
hækka frá árinu 1993 til 1994 um
2,1% borið saman við 3,9%
hækkun í Evrópu. Þá er einnig
gert ráð fyrir að raungengi krón-
unnar muni lækka um 2% á
næsta ári og bæta þar með sam-
keppnisstöðu atvinnulífsins frekar
frá því sem nú er.
Sökum lágrar verðbólgu mun
lánskjaravísitalan hækka lítið á
næsta ári og sömuleiðis greiðslu-
byrði verðtryggðra lána. Frá upp-
hafi til loka næsta árs er gert ráð
fyrir 0,7% hækkun.
f þessu sambandi er vert að taka
fram að lágtekjufjölskylda er skil-
greind sem fjölskylda með 100-
120 þúsund króna mánaðarlaun.
Að teknu tilliti til tekjuskatts og
greiðslu barnabóta nema ráðstöf-
unartekjur láglaunafjölskyldunnar
frá 117-133 þúsundum króna á
mánuði. Fjölskylda með meðal-
tekjur er með 250 þúsunda króna
mánaðarlaun en eftir skatt og
bamabætur nema ráðstöfunartekj-
ur hennar 199 þúsund krónum á
mánuði. Hátekjufjölskyldan er
með 400 þúsund króna mánaðar-
laun en eftir skatt og bamabætur
nema ráðstöfunartekjur hennar
um 288 þúsundum króna á mán-
uði. -GRH
Að mati ASÍ munu stjómmála-
menn fara varlega í að hækka
skattinn aftur sökum þess að
lækkunin er liður í kjarasamn-
ingum. Eins og kunnugt er þá
gekk B- leiðin út á að fallið yrði
frá lækkun matarskattsins og
þeim skattahækkunum sem því
fylgdi. Þess í stað myndu at-
vinnurekendur nota 0,35%
tryggingagjaldið til að hækka
desemberuppbót um 2 þúsund
krónur og útfærslu launabóta
breytt þannig að miðað yrði við
að greiða 60% af því sem vantar
á 85 þúsunda króna mánaðar-
tekjur. Jafnframt var ríkisstjóm-
in tilbúin að halda áfram niður-
greiðslum sem auknar voru 1.
júní sl. og verja 600 milljónum
króna til að hækka persónuaf-
slátt eða lækka tekjuskatt.
En ákvörðun um launabætur er
samningsatriði hverju sinni og
getur því breyst, persónuafsláttur
er háður geðþóttaákvörðun
stjómvalda hveiju sinni og sam-
kvæmt búvörusamningi eiga
niðurgreiðslur að lækka að
krónutölu á næstu ámm. -GRH
Benedikt Dovíðsson, forseti ASÍ, sakar ríkisstjórn og
atvinnurekendur um að hafa vísvitandi reynt að
valda óróa og deilum innan verkalýðshreyfingarinnar.
' § ‘ " -"v
GOTT VERÐ:
KR.1B9,-
McHamborgari er búinn til úr sérvöldu íslensku nautakjöti
með ströngum aðferðum McDonald’s.
Kjötið er fitumælt af mikilli nákvæmni og er snöggfryst til
þess að tryggja hreinleika og ferskleika kjötsins,
þannig að það er alltaf eins.
I því eru engin bindiefni eða aukaefni af neinum toga.
Kjötið er grillað í eigin safa, þ.e. engin auka fita er notuð.
McDonald’s hamborgari er alltaf ferskur og nýeldaður.
Holl og góð máltið. Fyrirmynd annarra. Alltaf eins.
m
■McDonaid's
■ ■
y,
Gleðjumst saman
Gæði, þjónusta, hreinlæti og góð kaup
SUÐURLANDSBRAUT 56, OPIÐ 10:00-23:30