Tíminn - 10.12.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. desember 1993
r
Blaðbera
vantar
AÐALLAND - ÁLFALAND - ÁRLAND -
SLÉTTUVEGUR • BJARMALAND •
BÚLAND - DALALAND
BRÚARÁS • DEILDARÁS • FJARÐARÁS -
GRUNDARÁS • HEIÐARÁS • KLEIFARÁS
LÆKJARÁS - NÆFURÁS
Tíminn
Hverfisgötu 33 sími 618300
- Loftræstingar
Smíða og set upp reykrör, samþykkt af
brunamálastofnun frá 1983
Smiða 09 sett upp loftræstin9ar
Er viðurkenndur af bygginga-
fulltrúa Reykjavíkur frá 1983
'BLIKKSMIÐJA SKÚLAGÖTU34
BENNA
SÍMI11544
Félagsvist á Hvolsvelli
Félagsvist veröur i Hvolnum sunnudagskvöldiö 12. desember kl. 21.
Góð kvöldverölaun.
Framsóknarfélag Rangælnga
Jólagleði í Kópavogi
Freyja, félag framsóknarkvenna veröur meö jólagleöi fyrir framsóknarfólk I Kópa-
vogi föstudaginn 10. des. kl. 20.30 aö Digranesvegi 12.
Jólasveinar — Jólastemning.
Látiö sjá ykkur.
Freyja
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi vinningsnúmer hafa veriö dregin út.
1. des. 4964 3563
2. des. 4743 1467
3. des. 1464 5509
4. des. 1217 3597
5. des. 1367 1363
6. des. 3983 1739
7. des. 3680 1064
8. des. 1225 5819
9. des. 2724 2019
Vinninga ber aö vitja innan árs. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins i
slma 91-624480.
Akranes — Bæjarmál
Bæjarmálafundur veröur haldinn laugardaginn 11. des. kl. 10.30 i Framsóknar-
húsinu.
Fariö verður yfir þau mál, sem efst eru á baugi i bæjarstjóm.
Allirvelkomnir. Muniö morgunkaffiö.
Bæjarfulltrúamlr
Framsóknarmenn Keflavík
Framhaldsaöalfundurfulltnjaráösins veröur haldinn mánudaginn 13. desember
ki. 20.30 I Félagsheimilinu, Hafnargötu 62. Mætum öll.
Stjómln
Caroline og John heimsóttu móður sína ó sjúkrahús, þar sem hún ló eftir aS hafa dottið af hestbaki.
Dætur Caroline heita Rose og Tatiana.
Jackie komst ekki
í minningarathöfnina
Milljónir Bandaríkjamanna
minntust þess í síðasta mánuði,
að 30 ár eru liðin frá morðinu á
John F. Kennedy forseta, og
haldnar voru minningarsam-
komur víða um landið.
Jackie Onassis, ekkja hins
látna forseta, átti hins vegar
óhægt um vik með að mæta, þar
sem hún var að ná sér eftir
slæma byltu, er hún hlaut við
fall af hestbaki.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Ted Kennedy er eini eftirlifandi
bróðir forsetans. Hann var ásamt
syni Roberts heitins Kennedy og
núverandi þingmanni, Joseph
Kennedy II, opinber fulltrúi fjöl-
skyldunnar við athöfn, sem
haldin var við grafreit Johns F.
Kennedy í Arlington- kirkju-
garðinum í Virginíu.
Eins og kunnugt er, var forset-
inn myrtur í Dallas í Texas 22.
nóvember árið 1963. Þar var af-
hjúpaður minnisvarði á Dealey-
torgi í tilefni dagsins, en bflalest
forsetans átti leið um torgið þeg-
ar skotin örlagaríku kváðu við.
Eins og áður segir var forseta-
frúin fyrrverandi að jafna sig eft-
ir slæma byltu, er hún hlaut við
fall af hestbaki. Við það mun
hún hafa misst meðvitund og
varð að dvelja á sjúkrahúsi undir
eftirliti. Flestum er kunnugt um
einlægan áhuga frúarinnar á
hestum og þykir hún ekki draga
af sér við útreiðar, eins og slysið
ber ljóslega merki.
Hún var þó ekki einmana
þennan minnisstæða dag, þar
sem fjölskyldan heimsótti hana á
sjúkrahúsið seinna um daginn.
Þar voru að sjálfsögðu börn
hennar, sonurinn John og dótt-
irin Caroline, ásamt tveimur
dætrum Caroline.
Jackie Onassis kýs að halda sig fjarri ógengum Ijósmyndurum og er sðgð vilja
dvelja í einrúmi við grafreit forsetans.
í spegli
tímans
Ted Kennedy og kona hans Victoria voru, ósamt Joseph Kennedy II og konu hans Beth, opinberir fulltrúar fjölskyldunnar
við athöfnina, sem haldin var við grafreit forsetans í Arlington-kirkjugarðinum. Þar logar stöðugt eldur, sem ó ao minna ó
að minning forsetans deyr aldrei.