Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 4
4 Menning i- vv* i Tfsnm^von v i *• ■ Föstudagur 12. nóvember 1993 BÓKMENNTIR Einar E. Laxness Hannes Sigfússon: Ljósin blakta. Skáldsaga. Mál og menning 1993. 128 bls. I' LOK skáldsögunnar Ljósin blakta eftir Hannes Sigfússon er sögusviði bókarinnar eða .hrömunardeildinni' hreinlega lokað í bókstaflegiun skilningi vegna ,spamaðarfyrirmæla nýja heilbrigðisráðherrans". Svo mikill er máttur ráðherra að heilli skáld- sögu er lokið með einu penna- striki. En ekki er það viðfangsefni þessarar sögu, enda yrðu úr því hálfgerðar ,klögubókmenntir". Þegar Elli kerling leikur menn grátt Sögusviðið er öldmnardeild, og er skyggnst inn í brotakenndan heim gamalmenna bæði í nútíð og fortíð, en hinar ýmsu minningar em æði brotakenndar vegna þess hve ellin hefur leikið menn grátt. í>að er í hugarheimi Teits, sem er eiginlega aðalpersóna skáldsögunnai; sem hinar ýmsu minningar slqóta upp kollinum, enda virðist hann vera einna „heilbrigðastur" í bókstafleg- um skilningi. En vegna tilhlutan læknisins Sigurvins er honum komið fyrir á fyrmefndri stofnun. Minningar Teits tengjast gamal- mennum öldmnardeildarinnar sem hann kannaðist við frá fyni tíð, en jafnframt því er skyggnst inn í hugarheim annarra vist- manna og þar er Pórður, sem alltaf fær son sinn í heimsókn sem hann lyndir ekki við. Forvitni lesanda er svalað fullkomlega, því í lok sög- unnar fæst svar við því dulda hatri sem Þórður hefur á syni sínum. Par er óþarflega langt gengið í að veita lesandanum svar og hefði mátt halda þessu opnu. Flestar þessara mynda, sem dregn- ar em upp af vistmönnum, em trú- verðugar og vel gerðar, en aftur á móti er eins og klisjan um hið kuldalega starfsfólk nái fram að ganga, að minnsta kosti þegar fjall- að er um hinn kuldalega lækni Sig- urvin, sem er kaldhæðinn í orðalagi sínu í samskiptum smum við Teit. Vel er gert í því að lýsa hvemig óljósar minningar geymast í vit- und og hvemig þær skriða upp á yfirborðið, líkt og þegar Pórð fer að dreyma liðna tíð og nær tök- um á fyni „tímaskeiðum" í lífi sínu, sem varðveist hafa í djúpi minnisins. Hannes lýsir af næmi þeim heimi þegar skynjunin fer að gefa sig, eins og þegar hann dregur upp mynd af óljósri skynjun gamlingjans: „Að reika líkt og svefngengill um hálfkunnuglegar vistarverur og þreifa á hlutum til að finna hvort þeir séu raunvem- legir, en ná aldrei tökum á neinu vegna doðans í fingrum og höfði. Að sjá andlit þeirra sem maður á orðastað við eins og voðfellda hnoðra og heyra illa það sem við mann er sagt, eða átta sig ekki fyllilega á orðahrönglinu eða hvaðan það berst." En þó að margar þær myndir, sem dregnar em upp, séu frekar sorglegar, líkt og líf prestsins Jak- obs sem hefur orðið innlyksa í heimi sturiunar, þá em hinar kát- broslegu myndir einna bestar, eins og þegar gamlingjamir em skikkaðir í boltaleik með sjúkra- þjálfaranum, sem náttúrlega end- ar aðeins á einn veg. í heild má segja að hinn knappi stífl og næmi beri söguna uppi, en það sem ég tel vera sterkasta þátt- inn er hið fullkomna tilgerðar- leysi sem rfldr í sögunni, sem e.t.v. skapast af því hve stfllinn er í raun látlaus án þess þó að vera litlaus. Pessi skáldsaga opnar að vissu marki fyrir manni heim sem ekki hefur verið fjallað rnikið um eða ellina, án þess þó að verða ein- hver allsheijar skýrsla, líkt og var- að er við á bókarkápu. Pess vegna mæli ég með þessari annarri skáldsögu Hannesar Sigfússonar, einkum og sér í lagi fyrir þær sak- ir að um er að ræða verk þar sem reynt er að nálgast sjónarhom sem e.t.v. hefur verið afskipt í ís- Ienskum bókmenntum. Pá á ég við veröld hinna öldmðu. Einfaldleiki á yfirborði Gyrð/r Elíasson: Tregahornið. Smásögur. \ Mál og menning 1993. 104 bls. 4 TREGAHORNINU eftir Gyrði I Eh'asson, sem em 24 smásög- ur, ferðast lesandinn inn í heim sem bæði er óhugnanlegur, en jafnframt meinfyndinn; heim þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum, en er að sama skapi margbrotinn. Pessar sögur eiga það flestar sam- merkt að yfir þeim hvflir mynd- mál dauðans, þannig að sífellt er verið að minna á hann í mynd- um. Leiði, legsteinar, krossar, lík- kistur og jarðarfarir skjóta víða upp kollinum og minna á sig hvað eftir annað, svo ákveðinn þungi hvflir yfir þessum sögum. Þannig verður tónninn frekar óhugnanlegur og nær hámarki í sögunni „Undir súð', en þar nær dauðahugsunin að hvolfast yfir sögumann í litlu herbergi í fyrr- nefndu sögusviði. En þó sífellt sé verið að minna á nærveru dauðans, þá er hin sér- kennilega kímni Gyrðis aldrei langt undan, líkt og í sögunum „Djúpnæturganga', „Milli landa' og „Sumarleyfið". í síð- asttöldu sögunni blandast saman ljóðræna og kímni, sem eru yfir- leitt einkenni á texta Gyrðis. Á hinn bóginn þá brýtur Gyrðir oft upp hinar ljóðrænu stemningar með hversdagslegum athuga- semdum eins og í sögunni „Heimsókn', þar sem bæði menn og málleysingjar horfa til himins, en sögumaður hugsar um allt annað og óljóðrænna svið/eða eins og sagt er: „Ég er með bfllyklana í hendinni', svona rétt til að minna á hina jarðbundnu hluti sem tilheyra sögumanni. Á hinn bóginn er það náttúran í allri sinni mynd sem verður hreinlega lifandi í texta Gyrðis. Þannig á sér stað ummyndun í huga fjöskyldu einnar þegar maður einn breytist í hund í sög- unni „Hundarnir', og músin fær sjónarhom l£kt og hver önnur persóna í „Pijár myndir úr Kópa- vogi'; menn em skyldir tijám og hreindýrum. Þessar ummynd- anaskýringar draga því úr ógn í myndmáh dauðans og em áminning um dulda þræði milli manns og náttúm. Knappt form flestra þessara sagna og samþjöppunin í textan- um fyllir hvert orð og hveija málsgrein merkingu, sem skír- skotar langt út fyrir sig og því reynir bæði á lesanda og túlkanda oft til hins ýtrasta. Þessi aðferð gerir jafnframt þennan sagna- heim Gyrðis mjög myndrænan og svo ljóslifandi, þannig að ekki fer á milli mála hvað um er að vera á yfirborðinu. Svipmót allra þessara sagna er að mörgu leyti mjög líkt, þ.e. sami hugblærinn, tregi og þungi virðist koma fyrir aftur og aftur í þessum 24 smásögum, svo að manni finnst að maður sé að lesa svipaða sögu. Á hinn bóginn em hugdettur og tengingar Gyrðis einstakar, svo að þær í raun standa uppúr líkt og í lok sög- unnar um „Steininn': „Stúlkan í tjöm lengst fyrir austan, eins ná- lægt Færeyjum og mögulegt er á þessu landi, og hún baðar sig undir sólartungli. Undir koddan- um steinninn, steinninn undir koddanum eins og áður, nú kem- ur enginn til að taka steininn undan koddanum eins og áð- ur,...'. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að höfundur fari að endurtaka sig og ekki síst þegar átakaleysi er út- gangspunktur skrifanna. Þó að þessir hnökrar séu að einhveiju leytí til staðar í þessu nýja smá- sagnasafni Gyrðis, þá er það hinn sérstaki stfll sem yfirgnæfir end- urtekninguna og er það vel, enda sérkenni góðra höfunda. Hinn sérstaki stfll Gyrðis nær auðvitað hámarki eins og fyrr í málfágun hans þar sem tungumálið fær að njóta sín í margbreytileik sínum, en jafnframt því er ekki orði of- aukið. Á það hefur verið bent að það nálgist ritklif það hrós sem Gyrðir hefur fengið með afkastamiklum skrifum sínum. Þess vegna er það ekki að ófyrirsynju að rýnendur hafi meiri væntingar og geri jafn- an meiri kröfur til Gyrðis en ann- arra höfunda, þegar hann sendir frá sér nýja bók. En þessa þolraun stenst Gyrðir enn einu sinni með Tregahominu og eflaust gott bet- ur. Merkisdagar í mannlífinu BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Árni Björnsson: Saga daganna, Mál og menning 1993, 829 Dls. T-j EGAR flett er íslenskum al- manökum fer ekki hjá því að lesendur staðnæmist við nöfii ým- issa hátíðis- og helgidaga. Mörg þeirra em kunnugleg, enda há- tíðahöld á viðkomandi dögum enn fastur liður í mannlífinu og hvert mannsbam þekkir merkingu þeirra. Önnur em miklum mun torkennilegri, dregin af nöfnum kaþólskra dýrlinga eða af gömlum, löngu aflögðum siðum. Öll vitum við t.d. um merkingu hátíðisdaga á borð við jól, páska, hvítasunnu, sumardaginn fyrsta og 17. júní, svo nokkur dæmi séu nefnd. En hvað merkja dagaheitin eldaskil- dagi, kóngsbænadagur, gang- dagar (gagndagar), dýridagur, eldadagur, Gvendardagur og Magnússmessa? Hætt er við að svörin stæðu í mörgum, þótt afar okkar og ömmur hafi kunnað jafn- glögg skil á þessum dagaheitum og merkingu þeirra og t.d. jólum og páskum. Merkisdagar á árinu eiga sér flestir mikla sögu og svipuðu máli gegnir um þessa bók. í inngangi skýrir höf- undur, Ámi Bjömsson þjóðhátta- fræðingur, frá því að upphaf henn- ar megi rekja allt aftur til ársins 1956, er honum var úthlutað próf- verkefni í íslenskum fræðum við heimspekideild Háskóla íslands. Af því verkefni spannst rannsókn á sögu jólahalds á íslandi og í kjölfar þess hóf hann að kanna sögu fleiri hátíðis- og merkisdaga og hefur gef- ið út nokkur rit um þá, þar af eitt er ber sama nafn og þessi bók og má þó afls ekki mgla þeim saman. Við lauslega talningu telst mér svo til að í þessu riti sé fjallað um 66 merkisdaga á árinu, veraldlega og trúarlega, og em þá ekki taldir sér- staklega einstakir hátíðisdagar á stórhátíðum þar sem tví- eða þrí- heilagt er. Þetta þýðir að um það bil fimmti hver dagur ársins er með einhveijum hætti merkis- eða há- tíðisdagur og um hann fjallað í bók- inni. Ámi Bjömsson byijar umfjöll- un sína við sumardaginn fyrsta, einn elsta og mesta hátíðisdag ís- lenskan, og heldur síðan áfram árs- ins hring og endar á páskum. í bók- arauka er síðan fjallað um dýrlinga í almanaki. Umfjöllun um einstaka daga er vitaskuld mislöng, enda eiga sumir þeirra sér miklu meiri sögu en aðrir og mjög misjafnt er hve miklar heimildir em um ein- staka daga, hvaða siðir vom tengdir þeim o.s.frv. Umfjöllun um hvem dag er hins vegar í föstu formi og greinir fyrst frá elstu heimildum um hvem merkisdag, hvaða þýðingu hann hafði á elstu tíð, hvemig helgi hans eða þýðing breyttist í aldanna rás, og ef um alþjóðlega hátíðisdaga er að ræða segir jafiian nokkuð af því hvemig haldið var upp á þá í öðrum löndum. Frásögn Áma Bjömssonar er lif- andi og skemmtfleg, hann birtir víða dæmi úr heimildum, jafnt í bundnu máli sem óbundnu, og sýnir víða fram á að ýmsir siðir, sem við nútímamenn teljum „þjóðlega' og „gamla', em hreint ekki gamlir og jafnvel ekkert sérlega þjóðlegir heldur. Má þar nefna þann „sið' að hjón gefi hvort öðm blóm í upphafi þorra og góu. Honum komu kaupa- héðnar á fyrir skömmu síðan. Öll er frásögn höfundar byggð á ít- arlegri og traustri rannsókn ritaðra og munnlegra heimilda og er glögg grein gerð fyrir henni í inngangi. Tflvitnanaskrá er í lok hvers kafla og eiga lesendur þannig auðvelt með að finna þær heimildir, sem vfsað er til um hvem dag. í bókar- lok er hins vegar nákvæm heim- ildaskrá ásamt skrá um myndir, mannanöfn og atriðisorð, auk þess sem þar er að finna efnisútdrátt á ensku. Lesendum er mikið hag- ræði að skýringarorðum á spássíu sem og útdráttum í upphafi hvers kafla, en líklegt er að margir muni nota bókina sem handbók, fletta uppá tilteknum dögum þegar við á. Ekki leikur á tvennu að þessi bók er mikið og þarft framlag til ís- lenskrar sögu og menningar. Hún hefur að geyma gífurlegan fróðleik um marga mikilsverða þætti dag- legs lífs á íslandi í aldanna rás; rannsóknin er, eins og áður sagði, traust og öll framsetning með þeim hætti að flestir lesandi menn ættu að hafa bæði gagn og gaman af. Þessi bók er í senn traust rannsókn- arverk og gott alþýðlegt fræðirit. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, hún er prýdd mörgum góðum myndum og munu sumar þeirra sjaldan eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.