Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 12
Föstudagur 12."nóvember 1993 12 |:rammistaða eikmanna Guðmundur Hrafnkelsson Stóð fyrir sínu í markinu en hefur oft varið fleiri bolta gegn eins slöku skotliði og lið Búlgaríu er. Varði 10 skot, 4 fyrir utan teig, 3 af línu, 2 úr homi og 1 víti. Bergsveinn Bergsveinsson Kom ekki inn á í þessum leik. Gunnar Beinteinsson Besti maður íslenska liðsins. Mjög góður í vöminni og fisk- aði boltann fjórum sinnum sem endaði með marki. Fljót- ari mann eigum við varia. Ólafur Stefánsson , Ekki sannfærandi. Virkaði þreyttur og hefði mátt reyna Magnús Sigurðsson meira í hans skyttuhlutverki. Tapaði boltanum einu sinni og tvö skot klikkuðu. Valdimar Grímsson Mjög góður að vanda og er kjölfesta í landsliðinu. Lét þó verja frá sér eitt víti en var snöggur upp í hraðaupphlaup- in að vanda. Þrjú af átta mörkum hans komu þannig. Dagur Sigurðsson Slakur dagur hjá Degi. Átti tvö misheppnuð skot en kom þó einu inn í lokin úr hraðaupp- hlaupi. Patrekur Jóhannesson Talsvert af mistökum. Glataði bolta þrisvar sinnum og þrjú skot mistókust. Náði boltan- um hins vegar í tvígang af Búlgörum. Gústaf Bjömsson Kom sterkur úr þessum leik. Sjö falleg mörk úr átta tilraun- um, glæsilegur árangur það. Magnús Sigurðsson Ekkert um hann að segja enda fékk hann h'tið að spreyta sig. Konráð Olavsson Mjög slakur og fann sig engan veginn. Ætti að hvíla í dag miðað við frammistöðuna. Guðjón Ámason Byrjaði mjög illa en fann sig þegar á leið. Sannfærði þó varia landsliðsþjálfarann með þessum leik. Einar G. Sigurðsson Skilaði varnarhlutverkinu vel eins og lagt var fyrir hann. Var annars htið með í sókninni. UMFS-UMFN 83-85 (42-50) ÍBK-UMFT .101-87 (45-45) KR-ÍA.......118-83 (66-33) A-riðill ÍBK.......8 44 788-693 8 Snæfell ...8 4 4 662-678 8 UMFS ......8 3 5 638-656 6 ÍA ........8 2 6 649-781 4 Valur .....8 1 7 679-771 2 B-riðill UMFN ....8 7 1 745-667 14 Haukar ....8 6 2 682-622 12 UMFG.....8 6 2 706-676 12 KR....... 8 5 3 755-703 10 UMFT..... 82 6 598-675 4 Valdimar Grímsson svífur hér einbeittur á svip inn úr hægra hominu og skorar eitt af átta mörkum sínum í leiknum. Hann sag&i eftir leikinn a& það hefði verið of mikið af mistökum i íslenska liðinu. Ekki nógu sannfærandi Of mikið af mistökum hjá íslendingunum þrátt fyrir stórsigur íslenska landsliðið í handknattleik sigraði það búigarska í gærkvöldi nokkuð örugglega, 15-30, og fór leikurinn fram í Laugardalshöll- inni en taldist heimaleikur Búlg- ara. Seinni leikurinn, sem fer fram í kvöld, er heimaleikur íslands. Staðan í hálfleik var 6-14 fyrir ís- land. En þótt sigur íslands hafi verið mjög stór þá virkaði landsliðið langt frá því að vera sannfærandi. Hafa ber í huga að Búlgaría er C- þjóð og ætti því íslenska liðið að geta spilað hinn ágætasta hand- bolta þar sem t.d. leikkerfi rúlla í gegn. Raunin varð hins vegar önn- ur og íslenska Uðið sýndi ekki mik- ið þó svo að Uð Búlgaríu sé eitt af slökustu landsliðum sem hingað hafa komið. Alltof mikið var um klaufaleg mistök í leiknum sem eiga ekki að sjást hjá leikmönnum sem eru í landsliðsklassa, t.d að missa boltann í hraðaupphlaup- um. En því má ekki gleyma að oft er erfitt að leika gegn liði sem er taUð mun lakara og því er hugar- farið aldrei eins og þegar leikið er gegn sterkum þjóðum. Með því að bæta aðeins fyrir mistökin í sókn- inni í kvöld þá má vel sigra Búlgari með yfir 20 marka mun, hvert mark er jú dýrmætt í þessum riðU. Tíminn hitti Valdimar Grímsson, fyrirUða Uðsins, eftir leikinn. »Mér fannst við sýna góðan karakter í þessum leik. Það er gott að sigra í báðum hálfleikjum með átta mörkum, en við náðum þó ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik eftir. Það sem má laga fyrir leikinn ann- að kvöld (í kvöld) er að minnka sóknarmistökin og sýna meiri ein- beitingu sem var ekki alveg til staðar.' Valdimar bætti því við að hann væri hálfsvekktur yfir því hversu fáir áhorfendur komu á leikinn og hann vonaðist eftir fleirum í kvöld. „Því fleiri áhorf- endur, því meiri munur.' Leikurinn hófst alveg eins og menn höfðu búist við. Dæmd var leiktöf á Búlgari, sem ætluðu greinilega ekki að fá á sig 40 mörk eins og á móti Hvít-Rússum og spiluðu því langar sóknir, Dagur var snöggur til og gaf á Valdimar sem skoraði úr hraðaupphlaupi, tíu mörk íslands komu úr hraða- upphlaupum. Valdimar gaf því tóninn en Búlgarir náðu að jafna í tvígang en síðan tóku íslendingar Hlægilega létt hjá KR KR-ingar áttu ekki i miklum erfiðleikum með að leggja slakt lið Akumesinga í gærkvöld. Lo- kastaðan var 118-83, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 66- 33 í hálfleik. Akumesingar byrjuðu leikinn ágætlega, skoruðu fyrstu körfu leiksins og héldu í við KR-inga fyrstu mínúturnar. En fljótt komu yfirburðir KR í Ijós og liðið tók örugga forustu með Mirko Nikolic seip aðalmann, jafnt í vöm sem sókn. Um miðjan fyrri hálfleik var liðið komið með yfir tuttugu stiga forskot og ef Dwayne Price hefði ekki átt stór- leik, undir lok hálfleiksins hefðu KR-ingar sennilega haft meira en 33ja stiga fomstu í leikhléi. í síðari hálfleik gat KR leyft sér að slaka aðeins á og hvíldi sína bestu menn. Leikurinn var fyrir vikið mun jafnari og skemmti- Tímamaður leiksins: Mirko Nikolic, KR. Átti stórgóðan leik bæði í vöm og sókn. Skoraði 26 stig og hirti fjölmörg fráköst með- an hans naut við en var hvíld- ur undir lok fyrri hálfleiks og lengst af í þeim síðari. Iegri. Mirko Nikolic var bestur í liði KR en Davíð Grissom stóð honum ekki langt að baki. Þá átti Láms Ámason einnig góðan leik og skoraði 18 stig, öll með þriggja stiga körfum. Dwayne Price var allt í öllu í sóknarleik ÍA og átti auðvelt með að skora þegar Nikolic var hvfldur. Gangur leiksins: 0-2, 4-2, 13-10, 22-12, 39-18, 57-26,66-33—68- 33, 77-41, 92-58, 98-66, 110-75, 118- 83. Stig KR: Mirko Nikolic 26, Dav- íð Grissom 23, Lárus Árnason 18, Hermann Hauksson 17, Benedikt Sigurðsson 10, Guðni Guðnason 7, Ósvaldur Knútsen 7, Tómas Hermannsson 6, Ólafur Ormsson 4. Stig ÍA: Dwayne Price 45, ívar Ásgrímsson 14, Eggert Garðars- son 10, Einar Einarsson 7, Dagur Þórisson 4, Jón Þór Þórðarson 3. Dómarar: Jón Bender og Krist- inn Óskarsson. Dæmdu vel í fyrri hálfleik en vom nokkuð mistæk- ir í þeim síðari. -SH við og áttu góðan kafla um miðbik fyrri hálfleiks og var þá vömin að- all liðsins. ísland skoraði hins veg- ar aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks. Sami bamingur var í seinni hálf- leik en ágætur endasprettur tryggði góðan sigur en það hlýtur að vera krafa að vinna Búlgari í kvöld með yfir 20 mörkum. Gangur leiksins, Búlg.-ísl.: 0-1, 2- 2, 2-8, 3-9, 4-10, 4-12, 5-13, 6-14- - 6-16, 8-16, 9-20, 10-21, 11-21, 11-24, 13-24, 13-26, 14-27, 14-29, 15-30. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8/4, Gústaf Björnsson 7, Gunnar Beinteinsson 4, Guðjón Árnason 3, Patrekur Jóhannesson 3, Ólafur Stefánsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Einar Gunnar Sigurðsson 1, Kon- ráð Olavsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði 10/1 skot. Mörk Búlgaríu: Semeelkjiev Kastadin 3, Alexander Evgeni 3/1, Christov Georgiv 2, Betschvarav Javor 2, Apostolov Nasko 2, Ma- schev Barislav 1, Astilcov Vladimir 1, Petkov Georgi 1. Borisov Bran- im varði 7/1, Aleksandrov Toni 5. Utan vallar: Búlgaría 12 mínútur þar af fékk einn leikmaður rautt fyrir að taka í fót Valdimars þegar hann fór inn úr hominu, fsland 6 mínútur. Dómarar: Peter Brussel og Anton Van Dungen frá Hollandi. Stóðu sig vel. Staðan Hvíta-Rússl. Króatía..... ísland...... Finnland .... Búlgaría.... .4 3 1 0 134-84 7 .5 3 1 1 131-109 7 .3 2 1 0 77-60 5 .3 0 1 2 74-91 1 5 0 0 5 87-159 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.