Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. nóvember 1993 13 Cantona fer ekki í alþjóðlegt bann Gæti farið í bann með Man.UTD Molar ... Man.UTD fær langflesta áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína í ensku knatt- spymunni. Hvorki fleiri né færri en 43.757 áhorfendur koma og sjá leikina að meðaltali en aðdá- endur Liverpool sýna liði sína góða hollustu líka en alls 39.796 manns koma að sjá leikina hjá þeim. Flestir áhorfendur um síð- ustu helgi vom einmitt á Anfi- eld Road, heimavelli Liverpool, þegar West Ham kom í heim- sókn eða 42.254. Fæstir vom á leik Scarboro og Doncaster eða 2.057 áhorfendur. Wimbledon er hins vegar í neðsta sæti yfir meðaltalsáhorfun, aðeins 8.304 sjá leiki þeirra að meðaltali. Flestir áhorfendur til þessa í ensku knattspyrnunni hafa komið á leik Man.UTD og QPR, 44.685. ... Sheff.UTD spilar grófast allra enskra liða í úrvalsdeildinni en þeir hafa fengið að líta gula spjaldið alls átján sinnum og einu sinni rauða spjaldið. Leik- menn Liverpool leika líka nokk- uð grófan bolta þar sem dómar- ar hafa sautján sinnum þurft að sýna leikmönnum liðsins gula spjaldið í sautján skipti og einu sinni það rauða. Ipswich leikur allra liða heiðarlegast því dóm- arar hafa aðeins veitt liðinu fimm sinnum gula spjaldið og aldrei það rauða. Chelsea hefur fengið oftast allra liða rauða spjaldið eða alls tvisvar. Alls hefur 89 leikmönnum verið vik- ið af velli í ensku úrvalsdeild- inni það sem af er, en þeir vom 74 í fyrra. ... AC-Mílan náði ekki að vinna sigur á Piacenza í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð ítölsku bik- arkeppninnar. Leikar enduðu 1- 1, eftir að Mílan hafði verið marki yfir í hálÐeik. Spilað var á heimavelli Mílan liðsins. Það sem helst bar til tíðinda í leikn- um var að Gianluigi Lentini kom inn á hjá AC-Mflan undir Iok leiksins en þetta var fyrsti leikur hans síðan hann lenti í umferðarslysi fyrr á árinu. ... Arsenal mætir Aston Villa og Man.UTD sækir Everton heim í flórðu umferð ensku deildarbik- arkeppninnar 29. nóvember. Aðrir leikir em: Liverpool-Wim- bledon, Forest- Man.City, Peter- boro-Portsmouth, QPR- Sheff.Wed, Tottenham-Black- bum, Tranmere-Oldham. í kvöld Blak Karlar 1. deild KA-HK .........kl. 20 Þróttur N.-Þróttur R. ..kl. 20 Konur 1. deild KA-HK........kl. 21.30 Þróttur N.-Vfldngur kl. 21.15 Sindri-ÍS .....kl. 20 Eric Cantona, franski leikmað- urinn hjá Man.UTD, fer ekki í hann með landsliði Frakka vegna ummæla sinna sem hann lét falla eftir Evrópuleik Man.UTD gegn Galatasary í síðustu viku þar sem hann ásakaði dómarann í leiknum um að hafa þegið mút- ur sem og aðra evrópska dómara almennt. Cantona getur því leik- ið þann mikilvæga leik með Frökkum gegn Búlgörum í næstu viku en sá leikur ræður úrslitum um hvort liðið fari í úr- slitakeppni HM. Rene Eberle, formaður aga- nefndar knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sagði að þó að UEFA væri ekki búið að taka á málinu, þá væri það alveg ljóst að Cantona gæti leikið með franska landsliðinu. Það er því Ijóst að málið fer ekki fyrir , þjóða knattspyrnusambanc (FIFA) þar sem UEFA hefur eLu litið á það sem mjög alvarlegs eðlis. Hefði mál Cantona verið sent til FIFA þá hefði hann getað farið í alþjóðlegt bann sem hefði þá náð til landsliðsins. UEFA tilkynnir Manchester United hins vegar í dag hvort Cantona fari í bann með Man.UTD-liðinu. Þjálfun enskra gagnrýnd Langspörkin óþolandi Gordon Taylor, formaður leik- mannasamtakanna í ensku knattspymunni, segir að það sé kominn tími til að þjálfarar fari að gera sér grein fyrir því að sú aðferðafræði sem þeir beita við þjálfun, beri einfaldlega ekki ár- angur lengur. Tækninni hjá leik- mönnum hafi hrakað mikið sem sé stærsti þátturinn í slæmu gengi Englendinga í undan- keppni HM. Taylor varaði Enska knatt- spyrnusambandið við því að ef það færi ekki að hagnýta þekk- ingu fyrrum toppatvinnumanna í knattspyrnu í þjálfuninni, gæti farið svo að leikmannasamtökin sjálf gerðu það. „Það er til skammar hversu fáir fyrrum at- vinnumenn í knattspyrnu eru ráðnir til knattspymusambands- ins til að kenna og fræða menn um það besta. Leikmenn okkar búa yfir miklum hæfileikum og þá á að nýta og það hljóta að vera fleiri leiðir til að spila knatt- spymu en einungis sparka knett- inum fram á völlinn til að freista þess að gera mark.' Talsmaður knattspyrnusam- bandsins vildi þó ekki taka undir gagnrýni Taylors og benti á að í gangi væm mörg prógröm fyrir 4-16 ára gamla knattspyrnu- rr~~i i i i / m i J/ “ 1 menn sem leituðust við að gera þá sem hæfasta á vellinum. „Af 146 þjálfurum sem taka þátt í þessum verkefnum þá eru 85 fyrrum atvinnumenn,' sagði talsmaðurinn. Fjáröflun félaga- samtaka Við bjóðum § óvenju falleg íslensk 1 jólakort Kynnið ykkur úrvalið hjá okkur. Þœgilegar umbúðir, nagstœtt verð NÝJAR Hönnun og útgáfa SNORRALiRAUT 54 SÍMl 614 300 ■ FAX 614 302 VÍDDIR Ltni Vinningstölur ,------------ miðvikudaqinn:10- nóv. 1993 VINNINGAR FJÖLOI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 63,6 2 90.364.000 E1 5 af 6 EÆ+bónus 1 1.077.461 a 5af6 16 52.911 | 4 af 6 819 1.644 fjaj 3 af 6 f-H+bónus 2.768 208 BONUSTOLUR Heildarupphæð þessa viku: 184.574.217 á ísl.: 3.846.217 fjjvinninqur fór til: Danmerkur og Noregs UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91* 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVIUUR NordFrost Besta * vetrardekkið! Niðurstaöa úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum sem gerö hefur veríö (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland). STÆRÐIR: VERÐ m/vsk I 185/70 R14 6.265,- 195/70 R14 6.855,- 175/65 R14 5.800,- 185/65 R14 6.295,- 145 R12 3.965,- 155 R12 4.305,- 155 R13 4.595,- 165 R13 4.980,- 155/70 R13 4.275,- 165/70 R13 4.850,- 175/70 R13 5.170,- 195/70 R15 8.180,- 185/65 R15 6.735,- 195/65 R15 7.475,- 185 R14 6.920,- 175/70 R14 5.390,- 185 R14/8pr 8.705,- 195 R14/8pr 9.095,- (Verö án nagla) SOUr/HG SMIÐJUVEGI 32-34 • SÍMI 43988 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir II II HDING TOUIIS Langholt II • 801 Selioss • lceland Tel: 354-(9)8-21061 Fax: 354-(9)8-23236 HESTAFEÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.