Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 4
4 'tfH ö Mi&vikudagur 9. mars 1994 ÍÍMÉiW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 11 i.'i.i, > ..- i. .... Utgafufelag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans Prentun: Prentsmiöja ' Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Þörf á samstöðu en ekki sundrungu Þegar ríkisstjóm Davíös Oddssonar tók við stjórnartaumunum fyrir fjómm ámm var það eitt af gmndvallaratriðum í stefnu hennar að allar aðgerðir í efnahagsmálum skyldu verða almennar en ekki sértækar. í anda þessa stefnumiðs var haldið af stað. Það hefur komið í ljós að þetta rímar ekki við hið sveiflukennda íslenska efnahagslíf, þar sem 3/4 útflutningstekna em af útflutningi sjávarafurða. Niðurskurður sjávarafla, einkum í þorski, kallar á aðgerðir fyrir sjávarútveginn. Ríkisstjórnin hefur nú, þótt seint sé, áttað sig á því að sá timi getur komið að stjórnvöld þurfi að veita atvinnulífinu stuðning með sér- tækum aðgerðum. Niðurskurður þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári hefur víða komið illa við. Ekki á þetta síst við um Vestfirði. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að styðja fyrirtæki á Vest- fjörðum er viðurkenning á vandanum og góðra gjalda verð, en hins vegar er glæfralegt að binda þessa aðstoð aðeins við einn lands- hluta. Eðlilegt hefði verið að úttekt hefði farið fram á stöðu sjávarútvegsfyrirtækja almennt og aðstoðin miðuð við hana. Ástandið á Vest- fjörðum er alvarlegt og verri staða þeirra hefði komið í ljós í þessari úttekt. Þá hefði verið allt annar gmndvöllur til aðgerða. Eins og staðið er að þessu máli er hætt við að það ýti undir deilur í landinu, milli byggðar- laga eða landshluta. Það er mjög miður, því við þurfum á samstöðu að halda en ekki sundmngu. Sú umræða, sem bryddað hefur á um þetta mál, er engum til góðs, hvorki Vestfirðingum né öðmm. Ríkisstjórnin verður að girða fyrir illdeilur með því að binda ekki aðstoð við illa stödd sjávarútvegsfyrirtæki við einn lands- hluta. Umræður um að halda áfram veiðum í trássi við lög em heldur ekki til þess fallnar að bera klæði á vopnin. Sá þáttur, sem varðar fisk- veiðistefnuna, er mjög alvarlegur vegna þess að ekkert samkomulag er um ákveðna þætti hennar og ríkisstjórnin virðist ófær um að leiða málið til lykta. Það ber öllum að fara eftir þeim lögum, sem gilda í landinu, og breytingar á heildarkvóta verða að gmndvallast á ákvörðunum fiski- fræðinga, annað er of mikil áhætta. Vonandi kemur það í ljós að sú ráðgjöf hafi verið of var- færin. Ef svo er, þá er ekki öll nótt úti að auka aflann. Umræður um að halda áfram veiðum í trássi við gildandi lög kalla aðeins á upplausn og stjórnleysi. Sex-strengja sinfóníusöngur SO framsóknamiénn^, Framsótaarmeimeruioll JófetE#l»n£onto&«'ŒteirraeruÞmS^ Einhverju sinni söng Vil- hjálmur heitinn Vilhjálmsson lag um mann, sem langaði aö spila fallega tónlist í hljóm- sveit. Þetta lag Vilhjálms hét „Eins manns sinfóníuhljóm- sveit sex strengja" eða eitt- hvað í þá áttina og snerist um dagdrauma söguhetjunnar sem spilaði á gamlan kassagít- ar illa stilltan en síöan þegar draumurinn náði hámarki kom heil hljómsveit inn og spilaði af krafti viðlagiö og söngurinn hljómaði vel. Hetja þessa gamla dægurlags, raunar væri kannski nær að tala um andhetju, virðist eiga sér ótrúlega skýra samsvörun í raunveruleikanum. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, situr enn aleinn í „eins manns sin- fóníuhljómsveit" sem leikur til dýrðar Sighvati Björgvins- syni viðskiptaráðherra. Þessi eini meðlimur í aðdáenda- klúbbi Sighvats ritar leiðara í blað sitt í gær og býsnast mik- ið yfir stjórnmálamönnum á Islandi, einkum þó þeim sem sitja á þingi. Öllum nema Sig- hvati. Jónas dregur upp þá mynd af íslenskum stjórnmál- um að á þingi sitji 50 fram- sóknarmenn og 12 einkavina- væðingarsinnar. Sextugasti og þriðji þingmaðurinn er svo Sighvatur Björgvinsson sem er frelsishetja. Ólundarsöngur Eins og sjá má, þá er erfitt að gera Jónasi til geðs og úr því að hann skilgreinir helftina af þingmönnum sem óalandi og óferjandi, dæmist hann til að syngja sínar sinfóníur einsam- all. Þegár hann skrifaði niður tónlistina í leiðara DV í gær er greinilegt að hann var kominn aö viðlaginu í ólundarsöng sínum um framsóknar- mennskuna en í stað þess að heil hljómsveit tæki undir með honum eins og gerðist í laginu hjá Vilhjálmi þá syngur hann tvíraddað með viö- GARRI skiptaráöherranum. Ólundin hefur leikið þjóðfélagsgagn- rýnandann fyrrverandi grátt, því þá fyrst eru menn komnir í sjálfheldu í málflutningi þegar tímabil Sighvats Björgvinsson- ar í heilbrigðisráðuneytinu er dregið fram sem pólitísk fyrir- mynd!! - Jónas Kristjánsson segir m.a. í einmanalegum lofsöng sínum í gær: „Eini ráðherrann, sem reynir eftir mætti að losa um höft, er Sighvatur Björgvins- son, sem skar niður lyfjakostn- að og ýmsan annan heilsu- kostnað ríkisins og er nú að reyna að gera olíuverzlun frjálsa að meira en nafninu til. Hann er auðvitað ráðherra Al- þýðuflokksins." Hremmingar í fersku minni Það er ekki svo langt síðan að Sighvatur var í heilbrigðis- ráðvmeytinu, að þjóðin hafi haft tíma til að gleyma hremmingunum sem þeim ráðherradómi fylgdu. Slíkri lífsreynslu mun þjóðin seint gleyma og rétt eins og menn minnast mikilla náttúruham- fara munu menn minnast krampakenndrar atlögunnar sem gerð var að velferð þeirra sem minna máttu sín á tímum Sighvats í heilbrigbisráðuneyt- inu. Þess vegna er það, þegar allt kemur til alls, komplíment fyrir íslenska pólitíkusa að vera kallaöir framsóknarmenn af formanni aðdáendaklúbbs Sighvats. Hins vegar er það raunar spuming hvort Sig- hvatur sjálfur, - nú þegar hann hefur öðlast meiri reynslu og yfirsýn í ráðherra- embætti - vilji ekki að sex- strengja sinfóníusöngvarinn á DV fari að kalla hann fram- sóknarmann líka. Garri Styrk framsóknarstefna Svo bar til í glæsilegustu skoð- anakönnum DV um flokkafylgi ab Framsóknarflokkurinn naut meira fylgis en Sjálfstæðisflokk- urinn og var þar með stærsti flokkurinn í hugum lands- manna. En vegur framsóknar- stefnunnar er orðinn enn meiri á síðum blabsins en hún er orð- in einráb á þingi sem og hjá framkvæmdavaldinu. Þeir Egill á Seljavöllum og Jón- as ritstjóri em búnir að hefja framsóknarstefnuna til slíks vegar og virðingar að aörar stjórnmálahreyfingar blikna bæði og blána í samanburði við hana. Leiðari Jónasar, sem er geysi- mikill áhugamaöur um Fram- sókn, hófst á svofglldum oröum í gær: „Framsóknarmenn em í öllum flokkum Alþingis, enda sagðist Egill Jónsson hafa 50 þingmanna fylgi af 63 í slagn- um um búvömfmmvarpið." Flestir em Framsóknarmenn- irnir í þingflokki sjálfstæðis- manna, að sögn ritstjórans. Ljúf lesning Þaö hlýtur að vera erfiður biti að kyrigja fyrir Pál Pétursson, þing- flokksformann, aö Geir Haarde skuli hafa yfir að ráða stærri hópi framsóknarþingmanna en hann sjálfur. Það er þó huggun harmi gegn hve framsóknar- stefnan nýtur mikils fylgis á lög- gjafarsamkundunni þótt Páll og aðrir flokksbundnir veröi að deila henni með kjömum full- trúum annarra flokka. Fulltrúar Framsóknar í ríkis- stjóm verja stefnu sína af hörku jónas ritstjórí. Egill á Seljavöllum. gegn ráðhermm Alþýðuflokks og hafa nú tekiö upp sértækar aðgerðir að hætti Steingríms og em þeir nú að slá eigiö met í hallarekstri ríkissjóðs. Frjálshyggja er skammaryTÖi í munni allra þeira sem sannar- lega styðja og framfylgja fram- Á víbavangi sóknarstefnunni og er í skásta falli brúkleg til að einkavæba spillingu. Það er ljúf lesning fyrir Fram- sóknarmenn að meötaka boð- skap Jónasar Kristjánssonar um gott gengi stefnu sinnar og hve margir ganga til liðs við hug- sjónir þeirra. Segja má með sanni að þab sé rífandi gangur í framsóknar- mennskunni á sama tíma og fylgið hrynur af frjálshyggju og * einkavæðingu spilíingar. Þróunin Enginn frýr Jónasi ritstjóra vits og er hann ávallt málefnalegur og rökfastur í skrifum sínum, maður sem mark er takandi á. Þegar svo glöggur þjóðfélags- rýnir sýnir fram á að bestu fram- sóknarmennimir séu hinir yngstu í þingliði Sjálfstæðis- flokksins er auðvelt að sjá hver þróunin er. Frjálshyggjan mun víkja með gömlu íhaldshlunk- unum sem ekki þekkja sinn vitj- unartíma. Það verður heldur erfitt fyrir flokksbundna Framsóknar- menn að fóta sig í landsmála- pólitíkinni þegar allra flokka kvikindi, nema kratar ab séra Gunnlaugi í Eydölum frátöld- um, em farnir að lofa og prísa framsóknarstefnuna í orði og á borði og hún hefur styrkari þingmeirihluta en dæmi em um eftir endurreisn Alþingis. Sérstaða Framsóknarflokksins verður þá helst sú að hafa feng- ið þingheim til liðs við sig og vera ffumkvöbull þeirrar stefnu sem allir, nema nokkrir kratar, játast undir. Ekki er nema gott og blessað ab framsóknarstefnan veröi leiðar- ljós öflugustu stjómmálaflokka landsins, eins og Jónas sýnir svo viturlega fram á. Hitt er undar- legra að þeir þykjast vera í ein- hverri andstöðu við Framsókn, en það er líklegast meira af gömlum vana en ab hugur fylgi máli. Nú væri upplýsandi að fá skoð- anakönnun um fylgi framsókn- armanna í öllum flokkum og svo hvaða sérviska ræður því að þeir skuli veita öðmm flokkum brautargengi. En það er senni- lega liðin tíð. Þegar þeir Egill á Seljavöllum og Jónas ritstjóri slá því föstu að á þingi sitji ekki færri en 50 framsóknarmenn, hlýtur það að vera marktækt og vísbending um þingstyrk þeirra eftir næstu kosningar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.