Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 20. apríl 1994 F EYKIR 1 •—-rLfii.-i r i-i SAUÐARKROKI legiö á annan tug nátta fyrir lágfótu, oftast í gangnamanna- kofanum viö Norðurá viö ræt- ur Öxnadalsheiðar. Einnig hafa þeir skotið út um stofuglugg- ann á eyðibýlinu Skatastöðum í Austurdal. Mest hafa þeir Birgir og Kári skotið sjö tófur á einni nóttu. Var það viö Skatastaði 2. janú- ar. Veiðin var síðan treg um tíma en seinni part vetrar hafa dýrin sótt í ætið, hross sem lagt var út, og féllu þau flest yf- ir fengitímann sem nú er nýaf- staöinn. „Okkur þótti ansi athyglisvert aö finna lambamerki í eyru einnar tófunnar sem viö skut- um sem bendir til þess að hún hafi sem yrölingur komist und- ir manna hendur, en síðan lát- ið sig hverfa. Tófan er svikul eins og við vitum," sagði Birg- ir. Dýrin sem skotin hafa veriö eru frá yrölingum upp í harð- fullorðin dýr. Kjálkarnir eru sendir suður til aldursgreining- ar. 1 B 0 wm ÉM 0! 1 BORGARNESI Fiskeldi í hrauntjöm: Norftdælingar í útflutningi s UÐURNESJA FJR I I 1=1 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Vandræbi vegna villikatta leiddu til smíbi minka- gildru „Jú, viö höfum verið að því og sú 24. lá í nótt," sagði Birgir Hauksson, bóndi í Valagerði, en hann hefur ásamt Kára Gunnarssyni í Flatatungu stundað tófuveiðar nokkuð Císli Þorsteinsson, Jóhann Örvar Sigurbsson og Þorsteinn Císlason ab stíft í vetur. Þeir félagar hafa gera ab eldisbleikju og vinna hana til útflutnings. Björn Sigurðsson á Hvamms- tanga, eða Bangsi eins og hann er oftast kallaður, hefur unnið aö hönnun og smiöi á minka- gildrum, sem eru mjög hand- hægar og þægilegar í notkun. Kveikjan aö þessari hugmynd var sú að á tímabili var mikið af villiköttum og um svipað leyti var haft eftir meindýra- eyöi í Reykjavík aö best væri aö skjóta dýrin á milli húsa. Þetta þótti Bangsa ekki nógu góður kostur og fór hann að velta fyr- ir sér gildrusmíði fyrir villiketti. Bangsi útfærði og smíðaði nokkrar kattagildrur og nú hef- ur tekist aö uppræta villiketti aö mestu hér með hjálp gildr- anna og í samvinnu viö dýra- lækninn Egil Gunnlaugsson, en hann sá um að svæfa dýrin eftir að búiö var að veiöa þau. Kattagildrurnar urðu síðan kveikjan aö minkagildrunum, en mikiö hefur verið af mink að undanfömu og viröist hon- um fjölga stööugt að sögn Bangsa. Hafa nú alls veiðst 27 minkar í þessar gildmr svo greinilega er mikil þörf á þessu verkfæri. Minkurinn er mikil vargur í öllu lífríki, sérstaklega þar sem einhver fiskur er. Það er álit Bangsa aö svona gildrur þurfi að vera á hverjum bæ er vel á að vera til að spoma gegn fjölgun minksins. Það er honum og fleirum áhyggjuefni hve mink virðist hafa fjölgað á undanförnum ámm. 5 nýir útvarps- sendar Hlustunarskilyrði vegna út- varps ættu aö hafa stórlega lag- ast á flestum þeim svæðum í kjördæminu þar sem þau hafa hingað til þótt slæm. Nýlega vom settir upp fimm nýir 100 watta FM-sendar fyrir Rás 2. Margir íbúar kjördæmisins hafa því komist í samband við „þjóöarsálina" að undanförnu en Fljótamaður einn sagðist aðeins þekkja þann þátt af af- spurn. Sendarnir sem komið var fyrir em fyrir Blöndudal og Svartár- dal á Tungunesmúla í Blöndu- dal, þar sem tíðnin er 99,7 og í Bólstaðahlíð í Svartárdal, þar sem tíðnin er 93,2. Fyrir Sléttuhlíö og Fljót eru sendar við Glæsibæ í Hofs- hreppi. Þar er tíðnin 95,8, á Straumnesi í Hofshreppi er tíðnin 91,9 og við Haganesvík í Fljótahreppi er tíðni sendis 89,0. „Ég geri mér nú engar vonir um að þetta verði stórgróðafyr- irtæki en þetta á að geta gengið með hóflegum fjárfestingum," segir Gísli Þorsteinsson, bóndi á Hvassafelli, en hann hefur verið með fiskeldi í hrauntjöm sem hann útbjó í landi sínu. Undanfariö hefur hann slátrað og flutt út eldisbleikju tvisvar í viku. „Ég fékk þennan fisk sem ég hef veriö að flytja út 10. júní í fyrra. Þá 80 grömm aö meðala- tali og síðan hef ég alið hann. Afkoman byggist á að kaupa þetta sem yngst. Seiöaverðið hefur verið alltof hátt, fram- boöið hefur veriö of lítið. Stofnkostnaður hjá mér er kannski ekki mikill en hann er töluveröur. Ef maður grefur tjamir á þennan hátt er kostn- Svavar Árnason fyrsti heiburs- borgarinn Svavar Árnason var kjörinn fyrsti heiðusborgari Grindavík- ur á hátíðarfundi bæjarstjórnar sem haldinn var nýlega í tilefni af 20 ára kaupstaöarafmæli Grindavíkur. Svavar er því fyrsti heiðursborgari Grindavíkur. Svavar sat í sveitarstjórn í 40 ár en hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd 1942 og var odd- viti 1946-1978 með litlum hlé- um. Svavar var fyrsti forseti bæjarstjórnar Grindavíkur 1974. Refaskyttur í Austur- og Vesturdal: Hafa fellt 24 dýr í vetur Bjöm Sigurbsson meb minkagildruna sem hann þroabi ut frá gildru sem hann smíbabi til ab fanga villiketti. aðurinn ekki nema brot af því að vera með allt í aðkeyptum kemm," segir Gísli og er bjart- sýnn á framhaldið. Óvelkominn gestur Þessi lágfóta brá sér í kaupstað- arferð til Borgarness nýlega. Hennar varö fyrst vart úti í Brákarey og Júlíus Jónsson, sá fyrsti sem sé hana, sagðist hafa hugsab með sér að nú hlyti hann að vera orðinn alveg ruglaöur þegar hann sá hvíta tófuna á vappi á Brákarbraut- inni. Kaupstaðarferð lagfótu varö þó endaslepp, því skömmu eft- ir aö ljósmyndarinn náði myndinni af henni, var Þor- valdur Jósefsson refaskytta mættur á staðinn og þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Bœndaferbir hafa skipulagt tvœr ferbir til Norbur- landa í sumar og tvœr til Mib-Evrópu í haust: Bændaferð á bardaga aö Stiklastöðum Bændaferðir hafa skipulagt fjórar vikulangar utanlands- ferbir fyrir bændur í sumar og haust. Tekin hafa verið frá 40 sæti fyrir „bændaferbir" í hvora þeirra tveggja ferba, sem fyrirhugabar eru í leigu- flugi til Þrándheims í júní og júlí í sumar. Einnig hefur þegar verib ákvebin vikuferb í október til tveggja fegurstu borga Evrópu, Vínarborgar og Búdapest. Og fjórba ferbin, sem búib er ab ákveba, verbur til Þýskalands snemma í nóv- ember. Þar verbur gist alla vikuna hjá vínbændum í Mo- seldalnum. Fyrri ferðin til Þrándheims verður 26. júní til 11. júlí. Á öðrum degi hefst rútuferð til Röros, þá til Rattvik í Svíþjóð og áfram til Stokkhólms. Þaðan verbur snúið aftur til Noregs um Varmaland til Óslóar, til Hamars og Lillehammer, síban norður Guðbrandsdal og yfir fjöll til Þrándheims á ný, þar sem gist veröur tvær síðustu nætur ferðarinnar. Fjórar nætur veröur gist á bændaskólum, en annars á góðum hótelum og í orlofshúsum. Megintilgangur síðari Þránd- heimsferðarinnar er leiksýning, sem flutt er árlega á útisvæði skammt frá kirkjunni á Stikla- stað og dregur að sér þúsundir áhorfenda. Leikritið fjallar um bardagann á Stiklastöðum, þar sem liö Ólafs helga barðist við bændur og beib ósigur. Þessi ferb verður farin 26. júlí til 1. ágúst. Gist veröur í bændaskóla á Mæri og famar skoðunarferð- ir þaðan. Verðib er 38.000 kr. fyrir flug, skatta, gistingu með morgunverði, leiksýningu og allar skobunarferbir. Enda segja þeir hjá Bændaferðum þetta vera með ódýrustu ferðum sumarsins. I þriðju ferðinni, 26. október til 1. nóvember, verða Vínar- borg og Búdapest heimsóttar. Þessi ferb kostar 42.000 kr. Vikuferö til Þýskalands 6. nóv- ember er sú fjórða. Gist verður allan tímann hjá vínbændum í Moseldalnum, en flesta daga farnar skoðunarferbir í ýmsar áttir. Þessi ferð kostar 41.000 kr., mibað við gistingu í tveggja manna herbergi, flug og allar skoðunarferðir. - HEI Framsóknar- flokkurinn í Ölfushreppi Gengið hefur verið frá fram- boðslista Framsóknarflokksins í Ölfushreppi og skipa eftirtaldir aðilar listann: 1. Þórður Ólafsson verkamaöur. 2. Sigurður Þráinsson garðyrkju- bóndi. 3. Brynjólfur Ingi Guðmundsson framkvæmdastjóri. 4. Hrönn Guðmundsdóttir garð- yrkjufræðingur. 5. Sigurður Garöarsson verkstjóri. 6. Þórarinn Snorrason bóndi. 7. Ingibjörg Sverrisdóttir húsmóðir. 8. Edda Laufey Pálsdóttir læknarit- ari. 9. Sigurjón Sigurjónsson vélfræð- ingur. 10. Kolbrún Sigurjónsdóttir versl- unarmaöur. 11. Gísli Hraunfjörð Jónsson ræsti- . tæknir. 12. Baldur Loftsson bifreiðastjóri. 13. Valgerður Guðmundsdóttir bankafulltrúi. 14. Benedikt Thorarensen hrepp- stjóri. -ÓB Sjóvá-Almennar töpubu á bílatryggingum, en lœkk- ubu samt mebalibgjöld verulega: Iðgjaldatekjur lækk- uðu, en gróði jókst Um 195 milljóna hagnabur varð af rekstri Sjóvár-AImennra á síöasta ári, sem var 20% aukning frá árinu á undan, þrátt fyrir verulega lækkun ib- gjaldatekna. Iðgjaldatekjur fé- lagsins voru rúmlega 3.770 milljónir á árinu, sem var 8% (um 320 millj.kr.) lækkun frá árinu áður. Þar á móti lækkuðu líka tjón ársins um 7% niður í rúmar 3.190 milljónir. Tjón ársins minnkuðu þó um 100 milljónum minna heldur en ið- gjaldatekjurnar. Forsvarsmenn félagsins segja þab hafa tapaö á bílatrygging- um, en þrátt fyrir það lækkað meðaliögjöld í bílatryggingum verulega 1993 og áfram árið 1994. Tap varð einnig af sjúkra- og slysatryggingum. Hagnaður varð hins vegar af eignatryggingum, sjótrygging- um og frjálsum ábyrgðartrygg- ingum. í kjölfar batnandi af- komu hefur iðgjaldaskrá verið endurskoðuð í ýmsum grein- um. Eigið fé Sjóvár-Almennra var rúmlega 860 milljónir í árslok. Tryggingasjóður, sem er óupp- gerbar skuldbindingar vegna trygginga, er tæpar 7.910 millj- ónir króna. Félagið hafði rösk- lega 740 milljónir í hreinar fjár- munatekjur, sem var nær 190 milljóna kr. eða 34% hækkun. í frétt frá félaginu segir ab hlutverk þess hafi á árinu verib skilgreint á nýjan leik og unnið hafi veriö að setningu nýrra markmiða. Starfsmenn hafi ver- ið álíka margir og 1992. Á aðalfundi Sjóvár-Almennra, sem haldinn var í vikunni, var hluthöfum greiddur 10% aröur. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.