Tíminn - 24.12.1993, Síða 2
2
tíinlnn
Föstudagur 24. desember 1993
LEIÐARI VETTVANGUR
Hátíð Ijóss ogfriðar /'■"1 jaldan verða mótsagnimar í mannlegu samfélagi eins himinhrópandi og í kringum jólahátíðamar. Fréttir af metsölu á hinum og þessum hlut- L 3 um, sem em vinsælir til jólagjafa, fylgja fréttum af sístækkandi hópi fólks sem leitar á náðir hjálpaistofnana vegna nauðþurfta. í erli jólaundirbún- ingsins er enginn tími fyrir grundvallarumræðu og við látum hjá líða að taka á þeirri breytingu sem virðist vera orðin á íslensku samfélagL Hvað er jullveldi?
Glansandi yfirborð neyslusamfélagsins getur villt okkur sýn um skeið, en
þegar fréttir síðustu vikna em skoðaðar nánar fer ekki á milli mála að útlitið
er dekkra en oftast áður. Atvinnulausum fer fjölgandi og kaupmáttur rýmar.
Þegar við horfum til nágrannalandanna sjáum við að atvinnuleysið hér getur
enn átt eftir að aukast og hvorki er að heyra né sjá að við íslendingar höfum
einhveijar þær lausnir á takteinum sem geta forðað okkur frá hlutskipti
Norðurlandaþjóðanna, en hjá þeim er atvinnuleysið á milli 10 og 20%.
Það er staðreynd að fáar þjóðir em skyldari innbyrðis en íslendingar. Og
það verður heldur ekki véfengt að við gengum Kristi á hönd án teljandi átaka
og í dag em nær allir íslendingar í þjóðkiriqunni. Okkur hefur frá upphafi fs-
landsbyggðar verið það ljóst að öriög þjóðarinnar byggjast á því að við höld-
um friðinn hveijir við aðra. Það stefnir því í óefni ef hér verða til tvennskonar
samfélög. Þeirra sem hafa nóg af lífsins gæðum og öreiga.
Merid örbirgðar hafa breyst frá því sem áður var og ekki er líklegt að við
eigum eftir að sjá fólk búa í hreysum eða bröggum á borð við það sem sást allt
fram á sjöunda áratug aldarinnar. Við erum aftur á móti að rekast á Iitlu
stúlkuna með eldspýtumar á hveijum degi án þess að sjá hana.
Þegar iðnaðarmenn og iðnrekendur blása í lúðra og skora á landsmenn
að velja íslenskt tekur þjóðin kallinu þó að valið sé stundum dým verði
keypt Og í skoðanakönnun sem gerð var fyrir skemmstu kom í ljós að helm-
ingur þjóðarinnar er tilbúinn að sætta sig við hærra verð á landbúnaðarafurð-
um frekar en að flytja þær inn frá útlöndum. Það verður samt ekki fram hjá
því litið að alltof stór hluti þjóðarinnar á engra kosta völ. Fjöldi fólks verður
að sætta sig við að kaupa aldrei nema það ódýrasta og annimar hjá Rauða
krossinum, Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd segja sína sögu.
Okkur væri hollt að nota frið jólanna til að hugleiða það hvemig samfé-
lagi við viljum búa í bæði við guð og menn. Það nægir ekki að jánka boðskap
jólanna um kærleika og frið ef vanhugsaðar gerðir okkar kljúfa þjóðina og út-
hýsa Jesúbaminu úr hjörtum okkar.
Flestum þykir umhugsunin um þurfalinga og sveitarómaga liðinnar tíðar
meir en ógeðfelld. Þær em fleiii myndir fortíðar sem við viljum helst vera laus
við að sjá annarstaðar en á tjaldi eða skjá. Um leið getum við tregað það að
samtakamáttur fólks hefur farið dvínandi og trúin á betri heim sömuleiðis.
Það veitist mörgum erfitt að veita þurfandi fólki af kærieika sínum nema með
ópersónulegum peningagjöfum. Og eins og hátíðahöldin á 75 ára afmæli full-
veldisins 1. desember síðastliðinn sýndu, þá eigum við líka orðið erfitt með að
bera tilfinningar okkar til fullveldisins á, torg. Ef vel er að gáð þá gæti frumleiki
Krists hjálpað okkur til að finna nýjar leiðir til að efla með okkur náungakær-
leika og trúna á önnur gildi en þau sem við höfum hlaupið hraðast á eftir að
undanfötnu. Þó að fáir virðist kæra sig um að undirselja jólin lögmálum
markaðariris þá gerist það einfaldlega. Það er áf því að við veljum ekki þá leið
sem við förum. Við látum leiðast.
Vilhjálmur Amason kemst svo að orði í jólahugleiðingu sinni hér í Tím-
anum á miðvikudaginn: ,Að fylgja Kristi í fijálsum kærleika felur það í sér
sem hveijum manni er erfiðast að ná, að láta af þeini eigingjömu kröfu að at-
burðir lúti hans eigin vilja. Þakklætið greiðir öðm fremur fyrir þessari afstöðu,
því það losar hug manns og vilja úr viðjum eigin sjálfs og beinir honum að því
sem okkur er gefið, því sem við þiggjum. Þegar allt kemur til alis á þetta við
um nánast allt, því við erum ekkert af eigin rammleik. Þetta sjálf, sem hvert
okkar er, og takmarkar alla okkar sýn á heiminn, er ekki nema angi af öllu
sköpunarverkinu og þiggur allt sitt af því. Lífið höfum við þegið að gjöf. Krist-
in kenning segir að Guð hafi með Kristi gefið okkur möguleika til nýs lífs og
trúin felist í því að þiggja þessa möguleika. Jólin em til þess að þakka þá gjöf
og hugleiða þá möguleika."
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
dósent í sagnfræði við Háskóla ís-
lands
Þann 1. desember 1918
varð ísland fijálst og full-
valda ríki í sambandi við
Danmörku ,um einn og
sama konung" eins og segir
í dansk-íslensku sambands-
löguniun.
Með þessum samningi var
sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga lokið í raun, af
því að þrátt fyrir að Danir fæm á-
fram með utanríkismál okkar var
það gert í umboði íslensku þjóð-
arinnar, en ekki með tilvísun í
skýlaus réttindi dönsku stjómar-
innar. En þrátt fyrir mikilvægi
þessa dags fyrir sögu okkar var lít-
ið um hátíðahöld í tilefni 75 ára
afmælis fullveldisins nú fyrir
skemmstu, og virtist þjóðin al-
mennt veita því takmarkaða at-
hygli. Reyndar hefur fullveldis-
dagurinn ætíð liðið fyrir það að
hann ber upp á þann tíma er
skammdegið er að verða sem
svartast hér á hjara hins bygKÍlega
heims og landsmenn eru í óða
önn að undirbúa sig undir önnur
hátíðahöld sem skipa hærri sess í
meðvitund þeirra. En ég held að
hér komi einnig til sú staðreynd
að menn gera sér almennt ekki
grein fyrir því hvað gerðist þenn-
an dag fyrir 75 árum einfaldlega
vegna þess að þeim er ekki ljóst
hvað býr í hugtakinu fullveldi.
Einnig má benda á að litlar sem
engar breytingar urðu í íslensku
stjómarfari með sambandslögun-
um — við höfðum áfram þriggja
manna ríkisstjóm sem var ábyrg
gagnvart Alþingi, æðsta yfirvald
íslendinga var áfram í Kaup-
mannahöfn, konungur gat áfram
stöðvað íslenska lagasetningu
með neitunarvaldi sínu, æðsta
dómsstig íslendinga fluttist ekki
inn í landið fyrr en 1920, o.s.frv.
Gmnnur fullveldis íslensku
þjóðarinnar var lagður með af-
námi frönsku einvalds-stjómar-
innar á tímum byltingarinnar
miklu í Frakklandi seint á 18. öld.
Með aftöku Lúðvíks 16. snemma
árs 1793 mfu Frakkar þá taug
sem stjómspekingar höfðu talið
Iiggja á milli almættisins og
stjómarherrans og valdið var
endanlega flutt til þjóðarinnar.
Þessi tímamót vom aðeins loka-
punktur þróunar sem átt hafði sér
stað árin á undan, þar sem íbúar
Frakklands skilgreindu sig annars
vegar sem þjóð, og þjóðina hins
vegar sem hina einu sönnu upp-
sprettu valdsins í ríkinu. Full-
veldið var eitthvað sem þjóðin
átti í sameiningu, eitthvað sem
enginn einn meðlimur þjóðarinn-
ar átti meira tilkall til en annar. Á
þessari sömu hugmynd byggjum
við enn þann dag í dag. Allt ríkis-
vald á sér upptök í þjóðinni og
lögin sömuleiðis, jafnframt því
sem þjóðin öll er skyldug til að
lúta lögum og vilja ríkisins —
a.m.k. svo fremi sem ekki er brot-
ið gegn grundvallarréttindum
okkar eins og þau em skilgreind í
stjómarskrá eða þeim alþjóða-
samþykktum sem við eigum aðild
að.
Vandamálið við þessa hug-
mynd hefur alla tíð verið að skil-
greina hvað átt er við með orðinu
þjóð. Þetta hefur aldrei vafist
neitt sérstaklega fyrir íslending-
um, enda eru landamæri okkar
skýrt afmörkuð og menningin til-
tölulega einlit. Fyrir Frökkum var
þetta ekki svona einfalt — og skil-
greiningarvandinn er jafnvel enn
erfiðari á svæðum eins og
Balkanskaga nútímans. Og það
sem verra er, smám saman hefur
þjóðin yfirtekið fullveldishugtak-
ið, þótt í upphafi hafi hún ein-
ungis átt að vera hentugur ramini
fyrir fullveldi einstaklinganna.
Það að franska þjóðin var valin
sem uppspretta fullveldisins í
byrjun, en ekki íbúar hvers hér-
aðs fyrir sig, eða íbúar Evrópu
allrar, á sér engar rökrænar skýr-
ingar, heldur studdist einungis
við staðreyndir þess tíma sem
fullveldið var fært þegnunum. í
raun væri á margan hátt skyn-
íraun væri á margan hátt
skynsamlegast og réttlátast að
heimurinn allur lyti sömu
lögum og sömu heildarstjóm,
enda hefur komið í Ijós að
skipting íþjóðríki hefurskap-
að óteljandi vandamál í al-
þjóðasamskiptum.
samlegast og réttlátast að heimur-
inn allur lyti sömu lögum og
sömu heildarstjóm, enda hefur
komið í Ijós að skipting í þjóðríki
hefur skapað óteljandi vandamál í
alþjóðasamskiptum. Slíkt finnst
mönnum erfitt að ímynda sér í
dag og það var auðvitað óhugs-
andi á 18. öld þegar samgöngur
voru jafn vanþróaðar og raun bar
vitni. Því létu menn sér nægja að
takmarka þann hóp sem átti full-
veldið í sameiningu við sæmilega
viðráðanlega stærð, sem byggðist
í mörgum tilvikum á þeirri ríkja-
skipan sem þjóðríkin erfðu frá
einveldunum gömlu.
í dag er ástandið auðvitað allt
annað. Á tímum greiðra flugsam-
gangna, fjarskipta, sjónvarps,
tölvuneta, o.s.frv., eru landamæri
þjóða löngu hætt að hafa efna-
hagslega þýðingu — í ýmsum til-
vikum er óskorað fullveldi þjóða
yfir afmörkuðum landsvæðum
meira að segja stórhættulegt, ekki
síst þegar kemur að vandamálum
tengdum mengun og mengunar-
vömum. En samt sem áður ótt-
umst við allt afsal fullveldis þjóð-
arinnar eins og pestina og við get-
um ekki hugsað okkur neinn
annan ramma fyrir fullveldi okk-
ar en þá þjóð sem við tilheyrum
nú.
Að mínu mati byggir slíkur
hugsunarháttur á misskilningi á
því hvað felst í hugtakinu full-
veldi. Ég tel þannig að það sem
vannst með sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga hafi ekki fyrst og fremst
verið sjálfstæði þjóðarinnar sem
slíkt, heldur réttindi þegnanna til
að ráða yfir lífi sínu, tjá skoðanir
sínar og hafa áhrif á lagasetningu.
Ég er heldur ekki í nokkrum vafa
um að sú staðreynd að íslending-
ar klufu sig frá Dönum og sú bar-
átta sem forfeður okkar og for-
mæður háðu til að ná þessu
marki var nauðsynlegur þáttur í
því að tryggja okkur þessi réttindi,
auk þess sem sú ábyrgð sem fylgir
því að reka eigið ríki hafði mjög
jákvæðar afleiðingar í för með sér
fyrir íbúa landsins. En með þessu
er ekki sagt að íslenskt þjóðríki sé
eitthvert þúsundáraríki, eða
stofnun sem okkur er skylt að
viðhalda um aldur og æfi. Þátt-
taka íslendinga í stærri ríkisheild
er fjarri því að vera óhugsandi, og
þá án þess að fullveldi einstak-
linganna skerðist endilega við
það. Skilyrði fyrir slíku væri auð-
vitað að við gengjum ekki inn í
annað þjóðríki, þ.e.a.s. að við
gerðumst ekki einhvers konar
viðhengi við ríki þar sem önnur
þjóð réði öllu, heldur fremur að
ísland yrði einhvers konar hérað í
stærri ríkisheild og að íslendingar
tækju þátt sem fullgildir þegnar í
stjóra og lagasetningu þess ríkis
sem þeir tilheyrðu. Þar yrðu rétt-
indi þegnanna og menning að
vera virt þannig að komið væri í
veg fyrir að íbúar einstakra hér-
aða kúguðu aðra, þótt sjálfsagt
komi fjarlægð frá valdamiðju á-
vallt til með að hafa í för með sér
óánægju á jaðarsvæðum, eða eitt-
hvað í líkingu við það sem gerist á
íslandi nú á tímum.
Ég vil taka það fram að þetta
eru aðeins fræðilegar hugleiðing-
ar og ég er alls ekki að boða með
þessu að íslendingar eigi að sækja
um aðild að Evrópubandalaginu.
En hugleiðingar sem þessar era
samt sem áður fjarri því að vera
einhvers konar ójarðtengdir
draumórar, þar sem þróun stjóm-
arfars í heiminum er mjög hröð
og um margt óútreiknanleg. Af-
staða íslendinga til þessarar þró-
unar verður að byggjast á þekk-
ingu á þeim grunni sem við
stöndum, þ.e. á sögu og tilgangi
þeirra hugtaka sem ráða stefnu-
mótun okkar í framtíðinni. Því
verðum við að gera okkur fulla
grein fyrir hvað átt er við með af-
sah fuÚveldis áður en við tökum
endanlegar ákvarðanir á grund-
velli þess að afsal fullveldis komi
aldrei til greina.
Ritstjóri:
Ágúst Þór Ámason
Aðstoðarritstjóri:
Oddur Ólafsson
Fréttastjóri:
Stefán Ásgrímsson
Útgefandi:
Mótvxgi hf
Stjómarformaður:
Gunnlaugur Sigmundsson
Skrijstofustjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjóm og skrifstofur:
Hvetfisgðtu 33, Reykjavík
Póstfang: Pósthólf5210,
125 Reykjavík
Aðalstmi: 618300 Póstfax: 618303
Auglýsingasími: 618322
Auglýsingafax: 618321
Setning og umbrot:
Txknideild Ttmans
Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrifi 1400 kr.
Verð í lausasólu 125 kr.