Tíminn - 02.12.1993, Side 3

Tíminn - 02.12.1993, Side 3
Fimmtudagur 2. desember 1993 _ Menning ________ 3 Veraldarsaga kvenna BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór SigríðurTh. EHendsdóttir: Veröld sem ég vil. Soga Kvenréttindafélags Islands 1907-1992. Kvenréttindafélag íslands 1993. 527 bls. Þegar sú saga hófst, sem sögð er á þessari bók, var staða kvenna á íslandi lakari en víðast hvar í ná- grannalöndunum. Þegar bókinni lýkur hefur þetta gjörbreyst, ís- lenskar konur búa við svipuð kjör og konur í öðrum löndum Norður-Evrópu og Ameríku og áhrif þeirra em kannski meiri en víðast hvar annars staðar. Hvemig gerðist þetta, hvemig gat svo mikil breyting átt sér stað á svo skömmum tíma? Svarið fæst - að verulegu leyti, a.m.k. - við lestur þessarar bókar. í inn- gangsorðum gerir höfundur grein fyrir stöðu kvenna á ís- landi á 19. öld, en 2. kafli hefst á frásögn af kvenfélögum sem störfuðu áður en KRFÍ var stofn- að árið 1907. í þeim kafla er einnig fjallað ítarlega um Bríeti Bjamhéðinsdóttur og störf henn- ar áður en KRFÍ var stofnað. í 3. kafla greinir frá aðdraganda og stofnun KRFÍ, í hinum 4. seg- ir frá starfsemi félagsins fyrstu tvo áratugina og í næstu köflum er saga félagsins rakin allt fram til 1992. Öllum köflunum er skipt í marga undirkafla, þar sem greint er frá starfsemi og við- fangsefnum félagsins á hveijum tíma. Þá em sérstakir kaflar um aðild félagsins að öðrum félaga- samtökum og stofnunum, um útgáfustarfsemi KRFÍ og í við- auka eru birt lög félagsins og stefnuskrá, greint frá stjómar- og embættismönnum o.fl. Að minni hyggju er það helsti aðall þessarar bókar hve fróðleg hún er. Höfundur greinir ítarlega frá öllum þeim atriðum í rétt- indabaráttu kvenna, sem máli skipta, og segir nákvæmlega frá félaginu og helstu forystukonum þess. Þar kemur víða glöggt fram, hve mikið og óeigingjamt starf hefur oft verið unnið innan vébanda félagsins, þótt ekki hafi alltaf farið hátt. Ritun félagssögu á borð við þessa er vandaverk, ekki síst að því er snertir efnisskipan og upp- byggingu. Sigríður Th. Erlends- dóttir hefur valið þann kostinn að segja söguna í tímaröð og tekst með því móti vel að halda utan um viðamikið og fjölþætt efni. Hinu er þó ekki að neita, að kaflaskiptingin, sem tíðast er lát- in ráðast af formannaskiptum í félaginu, rýfur stundum frásögn- ina af einstökum efnisþáttum. Við lestur bókarinnar velti ég því þess vegna stundum fyrir mér, hvort betur hefði farið á því að segja sögu félagsins og stjórna þess í styttri köflum og fjalla svo um hin margvíslegu málefni á „þematískari" hátt. Þetta er vita- skuld smekksatriði og ítreka skal, að Sigríði hefur að minni hyggju tekist vel að leysa verkefnið með þeirri aðferð, sem hún hefur val- ið. Loks er þess að geta að bókin er afar fallega unnin og frágengin. Hún er prentuð á góðan pappír, uppsetningin á síðum skemmti- leg, myndefni mikið og gott. Hálfgerð sápa BOKMENNTIR Einar E. Laxness Björgúlfur Olafsson: Kvennagaldur. Skóldsaga. Almenna bókafélagió 1993. 216 bls. Sögupersónur Kvennagaldurs eftir Björgúlf Ólafsson hafa allar einkenni persóna sem eiga heima í erlendum sápuóperum, þó svo að hér sé um að ræða íslenskt sögusvið og úr samtímanum. Þessi skáldsaga er þó ekki skrifuð til höfuðs því fyrirbæri, heldur er hún skrifuð inn í hefð reyfarans þar sem ástin og uppáferðir eru aðalefni sögunnar. Hér er um að ræða dæmigerðar manngerðir reyfarans: fjölmiðlamaður, lækn- ir, verkfræðingur og einn heim- spekingur, sem þar að auki er kona. Aðalsöguhetjan er Kjartan fjöl- miðlamaður, sem á mikilli hylli að fagna meðal kvenna. Þar kemur að hann verður að gera upp á milli þeirra sambanda sem hann stendur í, en í því uppgjöri er það læknirinn Ragnheiður, sem var fyrrverandi hjásvæfa, sem verður ofaná í orðsins fyllstu merkingu, en atburðarásin tekur óvænta stefnu að hætti reyfar- ans. Að sama skapi og söguþráð- urinn er kunnuglegur, þá eru efnistökin brennd því sama marki. Annarsvegar eru lýsingar á ytri gæðum, sem tilheyra sögu- persónum, og hinsvegar eru uppáferðir Kjartans, en báðir þessir þættir eiga væntanlega að varpa ljósi á manngerðirnar, en því miður verður þetta eiginlegt aðalatriði í stað aukaatriðis í Kvennagaldri. Sögupersónur Kvennagaldurs virðast vera einhverskonar nú- tímamanngerðir, sem eiga uppá pallborðið í glanstímaritum, því þær eru yfirleitt einlitar og gagn- sæjar og skortir alla dýpt til að verða trúverðugar. Hinsvegar býr í orðum Kjartans sannleikskorn um þann galla sem persónusköp- unin í Kvennagaldri skortir, en hann segir: „Allar manneskjur eru fullar af mótsögnum.' Það er helst Bjarni, sem ekki fór hefð- bunda leið til frama og fjár, sem brýtur upp það mynstur og fær jafnframt einhvem svip, en alltof veigah'tinn. Þessi þriðja skáldsaga Björgúlfs Ólafssonar er innlegg í bók- menntagrein, sem ekki hefur átt uppá pallborðið hér nema í þýð- ingum, en það er ástarreyfarinn. En þrátt fyrir það þá skortir til- finnanlega í Kvennagaldur ein- hvem grípandi þátt, eins og góð- ur reyfari hefur yfirleitt til að bera. Bráðskemmtileg lesning BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór J.R.R. Tolkien: Hringadróttinssaga. Þorsteinn Thorarensen islenska&i. Ljóðaþýðingar: Geir Kristjónsson. Fjölvi 1993. 416 bls. Hringadróttinssaga er ýmsum ís- lendingum kunn, þótt ekki hafi hún áður komið út á íslensku. í þessu bindi, sem nefnist Föru- neyti Hringsins, birtast fyrstu tvær bækur þessa mikla sagna- bálks, en næstu bindi munu væntanleg áður en langt hður. Höfundur Hringadróttinssögu, J.R.R. Tolkien, var málfræðingur og tók sér til gamans að búa til frá grunni ímyndað tungumál. Upp af þeirri iðju spmttu sögu- persónur sagnabálksins. Þær töl- uðu tungumál Tolkiens og lifðu og hrærðust í þeim heimi, sem hann skóp þeim. En hvemig stóð á því að virtur fræðimaður tók að sýsla við iðju sem þessa? Því lýsir höfundur svo í inngangi: „Megintilgangur minn var ein- faldlega löngun sagnamanns til að reyna, hvort ég gæti sett sam- an reglulega langloku, sem þó héldi áhuga lesandanna vakandi, yrði þeim til skemmtunar og á- nægju, jafnvel stundum gert þá spennta eða snortna. Ég hafði þá ekkert annað við að styðjast en eigin tilfinningu fyrir því, hvað væri hugþekkt eða áhrifaríkt, en eins og búast mátti við voru margir þar á öndverðri skoðun.' Því er ekki að neita, að þessi saga Tolkiens hefur fengið marga og misjafna dóma. Hún hefur orðið eftirlætisrit margra, en aðr- ir hafa fundið henni flest til for- áttu, fundist hún kjánaleg og vemleikafirrt. Vissulega á sagan sér engin tengsl við vemleikann, vemleiki hennar er aðeins hug- arheimur höfundarins, þar sem allt gerist með öðrum hætti en við eigum að venjast og lýtur öðrum lögmálum. Allt um það er þetta bráðskemmtileg lesning og má með miklum rétti segja að flestir hafi gott af því að skreppa um stund á brott úr mannheim- um og ferðast með dularverum Tolkiens. Þýðing Þorsteins Thorarensens virðist mér vel unnin, þótt ekki hafi ég lagt það á mig að bera hana nákvæmlega saman við fmmtextann. Þýðingin er læsileg og skemmtileg og allur frágangur bókarinnar með ágætum. Fjölmenn Suðurnesjaætt BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Jórngerðofrstgðaætt. Niðjatal Jóns Jónssonar bónda ó Jóm- gerðarstöðum í Grindavík. Ættfræðistofa Þorsleins Jónssonar tók saman. Þjóðsaga hf. 1993. 1452 bls. Þetta mikla verk er áttunda bindið í ritsafninu Ættir íslend- inga, sem Þorsteinn Jónsson rit- stýrir. í formála er þess getið, að Sverrir heitmn Júlíusson útgerð- armaður hafi átt fmmkvæði að því að hafist var handa við sam- antekt á niðjatali Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum (1741-1831). Jón þessi var þrf- kvæntur og átti böm við tveimur fyrstu konum sínum og em niðj- ar þeirra fjölmargir, eins og gleggst má sjá af þessu verki. í lok 3. bindis em svo raktar fram- ættir Járngerðarstaðaættar allt aftur um 1500 og hefur Theodór Ámason verkfræðingur annast það að mestu. Allt er þetta rit hið glæsilegasta og mun vart ofsagt að það sé viðamest og best úr garði gert allra þeirra binda, sem þegar em út komin í ritröðinni Ættir ís- lendinga. Myndir eru af lang- Ðestum niðja Jóns á Jámgerðar- stöðum og einnig er hér meira af þjóðlífsmyndum en í fyrri ritum og fer vel á því. Við frágang mynda hafa þó orðið ein leið mistök. Á bls. 13 er birt teikning eftir Bjarna Sæmundsson fiski- fræðing og sögð vera af Járn- gerðarstöðum. Hið rétta er að þessi mynd er af Garðhúsum, en á bls. 14 og reyndar aftur á bls. 1311 er teikning Bjama af Jám- gerðarstöðum. Nýjung er að ýmsar mannlýs- ingar em ítarlegri en í fyrri bind- um og munu þær flestar runnar frá Haraldi Guðnasyni í Vest- mannaeyjum. Að þessum mann- lýsingum er mikill fengur og hefðu helst þurft að vera fleiri. Það, sem frá Haraldi er runnið, er auðkennt með upphafsstöfum hans, en þess hefði helst þurft að geta í formála, enda hætt við að þeir lesendur, sem ekki em vanir notkun fræðirita og ekki lesa innganginn, eigi erfitt með að átta sig á því hvað upphafssta- fimir H.G. merki. Eitt af því, sem hvað mesta at- hygli vekur við lestur þessa rit- verks, er hve víða afkomendur Jóns á Járngerðarstöðum hafa dreifst. Langflestir þeirra em þó á Suðumesjum, Suðurlandsund- irlendinu og í Vestmannaeyjum og sýnir það glöggt hin miklu og nánu tengsl, sem lengi hafa verið á milli þessara svæða. Á fyrri tíð fluttist fólk á milli sveita og ver- stöðva eftir því hvernig áraði, viðskipti þar sem skipt var á fiskifangi og landvöru vom mikil og einnig mun meirihluti þeirra vermanna, sem til Grindavíkur sótti á ári hveiju, hafa komið úr austursveitum. Allur frágangur þessa rits er með ágætum, ef undan er skil- inn myndamglingurinn, sem áð- ur var getið. Það er prentað á fal- legan pappír og í skemmtilegu bandi og prófarkir em vel lesnar. Er það þó mikið nákvæmnis- og vandaverk í riti sem þessu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.