Tíminn - 02.12.1993, Síða 4

Tíminn - 02.12.1993, Síða 4
Fimmtudagur 2. dsesember 1993 Innlen* Dregið úr verðmiðlun á mjólk um 100 milljónir Smjör lækkar og skyr og undanrenna hækkar Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að minnka greiðslur í verðmiðlunarsjóð mjólkuriðnað- arins um eina krónu á hvern lítra. Petta .leiðir til þess að neyt- endur greiða 100 milljónum minna fyrir mjólk og mjólkuraf- urðir en áður miðað við heilt ár. Petta, ásamt breytingum á verð- lagningu próteins- og fituinni- halds mjólkur, leiða til mikilla verðbreytinga á mjólkurvörum. Undanfarið hefirr 1 króna og 77 aurar af hverjum mjólkurlítra farið í verðmiðlunarsjóð mjólk- uriðnaðarins eða um 180 millj- ónir á ári. Tilgangur sjóðsins er að jafna kostnað við flutning mjólkur milli framleiðenda og mjólkurbúa og milli mjólkur- svæða. Sjóðurinn hefur hjálpað minni mjólkursamlögum að komast af. Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að lækka greiðslur í verðmiðlunarsjóðinn um eina krónu sem þýðir í reynd að 100 milljónir eru færðar frá mjólkur- iðnaðinum til neytenda. Samhliða þessari breytingu hef- ur fimmmannanefnd, sem ákveður útsöluverð á búvörum, einnig ákveðið að breyta inn- Hækkanir stríða gegn manneldisstefnu Verðbreytingar á mjólkurafurðum sem taka gildi í dag stríða gegn yfirlýstri manneldisstefnu íslendinga að mati Laufeyjar Steingrímsdóttur hjá Manneldisráði. Breytingamar felast í því að verð á fitulitlum og próteinríkum vömm hækkar en verð á fitu- rneiri vörum lækkar. Laufey Steingrímsdóttir nær- ingarfræðingur segir að verð- breytingamar séu litnar mjög al- varlegum augum hjá Manneld- isráði. »Þetta kemur eins og reiðarslag. Það hefur orðið já- kvæð þróun í neysluvenjum ís- lendinga undanfarin ár sem hef- ur meðal annars skilað sér í lægri blóðfitu og vemlegri fækk- un sjúklinga með hjartasjúk- dóma. Þessar verðbreytingar stríða algerlega gegn þessari þró- un og yfirlýstri manneldisstefnu íslendinga sem stjórnvöld hafa samþykkt. Þar kemur meðal annars fram að hvetja skuli til neyslu á fitulitlum vörnrn.' Það var fimmmannanefnd sem ákvað verðbreytinguna. Rök hennar eru þau að með breyt- ingunni verði verð til bænda og neytenda nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum og einnig nær því sem framboð og eftir- spum á íslenskum markaði kall- ar eftir. Verð afurðastöðva til bænda verður hér eftir að þrem- ur fjórðu miðað við prótein í mjólkinni og að einum fjórða miðað við fitu. Eftir breytinguna hefur verð á undanrennu hækkað úr 45 krónum lítrinn í 62 krónur. Verð á skyri, fitulitlum osti og fjörmjólk hækkaði líka. Verð- lækkun er mest á smjöri sem kostar nú 382 krónur kílóið en kostaði áður 532 krónur. Þá lækkaði verð á fitumeiri osti, ijóma, nýmjólk og léttmjólk. -GK Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 2. desember kl. 20:30 á Hótel Borg. Dagskrá: I. Félagsmál. II. Mótmæli gegn breyttum skaöabótalögum. Framsaga: Atli Gíslason, lögmaður Dagsbrúnar. III. Skýrtffá störfum launanefndar. Stjóm Dagsbrúnar ONNUMST ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk. fyrir utan efni. SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320 byrðis verðlagningu einstakra mjólkurafurða. Verðbreytingin nú kemur í kjölfarið á breytingu sem gerð var á verðlagningu mjólkur til bænda, en bændur fá nú meira greitt fyrir próteinríka mjólk en minna fyrir fitu. Verðbreytingarnar þýða að undanrenna hækkar úr 45 kr. lítrinn í 62 kr. eða um 37,8%. Eitt kíló á skyri hækkar úr 120 kr. í 146 kr. eða um 21,7%. Kíló af 17% osti hækkar úr 592 kr. í 642 kr. eða um 8,4%. Lítri af fjörmjólk fer úr 66 kr. í 68 kr. sem er 3% hækkun. Lítri af ný- mjólk og léttmjólk lækkar úr 66 kr. í 65 kr. eða um 1,5%. Peli af rjóma lækkar sömuleiðis um 1,5%, fer úr 136 kr. í 134 kr. Kíló af 26% osti lækkar, fer úr 709 kr. í 697 kr. eða um 1,7%. Smjör lækkar hins vegar mikið, fer úr 532 kr. kflóið í 382 kr., en þetta er 28,2% lækkun. í nágrannalöndum okkar eru fituríkar mjólkurvörur dýrari en fitusnauðar. Munurinn hefur hins vegar verið talsvert meiri hér á landi en þar. Talsmenn mjólkuriðnaðarins telja nauðsyn- legt að samræma verðlagningu mjólkurvara hér á landi því sem gerist í nágrannalöndum okkar þar sem íslenskar mjólkurvörur standi frammi fyrir samkeppni við erlendar vörur. Það skiptir einnig máli að eftirspurn eftir fituríkari mjólkurvörum hefur minnkað á seinni árum og með þessu er verið að aðlaga verð- lagninguna þeirri staðreynd. -EÓ Skýrsla um ofbeldi barna Þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa óskað eftir því við dómsmálaráðherra að hann leggi fram skýrslu á Alþingi um ofbeldisverk barna og unglinga á íslandi. Það er Val- gerður Sverrisdóttir sem á frumkvæði að því að biðja um skýrsluna. Beðið er um að í skýrslunni komi fram fjöldi þeirra sem hafa komið á slysadeild og heilsugæslustöðvar vegna of- beldisverka síðustu 20 árin. Spurt er um þróunina hér á landi borið saman við ná- grannaríki okkar. Spurt er hvenær ofbeldisverkin eru framin og hvort þau eru fram- in undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, auk fleiri atriða. -EÓ Fyrirtæki stofnað um slátrun í Borgarnesi í eigu Kaupfélagsins og bænda Fundur í Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgamesi hefur samþykkt tillögu frá stjóm félagsins um að stofna sérstakt fyrirtæki um rekstur slátur- húss og kjötvinnslu Kaupfélagsins. Stefnt er að því að Kaupfélagið og bændur verði stærstu hluthafar í hinu nýja félagi. Þórir Páll Guðjónsson, kaupfé- lagsstjóri í Borgarnesi, sagði að umhverfi f viðskiptum með kjöt væri þannig að heppilegra væri að hafa þetta í sérstöku félagi þar sem aðilar sem eiga beinna hags- muna að gæta stæðu að baki. Það væri heppilegra en að hafa þennan rekstur í blönduðu félagi eins og verið hefði. Þórir Páll sagði að breytingar sem gerðar hafa verið á fram- leiðslukerfi landbúnaðarvara og harðnandi samkeppni á kjöt- markaði gerðu þennan rekstur erfiðari og áhættusamari. Hann sagðist hafa trú á að með því að þjappa þeim aðilum sem hafa lifibrauð sitt af framleiðslu og sölu á kjöti væri verið að styrkja þennan rekstur og gera hann lík- legri til að standast harðnandi samkeppni. Þórir Páll sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvenær nýja félagið yrði stofnað. Menn myndu taka sér góðan tíma í undirbúning. Þórir Páll sagði að velta hins nýja félags gæti orðið 500-700 milljónir á ári. í haust var slátrað 48 þúsundum sauðfjár í Borgar- nesi. - EÓ Lestrarkennslu ábótavant íslenskir fjórtán ára unglingar eiga erfitt með að lesa úr töflum og myndum en standa sig vel í lestri sögu- og fræðsluefnis. Mikill munur er á lestrargetu níu ára gamalla íslenskra stúlkna og pilta. Hér á landi er meiri munur á ár- angri kynjanna en í nokkru öðru landi utan Danmerkur samkvæmt alþjóðlegri könnun á læsi sem framkvæmd var árin 1990 og 1991. íslensku níu ára börnin lentu í áttunda sæti af 27 þjóðum en íslensk 14 ára börn í fimmta sæti af 32. Rannsóknin er alþjóðlegt sam- starfsverkefni sem náði til 210 þúsund bama í 32 löndum. Böm- in voru prófuð í þremur þáttum; lestri á sögutexta, lestri á fræðslu- texta og lestri upplýsinga úr töfl- um og myndum. Um framkvæmd rannsóknarinnar hér á landi sá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála en hún kynnti niður- stöðumar í gær. Mesta athygli vekur hversu illa fjórtán ára unglingum gengur að lesa uppýsingar úr töflum og myndum en í þeim þætti eru þau í nítjánda sæti af 32. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, höfundur skýrsl- unnar um læsi íslenskra barna, segir að fjórtán ára börnin hafi meðal annars átt erfitt með að skilja áttir á landakortum. „Helsta skýringin sem mér dettur í hug er að börnin eru ekki vanin á þessi vinnubrögð. Það kom til dæmis í ljós að meirihluti 14 ára barna notar sjaldan eða aldrei heimilda- Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Ólafur G. Einarsson kynna skýrslu um læsi íslenskra barna. rit og orðabækur. Fjórtán ára börnin stóðu sig hins vegar vel í hinum þáttunum tveimur. Þau voru í efsta sæti í lestri á fræðslu- texta og fjórða sæti í sögutexta." Níu ára börnin stóðu sig ekki eins vel og áætlað var út frá efnahags- legum og menningarlegum for- sendum. í þeim aldurshópi er kynjamunur áberandi en stúlkur sýndu marktækt betri árangur en piltar. Níu ára börnin fengu svip- aðan meðalárangur í öllum þrem- ur hlutum ársins. Þau lentu í átt- unda sæti af þjóðum. Af íslensku börnunum stóðu reykvísk böm sig best í prófinu á báðum aldursstigum. Skólar á Vesturlandi komu verst út hjá m'u ára bömum en skólar á Vestfjörð- um hjá fjórtán ára börnum. Með sérstakri rannsókn var reynt að sjá hvaða þættir hefðu áhrif á skil- virkni skóla, þ.e. hvernig nemend- ur þeirra stæðu sig í lestri. Þar kom meðal annars fram að börn sem hafa sömu kennarana lengi standa sig betur og einnig virðist sem kvenkennarar nái betri ár- angri en karlkyns kennarar. Þá kom í ljós að þeir skólar sem kenna lesskilning markvisst eftir að börnin eru orðin læs í hefð- bundnum skilningi ná betri ár- angri en aðrir. Að lokum eru börnin duglegri í lestri í skólum sem nýta sér próf og æfingar frek- ar en óformlegt mat. -GK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.