Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 1
SIMI 6316Ó0 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgapgur Miðvikudagur 20. apríl 1994 74. tölublað 1994 Samán- irnút um glugga Fimm manna fjölskylda missti allt sitt í eldsvoöa á Rangárvöllum. Komst með Bærinn Svínhagi á Rangárvöll- um brann til kaldra kola meö öllu innbúi í gær. Bærinn er einlyft timburhús og ab sögn slökkvilibsmanns fuörabi þaö bókstaflega upp á örskömmum tíma. Sigrún Bára Eggertsdóttir, húsmóöirin á bænum, komst út um eldhúsgluggann meö syni sína tvo, þann yngri þriggja mánaöa gamlan. Maöur hennar hlaut brunasár og reyk- eitrun og var fluttur á sjúkra- húsiö á Selfossi. Slökkviliöiö á Hvolsvelli fékk til- kynningu um eldinn klukkan 14.07 í gærdag en þegar þaö kom á staöinn var allt brunniö og aö- eins glæöur loguöu í rústunum. Sigrún Bára var ein í húsinu meö strákunum tveimur þegar eldur- inn kom upp en dóttir þeirra hjóna var í skólanum. Sigrún seg- ir aö eldri sonur hennar hafi Tímamynd CS Ungviöiö skellir sér til sunds Meb hœkkandi sól lifnar líka yfir mannlífmu og ungvibib kann svo sannarlega ab meta góbvibrisdagana á vorin. Þessi unga dama var ígœr nýbúin ab taka léttan sundsprett í Hafnarfjarbarlauginni þegar Ijósmyndara bar ab garbi. Hún var ab sjálfsögbu meb armkútana á sér, enda ekki alveg synd. Samskipti lœkna og meinatœkna veröa œ stiröari í verkfallinu. Jóhannes Gunnarsson: Sjúklingar lifa í blekkingu um gæði þjónustunnar Ástandiö innan sjúkrahús- anna veröur alvarlegra meö hverjum deginum sem líöur án þess aö samningar náist milli meinatækna og viö- semjenda þeirra. Um leiö veröa samskipti miUi stétta stiröari og óttast menn aö vandamál af þeim sökum eigi eftir aö magnast, dragist verkfalliö á langinn. For- maöur læknaráös Landspít- alans segir aö í verkfallinu sé gengiö á siöferöilegan rétt lækna til aö sinna sínum sjúklingum og lækningafor- stjóri Borgarspítalans segir aö sjúklingar lifi í þeirri blekkingu aö þeir fái eölilega þjónustu. Ásmundur Brekkan, formaö- ur læknaráös Landspítalans, segir aö á hverjum degi veröi læknar aö slá verulega af því sem þeir telja æskilegt og jafn- vel nauösynlegt í meðferö sjúklinga. „Þaö verður erfiöara aö sinna nauösynlegum rann- sóknum viö bráöveika sjúk- linga með hverjum deginum en þeir streyma auðvitaö hing- aö inn fyrir það. Viö höfum átt gott samstarf viö meinatækna og undanþágunefnd þeirra en það er enginn vafi á aö það styttist í að bæöi meinatæknar og aðrir veröi illvígari í þessum málum. Þetta ástand getur alls ekki' gengið til lengdar. Það er ekki hægt að sætta sig viö það. Þaö em vissir hlutir sem ég hef verulegar áhyggjur af. Þar get ég t.d. nefnt sjúklinga sem em á blóðþynningarlyfjum, þar sem má ekkert út af bera. Þetta er nokkuö stór hópur, bæði inniliggjandi og úti í bæ." Á Landspítalanum er nú hátt í helmingur rúmanna ónýttur þar sem ekki er hægt aö sinna sjúklingunum. „Það býður alls konar óhöppum heim aö viö fáum ekki allar rannsóknir gerðar sem viö vildum. Það er rétt með naumindum og tæp- lega það aö hægt sé aö sinna bráðveikum sjúklingum. Með þessu er veriö að ganga á sið- ferðilegan rétt lækna til að taka réttar ákvarðanir. Þaö er alvar- legasta máliö í okkar augum." í þessu samhengi vísar Ásmund- ur til skipunar undanþágu- nefndarinnar en í henni sitja meinatæknir og starfsmanna- stjóri Ríkisspítalanna sem aðal- menn og læknir sem varamað- ur. „Fólk sem er ekki læknis- lært er samkvæmt lögum sett í nefnd sem á aö taka ákvarðan- ir um meðferð sjúklinga. Það er ekki nógu gott, svona kurt- eislega til orða tekið. Þessi eini læknir sem er varamaöur getur ekki kannað allar beiðnir til nefndarinnar, það er af og frá." Á Borgarspítalanum var skip- uð ný undanþágunefnd fyrir helgina sem skipuð er lækni sem aðalmanni og fyrsta vara- manni. Nefndin sem sat þar áður var hins vegar skipuð á svipaðan hátt og sú á Landspít- alanum. Jóhannes Gunnars- son, lækningaforstjóri Borgar- spítalans, segir að verkfallið hafi önnur áhrif á Borgarspítal- anum en á Landspítalanum þar sem hlutfall bráðasjúklinga sé hærra þar. „Verkfallið kemur í raun minna fram hérna því það er fátt sem hægt er að stoppa af. Þetta veldur þrátt fyrir þaö verulegum erfiðleik- um í starfseminni. Það sem er lífsnauðsynlegt er gert en það er fjölmargt annað sem er kannski ekki nauðsynlegt í dag en verður sífellt meiri þörf á eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Áhyggjúr okkar fara stórlega vaxandi með hverjum deginum og öll samskipti verða erfiðari eftir því sem tím- inn líður. Það verður meiri pirringur í fólki og það sem mestu máli skiptir er að sjúk- lingamir sem í hlut eiga lifa kannski í blekkingu um að það sé þrátt fyrir allt verið að sinna þeim. En þjónustan er af allt öðrum staðli en við teljum nauðsynlegan. Við erum að fara áratugi aftur í tímann hvað varöar gæði þjónustunn- ar." -GBK Erkibiskupinn af Kantaraborg, dr. George Carey, heimsækir ísland ásamt föruneyti dagana 22.-24. apríl n.k. íslandsheim- sókn biskupsins er síðasti lið- urinn í heimsókn erkibiskups- ins til lútherskra kirkna í Eystrasaltslöndunum og á fyrstur áttað sig á að eldur væri kominn upp í húsinu. „Hann var staddur annars staöar í húsinu þegar hann varö var viö reyk og lét mig strax vita. Ég var meö litla bamið hjá mér og hljóp strax í gegnum húsiö og komst út um eldhúsgluggann." Eiginmaöur Sigrúnar kom fljótlega aö húsinu og ætlaði að koma henni og bömunum til hjálpar. Þegar hann opnaði dymar blossaði eld- urinn upp þannig að hann komst ekki inn og hlaut bmnasár, m.a. á höndum og enni. Sigrún segist hafa kallaö í hann og þá hafi hann komið og hjálpað henni og bömunum út um gluggann. Sigrún Bára var ekki búin að átta sig á því síðdegis í gær að hve miklu leyti eigur þeirra hjóna vom tryggðar. í bmnanum missm þau ekki aðeins húsið sem er gerónýtt heldur allt innbúið líka. Sigrún sagðist vera smám saman að átta sig á atburðunum en allir hefðu verið boðnir og búnir til að aöstoöa þau. Torfi Jónsson, slökkviliösmaður á Hvolsvelli, segir að húsið hafi verið albrunnið þegar slökkvilið- iö kom á staðinn. „Við komum bara að glæðunum og þegar við reyndum að opna glugga tnðu sprengingar í húsinu. Þetta hefur gerst á örskömmum tíma, þab er enginn vafi á því. Þetta var timb- urhús og rokið var svo ofboöslegt að það var varla stætt." Torfi seg- ist álíta aö eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu í forstofu hússins. Norðurlöndunum. Hann mun skoða nokkrar kirkjur, ræða við sóknarpresta og sóknamefndir o.fl. Á síðasta degi heimsóknarinnar mun dr. Carey predika við messu í Skálholtskirkju á sunnudags- morgun. -grh -GBK Erkibiskupinn væntanlegur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.