Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. desember 1993 Hugsjónir rætast BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Gils Guómundsson: Þegor hugsjónir rætast. Ævi Odds ó Reykjalundi. ísafold 1993. 332 bls. Æviferill sumra manna líkist meira ævintýrum úr bókum en því hvunndagslífi, sem flest okkar lifa í mannheimum. Oddur Ólafsson læknir á Reykjalundi var einn þessara manna. Hann helgaði sig ungur málstað berklasjúklinga, hafði forystu um uppbyggingu vinnuheimilisins á Reykja- lundi, var yfirlæknir þess um langt skeið, og þegar sigur hafði unnist á berklunum sneri hann sér af sama eldmóði að því að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja. í þeirri baráttu verður aldrei unninn sams konar sigur og í baráttunni við hvíta dauðann, en engu að síð- ur munu flestir geta sammælst um að á þessu sviði hafi Oddur einnig náð að sjá hugsjónir sín- ar rætast. Þegar hann féll frá var aðbúnaður öryrkja og ann- arra þeirra, sem starfsemi Ör- yrkjabandalagsins nær til, allur annar en í upphafi. Auk þessa lét Oddur ýmis önnur mál til sín taka og nægir þar að geta þess að hann sat á Aiþingi um aliiangt skeið. Gils Guðmundsson, svili Odds, rekur í bók þessari ævi- feril hans af nákvæmni og smekkvísi. Hann segir frá upp- vexti hans og ætt, námi og starfi, fjölskyldu og heimilish'fi, en mestu rúmi er vitaskuld varið til umfjöllunar um ævi- starfið og þær stofnanir og samtök, sem Oddur helgaði krafta sína og var lengstum í forsvari fyrir. Er sú saga öll ít- arlega rakin og kemur fjöldi manna við sögu, enda starf- semin þannig vaxin að ekki var á eins manns færi. Sama máli gegnir um ritun bókarinnar, en hún er að verulegu leyti byggð á viðtölum og hefur Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður tekið þau. Sá, sem þessar línur ritar. Oddur Ólafsson læknir. kynntist Oddi Ólafssyni, fólki hans og vinnuheimilinu á Reykjalundi nokkuð á yngri ár- um vegna nágrennis. Þau kynni urðu að vísu alltof skammvinn og lítil, en rifjuðust að nokkru upp við lestur þess- arar bókar. Þá varð og betur ljóst en áður, hve gífurlegt þjóðþrifastarf þarna var unnið og ekki spillti það ánægjunni að nefndir voru til sögu ýmsir ágætir menn og konur, sem svip settu á staðinn á Reykja- lundi, unnu þar mikið starf, en er alltof sjaldan getið. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og hún er prýdd allmörgum myndum, sem sumar hafa umtalsvert heim- ildagildi. Endurprentun úr Speglinum BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson: Bruggið og bannórin. Afengisbannið ó Islandi 1915- 1935. Fróði hf. 1993. 196 bls. Fáar ráðstafanir íslenskra stjórnvalda munu hafa verið umdeildari en aðflutnings- bannið á áfengi, sem gekk í gildi í ársbyijun 1915 og hélst, að nafninu til, í tvo áratugi. Og sennilega munu fáar stjórn- valdsráðstafanir hafa mis- heppnast jafn illilega. Áfengis- bannið var í sjálfu sér afar skilj- anlegt, þegar litið er til hins óheyrilega drykkjuskapar sem viðgekkst á þessum árum og bitnaði harðast á þeim, sem síst skyldi. Að banna sölu og að- flutning á áfengum drykkjum , leysti hins vegar engan vanda, eins og stjórnvöld komust fljót- lega að raun um. Þeir, sem vildu ná sér í veigamar, höfðu úti öll spjót og úrræðin voru mörg. Læknar ávísuðu áfengi í „lækningaskyni' og ekki leið á löngu uns upp reis stétt bmgg- ara, sem seldu fólki allskyns ólyfjan við okurverði. Þar að auki færðist smygl mjög í vöxt. Afleiðingarnar urðu þær að þótt vínneysla hafi trúlega minnkað nokkuð um hríð, urðu drykkjuvenjur fólks stór- um verri en fyrir bannið, auk þess sem „ljúfar veigar' urðu tíðum harla göróttar. Mætti tína til mörg rök fyrir því að áhrif áfengisbannsins hafi í raun orðið þveröfug við það sem aðstandendur þess ætluð- ust til. Saga bannáranna og ýmissa þeirra atburða og uppákoma, sem þá urðu, hefur orðið mörgum að frásagnarefni. f þessari bók er sagan rakin frá upphafi til enda, rækilega er greint frá aðdraganda bannsins, en í öðmm og þriðja hluta, sem taka yfir meginhluta bókarinn- ar, er megináherslan lögð á frá- sögn af ýmsum leiðum og til- tækjum manna til að komast framhjá banninu. Þar er mörg skondin sagan og ekki víst að allar séu þær dagsannar, þótt fengnar séu úr öðmm ritum. í fjórða hluta bókarinnar greinir svo frá endalokum áfengis- bannsins, en það var afnumið með lagaboði eftir að meiri- hluti kjósenda hafði fellt það í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1934. Bókin, sem hér liggur fyrir, er skemmtileg og á margan hátt fróðleg frásögn af bannárun- um. Fátt nýtt kemur að sönnu fram í henni, en hún er liðlega skrifuð, hefur að geyma ýmsar samtímaheimildir, m.a. í bund- nu máh, og einnig em í henni birtar margar myndir frá þess- um tíma. Sumar þeirra endur- spegla á skemmtilegan hátt andblæ þessara ára, en hinu verður þó ekki neitað að myndimar úr Speglinum, sem prýða orðið flestar bækur sem fjalla á einhvem hátt um sögu þessa tímabils, eru að verða ansi útjaskaðar. S.Þ. ber að tryggja og treysta mannréttindi Ávarp aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali, í tilefni af 45 ára afmæli Mannréttindasáttmála SÞ hinn 10. desember 1993 Arið 1948 markar tíma- mót um gjörvallan heim. Á því ári varð mannréttindasáttmáli Samein- uðu þjóðanna að veruleika og því var þar með lýst yfir að „allar þjóðir og öll lönd skuli njóta sömu réttinda til frelsis og framfara'. Mannréttindi eru eign sér- hvers einstaklings. Þetta hefur heimsbyggðin öll staðfest. Á herðum Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkja þeirra hvílir sú ábyrgð að tryggja og treysta þessi réttindi. Margar aldir liðu áður en þessi réttindi öðluðust viður- kenningu. Mörg ár munu enn líða og mikið átak þurfa að koma til, áður en þau verða hvarvetna að veruleika. Grundvöllurinn að þessu hug- umstóra átaki er sú staðreynd að á aðeins 45 ára tímabili hef- ur tekist að gera orð hins al- þjóðlega sáttmála heyrumkunn um heim allan. Vaxandi fjöldi ríkisstjóma hafa gjört orð hans að sínum. Þau hafa öðlast sinn sess í þjóðarétti. Hinn alþjóð- legi sáttmáli þjónar nú sem mælistika sérhverrar ríkis- stjómar. Hann virkar sem hag- kvæmt tæki til frekari aðgerða af hálfu sérhvers einstaklings. Yfirlýsing sú, sem samþykkt var í Vínarborg á árinu 1993 af Heimsþingi um mannréttindi, skoraði á sérhvert ríki að virða alþjóðlegar siðferðisreglur, að fullgilda alþjóðlega samninga og treysta aðgerðir til eflingar almennum mannréttindum. Þessi sama yfirlýsing hvatti oss öll til að binda enda á fátæktar- neyð, því að mannréttindi hafa litla merkingu í huga þeirra, sem beijast þurfa fyrir sárustu nauðþurftum. Það verður mikið og erfitt verkefni fyrir Sameinuðu þjóð- imar að ná þeim markmiðum, sem þessi yfirlýsing leggur þeim á herðar. Óumflýjanlegt er að þar leggist allir, sem hlut eiga að máli, á eitt um að ná settu marki. Verkefnið er risa- vaxið, en það er unnt að leysa það af hendi. Mannréttindi endurspegla hið besta í mannlegu eðli. Vér höf- um óneitanlega náð langt á til- tölulega skömmum tíma. Því má fagna. Enn er þó löng leið ófarin. Stöðugt meira átak þarf til að varðveita þann árangur, sem gengnar kynslóðir hafa skilað. Bæði óbilandi viljastyrk og pólitískan stórhug þarf til þess að skila enn meiri árangri í hendur þeirra kynslóða, sem eiga að feta í fótspor vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.