Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 24
Föstudagur 12. nóvember 1993 24 Bankarnir eiga leikinn Seðlabankastjóri segir vaxtaskatt óheppilegan Vextir eru komnir niður fyrir 5% og raunvextir á spariskírteinum rík- issjóðs eru nú þeir lægstu síðan 1986, eða 4,85%. Þá lækkaði ávöxt- unarkrafa húsbréfa í gær og var um 5,75%. Þetta gerist í kjölfar lækkunar bindiskyldu og lausafjárhlutfalls banka og sparisjóða sem Seðlabanki stóð fyrir á dögunum. „Eftirleikurinn er nú í hönd- um banka og sparisjóða og þeirra sem ráða lánsfjármálum ríkis- ins,* sagði Jón Sigurðsson seðla- bankastjóri þegar hanh tilkynnti um lækkun bindiskyldunnar í því skyni að stuðla að vaxta- lækkun hjá lánastofnunum. Hann telur vaxtalækkunarað- gerðir undanfarihnar viku hafa tekist mjög vel. Tekist hafi að ná vöxtum á eftirmarkaði úr 6,9% niður í 4,9%. Á síðasta uppboði spariskírteina hafi meðalávöxtun verið 5% í stað 7,2% á næsta uppboði á undan. Með lækkun bindiskyldu og lausafjárhlutfalls sagði Jón losað um milljarða króna sem bönkum og sparisjóðum gefist þar með svigrúm til áð ávaxta betur, þ.e. með hærri ávöxtun. Kvaðst VANTARÞIG PENING? Tældfærin eru óþrjótandi í Kolaportmu!! Viö bjóöum þrjár stæröir sölubása þar sem þú getur selt nánast allt milli himins og jaröar (innan ramma velsæmis og laga). ■ Stórir sölubásar (2,5 x 5 metrar) kosta 4.500.- kr ■ Litlir sölubásar (2,5 x 2,5 metrar) ■ Smábásar kosta 3.500.- kr. (2,5 x 1,2 metrar) kosta 2.500.- kr. Á ofangreind verö leggst virftisaokaskattur fyrir þá aftila sem geta notaft hann til frádráttar á VSK-skýrslu. Sértilboð fyrir alla heimiíislist!! Seljendur sem búa til hluti heima hjá sér til aö selja í Kolaportinu geta fengiö minni og ódýrari pláss og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Sértilboð fyrir **S*Fböm og unghnga!! Börn og unglingar yngri en 16 ára geta fengið minni og ódýrari sölupláss til aö selja hvað sem er og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Þetta tilboö er háö því skilyrði aö foreldrar panti fyrir börn sín eöa gefi þeim skriflegt leyfi til þátttöku. ATH! Ekki er tekið við pöntunum á borðmetrum nema í vikunni fyrir þá söluhelgi sem viðkomandi ætlar að selja í Kolaportinu. Plássið er takmarkað - svo hringið strax og pantið pláss ísíma 625030. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG -spennandi fyriralla!! hann vonast til að bankar og sparisjóðir fylgdu þessu myndar- lega eftir með vaxtalækkunum í vikunni, en næsti vaxtaákvörð- unardagur er á morgun, 11. nóv- ember. Um það hversu varanleg þessi vaxtalækkun yrði, sagði seðla- bankastjóri ráðast af ýmsu. Hvað mikilvægast sé að draga úr halla- rekstri ríkissjóðs og lánsfjáreftir- spurn hins opinbera, þar með töidu húsnæðiskerfinu. Eftirleik- urinn sé þannig í höndum inn- lánsstofnana og þeirra sem ráða og stjórna lánsfjármáium hins opinbera. Spurður hvort aðgerðir Seðia- bankans gætu ekki aukið hættu á þenslu, benti Jón á að tilhneig- inga gætti bæði til lækkandi at- vinnustigs og lækkandi eigna- verðs, sem hvorugt væri þenslu- einkenni. Nokkur örvun í þjóð- félaginu ætti nú fremur að vera til bóta en hitt. Enda yrði þessum Langtímavextir Meðaltöl hvers mánaðar (% á ári) VaxtabiliS milli verðfryggðra bankalána (efsta línan) annars vegar og spariskír- teina og húsbréfa hins vegar, hefur verið fremur stöðugt undanfarin tvö ár. Seðlabankinn væntir þess að svo verði áfram, þ.e. að vextir verðtr bankalána taki einnig stórt stökk niður á við eins og vextir rikisbréfr aðgerðum aðeins fylgt svo lengi sem þær væru ekki taldar þensluaukandi. í máli seðla- bankastjóra kom ítrekað fram að hann er síður en svo talsmaður vaxtaskatts við núverandi að- stæður. Að ræða um vaxtaskatt í miðjum umræðum um að lækka vextina, væri afar óráðlegt. Sagðist Jón því geta tekið undir vamaðarorð fulltrúa bankanna. Væri raunverulegur vilji til vaxtalækkana, bæri að forðast það sem vakið gæti óróa á mark- aðnum. Umræddar aðgerðir Seðlabank- ans felast í eftirfarandi: Bindiskylduhlutfall var almennt lækkað um 1% (í 4%), en bindi- skylda á bundnum innistæðum og verðbréfum um 2,5% (niður í 2,5%). Sömuleiðis verður greidd sér- stök 1,5% vaxtauppbót (samtals um 150 milljónir kr.) á bundnar innistæður á þessu ári. Lánsfjárhlutfall er lækkað úr 12% niður í 10%. Jafnframt er ákveðið að húsbréf geti framvegis talist tii lausafjár með sama hætti og spariskírteini ríkissjóðs. Sömuleiðis er ákveðið að eign í spariskírteinum, ríkis- bréfum og húsbréfum teljist að fullu til lausafjár sé hún innan við 2,5% af reiknigrunni iausa- fjárhlutfalis, en það sem umfram er, teljist 60% sem laust fé. - HEI VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • vip r Q. > >* o u. Q. > o ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA TIL HEIMILISN0TA Til hreingeminga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HUN B0RGAR SIG STRAX UPP! ■n O k < ■o ■n O k ■o LdlA • dlAUOd dlA • dlAUOd dlA ® dlAUOd dlA • dlAUOd dlA® dlAUOd dlA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.