Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 16
Veöríb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Subvesturmib: Subvestan kaldi eba stinningskaldí en léttir til meb norbvestan kalda. Allhvass og skýjab meb köflum seinni partinn. • Faxaflói, Breibafjörbur, Faxaflóamib og Breibafiarbarmib: Norban kaldi eba stinningskaldi í fyrstu, síban allnvass norban og él á stöku stab, einkum á mibum og annesjum. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra, Vestfjarbamib og Norbvesturmib: Norbaustan hvassvibri eba stormur og snjókoma. • Austurland ab Clettingi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Vaxandi norbvestan- og norbanátt. Hvassvibri eba stormur og snjókoma þegar líbur á daginn. • Subausturland og Subausturmib: Allhvass norbvestan og norb- an, víbast léttskýjab seinni partinn. Cegn kyn- feröislegu ofbeldi Konur og karlar á öllum aldrí mótmœítu kynferöislegu ofbeldi meb því ab fara í kröfugöngu í mibbœ Reykjavíkur í gœr. Fremst í göngunni gengu konur í svört- um klcebum meb poka yfir höf- ubib. Ætlunin var ab afhenda for- seta Hœstaréttar kröfugerb um bœtta mebferb kynferbisofbeldis- mála í dómskerfinu, en hann neitabi ab taka vib kröfunum. Tímamynd CS Þingmenn og útvegsmenn á Noröurlandi eru mjög óánœgbir meb ákvörbun ríkisstjórnarinn- ar ab binda abstob vib fyrirtœki í erfibleikum vib Vestfirbi: Vilja a ð stjórnin end- urskobi ákvörbunina Á fundi þingmanna og út- vegsmanna af Noröurlandi var samþykkt aö beina því til ríkisstjórnarinnar aö end- urskoöa þá ákvöröun aö veita fjármagni til fyrirtækja eingöngu á Vestfjöröum. Fundurinn vildi aö fyrirtæki annars staöar á landinu fengju einnig rétt til aö sækja um slíka lánafyrir- greiöslu. Útvegsmannafélag Norður- lands óskaöi eftir fundi með þingmönnum Norðurlands eftir að ríkisstjórnin tók ákvöröun um aö veita 300 milljónum í víkjandi lán til fyrirtækja á Vestfjöröum. Guö- mundur Bjamason, fyrsti þingmaöur Noröurlands eystra, sagöi aö mikil óánægja hefði komið fram á fundinum meö hvemig ríkisstjómin stóð aö þessum sértæku aðgeröum varðandi Vestfiröi. Óánægjan hefði ekki endilega veriö meö að gripiö skyldi til aðgerða vegna aflabrests og skeröingar á aflaheimildum heldur töldu menn ótækt aö binda slíka aö- gerð viö einn landshluta. Guömundur sagði aö þing- menn úr öllum flokkum heföu verið sammála um þessa nið- urstöðu. „Ég tel að þaö eigi að setja Byggðastofnun strax í að gera úttekt á stööu fyrirtækja á Norðurlandi og gera henni að vinna þá vinnu meö hraöi. Það má ekki mismuna fyrir- tækjum og raska samkeppnis- stööu þeirra. Ef fjármunir frá því opinbera em settir inn í eitt fyrirtæki þá hefur þaö allt aðra möguleika á markaöi til að leita sér aö kvóta og keppa um verö en hin sem þurfa aö berjast ein og óstudd," sagði Guðmundur. Guömundur sagði aö erfið- leikar fyrirtækja víöa um land væm miklir. Fyrirtæki um allt land væm aö berjast viö að mæta minnkandi aflaheimild- um og mikilli skuldasöfnun. Þetta væm alveg sömu erfið- leikarnir og fyrirtækin á Vest- fjöröum væm að glíma viö. Guðmundur sagöi að sum fyr- irtæki gætu ekki komist úr þessum erfiöleikum án aö- gerða frá stjómvöldum. Guömundur sagöi einnig gagnrýnisvert aö ríkisstjórnin og Byggðastofnun skyldu hafa setið yfir þessu máli í fjóra mánuði og enn skyldi ekki vera komið á hreint hvemig ætti aö standa aö lánveiting- unum til Vestfjarða. Sveitarstjómarmenn af Norö- urlandi hafa óskað eftir fundi meö þingmönnum Noröur- lands til aö ræða þetta mál, en meðal þeirra er mikil óánægja meö aögeröir ríkisstjómarinn- ar. Sá fundur veröur á morgun. -EÓ Sala á smjöri eykst aftur ÚA skobar togara í Kanada meb kaup í huga. Auka þarf þekkingu manna á úthafinu í stab þess ab berjast á móti. Þórshöfn á Langanesi: Vannýttir möguleikar til úthafsveiba nær og fjær „Þaö er ekkert fráleitt ab þaö sé hægt ab fara lengra hér subur eftir. Mebal annars hafa menn hringt frá Sri Lanka og frá Ástr- alíu og spáb í hvort hér séu til skip sem gætu verib meb veiöi- getu þar. Vib vitum líka ab þaö vantar skip niöur til Namibíu, í samstarfsverkefni íslendinga og þarlendra auk þess sem miklir möguleikar eru í Mexíkó sem ekki hefur verib sinnt," segir Jó- hann A. Jónsson, ftamkvæmda- stjóri Hrabfrystistöbvar Þórs- hafnar hf. „Þannig aö ég hef sagt viö þessa kerfiskarla, sem hafa verið á móti þessum veiðum, aö þaö væri nær fyrir þá ab beita sér fyrir því aö aíla þjóöinni þekkingar á úthaf- inu en aö berjast á móti því. Mér finnst stundum aö menn séu ennþá í fjörunni," segir Jóhann A. Hann segir aö þessir möguleikar sem og allir abrir verbi skoöaöir varöandi útgerö togaranna Há- gangs 1 og 2 sem komu í vikunni til Vopnafjarbar frá Kanada. Tog- aramir em í eigu Úthafs hf. sem er sameignarfélag Tanga hf. á Vopnafirbi og Hraöfrystistöðvar- innar á Þórshöfn og kostuðu um 18 milljónir króna hver. Þeir sigla hinsvegar undir fána Belize sem mun vera í Miö-Ameríku og mega ekki veiöa innan ísl. landhelgi. Búiö er aö ráöa íslenska skipstjóra á báöa togarana en ekki hefur enn veriö gengib frá rábningu undir- manna. Búist er vib aö togaramir verði tilbúnir í sína fyrsm veiöi- ferb um páska. Jóhann A. segir þaö vera vilja út- geröarinnar ráöa íslenska undir- menn en segir sérkjörin sérmál aöspuröur um þau. Auk þess séu engir samningar til um veiöar í salt. En eins og kunnugt er þá náðist ekki að ganga frá samning- um um nýjar veiöigreinar áöur enn verkfall sjómanna var stööv- aö meö brábabirgöalögum um miöjan janúar sl. Auk heföbundinna úthafskarfa- veiða utan landhelginnar horfa menn til Rockall-svæðisins, sem Jóhann A. segir ab þurfi aö vinn- ast. Af öömm veiöisvæðum em þaö Smugan í Barentshafinu og svæöiö viö Svalbarða. „Meöal annars hefur verið mikið fiskirí í V-Noregi viö Álasund og þaö stóö jafnvel til aö annar þeirra færi þangað og keypti fersk- an fisk og sigldi með hann hingað yfir. Eins hefur verið mikiö ufsa- fiskerí í Færeyjum fram aö þessu togaraverkfaiíi og það var jafnvel inni í myndinni ab fara einn túr þangað og kaupa beint frá borði," segir Jóhann A. Samfara minnkandi aflaheimild- um á íslandsmiðunum hafa út- geröarmenn beint áhuga sínum í vaxandi mæli aö úthafsveiðum. Til þessara veiöa hafa menn keypt eldri togara á góðum kjömm og þar hafa veriö fremstar í flokki út- gerðir á Þórshöfn og Vopnafiröi. Auk þess keyptu Siglfiröingar frystitogara frá Kanada og einnig er togarinn Ottó Birtingur skráb- ur erlendis. Þá munu menn frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. á Akureyri vera í Kanada til aö skoða skip meö hugsanleg kaup í huga. „Þetta er vibbót viö þab sem hef- ur veriö. Þetta hefur ekki veriö reynt svona ábur. Forstjóri Þjóö- hagsstofnunar taldi nú vaxtar- brodd þjóðhagsáætlunar þessa árs veröa í þessum farvegi," segir Jó- hann A. Hann segir aö þessi þróun í út- geröinni fái misjafnar undirtektir meðal annarra útgeröarmanna. Sumir séu bjartsýnir á þetta og aörir ekki. Hann segir aö þaö sé með þetta eins og margt annað aö þetta á eftir að ganga misvel og á eftir að grisjast. „Það eiga eftir að hverfa úr þessu einhverjir félagar okkar í dag og abrir veröa eftir. Þaö er ekki alltaf beina brautin í þessu sem og ööm," segir Jóhann A. Jónsson. -grh Neysla á smjöri jókst lítillega á síöasta ári, en úr neyslu hefur dregib síbustu ár. Ástæban er m.a. sú ab verb á smjöri lækk- abi í lok ársins. Búist er viö ab lækkunin skili sér í meiri neyslu á þessu ári. Þrátt fyrir söluaukningu jukust smjör- birgöir um 70 tonn á árinu. íslendingar neyta um 6,3 kílóa af smjöri á mann á ári, þar af em um 2,2 kíló af smjöri og 2,3 kíló af smjörva. Sala jókst á þessum vömm um tæp 70 tonn á síöasta ári og varö rúm 1.000 tonn. Til samanburöar vom seld um 330 tonn af Létt og laggott og 120 tonn af Klípu. Framleiðsla á smjöri varö þó mun meiri en salan. Um áramót vom til tæp 500 tonn af smjöri til í landinu og rúm 100 tonn af smjörva. Sala á ostum jókst um heil 7% á síðasta ári og er árleg neysla komin upp í 12,45 kíló á íbúa. Sala á ostum er komin upp fyrir 3.000 tonn og hefur aukist um tæp 1.000 tonn á 10 áram. Aðalfundur Osta- og smjörsöl- unnar var haldinn fyrir helgi. Heildarsala fyrirtækisins á síðasta ári nam um 2.700 milljónum sem er um 1.165 milljónum lægri velta en áriö ábur. Ástæöan fyrir þessu er að á árinu vom teknar upp beingreiöslur til bænda. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.