Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 2
LEIÐARI Föstudagur 1Ö. desember 1993 Nú er lag fyrir siðbót Allir málsmetandi aðilar í þjóðfélaginu eru sammála um nauðsyn þess að lækka vexti. AðUar vinnumarkaðar, rík- isstjórn, peningastofnanir og stjómarandstaðan heyja sameigin- lega baráttu tU að ná vöxtunum niður og er hún farin að bera nokkum árangur seint og um síð- ir. En þegar loks var farið að þröngva vöxtunum svolítið niður á við, verða harkalegir hagsmuna- árekstrar og mætast stálin stinn þegar lífeyrissjóðimir leitast við að sinna þeirri skyldu sinni að ávaxta eignir sínar á sem hagfelldastan hátt og velferðarkerfið, sem krefst lágra vaxta tU að viðhalda sjálfu sér. Þegar það eru sömu aðilarnir sem krefjast lágra vaxta húsnæðis- lána og fyrir félagslega íbúðakerfið og eiga lífeyrissjóðina og njóta góðrar ávöxtunar þeirra, þarf eng- inn að verða hissa þótt það verði hveUur þegar dæmið gengur ekki upp. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra hefur vaðið fram af lítilli geðprýði og gagnrýnt lífeyris- sjóðina harðlega fyrir að kaupa ekki húsnæðisbréf á lægri vöxtum en hægt er að fá annars staðar. Þykir honum koma úr hörðustu átt að forystulið launþega, sem einnig stjórnar lífeyrissjóðunum, skuli heimta lága vexti, en vilja samt góða ávöxtun eigin sjóða. Viðskiptaráðherra gleymir því að sjálft ríkið og bankastofnanir, sem heyra undir hann, greiða í sumum tUvikum hærri vexti en kerfisbákn húsnæðismáia getur staðið undir. Almennir lífeyrissjóðir hljóta að ávaxta fé eigenda sjóðanna þar sem það er hagkvæmast, og eru skyldugir tU þess. Þeir sjóðir, sem eru eign launþega á almennum vinnumarkaði, eru ekki tæki ríkis- valdsins tU að hafa stjóm á pen- ingamálum. Það er auðvelt fyrir ráðherra að heimta fjármuni almennra lífeyr- isþega fyrir lítið. Fjármálaráðherr- ann tvískattar þá og langflestir líf- eyrisþegar ná varla tekjutryggingu fyrir ævUangt framlag sitt tU sjóð- anna. Ráðherrar hafa margfaldar lifeyr- issjóðstekjur og þingmenn dijúg- ar, og háembættismannaaðallinn á vísar góðar launatekjur að starfsdegi loknum og honum lýk- ur mun fyrr hjá þessu liði öUu en almennum launþegum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, lýsir siðleysi ráðherra með eftirfarandi hætti í Tímanum í gær: „Viðskiptaráðherra getur trútt um talað. Lífeyrisréttindi ráðherr- ans ráðast ekki af vaxtastiginu. Auk þess hefur lífeyrisdeild al- þingismanna ekki keypt eitt ein- asta bréf, hvorki af ríkissjóði né af Húsnæðisstofnun. Þar eru engir peningar tU að kaupa eitt né neitt eða tU útlána. Þar þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af vaxtastiginu. Því skattgreiðendur borga brúsann að fullu. Það gerist hins vegar ekki hjá lífeyrisþegum á almennum markaði. Þeir geta ekki sótt í sjóði skattgreiðenda eins og ráðherrar gera." Sighvatur ráðherra talar um vaxtagræðgi lífeyrissjóðanna og finnst ekkert sjálfsagðara en að þeir skerði getu sína til greiðslu lífeyris tU að grynnka á loforða- súpu ríkisstjómarinnar. En það er ekki lífeyrir ráðherrans eða hans líka, sem á að skerða. Skattgreið- endur sjá um að þar sé staðið við ÖU fyrirheit. Sú umræða, sem hvatvís við- skiptaráðherra hefur vakið með vanhugsuðum skammaryrðum um hvert hann telur vera hlut- verk almennra lífeyrissjóða, sem hann hefur ekkert yfir að ráða, ætti að verða tU þess að farið verði að ræða þá opinbem spillingu sem lífeyrismálin em. Ef alþingismenn eru ekki allir samdauna því kerfi, sem Þórarinn V. lýsti lítUlega og hér er rakið, þá hlýtur löggjafinn að taka þau mál til gaumgæfilegrar athugunar. Það, að launþegahreyfingin og kjósendur al- mennt skuli líða ráðamönnum og yf- irstéttunum að ganga eins freklega í opinbera sjóði sér tU ábötunar og raun ber vitni, sýnir að- eins hve sljótt sam- félagið er. Þeir menn, sem kosnir eða ráðnir eru til ábyrgðar í störfum sínum, skUja greini- lega ekki hvað orðið spUling þýðir, eða þá að þeir halda að það eigi aðeins við í út- löndum. Ráðherra, sem tel- ur sjálfsagt að skerða lífeyri almennra launþega af því að hann þarf að brúka peningana þeirra, en dettur ekki í hug að gefa neitt eftir af iUa fengnum lífeyri sjálfs sín og sinna líka, er haldinn siðblindu sem þjóðfélagið er því miður smitað af. EUa myndi sjálftaka ráðamanna á skattpeningum tíl eigin þarfa ekki vera liðin. Nú er tækifærið fyrir almenna launþega að heimta að lífeyris- málum þeirra verði komið í siðlegt horf og að þeir séu ekki settir skör lægra en þær stéttir, sem taka sinn lífeyri af skattpeningum þeirra. Burt með Reykjavíkurvaldið! FÖSIUDAGSPISTILL Fólk á landsbyggðinni segir að valdið í þjóðfélaginu sé í Reykjavík. Reykjavíkurvaldið, segja menn, þegar deUt er um þjóðmál, og fýla grön. Allar ákvarðanir eru teknar fyrir sunnan og dreifbýlið ber skarð- an hlut frá borði. Enda eru dreifðar byggðir landsins komnar að fótum fram á með- an smjör drýpur af hveiju strái í höfuðborginni. Þokkalegt ef satt væri. Reykjavflc er höfuðborg lands- ins og því er Alþingi, Stjómar- ráð, flestar stjómardeUdir ásamt opinberum rekstri þar til húsa. Annars væri borgin ekki höfuð- borg. ÖU helstu samtök og félög á landsvísu hafa hreiðrað um sig í Reykjavík. En ekki er allt sem sýnist. Meiri hluti þingmanna, ráð- herra og yfirmanna í stjómsýsl- unni er aðkomumenn frá byggðarlögum utan Reykjavík- ur. Sama gildir um forystu- menn í helstu landssamtökum og í dag þykir tíðindum sæta ef borinn og bamfæddur Reykvík- ingur fær mannaforráð á þeim vettvangi. Hið óttalega Reykja- víkurvald er nefnilega ekkert annað en landsbyggðarvald, þegar öUu er á botninn hvolft. Aldrei hefur það verið stefna okkar Reykvíkinga að safna valdi innan borgarmúranna. Okkar vegna má færa Dóms- málaráðuneytið austur á Selfoss og Kirkjumálin í Skálholt. Landbúnaðinn vestur í Borgar- nes og Sjávarútveginn suður með sjó. Hæstarétt upp í Mos- fellssveit og Seðlabanka út á Seltjarnarnes. Ráðhúsið ljóta í Tjörninni er svo best geymt í fjósinu á Korpúlfsstöðum. Sama máli gildir um öll sam- tökin. Við gleðjumst yfir því að forgöngumenn þeirra völdu sjálfir bólfestu í borginni, en þau em okkur ekki föst í hendi. En í staðinn fyrir þessa flutn- inga viljum við Reykvfldngar fá sama atkvæðisrétt og aðrir landsmenn. Að sjálfsögðu. En ekki er öU sagan sögð. Fjárlögin eru nú sungin og leikin á Alþingi. Hvert einasta sveitarfélag á landinu sendir sína menn suður að sækja pen- inga í veg, höfn, flugvöU, brú, og aðrar framkvæmdir og þjón- ustu. Hver maður gerir ýtmstu kröfur og heimtar eitt eintak af hveiju tagi heim í hérað. Pen- ingum er ausið í höfn á Blönduósi á meðan steinsnar er í góða höfn á Skagaströnd. Fleiri framhaldsskólar eru í Norður-Þingeyjarsýslu en í Breiðholti og svo framvegis. Þetta er út í Hróa Hött. Betri lífskjör eru ekki fólgin í fleiri höfnum fyrir minnkandi skipastól, heldur í greiðum ak- vegi á miUi þeirra bestu. Spam- aður næst bæði seint og illa á meðan kökunni er skipt í Reykjavík. Alþingi á að merkja hveiju kjördæmi vissa fjárhæð og senda óskipta heim í hérað. Láta heimamenn sjálfa Um skiptin og þá fyrst reynir á manndóminn. Þannig má strax spara sömu upphæð og fjár- lagahallinn. Ná jafnvægi og byija smátt og smátt að borga upp skuldir ríkissjóðs með spamaði. Á meðan látum við Reykvík- ingar fara vel um okkur og kveðjum valdið sem við höfum aldrei óskað eftir. ---- TÍMINN ---------------------------------------;------------------------------- Rilstjóri: Ágúst Þór Árnason • Aðsto&arrifstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarformaður: Gunnlaugur Sigmundsson • Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson. Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofon Örkin • Mónaðaráskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.