Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 9. mars 1994 áarz—t..— HtHWwwi o 9 Stærsta dagblað Sví- þjóbar segir daga Norö- urlandarábs talda — Leiöin til hins norrœna liggur í gegnum Evrópubandalagiö Ágúst Þór Ámason, Stokkhólmi Þing Norðurlandaráös í Stokk- hólmi, það fertugasta og fjórða frá upphafi, er haldið í skugga væntanlegrar Evrópubandalags- aðildar Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Þingið einkennist nú af því að ráöherrar ríkisstjóma Noröur- landanna era leiöandi í störfum þess. Allt fram til síöasta þings vora það þingmenn þjóöþinga ríkjanna sem vora helstu áhrifa- valdamir. Fundir fagráðherranna hafa aldrei verið fleiri, svo varla er einum lokið þegar sá næsti hefst. Um fimmtíu ráðherrar frá Norðurlöndunum era í Stokk- hólmi vegna þingsins og á dag- skrá era um tuttugu fundir, auk óteljandi óformlegra viðræðna. Þingmenn þjóðþinga Norður- landanna era aö vonum áhyggjufullir vegna breytinga á stjórn ráösins og óttast að verða lítið annað en statistar í ein- staka nefndum ráösins. Jan P. Syse, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs og núverandi for- seti Norðurlandaráðs, hefur gengið svo langt að gagnrýna ríkisstjómir Norðurlanda fyrir viöhorf þeirra til hlutverks ÚTLÖND þingmanna landanna á vett- vangi ráðsins. Aðrir hafa tekið upp hanskann fyrir núverandi fyrirkomulag og telja gagnrýni Syse óréttmæta. Olaf Johansson, Norðurlanda- ráðherra Svia, bendir á að verk- efni á menningarsviöinu hafi stóraukist og þau fái nú um helming þess fjár sem sé til ráð- stöfunar, en „fjárlög" ráðsins nema sem svarar sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Þing- mennimir ráða miklu um það hvemig úthlutun þessara pen- inga er háttað. Johansson telur það líka mikla framför að nú sé hægt að ræða um mál sem áður lágu í þagnar- gildi. Þetta á sérstaklega við um utanríkismál. Vamarmál fást þó ekki rædd vegna ótta Noröur- landanna við að styggja ná- grannana í austri. Noröurlandaráö á sér aðeins framtíÖ innan Evrópubandalagsins Leiðarahöfundur Dagens Ny- heter, stærsta dagblaðs Svíþjóð- ar, fjallaði um framtíð Norður- landaráðs og norrænnar sam- vinnu í blaðinu í gær. Hann kemst aö þeirri niðurstöðu að dagar Norðurlandaráös í núver- andi mynd séu taldir. Hann tel- ur að í framtíðinni fari norræn samvinna fyrst og fremst fram með óformlegum hætti innan Evrópubandalagsins. Norður- landaráð verði til í smækkaöri mynd í framtíðinni og komi til með að fást við menningarmál. Leiðarahöfundur bendir á að hugmyndin að efnahagssam- starfi Norðurlanda hafi komið upp í lok sjöunda áratugarins, en vegna ólíkra hagsmuna land- anna hafi ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Þá þegar hafi verið ljóst að efnahagslíf landanna hvers um sig væri svo einhæft að þau gætu aldrei fullnægt markaðsþörfum hvers annars. Sú afstaða virðist ráðandi meö- al sænskra stjómmálamanna að nánara samstarf eöa jafnvel bandalag Norðurlanda geti aldr- ei komið í stað Evrópubanda- lagsins. Um leið fullyröa þeir að Evrópubandalagið sé ekki val- kostur við Norðurlandasam- starfið í sjálfu sér. ■ Reuter Borbab í ofstórum stígvélum Hér má sjá lítinn afganskan dreng íofstórum stígvélum, mataban af eldri bróbur sínum. Þeir eru fórnarlömb átaka, en heimaborg þeirra, Ka- búl, erumsetin herskáum skœruiibahópum. REUTER í fréttum er þetta helst.... Mariannhill, Subur-Afríku Troöfull farþegalest fór út af sporinu nálægt Durban í Suð- ur- Afríku, með þeim afleiðing- um að aö minnsta kosti 58 manns létust og 370 slösuðust. Leibrétting Þau mistök vora gerð í frétt af úrslitum prófkjörs framsóknar- manna á Suðumesjum að rangt var farið með nafn Steindórs Sigurðssonar, , bæjarfulltrúa í Njarðvík. Steindór er beðinn velviröingar á þessum mistök- um. Líbanon Tvær ísraelskar orrustuþotur vörpuðu í gær sprengjum á búðir Hizbollah- skæruliða í Suður-Líbanon. Ekki varð manntjón, samkvæmt upplýs- ingum sem bárast frá Líbanon í gær. Zagreb Um það bil 100 friðargæslu- liðar á vegum Sameinuðu þjóðanna og átta skriðdrekar tóku í gær við flugvellinum í borginni Tuzla af stjómar- hemum í Bosníu, en flugvöll- urinn er nauðsynlegur fyrir hjálparstarf. Um það bil sex lönd hafa lýst þvi yfir að ef ekkert nýtt komi upp séu þau tilbúin tii að hefja hjálparflug til Tuzla þegar flugvöllurinn þar opni á ný. Á sama tíma hóf sérlegur sendimaður Bandaríkjastjóm- ar í Belgrad, Charles Redman, ■ viðræður við serbneska leið- toga í því augnamiði að finna \ Þegar komið er af vegum með bundnu slitiagi \ tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum \ \^ FÖRUM VARLEGA! UMFERÐAR RÁÐ Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða ©WjRBWWW vélritaðar. sími (9i) 63icoo allsherjarlausn sem myndi binda endi á stríðið í Bosníu. jerúsalem í gær viðurkenndi ísraelski herinn ab hann hefði ekki gert viðeigandi öryggisráðstafanir sem gætu hafa komið í veg fyr- ir fjöldamorbin í Hebron á dögunum. Það var yfirhers- höfðinginn Danny Yatom sem viðurkenndi þetta í vitna- leiðslum sem nú standa yfir vegna blóðbaðsins sem ísra- elskur landnemi átti sök á. Washington Clinton Bandaríkjaforseti var í gær sagður hafa veriö að reyna að ráða til sín gamal- reyndan lögmann, Lloyd Cutl- er, sem sérlegan rábgjafa Hvíta hússins. Cutler átti einkum að einbeita sér ab því að fást við Whitewater-málið, sem veldur forsetanum sívaxandi vand- ræðum. Repúblikanar létu hins vegar ekki deigan síga í því að magna upp málið og kröfðust þess ákafar en nokkra sinni að þingnefnd yrði sett í að rannsaka málið. Zurich Járnbrautarlest full af bensíni fór út af sporinu í gær og sprakk eins og risavaxin eld- kúla á jambrautarstöð í Zu- rich. íbúar í næsta nágrenni flúöu í skelfingu. Auglýsing um framlagningu skattskrár 1993 og virðisauka- skattskrá fyrir rekstrarárið 1992 (samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skatt- skyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. í samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðisaukaskatt, er hér með auglýst að virðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1992 liggur frammi, en í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskatt- ur hvers skattskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum mið- vikudaginn 9. mars 1994 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 9. mars til 22. mars að báðum dögum meðtöldum. 9. mars 1994. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn i Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Elín Ámadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Bjömsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.