Tíminn - 17.03.1994, Síða 6

Tíminn - 17.03.1994, Síða 6
6 Fimmtudagur 17. mars 1994 Atvinna Staða framkvæmdastjóra Sláturfélags Suðurfjarða, Breiðdalsvík, er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa góð tök á bókhaldi og í meðferð tölvu, hann þarf að þekkja til í íslensku landbúnaðarkerfi og hafa innsýn í dagleg störf í sláturhúsi. Umsóknum skal skila til skrifstofu Sláturfélags Suðurfjarða, Fjarðar- braut 41,755 Stöðvarfirði, fyrir 5. apríl n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur núverandi framkvæmdastjóri, Þórhalla Snæþórsdóttir, í s. 97-58885/58884, og stjórnarformaður, Lárus Sigurðsson, í s. 97-56660/56791. RAUTT Lafrvi RAUTT 1 LJOS rTL LJOSJ Uráð J JUGURHREINLÆTI EFTIR MJALTIR Juvelit Það besta sem þú get- ur gert fyrir kýrnar þínar! Úðað á spena og júgur eftir mjaltir. Mýkir, sótthreinsar og örvar blóðrás- ina. Inniheldur kók- osolíu. Juvelit heldur auk þess flugunum frá. 973116-05 51 Leitið nánari upplýsinga í ALFA LAVAL landbúnaðar- vörulistanum eða hjá neðangreindum aðilum Globus hf. ALFA LAVAL þjónustufulltrúum Globus hf. ALFA LAVAL umboðsmönnum um allt land Gfobust! Lágmúla 5, s:681555 Rannsóknarstofnun landbúnaöarins á Hvanneyri: Búvélapróf- anir bútækni- deildarinnar Sögu tilrauna meö búvélar hér á landi má rekja aftur til árs- ins 1927, er Búnaðarþing sam- þykkti tillögu um Verkfæra- nefnd er skyldi „sjá um útveg- un og tilraunir meö verfæri hér á landi". í dag annast bútæknideild Rannsóknar- stofnunar landbúnabarins á Hvanneyri rannsóknir. Fastir starfsmenn deildarinnar eru tveir sérfræðingar og einn rannsóknarmaður. Þessi starfsemi hefur lengi ver- ið tengd Bændaskólanum á Hvanneyri. í lögum frá Alþingi nr. 64 frá 1940 er kveðiö á um skipan Verkfæranefndar „til þess að reyna ný verkfæri eða breytingar á eldri verkfærum" og tekið fram að tilraunir skluli fara fram við skólann nema annað þyki hennta. Það var síð- an árið 1965 að lög um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna komu til framkvæmda. Þá var Verfæranefndin lögð niður og verkefni hennar felld undir Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. Bútæknideild þeirrar stofnunar hefur síðan þá haft með höndum prófanir búvéla hér á landi, sem og aðrar rann- sóknir, er að tæknimálum land- búnaðarins snúa. Búvélaprófunin hefur frá upp- hafi veriö eitt meginverkefni Bútæknideildar. Á síðari áram hefur hún í vaxandi mæli unn- iö að ýmsum rannsóknarverk- efnum, er varða verktækni og vinnuaðstöðu fyrir landbúnað- arstörf. Til prófunar koma flestar gerð- ir nýrri búvéla, sem tengjast al- mennum bústörfum hérlendis, svo sem heyvinnuvélar, tæki til meðhöndlunar og dreifingar á áburði, jarðvinnsluverkfæri, o.fl. Árlega berast 10-20 tæki til prófunar og era gefnar út um þau opinberar prófunarskýrslur. Um 700 bændur era áskrifendur að prófunarskýrslunum, auk þess sem útdráttur úr þeim birt- ist í búnaðarblaðinu Frey. Hér á eftir era birtar niðurstöð- ur úr prófunum á sjö bútækj- um, sem vora til reynslu hjá bútæknideildinni á Hvanneyri síðasta sumar. Tilgangur bú- vélaprófana er að fá úr því skor- ið, hversu-vel ýmsar gerðir bú- véla hæfa við hérlendar aöstæð- ur, meta verkhæfni þeirra við fjölbreytileg skilyrði, mæla af- köst þeirra og aflþörf, svo og fylgjast með slitþoli og end- ingu. í því skyni era verkfærin að jafnaöi notuð það mikiö í prófuninni að samsvarar 2-3 ára notkun á meðalbúi. Þessi starfssemi ætti því aö vera bændum mjög til halds og trausts. Gríöarlegum fjármun- um er varið á ári hverju tiL kaupa á vélum, en gera má ráð fyrir að bændur kaupi árlega bú- vélar, dráttarvélar og aðrar afl- vélar fyrir um 700 milljón krón- ur á ári (meðaltalstölur frá 1984-1988, reiknað á verðlagi í upphafi árs 1989) REIME mykjudreifari Gerb: Reime 4350 Framleiðandi: Reime a.s. Noregi Innflytjandi: Bújöfur hf. Yfirlit Reime mykjudreifarinn var prófaður af Bútæknideild Rann- sóknarstofnunar landbúnaðar- ins voriö 1993. Á reynslutíman- um, sem var skammur, var dreifarinn notaður til dreifingar á 180 til 200 tonnum af mykju. Dreifarinn er ætlaður til flutn- ings og dreifingar á þunnfljótandi r ~ n FISHER DRYKKJARKER afýmsum stæröum og geröum fyrir sauöfé, nautgripi, hesta og svín ÚRVAL VARAHLUTA ÁRÆÐI HF. Höfðabakka 9,112 Reykjavík. Síml: (91)67 00 00. Fax: (91)67 43 00 búfjáráburði. Hann rúmar um 4 tonn og er léttbyggður m.a. vegna þess að mykjutankurinn er geröur úr trefjaplasti. Tómur vegur hann um 860 kg. Framan við tankinn er miðflóttaraflsdæla, tengd aflút- taki dráttarvélar með drifskafti. Hún dælir mykjunni út í tvo dreifistúta aftast á dreifaranum. Þunn mykja dreifist mjög vel en þykk mykja fremur illa. Til að lækka þurrefnismagnið svo með- höndlunin gangi viðunandi vel er algengt að þurfi auk þvagsins um 5-6 tonn af vatni á hvem grip í fjósi. Losun á þunnri mykju úr tankinum tekur 1,1 til 1,8 mín, en lengri tíma tekur að tæma dreifar- ann af þykkri mykju. Afköst viö útakstur era mjög háð þykkt mykjunnar en era oft á bilinu 6- 12 tonn á klst. Ætla verður 40-50 kW (55-68 hö) dráttarvél fyrir dreifarann. Á prófunartímanum komu ekki fram neinar bilanir eða óeölilegt slit. Dreifarinn er auð- veldur í notkun og viröist traust- byggður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.