Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 20. apríl 1994 Andlit o g trúverb- ugleiki Hœtta á að Bosníustríðið harðni stig af stigi og að fleiri dragist inn í það Serbneskir bardagamenn: tilleib- anlegir aö láta af höndum svœöi í Miö-Bosníu, en vilja ná borgum austurhlutans. árásir Serba á Gorazde. Á þeim forsendum gerði flugher Nató atlögur að stöðvum Serba þar, enda þótt ljóst mætti vera að þar með ykjust líkur á að Vestur- lönd drægjust inn í stríðið múslíma megin. Kröfur um „þjóö- hreinsaö" land Viðleitni þeirra Owens lávarðar og Thorvalds Stoltenberg til aö koma á friði fór endanlega út um þúfur s.l. haust, er stjóm Bo- sníumúslíma neitaði að fallast á tillögu þeirra um þrískiptingu landsins milli þjóða þess. Und- anfariö hafa Bosníumúslímar sett þab sem skilyrði fyrir því aö þeir gerðu frið við Bosníu-Serba að þeir síðamefndu láti af hönd- um viö þá fyrmefndu allt það land er þeir hafi „þjóðhreins- að". Ekki er ljóst hve stór svæði þar er átt við, og sum ummæli ráðamanna Bosníumúslíma benda raunar til þess að þeir stefni enn að því að ná landinu öllu undir yfináð stjórnar sinn- ar. Bandaríkin hafa fyrir sitt leyti ekki að öllu horfiö frá þeirri upphaflegu afstöðu sinni og Vesturlanda yfirleitt að Bosnía skuli vera eitt ríki. Með hliðsjón af því og horfum á því að Vesturlönd séu að fara í stríð- ið með Bosníumúslímum má ætla að þeir hafi ekki ýkja mik- inn áhuga á að gera friö við Serba aö svo stöddu. Sumra fréttaskýrenda mál er að Serbar, sem hafa rúmlega tvo þribju hluta Bosníu á valdi sínu, muni fyrir sitt leyti tilleiðanleg- ir að gefa múslímum og Króöt- um efdr einhver svæði í mið- hluta landsins, sem er fyrir að miklu leyti á valdi múslíma og Króata. Hinsvegar muni Serbar leggja áherslu á að ná á sitt vald borgum þeim nokkrum í Aust- ur- Bosníu, nærri landamærum „nýju" Júgóslavíu, sem eru á valdi múslíma en landiö allt í kring á valdi Serba. Ein þessara borga er Gorazde, sem er mikil- væg samgöngumiðstöö. Hún liggur við fljótið Drínu og mikil- vægasta noröur-suðurakveginn í austurhluta Bosníu. Þegar Bandaríkin í s.l. mán- uði fengu Bosníumúslíma, Bosníu-Króata og Króatíu- stjóm með blöndu af fögmm loforöum og hótunum til að samþykkja vopnahlé og stofnun sambandsríkis og ríkjasam- bands, vöknuöu vonir um ab senn sæist fyrir endann á stríð- inu í Bosníu, sem staðiö hefur í tvö ár. En þær vonir urbu skammvinnar og nú er ýmissa mat að hætta sé á að stríö þetta harðni á ný og fleiri aðilar — Sameinuðu þjóðimar, Nató, Bandaríkin, Rússland — dragist inn í þaö. Þegar þetta er ritað virðast Bosníu-Serbar langt komnir meö aö taka Gorazde, þeir em sakaðir um aö hafa rofiö vopna- hlé og frekari loftárásir Nató á þá em boðaðar. Þeir hafa þegar svarað árásum Nató með því aö skjóta niður fyrir bandalaginu flugvél, og mun þaö vera í fyrsta sinn sem Nató sem slíkt bíður tjón í hemaði. Enginn vildi stríb, en ... Eölilegt má kalla ab á þessum háskatímum hvarfli hugurinn að heimsstyrjöldinni fyrri, sem á þab sameiginlegt meb yfir- standandi Bosníustríði að hún braust út (1914) af því aö Bosníu-Serbar vildu ekki vera undir yfirráðum annarra þjóða. Þegar Bosníu-Serbi myrti ríkis- erfingja Austurríkis-Ungverja- lands, mann af Habsborgarætt, þeirri þjóbhöfðingjaætt sem göfugust taldist í álfunni, sá Austurríki- Ungverjaland sér ekki annað fært en að setja Serb- íu, sem gmnuð var um aö hafa staðið á bak við morðið, harða kosti. Ráðamenn Habsborgara- veldis töldu sýnt aö annars „misstu þeir andlitið", þ.e. yröu fyrir álitshnekki sem gæti haft á slavneska íbúa ríkisins áhrif er yTÖu því óheillavænleg. Serb- neska stjómin gekk ekki að þeim kostum að fullu, einnig af ótta viö álitshnekki. Rússneska keisarastjórnin, sem oröið hafði fyrir alvarlegum álitshnekki með ósigri sínum fyrir Japönum 1904-1905 og byltíngartilraun sem gerö var í kjölfar þess ósig- urs, þorði ekki annað en að taka eindregna afstöbu með Serbum, frændum Rússa og trúbræðmm, af ótta við að missa andlitið al- veg ab öðmm kosti. Ekkert þess- ara ríkja hvikaöi frá afstöðu sinni, af ótta við að missa andlit og „trúverðugleika". Þýskaland hafbi byggt stefnu sína í utan- ríkismálum á bandalagi við Austurríki-Ungverjaland, Frakk- land sína á bandalagi við Rúss- land. Óhætt er líklega að full- yrða að ekkert þessara ríkja hafi viljað stríð, a.m.k. ekki stórstríö, en sú varð eigi að síður niður- staðan. Efalítib má færa rök að því að þessu lík séu oft sam- skipti manna, hvort sem þeir eigast við í stærri eba smærri fé- lagseiningum. Nikulás og Jeltsín Enn gætír bræörabanda milli Rússa og Serba á gmndvelli þess að bábar þjóðir em slavneskar og rétttrúnabarkristnar. Rússar hafa þegar blandab sér í Balkan- mál til stuðnings Serbum. Nú- verandi stjóm Rússlands er enn valtari á fótum en Nikulás 2. var Bardagamenn í liöi stjórnar Bosníumúslíma: orönir vongóöir um aö Vesturlönd fari í stríöiö meö þeim. BAKSVIÐ DAGUR ÞQRLEIFSSON 1914. Rússum finnst líklega mörgum að þeir hafi þegar sett ofan meira en góbu hófu gegni með skyndilegu hruni sovét- kommúnisma og Sovétríkja. Þjóöemissinnar, róttækir á evr- ópskan mælikvarða a.m.k., hafa þar mikið fylgi. Firnaólestur í efnahagsmálum Rússa hefur og orðið þeim tíl mikils álitshnekk- is. Gefi Jeltsín mjög áberandi eftir fyrir Vesturlöndum í Bosníudeilunni, yrði það e.t.v. svo alvarlegur andlitsmissir fyrir stjórn hans heimafyrir aö hún hefði þá kreppu ekki af. Vesturlönd em fyrir sitt leytí I þeirri klemmu í Bosníumálum að með því að viöurkenna stjórn Bosníumúslíma sem einu löglegu stjóm Bosníu allrar skuldbundu þau sig tíl að taka afstöbu með henni í stríðinu þar, sem sú viðurkenning var að líkindum kveikjan að. Með þá viðurkenningu sem gmndvöll hafa Bosníumúslímar, allt frá því að stríðið braust út, róiö öll- um ámm að því að koma Vest- urlöndum í það meb sér og haft til þess fulltingi íslamska heims- ins. Hertar árásir Bosníu-Serba á Gorazde komu Vesturlöndum í enn frekari bobba, því að Sam- einuöu þjóðirnar höfðu tekið þá borg sérstaklega undir sína vemd með því lýsa hana „ör- uggt svæði". S.þ., Nató og Vest- urlönd þóttust því sjá fram á sérlega alvarlegan missi andlits og trúverðugleika ef þau létu undir höfuð leggjast aö stöbva

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.