Tíminn - 17.03.1994, Page 7

Tíminn - 17.03.1994, Page 7
Fimmtudagur 17. mars 1994 7 Rutlandsólarrafstöð Fella heyþyrla Ger6: Fella TH 540 DHY Framleiðandi: Fella- Werke GMBH, Þýskalandí Dnnflytjandi: Globus hf. Yfirlit Heyþyrlan var reynd af Bútækni- deild Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins sumariö 1993 og var notuð í alls um 45 klst. Heyþyrlan er tengd á þrítengi dráttarvélar og drifin frá aflúttaki hennar. Hún vegur 591 kg. í flutningsstööu er ytri stjömun- um lyft upp i lóðrétta stööu með vökva-tjökkum. Hæfni heyþyrl- unnar til heysnúnings reyndist gób og ójöfnum lands fylgir hún vel. Vinnslubreidd hennar er allt að 5,0 m og afköst við heysnún- ing reyndust að jafnabi 4,4 ha/klst, en mest um 6,2 ha/klst. Heymúgun dreifir vélin í u.þ.b. 5.4 m breiöan flekk. Á fljótlegan hátt má breyta stefnu ökuhjóla á heyþyrlunni þannig ab hún kasti heyinu nokkuð til hliðar, t.d. frá skuröbökkum og girðingum. Lib- ir í beislibúnaði vélarinnar auö- velda vinnu meö henni i beygj- um. Aflþörf heyþyrlunnar í tengi- drifi er mest um 16 kW (22 hö). Til aö aka megi af öryggi með vél- ina í flutningsstööu þarf lág- marksstærö dráttarvélar að vera u.þ.b. 40 kW (54 hö). Heyþyrlan er traustbyggö. Á reynslutíman- um varö engra bilana vart. Borello stjörnu- múgavél Gerb: Borello 4000S Framleíbandi: Borello Stefano Ítalíu Innflytjandi: Orku- tækni hf. Yfirlit Borello stjömumúgavélin var reynd af Bútæknideild Rannsókn- arstofnunar landbúnaöarins sum- arið 1993 og notuð í alls um 71 klst. Stjömumúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin frá aflúttaki. Hún vegur um 515 kg. Múgavélin reyndist raka vel og skilja eftir litla dreif við algengar aðstæöur. Magn dreifa í raksturs- fari mældist ab jafnaði um 85 kg þe/ha eba sem svarar 1,0 hb/ha við ökuhraða 5-10 km/klst. Við bestu aðstæður er dreifarmagnið um 60 kg þe/ha. Þrátt fyrir mikla vinnslubreidd reyndist vélin fylgja vel ójöfnum á yfirborði iandsins. Hún getur rakað frá girb- ingum og skuröbökkum. Liður í beislibúnabi vélarinnar gefur svig- rúm til að vinna meö vélinni í beygjum. Rakstrarfar vélarinnar er allt að 3,1 m að breidd. Hæfilegur ökuhraði var oftast um 8-12 km/klst. og afköst að jafnaði um 2.4 ha/klst. Vélin rýrir framþunga meöalstórra dráttarvéla talsvert og getur þurft að þyngja þær til að uppfylla ákvæbi um þungahlutföll í dráttarvélum. Múgavélin er lipur í tengingu og notkun og virðist traustbyggð. Gerb: Rutland ESB350 Framleíbandi: Rutland Electric Fenc- ing Co. Ltd. Englandi Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf. Rutland sólarrafstöðin var prófuð af Bútæknideild Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins sumarið 1993 og athuganir gerðar bæði á rannsókn- arstofu og við almenna notkun. Rafstöðin er ætiuð til framleiðslu raforku úr sólargeislum einkum til nota við að rafvæöa rafgirðingar. Rafstöðin er 0,4 fermetra plata í ál- ramma. Hún er fest ofan á málm- skáp sem ætlaður er fyrir hleðslu- stilli, rafgeymi og spennugjafa raf- giröingarinnar. Einungis rafstöðin var prófuð á rannsóknarstofu. Mæl- ingar sýndu að rafframleiðsla bygg- ist að mestu á beinu sólskini, þótt nokkur orka náist í gegnum þunna skýjahulu. Framleiðslan mældist mest 39 wött. Á nær heiðríkum degi, 10. ágúst, mældist orkunámið um 900 KJ (0,25 kWst.), en á björt- um sólarlausum degi, 17. ágúst, 171 kj. Erfitt er að meta hve langri girb- ingu sólarrafstöðin útvegar raf- magn. Það ræbst mest af veðráttu og ástandi girðingar. Stærð spennu- gjafa og rafgeyma skiptir líka máli. Reynsla af sólarrafstöðum við raf- girðingar bendir til að talsvert hag- ræbi sé af notkun þeirra, þar sem erfitt er um aðra orkuöflun. Engir hreyfanlegir hlutir tilheyra þessum búnaði, þannig að búast má við góðri endingu og öryggi i rekstri, en rétt er þó ab taka fram að ekki liggja fyrir innlendar athuganir í þeim efnum. 4^ 94 LÍNAN FRÁ FIATAGRI Q? FIÆAGRI Gæöi, hagstætt verö og góöut staöalbúnaöur hefur gert Fiatagri dráttarvéiina að metsöluvél á Islandi. Staðalbúnaður: • Rafgalvanhúðuð yfirbycjging. • Lift-O-Matic vökvakerfi með sjálfvirkri hæðarstillingu. • 3,3 kW startari. • 130 amperstunda rafgeymir. • Rúmgott ökumannshús með farþegasæti. • Aurhlífar yfir framhjólum á fjórhjóladrifsvélum. • Dráttarkrókur að framan. • Fjögur vökvaúttök. • Lyftutengdur dráttarkrókur. • Stjómstöng aftan á vél fyrir þrítengibeisli. • Auka vinnuljós framan og aftan á ökumannshúsi. • Útvarp og segulband. • Samhæfður vendigír og gírkassi með hliðarskiptingu, 12 gírar áfram og 12 afturábak. • Veltistýri með hæðarstillingu. • Miðlægt drifskaft án hjöruliða í fjórhjóladrifsvélum. • Framdekk 10,00-16 á afturdrifsvélum. • Framdekk 13,6/12-24 á fjórhjóladrifsvélum. • Afturdekk 16,9/14-34. • Innbyggðar diskabremsur í olíubaði. • 50° beygjuradíus á fjórhjóladrifsvélum. • Lyftulás. • Vökvastýri (Hydrostatic). Aukabúnaður að vali kaupanda: • Gírkassi með vökvayfirgír, 24 gírar áfram og 12 afturábak, vendigír, 40 km ökuhraði og bremsur á öllum hjólum. • Þriggja hraða aflúttak 540/750/1000 sn./mín. • Hágæða ökumannshús með 78 db. hljóðeinangrun. • Rafstýrðar vökva-driflæsingar á öllum hjólum. • Stafrænn snúningshraðamælir fyrir aflúttak. Eigum eftirtaldar geróir til afgreiósiu með stuttum fyrirvara: Fiatagri 74-94 2x4 70 hö...................Verð kr. .....1.750.000* Fiatagri 82-94 2x4 80 hö.........Verð kr 1.798.000* Fiatagri 82-94 DT 4x4 80 hö.Verð frá kr. 1.968.000* Fiatagri 88-94 DT 4x4 85 hö.Verð frá kr. 2.030.000* Fiatagri 100-90 DT4x4 100 hö. ..Verð kr.2.498.000* * Verðin eru án vsk. og skráningar. G/obus? Lágmúla 5, s:681555

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.