Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 4
Föstudagur 10. desember 1993 -t Innlent Gera það gott með pappírsendurvinnsluvélum Eggjabakkar framleiddir í Garðabæ Fyrirtaekið Silfurtún í Garðabæ er á meðal vaxtarbroddanna í ís- lenskum iðnaði. Starfsemi fyrir- tækisins hófst með framleiðslu á eggjabökkum með vél sem end- urvinnur pappír. Núna framleið- ir Silfurtún slíkar vélar og flytur út um allan heim. Vélamar em hannaðar af starfsmönnum fyrir- tækisins og hafa verið seldar til flestra heimshluta. Silfurtún hóf framleiðslu eggja- bakka árið 1984 með vél sem að hluta tíl var smíðuð hjá fyrirtæk- inu en aðrir hlutar hennar vom keyptir erlendis frá. Eggjabakka- framieiðslan er ennþá stór liður í starfsemi fyrirtækisins. Friðrik Jónsson, forstjóri Silfurtúns, seg- ir að um eitt hundrað tonn af pappír séu endumnnin hjá fyrir- tækinu á ári. „Við .notum mest dagblaðapappír sem við fáum frá prentsmiðjum en stundum koma einstaklingar með pappír til okk- ar," segir Friðrik. Hann segir að íslenskir eggjabændur mættu sýna framleiðslunni meiri áhuga. „Peir standa ennþá í þeirri trú að erlent sé betra. Núna er um helmingurinn af þeim eggja- bökkum sem em á markaðnum innfluttur af því að bændunum líkar ekki útlit okkar bakka. Við ætlum okkur hins vegar að brey- ta því á næsta ári þegar við höf- um efni á meiri vélbúnaði.' Árið 1989 breyttust áherslur hjá Silfurtúni því þá var hafin framleiðsla á vélum til útflutn- ings og eru þær mikið endur- bættar frá fyrstu vélinni. Friðrik á ásamt starfsmönnum sínum heiðurinn af hönnun vélanna en Garðasmiðjan hf. sér um smíð- ina. „Vélarnar bleyta pappírinn og mynda úr honum deig og síð- an eru eggjabakkarnir mótaðir úr deiginu. Þær geta líka fram- leitt aðra hluti sem eru mótaðir úr pappír," segir Friðrik. Hann segir að reksturinn hafi gengið mjög illa til að byija með og ekki tekið við sér fyrr en á síðasta ári.'Þá vorum við búnir að ná tökum á tækninni og fram- leiðsluaðferðunum og síðan hef- ur þptta rokið áfram. Hjá fyrir- tækinu er alltaf unnið sex daga vikunnar en við höfum engan veginn undan að anna eftir- spum." Stærsti markaður Silfur- túns er í Suður-Ameríku en auk þess hafa vélar verið seldar til Miðausturianda, Afríku, Austur- landa fjær og Evrópu. Garða- MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1994 verða sem hér segir: Enska Þýska, spænska, ítalska Norska, sænska Franska, stærðfræði Þriðjudaginn 4. janúar kl. 18.00 Miðvikudaginn 5. janúar kl. 18.00 Fimmtudaginn 6. janúar kl. 18.00 Föstudaginn 7. janúar kl. 18.00 Innritun fer fram á skrifstofu Menntaskólans við Flamra- hlíð, sími: 685155. Síðasti innritunardagur er 3. janúar. Milli jóla og nýárs er skrifstofan opin frá kl. 10.00-14.00. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfslaun handa listamönnum Flér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1994, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrljórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 15. janúar 1994. Um- sóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna“ og til- greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðu- blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Þeir, sem notið hafa starfslauna á sl. ári, skulu skila skýrslu um störf sín, sbr. 4. gr. laganna. Reykjavík, 9. desember 1993. Stjórn listamannalauna. Starfsma&ur Gar&asmi&junnar vinnur vi& pappírsendurvinnsluvél. Hver vél er allt að 18 metra löng og kostar tugi milijóna króna. Tímamynd Árni Bjama smiðjan getur framleitt um tólf vélar á ári en hver þeirra kostar tugi milljóna króna. Friðrik er samt alls ekki á því að láta staðar numið. „Við ætlum okkar að ná umtalsverðri stærð á þessum markaði. Við erum að fara inn á markað með vélar sem framleiða umbúðir utan um bflavarahluti og varahluti í tölvur. Við höfum líka verið að leita að vöruteg- undum til sölu á innanlands- markaði en ekki fundið heppi- legar vörur ennþá." -GK Fjárlaganefnd leggur til 681 millj. hækkun Lagt er til að auknum fjármunum verði varið til skattaeftirlits á næsta ári Meirihluti fjárlaganefndar Alþing- is leggur til að útgjöld fjárlaga- frumvarpsins verði hækkuð um 681,4 milljónir króna. Stærstu liðir breytingartillagnanna eru hækkun vegna sjúkratrygginga 180 millj- ónir, auknar vegaframkvæmdir upp á 345 milljónir og 75 milljónir vegna þess að fallið hefur verið frá því að færa rekstur leikskóla sjúkrahúsanna til sveitarfélag- anna. Önnur umræða um fjárlagafrum- varpið fór fram í gær. Breytingar- tillögur meirihluta fjárlaganefndar sem varða útgjaldalið frumvarps- ins taka ekki á stórum útgjaldalið- um s.s. kostnaði við rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík, en þar vantar mikla fjármuni ef mögulegt á að verða að reka spítalana með óbreyttum hætti á næsta ári. Tekið verður á þessu við þriðju umræðu um frumvarpið og þá verða einnig afgreiddar breytingar á tekjuhlið. Meðal athyglisverðra tillagna fjárlaganefndar má nefna að fyrir- hugað er að setja 30 miUjóna við- bótarframlag í skattaeftirlit þannig að 63,5 milljónir fari til þessara mála. Að auki er ætlunin að verja 10 milljónum til viðbótar til að mæta kostnaði við upptöku tvegg- ja þrepa virðisaukaskatts. Þá er framlag til skattrannsóknarstjóra hækkað um 12 miUjónir. Lagt er til að 20 milljónum verði varið aukalega til endurbóta á Þjóðskjalasafninu. 36 milljónir eiga að fara í aðstoð við Palestínu- menn í ísrael. Þá er lagt til að fallið verði frá álagningu 10 milljóna þjónustugjalds sem Veðurstofan átti að innheimta af innanlands- fluginu. -EÓ Fiskvinnslu- fólk af launaskrá Vegna yfirvofandi verkfalls sjó- manna á fiskiskipaflotanum frá og með áramótum hafa Samtök fiskvinnslustöðva ráðlagt vinnsl- unum að tilkynna vinnslustöðv- un með fjögurra vikna fyrirvara. Það þýðir að fastráðið fisk- vinnslufólk mun þá falla út af launaskrá, eða 4-6 þúsund manns. Athygli vekur að Samtök fisk- vinnslustöðva senda þessar leið- beiningar til félagsmanna sinna þrátt fyrir að fiskvinnslum sé heimilt samkvæmt lögum að fella fólk af launaskrá komi til hráefnisleysis vegna verkfalla sjómanna. Komi til verkfalls á fiskiskipa- flotanum munu fjölmörg fyrir- tæki sem þegar hafa tilkynnt vinnslustöðvun um hátíðarnar vegna hráefnisleysis, ekki hefja vinnslu eftir áramótin. -GRH Ég óska eftir að taka áskriftartilboði Tímans. Áskriftargjald er 1400- kr. á mánuði, en ég fæ mánuð númer tvö frían. Nafn--------------------------------------- Heimili____________________________________ Póstfang___________________________________ Simi_______________________________________ Kennitala _________________________________ Færið upphæðina á greiðslu- — ___ kortareikning minn: |__| VISA | | EURO Kortnúmer 1 11 lltl 1 11 lil I 11 lil 1 I 1 Gildir út Undirskrift

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.