Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 12. nóvember 1993 Hugmyndin um veiðileyfagjald Tilræði við hagsmuni fólksins úti á landi „Það er augljóst að ef veiði- leyfagjald á yfir okkur að ganga, þá mun það þrengja kosti þess fólks sem býr úti á landi,' segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Hann segist ekkert gefa fyr- ir röksemdir Sighvats Bjamason- ar, framkvaemdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, og Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta Farmanna- og fiski- mannasambandsins um veiði- leyfagjald, þar sem málflutning- ur þeirra standi í beinu sam- hengi við persónulega hagsmuni þeirra. Hann segist líka ekkert gefa fyrir röksemdir og uppblást- ur Morgunblaðsins þess efnis að straumhvörf hafi orðið í um- ræðu um veiðileyfagjaldið í kjöl- fpr orða þessara tveggja manna. Kristján segir að Sighvatur tali um veiðileyfagjald í skötulíki Próunarsjóðs og ætli ser að þiggja meira en hann gefur því hann sé með mikið af ónotuðum húsum eftir sameiningu fyrir- tækja í Eyjum. Það sé hinsvegar óréttlátt að láta aðra útvegs- menn í Eyjum greiða fyrir það sem Sighvatur telur óhagkvæmt í sínu fyrirtæki. Hann undrast það að forseti FFSÍ sé að óska eftir frekari skattheimtu á útgerð og sjó- menn með veiðileyfagjaldi. í kvótakerfi sem byggi á frjálsu framsali, muni menn halda áfram að skiptast á veiðiheimild- um og greiða hvor öðrum. Kristján segir að andstaða Guð- jóns A. við kvótakerfið einkenn- ist af hagsmunum hans við að koma nær kvótalausu skipi sem hann á hlut í, Guðmundi Guð- jónssyni, á sóknarmark. Hann segist ennfremur ekki finna fyrir meintum vaxandi þunga í samfélaginu við veiði- leyfagjald, eins og Sighvatur hélt fram í ræðu sinni á Fiskiþingi. Nema ef vera skyldi frá sérvitr- ingum úr Seðlabanka, augn- læknum og eiginkonum þeirra frá landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins og 10 ára gamalli rökleysu iðnrekenda um málið. Á nýafstöðnu Fiskiþingi sagði Sighvatur Bjamason að forráða- menn í sjávarútvegi ættu að hafa fmmkvæði að því að samþykkja veiðileyfagjald. Að öðmm kosti yrði það sett án samráðs við at- vinnugreinina. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, hefur einnig látið svo ummælt opinberlega að vaxandi stuðningur sé meðal sjómanna við veiðileyfagjald. Hann segir að sjómenn greiði þetta gjald nú þegar með þátttöku í kvótakaup- um útgerða og það sé betur komið hjá ríkissjóði en í vasa út- gerðarmanna. -GRH ASÍ krefst að- gerða gegn skattsvikurum ,Það er full ástæða til þess að brýna framkvæmdavaldið í því að standa sig betur í innheimtu skatta. Það er heldur engin ástæða til að ætla annað en að það geti gert betur þegar sérfræðingar eins og Þröst- ur Ólafsson vita hvar þjófarnir eru sem stela undan skatti,' segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Hann segir það fáránlega ákvörðun að það skuli vera ætl- unin að bæta aðeins við fimm starfsmönnum við skattaeftirlitið þegar ráðherra segir að það þurfi 26 manns. „Ef það er rétt hjá Þresti að það verði stolið einum milljarði króna undan skatti vegna breyt- inga á matarskattinum, þá fynd- ist mér það vel hægt að bæta þessum 26 við sem talað er um að þurfi til að halda þessum hlut- um í lagi." Benedikt segir að það muni ekki kosta nema 80-100 milljónir króna og þá ættu þeir eftir 900 milljónir. í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er lýst yfir þungum áhyggjum af þeim skattsvikum sem upplýst er að viðgangist í þjóðfélaginu. En talið er að allt að 11 milljörðum króna sé skotið undan skatti og 15 milljarðar króna séu afskrifaðir af álögðum gjöldum. Miðstjómin krefst þess að ríkis- stjórn og Alþingi grípi þegar til aðgerða og sjái til þess að hið qýja kerfi virðisaukaskatts skili þeim árangri sem að var stefnt. Bent er á fuUyrðingar ráðherra og æðstu embættismanna í stjómkerfinu að innheimtu virð- Endurvinnsla sorps er besta lausnin. Þá er sorpi breytt í úrvals gróðurmold. Jcirðgerð úr sorpi - Týndur hlekkur í landgræðslustarfi, segir Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisfræðingur isaukaskatts sé verulega ábóta- vant, auk þess sem þeir telja að það stefni í algjört öngþveiti í innheimtunni um áramótin þeg- ar lækka á skatt á matvælum. Minnt er á að þáverandi fjár- málaráðherra og núverandi ut- anríkisráðherra lýsti því yfir að hið nýja skattkerfi mundi auka skilvirkni innheimtuskattsins auk þess sem allt eftirlit yrði einfalt og sjálfvirkt. Annað hefur komið á daginn eins og tölur um um- fang skattsvika bera með sér. -GRH Mikið magn af lífrænum úr- gangi fellur til á íslandi ár hvert. Á sama tíma háir skortur á jarð- vegi flestum bæjarfélögum lands- ins. Með aðferð sem nefnd hefur verið jarðgerð má vinna bug á báðum þessum vandamálum í einu. Bjöm Guðbrandur Jónsson um- hverfisfræðingur hefur undan- farið kynnt jarðgerð víðsvegar um land. Með henni má vinna lífrænan úrgang frá sláturhúsum, fiskvinnslu og rækjuvinnslu auk þess sem til fellur frá heimilum og stofnunum. Hann segir að Rekstrar- og iðnrekstrarfræðingar hafa stofnað sameiginlegt fagfélog en að undanförnu hafa á sjötta hundrað nemendur útskrifast hér á landi. Hér má sjá fyrstu stjórn félagsins. ýmsir hafi sýnt málinu áhuga og spáir því að mörg bæjarfélög fari að nýta sér jarðgerðina á næstu árum. Jarðgerð felst í því að h'frænum úrgangi er safnað saman í massa í réttum hlutföllum við önnur efni eins og pappír og tijákurl. í massanum myndast hiti sem verður til þess að allir sýklar drepast. Auk þess em myndaðar kjöraðstæður fyrir örverur sem sjá um niðurbrot úrgangsins. Af- urðin er fyrirtaks gróðurmold sem selja má sem pottablóma- mold eða nota við landgræðslu. Bjöm segir að íslendinga vanti tilfinnanlega jarðveg enda sé sá jarðvegur sem náttúran myndar hér oft rýr og lélegur. „Þessi að- ferð verður í framtíðinni ein uppistaðan í öllu landgræðslu- starfi á íslandi,' segir Bjöm. Meiriháttar afglöp á Vestfjörðum Bjöm segir að jarðgerð sé ekki dýr kostur miðað við þann að brenna sorpið. „Við íslenskar að- stæður er jarðgerð mun vænni kostur en brennsla og ódýrari að auki. Það eru í uppsiglingu meiriháttar afglöp á Vestfjörðum. ísfirðingar em í vandræðum með jarðveg en þeir ætla samt að brenna allt það hráefni sem þeir gætu unnið hann úr. Bæði er það dýrt og auk þess getur sorp- brennsla spillt ímynd þeirra sem matvælaframleiðenda. Ég hef ekki séð nein rök sem mæla með því að þeir brenni sorpið en þeir vilja ekki bakka með ákvörðun sína. Fyrir vikið hafa allir aðrir en ísfirðingar dregið sig út úr sorpsamlagi Vestfjarða.' Einstaklingsframtak Jarðgerð er einnig hægt að vinna í smærri stíl en þeim sem Björn lýsir. Guðrún Jakobsson hefur um skeið endurunnið alla matarafganga sem til falla á heimilinu. Til þess þarf sérstök einangruð ílát sem afgangarnir em settir í. Þau eru geymd í 12- 14 vikur og eftir þær hefur fæð- an umbreyst í gróðurmold. flátin má geyma hvort sem er inni eða úti á meðan á niðurbrotinu stendur. Guðrún segir að endu- runna moldin sé sérstaklega góð sem hún sjái best á plöntunum sínum. -GK Vió sorpbrennslu myndast eiturefni sem eru hættuleg lífríkinu. Brennsla á sorpi er einnig sóun á verðmætum. ENDURVINNSLA ER BESTA LAUSNIh Allt að 80% af heildarsorpmagni er að endurnýta. jttuleg efni sem ndast eru t.d. díoxin- ij, brennisteínsoxið. is kolvetnissamböna. , geta valdið krabba- ini, fósturskaða. Uarsjúkdó^^ „ ábríf á varnarkerh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.