Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. nóvember 1993 Skattsvik upp á 11 milljarða króna Jóhannes Jóhannesson: Það er ekki nema von að fólk eigi erfitt með að trúa því hversu skatt- svik eru gríðarlega umfangsmikil hjá okkur fslendingtun. Nefnd, sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna skattsvik í landinu og nýlega hefur lokið störfum, kemst að þeirri niðurstöðu að rík- issjóður verði af 11 milljörðum króna í skatttekjum vegna skatt- svika. Undirritaður sat í nefndinni fyrir hönd BSRB. Meginniðurstöð- ur skattsvikanefndarinnar hafa verið kynntar í ijölmiðlum, en að ýmsu leyti hefur farið lítið fyrir þeim, að minnsta kosti ef miðað er við umfang og alvöru málsins. Átti að auka skilvirkni Skattkerfisbreytingamar, sem gerðar vora á síðustu átta árum, áttu allar að miða að því að draga úr skattsvikum og möguleikum til þeirra. Staðgreiðslukerfi skatta var tek- ið upp 1987 og var þá jafnframt dregið veralega úr frádráttar- heimildum einstaklinga utan at- vinnurekstrar. 1990 er virðisaukaskattkerfið tekið upp í stað söluskatts. í því er innbyggt innra eftirlit, sem á að valda því að undandráttur verði erfiðari. Og árið 1991 var svo tekið upp eitt tryggingaiðgjald í stað margra mismunandi launatengdra gjalda. Breytingin gekk í sömu átt og hin- ar tvær: átti að stuðla að bættum skilum og skilvirkri innheimtu. Hnignandi skattasiðferði Auk skattkerfisbreytinganna, sem tfl eru komnar á síðustu árum tíl að auka skilvirkni og bæta eftiriit, hafa orðið fleiri þjóðfélagsbreytingai; sem ætla hefði mátt að drægju úr undan- skotum og möguleikum til skatt- svika. Þannig hefur tækni aukist t.d. með tilkomu almennrar tölvuvæð- ingar bókhalds og enn fremur mættí nefna að lægri verðbólga ættí að auðvelda eftírlit og yfirsýn. Það var því meira en lítíð forvitni- legt að sjá hvað kæmi út úr skoð- anakönnun um viðhorf almenn- ings til skattsvika á árinu 1992, miðað við hliðstæða könnun sem gerð var 1985. Niðurstöðumar vora að ýmsu leyti hrollvekjandi. Ljóst er að skattasiðferði hefur farið hnignandi frá 1985. Stærri hlutí þjóðarinnar virðist taka þátt í skatt- svikum en fyrir sjö áram. T.d. fjölgar þeim um rúm 40% sem telja sig hafa keypt vöra eða þjónustu sem ekki hefur verið gefin upp til skatts, og þeim, sem svíkja undan tekjuskatti, fjölgar um 50% (Spurt var Hefur þú á síðastliðnu ári haft tekjur sem þú hefur ekki gefið upp til skatts og hyggst ekki gefa upp til skatts? Og svöruðu 17% spumingunnijátandi, en um 11% svöraðu sömu spum- ingu játandi fyrir sjö árum). 11 milljarSa tekjutap Auðvitað er mat á hugsanlegum skattsvikum háð ýmsum óvissu- þáttum varðandi útreikningsað- ferðir, en það breytir ekki því að þau era gífurleg. Samkvæmt svo- kallaðri þjóðhagsreikningsaðferð námu óframtaldar tekjur 4.5% af landsframleiðslu árið 1992 og má því ætla að landsmenn hafi aflað um 16 milljarða króna án þess að gefa upp til skatts. Þetta samsvar- ar rúmlega 11 milljarða tekjutapi ríkissjóðs. Hér er um að ræða upphæð sem nemur um 9% af heildarskatttekjum hins opinbera. Menn sjá ef til vill betur hvað um er að ræða með samanburði: Út- gjöld ríkisins vegna grunnskóla og framhaldsskóla vora á sama ári um 9 milljarðar króna. Útgjöld ríkisins vegna landbúnaðarmála vora talin nema 10.5 milljörðum króna það ár. Tekjur ÁTVR námu um 9 milljörðum króna á árinu 1992. Ef þessi upþhæð skilaði sér, væri hægt að komast hjá þeim niður- skurði í heilbrigðismálum og menntamálum til margra ára sem stjómvöld hafa verið að sækjast eft- ir. Væri nú ekki nær að heimta inn útistandandi skatttekjur í stað þess að ráðast á velferðarþjónustu sam- borgaranna og skera hana niður? Það er einnig umhugsunarvert að í nýlegum samningum ASÍ-VSÍ og ríkisvaldsins er gert ráð fyrir að hola enn frekar innan virðisauka- skattskerfið með breytingum, sem samkvæmt reynslunni munu leiða til enn frekari skattsvika. Hlífisemi atvinnurekenda Nú er það svo að allir era sammála um að taka á dulinni atvinnustarf- semi, svartri atvinnustarfsemi. Slík starfsemi er auðvitað hvergi til á skrám og þeir atvinnurekendur era t.d. ekki meðlimir í VSÍ og Verslun- arráði. Atvinnurekendur innan vé- banda VSÍ era því eins og aðrir reiðubúnir til að taka á þessum skattsvikurum, sem stunda t.d. vinnu sem haldið er leyndri og nótulaus viðskiptí. Á hinn bóginn virðast saamtök atvinnurekenda ekki vera ginnkeypt fyrir að taka á skattsvikum hjá fyrirtækjum innan sinna vébanda. En þar era alls kon- ar undanskot og skattsvik því mið- ur afar algeng. Af slíkum skattsvikum og und- anskotum má nefna: Einkaútgjöld eigenda, forráða- manna og annarra starfsmanna era færð sem rekstrarkostnaður hjá viðkomandi fyrirtækjum. Greiðslur, sem ættí að eignfæra og afskrifa, eru færðar sem rekstrar- kosmaður, t.d. viðhald, í bókhaldi. Eignir eru seldar hluthöfum, stjómendum eða aðilum þeim tengdum undir markaðsverði. Til að fólk skilji þetta er e.t.v. rétt að nefna dæmi. Fyrirtæki reyna miskunnarlaust að svindla á inn- skatti, t.d. með því að setja einka- neysluna inn í virðisaukaskattkerf- ið. Ýmislegt er það, sem unnt er að koma inn á innskattsreikning, sem skattayfirvöld eiga bágt með að sanna að tilheyri ekki rekstri fyrir- tækja, — Ld. byggingarefrri, ef fyr- irtækið stendur í byggingu eða við- haldi á eigin húsnæði. í slíku tilfelli er kannski freistandi að láta efni eins og í einn sumarbústað fljóta með inn á innskattsreikninginn. Þá mun það og vera vinsælt að láta húsgögn í fínu húsin forráða- manna fyrirtækja fljóta svona óvart með. Einnig má minnast á vsk-bílana, sem era misnotaðir í stórum stfl. Það er ekki nema von að sumir vinnuveitendur séu æv- inlega tregir til að efla eftirlit. Forgangsröð stjórnvalda Það má Ijóst vera að ríkisstjómir á hveijum tíma velja sér for- gangsverkefni miðað við mikil- vægi mála. Það er um mat að ræða, og í verkefnum ríkisvalds- ins sjáurn við það gildismat sem viðkomandi stjómmálaflokkar, sem hafa völdin, aðhyllast. Niðurstöður skattsvikanefndar hljóta einnig að vera til umhugsunar fyrir þá sem vilja Ieggja ofurkapp á niðurskuið í heilbrigðisþjónustu og niðurskuið í menntamálum þjóðar- innar. Oftar en ekki munda þeir hníf- inn að opinbem þjónustu með þá út- skýringu á vörunum að peningana vanti til samfélagsþjónustunnar. Nú mega þeir vita af þeim fjármunum sem þeir eru að sækjast eftir með niðurskurðarhnífum, því það fé sem vantar er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Það era 11 miDjarðar sem bíða eftir því að veiða sóttir. Vamir gegn skatt- svikum era velferðar- og réttlætis- mál, þær snúast m.a. um pólitíska forgangsröð stjómvalda. Denni dæma Inusi „Segðu mér nú satt, vegna jbess að v/ð Wilson ætlum saman út að vatni og hann ætlar að kenna mér að fiska þegar allt verður orðio gaddíreðið." -\n Höfundur var fullu-úi BSRB í skattsvikanefnd fjármálaráðherra. jótið jólanna á Kanarí Fluglei skipul Jólaffag ffyrir farþeg sína SOKjULLIN JÓLASTEMNING ÁKANARÍEYJUM Tveggja vikna ferö 22. des. - 5. jan. ;\\a«s vetðiiá 67.018 kr. á mann m.v. hjón með 1 barn (2ja - 15 ára) í smáhýsi á Islas Bonitas. Verð frá 76.870 kr.* á mann m.v. tvo Innifalið í verði: flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Kanaríeyjum, íslensk rararstjórn. Okkar þaulreyndi fararstjóri, Auður Sæmundsdóttir, verður á staðnum. I Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) m.\ %£££&, £ FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferðafélagi *FlugvaUarskattar og innritunargjald innifalin. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.