Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. desember 1993 5 Sendiherrann í NewYork leitar upplýsinga íslensk stjórnvöld hafa áhyggjur af áformum risaveldanna að beina kjarnaflaugum sínum að Norður-íshafinu Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur falið sendi- herra íslands í New York að kanna sannleiksgildi frétta er- lendra fjölmiðla um að bandarísk stjórnvöld áformi að beina kjarnavopnum sínum í átt að Norður-íshafinu í stað þess að beina þeim að Rússlandi. Utanríkisráðherra sagði þetta í svari við fyrirspum frá Kristínu Ástgeirsdóttur, alþingismanni Kvennalistans. Fjölmiðlar hafa eftir nafn- greindum herforingja í Banda- ríkjaher að fyrirhugað sé að Verð á matvörum lækkaði um nærri 2 % milli mánaða Verð lækkaði á flestum flokkum matvæla milli nóvember og des- ember. Verðlækkunin varð um 1,8% að meðaltali. Þessi lækkun átti drýgsta þáttinn í því að lækka framfærslukostnað um 0,5% milli mánaða. Framfærslu- vísitala desembermánaðar er 169,9 stig eins og hún var í sept- ember s.l., en hún er hins vegar 5,6% hærri heldur en í desem- ber í fyrra. Mest lækkaði verðið á græn- meti og ávöxtum, um rúmlega 10% að meðaltali. Verð á feit- meti lækkaði um rúmlega 8% að meðaltali og verð á sykri um tæplega 5%. Verð lækkaði einn- ig nokkuð á fiski, kjötvörum, komvörum og kaffi. Verðhækk- un kom aðeins fram á kartöflum og mjólkurvörum. Verð á gosdrykkjum og léttöli hækkaði sömuleiðis um nærri 1% að meðaltali milli mánaða og hafa þessar drykkjarvörur þá hækkað um hátt í 6% á s.l. hálfu ári. Fjölmargir aðrir liðir vísitöl- unnar lækkuðu lítillega í verði, m.a. húsnæðiskostnaður, hús- gögn, raftæki, bílakostnaður, símakostnaður bækur og blöð. Verð á fatnaði hefur á hinn bóginn hækkað um 0,5%, raf- magn og hiti um 0,6%, búsáhöld um nærri 2% og gjafavörur um 0,8 %.-HEI Jólasteixmming í Hlaðvarpanum Listmarkaður Hlaðvarpans býður upp á mikið úrval af jólavörum um þessar mundir. Listmarkað- urinn er stærsti markaður lands- ins með íslenskan listvaming. í ■ Hlaðvarpanum er líka jólabóka- markaður, þar sem fást bækur frá bók;aútgáfunum Bjarti, Smekkleysu, örlaginu, Birtingi, Rauða húsinu, Skýjum og Goð- orði auk bóka eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Önnu S. Björns- dóttur, Eyvind Eiríksson, Hrafn Jökulsson og fleiri. Kaffistofa er rekin í kjallara Hlaðvarpans þar sem boðið er upp á léttan mat í hádeginu og heimabakað góð- gæti með kaffinu. Á laugardög- um í desember verður í boði lítið jólahlaðborð á kvöldin fyrir 950 krónur. í porti Hlaðvarpans eru seld jólatré, greinar og jólatrés- fætur. beina kjamaeldflaugum Banda- ríkjanna að Norður-íshafinu, en fram að þessu hefur þeim verið beint að Rússlandi. Jafnframt er haft eftir herforingjanum að Rússar hafi uppi svipuð áform, þ.e. að beina sínum kjamavopn- um í átt að Norður- íshafinu í stað þess að beina þeim að Bandaríkjunum. Ef kjarnaflaug færi á loft vegna mistaka myndi hún þannig lenda í Norður-ís- hafinu en ekki í Bandaríkjunum eða Rússlandi. Jón Baldvin sagði að sendiherra íslands hefði verið falið að leita eftir upplýsingum hjá bandariska utanríkisráðuneytinu um þetta mál. Hann hefði fengið þau svör að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu máli. Jón Baldvin sagðist hafa falið sendiherranum að leita eftir frekari upplýsingum um málið vestan hafs. Hann sagði að ekki væri að vænta við- bragða af hálfu íslenskra stjóm- valda fyrr en þær upplýsingar hefðu borist. Jón Baldvin sagði sjálfsagt að fela sendiherra ís- lands í Moskvu að leita upplýs- inga úr rússnesku stjómkerfi um þetta mál. Kristín sagði að ef þessar fréttir erlendra fjölmiðla væru réttar hlyti það að kalla á hörð við- brögð íslenskra stjómvalda. Að- eins umræðan um að kjarna- vopnum væri beint að Norður- íshafinu gæti skaðað hagsmuni íslands. -EÓ Ársþing Hestaíþrótta- sambands fslands 4. ársþing Hestaíþróttasambands íslands var haldið í Verkmennta- skólanum á Akureyri í boði íþróttadeildar Léttis dagana 19. og 20. nóvember sl. 87 fulltrúar víðsvegar af landinu áttu rétt til þingsetu frá 24 héraðssambönd- um og íþróttabandalögum. For- maður sl. 8 ár, Pétur Jökull Há- konarson, gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs og var Jón Albert Sigurbjörnsson frá íþróttadeild Fáks kosinn formaður í hans stað. Aðrir í stjóm HÍS em: Einar Ragnarsson, Sigrún Ólafsdóttir, Magnús Lárusson og Bergur Jónsson. Þingið samþykkti veigamiklar breytingar á lögum og keppnisreglum í hestaíþrótt- um. Fráfarandi formanni, Pétri Jökli Hákonarsyni, var sérstak- lega þakkað fórnfúst og árang- ursríkt starf í þágu hestaíþrótt- anna. Núna í fyrsta skipti var veitt gullmerki Hestaíþróttasam- bands íslands og hlaut það Sig- urður Magnússon, fram- kvæmdastjóri íþróttasambands íslands, fyrir frábært starf í þágu Nýkjörin stjórn HÍS með formanninn Jón Albert Sigurbjörnsson sitjandi fyrir miðju. hestaíþróttarinnar og það að hestaíþrótta innan íþróttahreyf- vera sífellt virkur talsmaður ingarinnar. -GTK 1KAIRÓ - Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hittast í Kairó á sunnudag- inn. Þar munu þeir reyna að finna lausn á þeim óleystu málum sem geta komið í veg fyrir að tak- mörkuð sjálfsstjórn Palestínu verði að veruleika í næstu viku eins og gert er ráð fyrir. VESTUR-BAKKANUM Gyðingar skutu araba til bana þar sem hann var við vinnu á landi sínu á Vestur-Bakk- anum í gær, fjómm dögum áður en samkomulag ísraela og PLO um sjálfstjóm Palestínu á að taka gildi. 3SPÁNI - Simon Peres, ut- anríkisráðherra ísraels, sagði eftir viðræður við Yasser Arafat að hann vonaðist til að báðir aðilar hæfu framkvæmd sjálfsstjórnarsamningsins á um- sömdum tíma á mánudaginn kemur. Hann sagði einnig að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, mundi hitta forseta Sýrlands, Haf- ez al-Assad, í Genf í janúar næst- komandi til að ræða hvemig hægt sé að ræða friðarsamninginn um Miðausturlönd. DAMASCUS - Leiðtogar Sýrlands og Líbanons munu taka upp friðarvið- ræður við ísraela að nýju í lok janúar eða byrjun febrúar, segir Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. 5BRUSSEL - Manfred Wo- erner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að bandalagið muni fyrr eða síðar samþykkja þátttöku nýrra ríkja, þrátt fyrir áskomn Borisar Jeltsin Rússlandsforseta um að ríki Austur- Evrópu fái ekki aðild að bandalaginu. 6GENF - Forsvarsmenn Evrópubandalagsins gera ráð fyrir að 15-20 ríki sem samanlagt eru ábyrg fyrir um 90% af heimsviðskiptum mimi ná samkomulagi um aðgang að mörkuðum í GATT viðræðunum fyrir 15. desember. BELGRAD - Alþóðlegir sáttasemjarar hafa tekið upp viðræður við forseta Serbíu og leiðtoga Bosmu-Serba í framhaldi af friðarviðræðunum í Genf. 8LUZERN - Forseti alþjóð- legu ólympíunefndarinnar ætlar að heimsækja ólympíuborgina Sarajevó á með- an vetrarólympíuleikamir verða í Lillehammer á næsta ári. BRUSSEL - Boris Jeltsin, forseti Rússlands, undirrit- aði pólitíska yfirlýsingu með Evrópubandalaginu í gær. Báðir aðilar sögðu að yfirlýsingin markaði tímamót í samskiptum þeirra. BAGHDAD Saddam Hussein, forseti íraks, lét sleppa þremur Bretum úr haldi í gær. Þeir höfðu verið handteknir fyrir að fara ólöglega inn í landið. ABIDJAN Staða nýs forseta Fíla- beinsstrandarinnar, Henris Konans Bedies, styrktist þegar keppinautur hans, Alassane Quattara forsætisráðherra, sagði af sér í gær. MOGADISHU - Bandarískir her- menn í Sómalíu höfðu það náðugt í gær, einu ári eftir að þeir komu til landsins. FLÓRIDA Bandarískir geim- farar luku erfiðri fimm daga viðgerð á geimsjón- auka í gær. Verðmæti sjónaukans er jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna. Honum verður komið fyrir á braut umhverfis jörðu að nýju á föstudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.