Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. desember 1993 Verð í lausasölu 125 kr. INNFLUTTAR MATVÖRUR HAFA HÆKKAÐ UM 2% EN INNFLUTTAR UM 15% -sjá baksíðu KVÓTAVtÐSKIPTI HAFA AUKIST MILU ÁRA -sjá baksíðu ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS -sjá síSu 7 JACKIE KOMST EKKI Á MINNING- ARATHÖFN UM KENNEDY -sjá síðu 3 EGGJABAKKAR FRAMLEIDDIR ÚR ENDURUNN- UM PAPPÍR -sjá síðu 4 SENDIHERRA ÍS- LANDS í NEW YORK BIÐUR UM SKÝRINGAR -sjá síðu 5 FJÁRLAGANEFND LEGGUR TIL AÐ ÚTGJÖLD RÍKIS- SJÓÐS VERÐI HÆKKUÐ UM 681 MILUÓN -sjá síðu 4 FISKVINNSLU- FÓLK AF LAUNA- SKRÁ? -sjá síðu 4 Sjúklinga- skattar hafa hækkað um 1.217 millj. á tveimur árum Þá eru ótalin útgjöld vegna hærra lyfjaverðs og hækkuð gjöld vegna komu til sérfræðinga Frá árinu 1990 til ársins 1992 haekkuðu þjónustugjöld sem tekin eru af sjúklingum úr 1.516 milljónum í 2.733 millj- ónir eða um 1.217 milljónir. Þjónustugjöldin hafa hækkað yfir 80% á aðeins tveimur ár- um. í reynd er þessi hækkun mun meiri því inni í þessum tölum er ekki sá aukni kostn- aður sem sjúklingum hefur verið gert að bera vegna auk- innar hlutdeildar sjúklinga í lyfjaverði og hækkaðra gjalda hjá þeim sem þurfa að leita til sérfræðinga vegna sjúkleika, en opinberar skýrslur skilgreina þennan kostnað ekki sérstak- lega. Guðmundur Bjamason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, gagnrýndi þessa hækkun á sjúklingasköttum við aðra um- ræðu um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði að hér væm á ferð- inni skattar sem almennir skattgreiðendur hefðu borgað áður, en nú væru það sjúkling- ar sem þyrftu að standa undir þessum þætti samfélagsþjón- ustunnar. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um hversu há þjónustu- gjöldin eru á þessu ári. Það liggur hins vegar fyrir að þau hækkuðu milli ára. Á næsta ári er áformað að hækka þessi gjöld enn. Reyndar hefur verið fallið frá því að leggja á heilsu- kort sem skila áttu 400 milljón- um í ríkissjóð, en hugsanlegt er að hluti þeirrar upphæðar verði eftir sem áður innheimt- ur með álagningu þjónustu- gjalda á sjúklinga. Stjórnvöld standa hins vegar fast á þeirri stefnu sinni að innheimta gjöld af áfengissjúklingum. Þessi skattur á að skila 40 milljónum króna í ríkissjóð. -EÓ Jólasveinarnir á næsta leiti Jólasveinar fara brátt á stjá og sjálfsagt gildir það einnig um sér- legan yfirumboðsmann þeirra, Ketil Larsen, eins og hann kýs að kalla sig. Hann segist hafa frétt frá Aska- sleiki, foringja jólasveinanna, að þeirra sé bráðum von til borgar- innar. Hann bætir við að aðdá- endur þeirra eigi þess kost n.k. sunnudag að sjá þá og heyra. Þá munu þeir birtast á þaki Nýja Kökuhússins við hornið á Land- símahúsinu en áður, kl. 16, verður kveikt á jólatrénu við Austurvöll. Lýðveldisafmælið tileinkað bar- áttunni gegn atvinnuleysi? — Nöturlegt að halda upp á afmælið í bullandi atvinnuleysi, segir bæjarstjórinn á Akranesi »Ég held að það verði mjög nöt- urlegt ef menn ætla að stíga á stokk og halda upp á 50 ára af- mæli lýðveldisins, ef atvinnu- leysi verður þá hátt í 10%. Hins- vegar hefur mönnum tekist ým- islegt þegar menn hafa einbeitt sér að einhverju. En að mínu mati er það nokkuð einkennandi fyrir umræðuna um atvinnu- málin hvað hún stýrir sér dáb'tið sjálf,' segir Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi. Hann hefur varpað fram þeirri hugmynd að 50 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári verði tileinkað barátt- unni gegn atvinnuleysinu. Bæjarstjórinn segir að þessi hugmynd sé góðra gjalda verð, enda verðugt verkefni að til- einka lýðveldisafmælinu barátt- una gegn atvinnuleysinu. Hann segir að það virðist enginn vera tilbúinn að nýta sér þá peninga sem eru í gangi til að slá á at- vinnuleysið. „Maður skyldi ætla að þeir 8 milljarðar sem fara í greiðslu at- vinnuleysisbóta séu til einhvers nýtanlegir, eins og gert er víða annars staðar.' Gísli segir að á lýðveldisafmæl- inu n.k sumar verði fólki trúlega tíðrætt um sjálfstæði þjóðarinnar í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á á þeim 50 árum sem þá verða Iiðin frá lýðveldishátíð- inni, 17. júní 1944. „Þá finnst mér persónulega að það eigi að nota tækifærið og taka á atvinnuleysinu af meiri alvöru og þá kannski í Ijósi þess að atvirmuleysið er búið að vera viðvarandi hérlendis í nokkur ár og meira en þekkst hefur á lýð- veldistímanum.' Hann segist búast við að um- ræðan um atvinnumálin eigi eft- ir að verða háværari þegar Kður fram á næsta ár og þá verði án efa tækifæri til að koma þessari hugmynd enn frekar á framfæri. Skagamenn eins og aðrir lands- menn hafa ekki farið varhluta af atviimuleysinu og hefur það ver- ið að sveiflast frá 5%-7%. Það kann að aukast á næstunni ef ekki tekst að bjarga sjávarút- vegsfyrirtækinu Haferninum hf. sem á í miklum rekstrarerfiðleik- um sem er raunar spegilmynd þess sem vel flest sjávarútvegs- fyrirtæki landsins eiga við að glíma í kjölfar minnkandi kvóta. Rúmlega 100 manns vinna hjá Hafeminum. í október sl. fækkaði þó at- vinnulausum á Akranesi frá mánuðinum þar á undan, eða um 7 manns að meðaltali. Þá voru alls 147 á atvinnuleysis- skrá, samkvæmt yfirliti vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Meðalfjöldi atvinnu- lausra á Vesturlandi í október sl. var um 204, eða 2,8% af áætl- uðum mannafla. Um 72% at- vinnuleysisins voru á Akranesi og 12% í Borgarnesi og ná- grenni. -GRH Eleiðari SÍÐA2 BÍÓ SIÐA n rÚTVARP SJÓNVARP SIÐA8 —n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.