Tíminn - 18.02.1994, Síða 8

Tíminn - 18.02.1994, Síða 8
8 ani—t._ mmvrm Föstudagur 18. febrúar 1994 S tilefni cif útkomu bókarinn- ar Sibfraeöi lífs og dauða eft- ii dr. Vilhjálm Ámason, dó- sent í heimspeki viö Háskóla íslands, efnir Siöfræöistofnun til málþings þar sem fjallaö veröur um ýmis siöferöileg álitamál í heilbrigðisþjónustu. í ritdómi eftir Kristján Krist- jánsson heimspeking um Sið- fræði lífs og dauöa (Tíminn 18. des. 1993) farast honum svo orö: „Á allra síðustu árum hafa ný siöferðileg vandamál sprott- iö upp eins og gorkúlur. Því valda m.a. ýmsar nýjungar á sviði tækni og vísinda sem hafa opnað áöur óþekkta mögu- leika, m.a. til sköpunar og viö- halds lífs, en jafnframt léð okk- ur fjölda úrlausnarefna sem áö- ur tilheyrðu einungis vísinda- skáldskap. Ekki bætir úr skák aö heimilin, sem löngum hafa verið vermireitur siðlegs upp- eldis í heimshluta okkar, eiga nú víða undir högg að sækja. Viö getum ekki lengur treyst í blindni á hina siðferðilegu heimanfylgju baðstofunnar." MALÞING þaö hvaöa þættir hafi áhrif á rétt sjúklings til heilbrigöis- þjónustu. Kristín segir að tvennskonar sjónarmið eða tveir „skólar" hafi veriö ráðandi í viðhorfi heilbrigðisstarfsfólks í sam- skiptum þess við sjúklinga. Þar hafi togast á sú hugmynd að starfsfólk verði að byggja at- hafnir sínar á siðareglum og hins vegar að viðbrögð þess mótist fyrst og fremst af að- stæðum. „Lengst af hefur dæminu verið stillt þannig upp að fólk þurfi að velja á milli þessara tveggja skóla." Kristín segir að í Sið- fræði lífs og dauða hafi Vil- hjálmi tekist að samtvinna þessi tvö sjónarmið. Hún segist ekki hafa séb betur fjallað um siðferðisvanda heilbrigöis- starfsfólks í erlendum ritum en í bók Vilhjálms. Voldugt fræöirit Sibfræði rannsókna Kristján bendir á að heilbrigö- isstéttimar hafi bmgðist við meb því að auka þátt siöfræði- kennslu í menntun og endur- menntun heilbrigöisstarfs- fólks. „Þannig hefur sprottið upp ný og kraftmikil undir- grein heimspekilegrar siðfræði sem á erlendum málum er kennd við „lífssiðfræði" („bio- ethics"). Kristján telur þab vel til fundiö hjá Rannsóknar- stofnun í siðfræði við Háskóla íslands að standa að útgáfu þessa volduga fræðirits. „Raunar myndi ég taka svo djúpt í árinni aö fullyrða ab þau verk heimspekilegs eölis (í víbustu merkingu), sem gefin hafa verið út hér á landi frá upphafi og komast í hálfkvisti við bók Vilhjálms að breidd og dýpt, séu teljandi á fingrum annarrar handar. Sérstaða hennar liggur m.a. í því að vera samfellt kennslurit, sem fylgir rauðum þræbi frá upphafi til enda, en ekki safn meira og minna ósamstæbra ritgerða, eins og við kollegar Vilhjálms höfum flestir veriö aö senda frá okkur." Á þinginu verða flutt sjö stutt erindi. Kristín Bjömsdóttir hjúkrunarfræbingur ræöir um samskipti sjúklinga og heil- brigðisstétta. Sigurbur Guð- mundsson læknir flytur erindi um siðfræði rannsókna. Lovísa Baldursdóttir hjúkmnarfræð- ingur fjallar um réttindi sjúk- linga. Guðmundur Þorgeirsson læknir ræðir um læknismeð- ferð við lok lífs, og Hjördís Há- konardóttir lögfræðingur talar um fóstureyðingar. Að lokum flytur Kristján Kristjánsson heimspekingur erindi um for- gangsröðun í heilbrigðiskerf- inu, en ab því loknu mun Vil- hjálmur Ámason bregðast við erindum annarra framsögu- manna. Sigurbur Guömundsson ætlar að ræða um siðfræði rann- sókna, en það er svið sem hefur verið í mikilli þróun allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Við yfirheyrslumar í Niimbergréttarhöldunum kom fram hvaða tilraunir nasistar höfðu gert í nafni læknavísind- anna. I kjölfarið á þessum upp- lýsingum samþykktu alþjóba- samtök lækna siðareglur kenndar við Numberg. Al- þjóbafélag lækna bætti um bet- ur í svokallaðri Helsinkisam- þykkt árið 1964. Hún hefur verið endurskoðuð nokkmm sinnum, nú síðast árið 1989. Sigurður telur mikla þörf á að störf vísindasiðanefnda, sem fjalla um rannsóknir í læknis- fræði, verði samræmd og að komið verði á einskonar yfir- nefnd eða landsnefnd. Guðmundur segir að Siðfræði lífs og dauba sé mjög gott framtak og þar sé fjallað um flest sibferðileg vandamál, sem heilbrigðisstarfsmenn þurfa ab horfast í augu við í starfi sínu. Samskipti sjúklinga og heilbrigbisstétta Dagskrá málþingsins hefst á erindi Kristínar Bjömsdóttur um samskipti sjúklinga og heil- brigðisstétta. í því ætlar hún að velta upp spumingunni um Réttindi sjúklinga Lovísa Baldursdóttir fjallar um réttindi sjúklinga í erindi sínu. Hún ræðir um áhrifavalda á þessi réttindi og skiptir þeim í fjóra libi: fjárveitingar hins op- inbera; tæknivæðing heilbrigð- Abgerb á St. \ósefsspítala. isþjónustunnar; umhverfi og vinnufyrirkomulag; og viðhorf heilbrigðisstarfsmanns til starfsins og skjólstæðingsins. í framhaldi af þessari upptaln- ingu varpar Lovísa fram spurn- ingum um það hvaða þættir þab séu, sem geti ógnað rétti sjúklings, og hvað geti hindrað heilbrigðisstarfsfólk í að upp- fylla skyldur sínar gagnvart siúklingnum. Lovísa segir bók Vilhjálms mjög gott framlag til umræðu sem nú sé á „allra" vömm. Hún telur að á íslandi ríki nokkuö góð sátt um það grundvallar- viðhorf að veita eigi eins góða heilbrigðisþjónustu og hægt er og að allir eigi að njóta hennar. Læknismebferb vib lok lífs Guðmundur Þorgeirsson fjall- ar um læknismeðferð við lok lífs. Hann veltir því meðal ann- ars fyrir sér hvenær eigi að beita endurlífgunartilraunum og hvenær ekki. Guðmundur segir að mikill vandi felist í því hvemig og hvenær ákvarðanir um lífgunartilraunir em tekn- ar. „Þó að læknum beri skylda til að gera það sem hægt er til ab bjarga lífi sjúklings, þá ber þeim ekki skylda til að gera hluti sem fyrirfram er vitað að séu gagnslausir." Guðmundur segir að ákvöröunartakan hljóti oft að vera á „gráu" svæbi og geri því óhjákvæmi- lega miklar kröfur bæði til fag- þekkingar og siöferöisvitundar viökomandi læknis. Fóstureyðingar Hjördís Hákonardóttir lög- fræðingur flymr erindi um fóstureyðingar. Hún ætlar að fjalla um tengsl laga og siðferð- is og leita svara við þeirri spumingu hvort hægt sé að réttlæta löggjöf sem stangast á vib siðferðiskennd viðkom- andi. Hjördís segir bók Vilhjálms gott innlegg í umræðuna um siðfræði lífs og dauða og ætti að gagnast jafnt almenningi sem og þeim sem starfa að heil- brigðismálum. Hún segist vona að slík umræba leiði til þess ab sett verði lög um skilgreining- una á hvenær líf hefjist. Það sé siðferðilega ekki síður mikil- vægt en skilgreining dauða- stundarinnar. Umræbuhefð í mótun Heilbrigðismál eru eitt veiga- mesta svið þjóðfélagsins. Þau skipta okkur öll máli sem ein- staklinga og vænn hluti út- gjalda ríkisins fer til þeirra á hverju ári. Það ber því að fagna því, þegar tekið er á málinu með þeim hætti sem Vilhjálm- ur gerir í bók sinni. Málþing Siðfræðistofnunar bendir til þess að vönduð þverfagleg um- ræða um þessi mál sé í uppsigl- ingu. Eða eins og Kristján Krist- jánsson segir í áðumefndum ritdómi: „Sérfræðingar okkar vilja lokast inni í hring eigin smásjársviða og í þjóðfélaginu er ekki borin sama virðing fyrir alúöarfullri fræði- og vísinda- mennsku og t.d. fyrir alls kyns listaglingri. Við þurfum að skapa hina akademísku um- ræbuhefð hér á landi þar sem menn vega hver annan í gób- semi, með vopnum raka en ekki persónuníðs, og við þurf- um að hefja metnaöarfulla fræðimennsku, í víðustu merk- ingu þess orðs, til vegs og virð- ingar. Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Ámason verður ekki betur lýst en sem metnað- arfullu, voldugu fræðiriti sem ætti að geta orðið ákjósanlegt innlegg í slíka umræðuhefð. Ágúst Þór Ámason Málþingið verður haldið í stofu 101 í Odda laugardaginn 19. febrúar frá kl. 13-17.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.