Tíminn - 17.11.1993, Page 5

Tíminn - 17.11.1993, Page 5
Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Reykjanes- skóli áfram lokaður Menntamálaráðherra fellst ekki á tillögu um að gera héraðsskólann á Reykjanesi að skóla fyrir unglinga sem eiga í félagslegum erfiðleikum Nefnd sem skipuð var til að gera tillögu um framtíð héraðs- skólans á Reykjanesi leggur til að skóli verði rekinn á Reykja- nesi fyrir böm á aldrinum 14-16 ára sem eiga í sérstökum félags- legum erfiðleikum. Mennta- málaráðherra segir að tillögur nefndarinnar gangi gegn gild- andi skólastefnu og verði því ekki að veruleika nema ákveðið verði að breyta um stefnu. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra ákvað árið 1991 að fella niður skólastarf í hér- aðsskólanum á Reykjanesi vegna þess hvað nemendur vom fáir. Petta var harðlega gagnrýnt af Vestfirðingum. Menntamálaráðherra skipaði í framhaldi af því nefnd sem falið var að gera tillögur um framtíð skólans. Nefndin skilaði áliti í vor og lagði til að skólahald yrði áfram á Reykjanesi. Þar yrði rekinn grunnskóli fyrir börn sem ættu í sérstökum félagsleg- um erfiðleikum. Nefndin aflaði sér stuðnings fyrir tillögu sinni meðal ýmissa stofnana í menntakerfinu. Ólafur G. upplýsti á Alþingi í svari við fyrirspum frá Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur alþingis- manni að hann myndi ekki beita sér fyrir því að tillögunni yrði hrint í framkvæmd. Tillagan væri ekki í samræmi við gild- andi menntastefnu. Menn teldu að betra væri að leysa félagsleg vandamál nemenda á heima- slóðum frekar en að taka þá úr sínu umhverfi. Petta sjónarmið gagnrýndu þingmenn Vestfirðinga, ekki síst flokksbræður ráðherrans, Matt- hías Bjarnason og Einar K. Guð- finnsson, og sögðu að það gæti einmitt bætt stöðu þessara bama að komast í annað um- hverfi. Jóna Valgerður benti einnig á að yfirvöld hefðu neyðst til að taka böm úr um- ferð með æmum kostnaði og setja þau á meðferðarheimili, en verið er að stofna slíkt heimili í Skagafirði. Menntamálaráðherra sagði að Alþingi þyrfti að taka afstöðu til tillögu um sérstakan skóla fyrir unglinga sem eiga í félagslegum erfiðleikum, í frumvarpi um framhaldsskóla og þegar grunn- skólalögum verður breytt og gmnnskólirm færður til sveitar- félaga. -EÓ Iðnneminn 60 ára Iðnnemar fagna því um þessar mundir að 60 ár em liðin frá út- gáfu fyrsta Iðnnemans, málgagni samtaka þeirra. Tímamótanna er m.a. minnst með stærstu útgáfu málgagnsins til þessa, sem telur um 120 síður. Pað eru tvöfalt fleiri síður en nokkru sinni áður og gefið út í 6 þúsund eintökum. í afmælisútgáfunni er m.a. saga Iðnnemans rakin að hluta og ým- islegt rifjað upp sem á dagana Innbrot í tvo sumar- bústaði í fyrrinótt var brotist inn í tvo sumarbústaði í landi Kárastaða í Þingvallasveit og stolið þaðan talsverðu af innbúi. Upp komst um innbrotið í gærmorgun þegar eigandi annars bústaðarins fór til að vitja hans. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Selfossi er unnið að rannsókn málsins og er hún á lokastigi. Brotnar vom rúður í bústöðun- um og stolið úr þeim hlutum eins og myndbandstækjum, örbylgju- ofnum og fleiri verðmætum, auk þess sem talsverðu af áfengi var stolið, en báðir bústaðimir em ríkulega búnir. hefur drifið. Auk þess er rætt við fyrrverandi forystumenn samtak- anna og margt fleira. Blaðinu er dreift til allra iðn- nema, alls 4500 talsins, til 1000 iðnfyrirtækja, allra skóla og bóka- safna landsins, auk þess sem það er til sölu á skrifstofu Iðnnema- sambandsins. -GRH BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar 5 Bestu íslensku fræði- bækurnar Bækumar „íslenskir fiskar" eftir Gunnar Jónsson og „Blómin okkar' eftir Stefán Aðalsteinsson og Bjöm Þorsteinsson fengu viðurkenningar, sem bestu fmmsömdu, íslensku fræðibækur ársins 1992, á afmælisráð- stefnu Félags bókasafnsfræðinga í gær. Bæði höfundar og útgefendur bókanna fengu viðurkenningar frá félaginu. „íslenskir fiskar" var valin besta fræðibók ársins fyrir fullorðna. Höfundur hennar er Gunnar Jónsson fiskifræðingur en Fjölvi gaf bókina út. Bókin „Blómin okkar" var tfl- nefnd besta fræðibókin fyrir böm. Höfundur texta er Stefán Aðalsteinsson og höfundur mynda Bjöm Þorsteinsson. Út- gefandi er Bjallan. Við val bókanna var tekin hlið- /------------------------------- sjón af aðgengi upplýsinga og þá sérstaklega hvort í þeim væm hjálparskrár með efnisatriðum. Við afhendingu viðurkenning- anna sagði Guðrún Pálsdóttir, formaður Félags bókasafnsfræð- inga, að hugmyndin væri að hafa jákvæð áhrif á höfunda og útgef- endur og vekja athygli á nauðsyn þess að gera fræðibækur vel úr garði hvort sem markhópurinn væri fullorðnir eða böm, al- menningur eða sérfræðingar. Hraðbát stolið Hvítum hraðbát með utanborðs- mótor var stolið af svæði Snarfara við Elliðavog í síðustu viku, en þjófnaðurinn kom í ljós um helg- ina þegar eigandinn fór að vitja bátsins. Báturinn ber nafnið Ter- hy, en ber auk þess áletrunina, „Big fun 1600S". Um er að ræða plastbát með 75 hestafla Suzuki utanborðsmótor og er verðmæti bátsins eitthvað á aðra mflljón króna. Báturinn stóð á vagni með tveimur hásingum og hafa þjófamir bírætnu tengt vagninn aftan í bifreið sína og ek- ið á brott. Þeir sem hafa orðið bátsins og vagnsins varir em vin- samlegast beðnir um að hafa samband við Rannsóknarlög- reglu rfkisins í síma 44000. -PS S TENDr skipta máli Breytt útlit, betra útsýni og einstakur tæknibúnaöur einkennir nýju FENDT 300 - dráttarvélarnar m+ vendigír meö forvalshnappi. 21 gír áfram, 21 gír afturábak. 40 km/h aksturshámark. ">+ framslútandi og fyrirferðarminni vélarhlíf eykur útsýnið fram fyrir vélina. nirnt kröftugri, sparneytnari og hljóðlátari hreyfill með meiri seiglu (torki). handhæg rafeindastýring á beislislyftu eykur verkhæfni og afköst. þriggja hraða aflúttak með rafsegulstýrðu tengsli. m+ sjálfvirk, álagsstillanleg framdrifslæsing. m+ auka-stjórnbox aftan á afturbretti fyrir beislislyftu og aflúttaksás. m+ hæöarstillanlegt veltistýri, betra mælaborð og loftfjaðrað ekilssæti auka þægindi ökumanns. Og ekki má gleyma aðalsmerki FENDT 300 dráttarvélanna, vökvatengsli (Túrbómatik-kúpling) sem gefur vélunum aksturseiginleika sjálfskiptra bíla. V Hágœðavélar á hagstœðu verði - Pantið tímanlega búvélar SlÐUMÚLA 27, REYKJAVlK. SlMI91-687050. J -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.