Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 12
 FJÖLBREYTTAR FÓÐURVÖRUR L MR búðin • Laugavegi 164 i| sími 11125-24355 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 POSTFAX TIMANS Ritstjóm: 61-83-03 Auglýsingar: 61-83-21 TIAIiNN Innlendur matur hækkað um 2 % en innfluttur 15% Kvótaviðskipti aukast milli ára Verð á iimfluttum vörum hefur á einu ári hækkað rúmlega tvöfalt meira (7,2%) að meðaltali held- ur en verð inniendra vara (3,4%), samkvæmt útreikning- um Hagstofunnar á vísitölu fram- færslukostnaðar. Virðist sem þessi þrótrn ætti að geta auðveld- að landsmönnum að „velja ís- lenskt' þegar þeir halda til jóla- innkaupa að þessu sinni. Sé litið á matvörumar einar og sér verður munurinn þó margfalt meiri. Þannig er verð á búvömm háðum verðlagsgrundvelli nú aðeins 1,6% hærra að meðaltali heldur en fyrir jólin í fyrra. T.d. era kjötvörur nú ódýrari en fyrir síðustu jól. Aðrar innlendar mat- vörar hafa heldur ekki hækkað nema um 2% að meðaltali á ár- inu. Verð innfluttra matvæla hefur hins vegar hækkað um nærri 15% að jafnaði á þessu tólf mán- aða tímabili. Ávextir og græn- meti era nú jafnaðarlega nær 12% dýrari en fyrir ári, sykur nær 18% dýrari, kaffi/te/kakó/- súkkulaði hækkuðu um nærri 14% og liðurinn mjöl, gijón og bakaðar vörur hefur hækkað um tæplega 10% á einu ári. Að með- altali telst matvælaverð hafa hækkað um 4,2% síðustu tólf mánuði. Miðað við núverandi verðlag fer um 6. hluti (16,6%) heildarútgjalda vísitölufjölskyld- unnar til kaupa á matvörum. Það er nokkru minna hlutfafl heldur en sú fræga fjölskylda ver til kaupa og rekstrar einkabíla. Sá hluti bílakostnaðarins sem inn- fluttur er (bfllinn sjálfur, vara- hlutir og bensínið) hækkaði um rúmlega 10% að meðaltali á ár- inu. í heild hækkaði einkabfla- kostnaðurinn um rúmlega 8% á •árinu. Það vekur á hinn bóginn sér- staka athygli að verð á fatnaði og skófatnaði í íslenskum verslun- um hefur frekar lækkað lítillega heldur en hækkað frá því í jóla- mánuðinum í fyrra. Benda má á að hinn vinsæli innkaupagjald- miðill sterlingspundið kostar nú um 12% meira en fyrir ári og mark og flórína 6-7% meira. Þessi þróun ætti að styrkja veru- lega stöðu íslenskra fata- og tískubúða í samkeppninni við „Glasgow-verðið'. Aðeins rúm- lega helmingur (53,8%) af út- gjöldum vísitölufjölskyldunnar fer til kaupa á vörum (að einka- bflnum meðtöldum). Hátt í þriðj- ungur heildarútgjaldanna (31,4%) fer til kaupa þjónustu. Rúmlega fjórðungur þeirrar þjónustu er háður verðákvörð- unum opinberra aðfla, sem síður en svo hafa haldið aftur af verð- hækkunum, heldur ákveðið 9,5% verðhækkun þessarar þjónustu að meðaltali á einu ári. Það er nærri þrefalt meiri hækk- un en varð á.verði annarrar þjón- ustu (3,4%) á almenna markað- inum. Þá eru enn ónefnd þau 15% heimilisútgjalda vísitölufjölskyld- unnar sem fara í húsnæðiskostn- að. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur sá liður ekk- ert hækkað síðustu 12 mánuð- ina. - HEI Kirkjug ar ð arnir Stjóm Kirkjugarða Reykjavík- ur hefur ekki ákveðið hvort hún áfrýjar dómi Héraðsdóms þar sem þeim var gert að greiða Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar fimmtán milljónir króna í skaðabætur. Biskup ís- lands segist mjög óánægður með niðurstöðuna. Jóhannes Pálmason, varafor- maður stjómar Kirkjugarð- Vélstjórar verkfall Stjóm og trúnaðarmannaráð Vélstjórafélags íslands hefur samþykkt einróma að boða til verkfafls vélstjóra á fiskiskipa- flotanum og kemur verkfallið til framkvæmda á miðnætti á ný- ársdag, þann 1. janúar n.k. Búist er við að Farmanna- og fiskimannasamband íslands og anna, segir að niðurstaða dóms- ins hafi komið sér á óvart. Hann segir að stjómin hafi ekki kom- ið saman til að ræða niðurstöð- una en býst við að það verði í næstu viku. Hann vildi ekki tjá sig um hvaða áhrif dómurinn mundi hafa á verðlagningu út- fararþjónustu Kirkjugarðanna. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, segist hafa orðið fyrir boða Sjómannasambandið boði til verkfalls undir- og yfirmanna á fiskiskipum frá og með sama tíma og er tilkynningar að vænta um verkfallsboðunina í dag, föstudaginn 10. desember. Til- kynna þarf verkfallsboðun með 21 dags fyrirvara. -GRH Meirihluti allra flutninga á aflaheimildum á sér stað á milli skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð Meirihluti allra aflaheimilda sem fluttar em á milli skipa em fluttar uúlli skipa í eigu sömu útgerða eða milfl skipa sem gerð em út frá sömu verstöð. Flutn- ingur á aflaheimildum jókst umtalsvert á síðasta fiskveiðiári, borið saman við fiskveiðiárið 1992-93. Sérstaklega á það þó við um flutning á aflaheimild- um milli óskyldra aðila. Sjávarútvegsráðherra svaraði á Alþingi fyrirspum frá Sveini Þór Elinbergssyni varaþingmanni um kvótaviðskipti. í svarinu kemur fram að kvótatilfærslur jukust úr 174.154 tonnum á fiskveiðaárinu 1992-93 í 211.239 tonn á seinasta fisk- veiðiári. Flutningar fiskveiði- heimilda í eigu sömu útgerðar vom 70.127 tonn á fyrra árinu og 76.221 tonn á síðasta fisk- veiðiári. Kvótaviðskipti milli óskyldra útgerða sem gera út frá sömu verstöð jukust úr 33.694 tonnum í 39.476 tonn. Kvóta- viðskipti, þar sem um er að ræða jöfn skipti mifli skipa frá mismunandi verstöðvum, fóm úr 19.716 tonnum í 25.422 tonn. Þá jukust kvótaviðskipti milli óskyldra aðila sem gera út frá mismunandi verstöðvum úr 50.617 tonnum í 70.121 tonn. Allar tölumar em reiknaðar í þorskígildum. -EÓ í gær reyndu tónlistarmenn nýja lngólfstorgi& í Reykjavík í fyrsta skipti. Tónleikagestir voru fóir enda var kalt í veðri. ÞaS var Rúnar Þór sem var að spila þegar Ijósmyndari Tímans staldraði við. Tímamynd Arni Bjarna dæmdir miklum vonbrigðum með nið- urstöðu dómsins. „Ég hef alltaf álitið að það ætti að vera sam- eiginlegt keppikefli okkar að hafa þessa þjónustu sem ódýr- asta. Það ætti að vera markmið allra þeirra sem koma nálægt útfararþjónustu," segir Ólafur Skúlason. 14 dagar til jóla L6TT6 Vinningstölur miövikudaginn: 8. des. 1993 m VINNINGAR 6 af 6 5 at 6 +bónus tcH 5 af 6 □ 4 af 6 9 3 af 6 +bónus FJOLDI VINNINGA 342 1.117 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 39.191.000.- 1.963.160.- 171.510.- 1.595,- 210.- fjfjUinningur fór til: Svíþjóðar Aðaltölur: 7)( 9)111 16)(17)(47 BÓNUSTÖLUR í)®@ Heildarupphæð þessa viku: 42.277.240.- á Isl.: 3.086.240.- UPPLÝSjNGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEOFYRIRVARAUM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.