Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. april 1994 Wíwinu 13 Sveit Hjón með tvö böm óska eftir að komast í búrekstur eða vinnu í sveit. Upplýsingar í síma 91-677138, eftir kl. 19.00. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík: Kennara vantar í eftirtaldar greinar Eðlisfræði: Um 2/3 hlutar starfs og e.t.v. einhver efnafræði. Félagsfræði: Hálft starf á haustönn vegna fæðingar- orlofs. Spænska: Stundakennsla eins hóps í byrjunar- áfanga. Tölvufræði: Hálft starf við kennslu og hlutastarf til viðbótar við skipulagningu og umsjón með tölvukosti skólans. Þýska: Um það bil hálft starf. Þá eru auglýstar kennarastöður í stærðfræði, efna- fræði og líffræði. Umsóknarfrestur er til 13. maí 1994 og skal umsókn- um ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf skil- að á skrifstofu Kvennaskólans fyrir þann tíma. Umsóknareyðublöð fást í skólanum, Fríkirkjuvegi 9, eða í menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli. Frekari upplýsingar gefur skólameistari eða aðstoðar- skólameistari í síma 628077. Skólameistari. Aðalfundur íslandsbanka Aðalfundur íslandsbanka hf. 1994 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. apríl 1994 og hefst kl. 1630. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi viö 19. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á sam- þykktum bankans: a) Skipulagsbreytingar í yfirstjórn b) Um eignaraðild útlendinga c) Um verkefni bankaráðs d) Um verkefni bankastjórnar 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eöa umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf. Ármúla 7, Reykjavík 3. hæð 20. og 22. apríl n.k. frá kl. 915-1600 og á fundardegi frá kl. 915 - 1200. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1993 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 1200 á hádegi á fundardegi. Reykjavík, 19. apríl 1994 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Fjölskyldan öll. Naina Jeltsín, eiginkona Borisar Jeltsín Rússlandsfor- seta, segir frá lífi sínu og uppvexti: Úr fátækt til frama Hann þarfnast mín og ég hans, segir Naina. Hún er gift einum valdamesta stjómmálamanni heimsins. Lífib hefixr veriö henni gott, en hún þurfti ah berjast fyrir sínu. Naina Jeltsín, eiginkona Rúss- landsforseta, hefur ekki hleypt fjölmiölum inn í einkalíf sitt nema í litlum mæli, en í ný- legu viötali viö þekkt erlent vikurit leyfir hún almenningi að skyggnast á bak viö tjöldin. Hún var skýrö Anastasia Girina Josofovna og hefur gengið í gegnum ótrúlegar hræringar í heimalandi sínu á þeim 62 ámm, sem liðin eru frá fæöingu henn- ar. Hún er af fátæku bændafólki komin, en var snemma ákveðin í að sitja ekki aðgerðalaus og fylgj- ast meö, heldur mennta sig og reyna aö hafa áhrif á þróun mála. Þaö hefur svo sannarlega tekist, því nú er hún valdamesta kona fynum Sovétríkjanna. Naina og Boris eiga tvær dætur: Elenu, sem er 37 ára, og Tönju, 35 ára. Þær eiga báðar böm, sem aö sögn Nainu em eftirlæti ömmu sinnar. Naina hefur haft miklar áhyggjur af öryggi fjöl- skyldu sinnar, fyrst og fremst Boris sjálfum, því eftir byltingar- tilraunina sl. haust varö henni ljóst hve ástandið er ótryggt. „Mér líður stundum eins og við sitjum á púöurtunnu," segir hún. Naina læröi byggingarverkfræöi í Sverdlovsk og þar kynntist hún manninum sínum, er þau vom viö nám í sömu menntastofnun. Fundir þeirra uröu fyrst í gegn- um blakíþróttina, en fæstir vita aö Boris Jeltsín var landsliðsmaö- ur í blaki og góöur alhliða íþróttamaður. Þaö var erfitt aö hafa í sig og á, en Boris framfleytti þeim með því að stafla kolum og vatnsmel- ónum! Naina og Boris ólust því upp viö brauöstrit og aöhalds- semi frá unga aldri. Enn þann dag í dag em forsetahjónin lítið gefin fyrir munað og t.d. búa þau í tiltölulega litlu húsnæöi, sem áður var í eigu Kommúnista- flokksins. Þau deila aðeins fjór- í SPEGLI TÍMANS Boris jeltsín var afburbaíþróttamabur og landslibsmabur í blaki. um herbergjum og þætti þaö rýr kostur miðað viö aöbúnaöinn í Hvíta húsinu. Þá eldar Naina sjálf ofan í fjölskylduna, en nýtur viö þaö aðstoöar Tönju, dóttur sinnar. En hvemig maöur er Boris Jelt- sín bak við tjöldin? Naina stjgir hann vera ákveöinn, viljasterkan og réttsýnan, en hann taki vinn- una ekki meö sér heim nema sér- staklega standi á. Þá blandi hann konu sinni aldrei beinlínis inn í starf sitt, starfssvið þeirra eigi ekkert sameiginlegt, en samt séu þau órofa háö hvort ööm. Áöur fyrr tíökaöist ekki að kon- ur fyrmrn sovéskra leiötoga fæm meö þeim í opinberar heimsókn- ir og á alþjóölega fundi og ráö- stefnur. Forveri Nainu, Raisa Gorbachev, geröi sitt til að breyta þeirri ímynd og Naina er á sama máli. „Mér finnst aö eiginkona leiðtoga eigi að fylgja honum hvert sem hann fer. Ekki vegna fundanna sjálfra og þess sem þar kemur fram, heldur er sá styrkur, sem góö eiginkona veitir manni sínum, ómetanlegur á erfiöum augnablikum. Augnablikum sem mörg hver geta skipt sköpum fyr- ir þróun mála í heimsbyggð- inni." Aö lokum upplýsir Naina aö hún sé í ríkum mæli síöari árin farin að fylgjast meö tískunni og eftirlætishönnuöir hennar séu Yves Saint Laurent og Piene Cardin. Hún segir aö Rússland sé að opnast fyrir nýjungum í klæöaburði, en sjálf leggi hún mest upp úr klassískum og vönd- uöum fatnaöi. „Vel klæddri konu líöur vissulega vel, en það er þó hinn innri máöur sem skiptir mestu. Eftir því lifum viö Boris," segir hin nægjusama og geö- þekka forsetafrú aö lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.