Tíminn - 18.02.1994, Page 2
2
Föstudagur 18. febrúar 1994
Tíminn
spyr...
Hefur kvennahreyfingin gef-
ist upp á ab andmæla fegurð-
arsamkeppnum?
Baldvin Jónsson:
Svarið er já. Ég hef að minnsta
kosti ekki oröiö var við að konur
séu neitt aö mótmæla þeim
núna. Þær hafa kannski ekki gef-
ist upp heldur snúið sér aö öðru
enda er þetta spuming um
mannréttindi. Ef fólk hefur
áhuga á aö taka þátt í fegurðar-
samkeppnum á það að mega það
eins og þeir sem hafa áhuga á fót-
bolta mega taka þátt í honum.
Tíöarandinn hefur líka breyst og
mannlífið er orðið fjölbreyttara,
þannig að fólk getur ekki eytt öll-
um sínum tíma í aö gagnrýna
þaö sem öörum þykir skemmti-
legt en því ekki.
Guðrún Jónsdóttir
félagsráðgjafi:
Já, því miður heyrist ekkert frá
konum núna um fegurðarsam-
keppnir. Mér finnst það mjög
miöur því í þessum keppnum
birtast ákveðin tákn um þaö
hverjir veröleikar kvenna séu. Ég
lít á þetta sem afturhvarf tU fyrri
tíma og hluta af þeirri lægð sem
kvenréttindabaráttan er í núna.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
alþingismaðun
Baráttan gegn fegurðarsam-
keppnum var fyrst og fremst háð
á tímum rauðsokkanna. Þær
þóttu arisi róttækar á sínum tíma
og það er oft nauðsynlegt tjl að
vekja athyglí á málum. Síðan þá
hefur heUmikið áunnist í
kvennabaráttunni. Konur em
ekki lengur metnar eingöngu eft-
ir því hversu faUegar og góöar
þær em og því tel ég ekki að við
þurfum að berjast gegn fegurðar-
samkeppnum. Að sumu leyti em
þær af hinu góöa, þær byggja
stúlkumar upp í framkomu og
auka sjálfstraust þeirra.
Fiskvinnslan treg til ab gera nýja kauptryggingarsamninga vegna minnkandi þorskafla. Húsavík:
Fjarar undan samning-
um fiskvinnslufólks?
Amar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir
að vegna samdráttar og þá sér-
staklega í þorskafla, hafi gætt
ákveðinnar tregöu meðal for-
svarsmanna fiskvinnslufyrirtækja
að gera nýja kauptryggingar-
samninga viö starfsfólk. Hann
segist ekki halda annað en að for-
ystumenn verkalýðsfélaga við
sjávarsíöuna geri sér alveg grein
fyrir því að samningamir geta
verið íþyngjandi og þá sérstaklega
þegar verið sé að bæta við nýjum
á samninga.
Aðalsteinn Baldursson, starfandi
formaður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur og stjómarmaður í fisk-
vinnsludeild VMSÍ, gagnrýnir
hinsvegar atvinnurekendur í fisk-
vinnslu fyrir að gera ekki kaup-
tryggingarsamninga við starfs-
fólkiö. Hann segir aö fiskvinnslu-
fólk sé nánast orðið að annars
flokks fólki og atvinnurekendur
haldi launum þess niöri meö því
aö gera ekki við þaö kauptrygg-
ingarsamninga.
„ A einum stað þóttust yfirmenn-
imir ekki vita að þaö ætti aö gera
kauptryggingarsamning við
starfsfólkiö," segir Aöalsteinn.
Amar Sigurmundsson segir að
þegar samið var um þessa kaup-
tryggingarsamninga á sínum
tíma viö Verkamannasambandiö
þá hafi þeir verið mikiö framfara-
spor fyrir fólkiö. Þá hafi þorskafli
verið nálægt 400 þúsund tonnum
upp úr sjó en stefnir í að verða
innan við helmingur þess í ár.
„í sumum tilfellum hafa fyrir-
tækin ekki viljað bæta við fleiri
fastráðnum starfsmönnum og þar
af leiöandi hefur dregist að ganga
frá slíkum samningum. Þetta kerfi
er Iíka orðið dálítiö dýrt fyrir
marga þegar mikið er um hráefn-
islausa daga," segir formaður
Samtaka fiskvinnslustööva.
Amar segir að ef atvinnurekandi
neitar að gera kauptryggingar-
samning við starfsmann geti við-
komandi litið á það sem uppsögn.
„í núverandi atvinnuástandi
þegar atvinnurekandinn segist
því miöur ekki geta fjölgaö á þess-
um samningum og segist vilja
hafa fleira lausráðiö fólk, þá hefur
kannski minna gerst. Fólk hefur
einfaldlega sætt sig við það."
Hann segir að þrátt fyrir þessa
tregðu við aö gera nýja samninga
þá sé eldri samningum ekki sagt
upj).
„I sumum tilfellum segja menn
bara einfaldlega að þeir geti ekki
gert kauptryggingarsamning og
fólk verður bara að taka því eins
og það kemur fyrir," segir Amar.
Hann segir að þrátt fyrir þennan
drátt á gerð kauptryggingarsamn-
inga þá sé yfirleitt gengið frá hon-
um í tengslum viö starfsfræöslu-
námskeið fiskvinnslufólks, sem
eru oftast haldin einu sinni á ári
og þá um þetta leyti. En forsenda
þess aö geta sótt þessi námskeið er
að hafa gildan kauptryggingar-
samning, auk þess sem viökom-
andi hækkar dálítið í launum að
afloknu námskeiðahaldinu. Arnar
segir að á síðustu tveimur og hálf-
um mánuði hafi yfir 500 manns
lokið starfsfræðslunámskeiðum í
fiskvinnslu. -grh
Ætli þessir ungu menn muni heillast svo
af launakjönjm fiskvinnslufólks ab þeir
velji sér fiskvinnu sem framtíbarstarf?
Tímamynd CS
Hugur karla kannaöur
Ráðgjafamefnd Jafnréttisráðs
sem hefur það hlutverk að
auka þátt karla í jafnréttisum-
ræðunni hefur tekið til starfa.
Nefndinni er einkum ætlað að
afla upplýsinga um viöhorf ís-
lenskra karla til jafnréttismála
og kanna samspil fjölskyldu-
og atvinnulífs karla.
Nefndin er stofnuð vegna
ábendingar frá nefnd á vegum
félagsmálaráðuneytisins sem
skilaði skýrslu um stöðu karla í
breyttu samfélagi á síðasta ári.
Siguröur Svavarsson, ritstjóri
og formaöur ráögjafarnefndar-
innar, segir að skortur á upp-
lýsingum um viðhorf karla
hafi háö fyrri nefndinni í
starfi. „Við ætlum að kanna
hug íslenskra karla til jafnrétt-
ismála og eins hvernig at-
vinnurekendur bregðast við
þegar karlar þurfa að axla fjöl-
skylduábyTgð. Til dæmis ef
þeir em frá vinnu vegna veik-
inda bama eöa hafa áhuga á
að taka fæöingarorlof. Það er
skilyrði þess að hægt sé að
hefja baráttu karla t.d. fyrir
rýmri rétti til fæðingaroríofs
að við vitum hvort þeir hafi
áhuga á að nýta sér þann rétt."
Nefndin mun einnig fjalla
um félags- og tilfinningaleg
vandamál drengja og karla. I
því sambandi stefna nefndar-
menn aö því að leiða barátt-
una gegn ofbeldi jafnvel með
skipulagðri herferð.
Ráðgjafamefndin á að starfa í
tvö ár og Sigurður segist von-
ast til að frá henni muni heyr-
ast reglulega á þeim tíma.
Hann segir að svipaðir hópar
starfi annars staðar á Norður-
löndunum og að íslenska
nefndin muni fylgjast með
umræðunni þar og læra af
henni. -GBK
Sjómannasamband ísiands:
Kvótabraskib
til saksóknara
Reykjavíkurdeild
Barnaheilla stofnub
Sjómannasamband íslands
hefur óskað eftir því við emb-
ætti ríkissaksóknara að fram
fari opinber rannsókn á
meintu skjalafalsi útgerðar
Alberts Ólafssonar KE vegna
þátttöku nokkurra fyrrver-
andi áhafnarmeðlima í
kvótakaupum útgerðarinnar.
Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari staöfestir að erindi
þessa efnis hafi borist embætt-
inu fyrir tíu dögum eða svo.
Hann segir þetta trúlega vera í
fyrsta skipti sem ríkissaksókn-
ari sé beðinn að rannsaka
meint kvótabrask.
Bragi segir að í framhaldi af
erindi Sjómannasambandsins
hafi embættið óskað eftir um-
sögn og upplýsingum frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
„Við fengum bara bráða-
birgðalögin og tillögur ráðu-
neytisstjóranna," segir Bragi.
Hann segist halda að það
verði litla lausn að fá á þessum
ágreiningi sjómanna og út-
vegsmanna á lögreglusviðinu.
„Ég held að lögreglan leysi
ekki þessi ágreiningsefni," segir
vararikissaksóknari og segir að
deiluaðilar geti sótt sín mál fyr-
ir dómstólunum. „Þeir þurfa
ekki lögregluna til þess."
-grh
Stofnfundur Reykjavíkurdeildar
Bamaheilla verður haldinn í
samkomusal Réttarholtsskóla
næstkomandi þribjudag klukk-
an 20.30. Verið er að stofna
deildir samtakanna Bamaheilla
í öllum kjördæmum landsins
um þessar mundir en meölimir
em nú um eitt þúsund talsins.
Arthur Morthens, formaður
Bamaheilla, flytur ræðu á fund-
inum þar sem hann gerir grein
fyrir starfi samtakanna og fram-
tíöarverkefnum og einnig verða
almennar umræður. Þá verður
kynnt fmmvarp til laga fyrir
deildina og kosin stjóm og hill-
trúar á landsþing Bamaheilla
sem haldið verbur laugardaginn
19. mars. Meðlimir samtakanna
í Reykjavík em hvattir til að
sækja fundinn á þriðjudaginn.