Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 20. apríl 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Skálmöldin í Bosníu Þegar Serbar drógu umsáturslið sitt og þungavopn frá Sarajevo, vaknaöi hófleg bjartsýni um að þró- unin.væri í átt til friðar í hinni stríðshrjáðu Bo- snítl. Þróunin síðan veldur' þó vonbrigðum. Það eru ekki fyrstu vonbrigðin sem snerta þá styrjöld sem háö er á þessum slóöum. Eitt af einkennum hennar er hve margar vonir hafa slokknað jafn- skjótt og þær hafa vaknað. Hve mörg vopnahlé hafa ekki verið brotin jafnharðan og þau áttu að taka gildi. Þjóðir heimsins hafa fylgst með þessum átökum án þess að geta rönd við reist og athyglina vekur hve harkan og grimmdin er mikil í þessu stríði. Það eru ólýsanlegar hörmungar að búa ár- um saman við umsátur stórskotaliðs og eiga von á hvenær sem er að skothríðin og sprengjuregnið dynji á og ekki sé spurt hver fyrir verður. Atburðirnir við Gorazde síðustu daga eru ískyggi- legir. Ekki síst er það umhugsunarvert hve Samein- uðu þjóðirnar og Nato í þeirra umboði virðast máttvana að hafa stjórn á málum þar, eða leiða deiluna á varanlegan hátt til lykta. Atburðir síðustu daga sýna að aðferðin frá Saraje- vo, að hóta loftárásum á tiltekin skotmörk, dugar ekki alls staðar, nema þá að borgirnar sjálfar og íbúar þeirra verði fyrir loftárásunum. Þeir benda til að hernaðaríhlutun á landi verði að koma til, ef takast á að ganga á milli stríðandi aðila. Það er ein- mitt slíkt sem þjóðir Evrópu og Bandaríkjamenn hafa viljað foröast. Slíkt mundi þýða stórstyrjöld með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og miklu blóð- baði. Það er alveg ljóst af síðustu atburðum í Bosníu, að Serbar eru ekki í þeim hugleiðingum að ljúka stríð- inu, og ganga eins langt og þeir telja sér fært. Samningaumleitanir hafa ekki borið varanlegan árangur, og ítrekuð brot á hvers konar samkomu- lagi sem gert hefur verið auka ekki bjartsýni um skjótar lyktir þessa stríðs, og það dregur úr áliti Sameinuðu þjóðanna hve viðbrögð þeirra hafa verið hikandi við grófum vopnahlésbrotum Serba. Fyrir Nato er beiting hervalds utan svæðis sam- takanna örlagaríkt skref. Samþykki Sameinuðu þjóðanna þarf fyrir slíkri íhlutun. Hjá aðildarþjóð-. unum eru til þær raddir að íhlutun verði ekki með virkum hætti nema bandalagiö geti sjálft ákveðið hvenær gripið er til aðgerða án þess að fá stimpil Sameinuðu þjóðanna. Hætt er við að þeim sjónar- miðum vaxi ásmegin ef álit Sameinuðu þjóðanna rýrnar. Það er miður ef hugsjón friðargæslunnar bíður hnekki, sú hugsjón að samfélag þjóðanna eigi að skerast í leikinn og afstýra vandræðum og blóðsúthellingum. Þannig getur styrjöldin á Balkanskaga haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar á þróun alþjóðamála í fram- tíðinni. Almenningur horfir lamaður á í gegnum sjónvarpsfréttir grimmilegustu átök frá stríðslok- um innan marka Evrópu. Átökin eru af þeirri gráðu að þau verða ekki leyst nema með sameigin- legu átaki Sameinuðu þjóðanna, Natóríkja og Rússa. Því miður virðist friður vera langt undan á þessu stríðshrjáða svæði. Þjóöin sem framleiöir matvæli í Tímanum í gær birtist athygl- isverö grein undir fyrirsögn- inni: „Ekki nóg að tala um a& efla matvælaiðnaðinn". Grein þessi er aö uppistööu til vi&tal viö Grím Valdimarsson, for- stjóra Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, um nauösyn sér- staks matvælagarðs þar sem til væri á einum stað allt þaö, sem þarf til að þróa og búa til mat- vörur til að selja á markaöi. Hugmyndin er að í slíkum mat- vælagarði yrði fyrir hendi nauð- synlegur vélakostur og sérþekk- ing á sviði matvælaframleiöslu, þannig að fyrirtæki, sem áhuga hefðu á að þróa nýjar vörur og auka verðmæti framleiðsluvara sinna, gætu prófað sig áfram með skynsamlegum hætti. Samkvæmt því sem Grímur Valdimarsson segir í fyrmefndri grein, gæti þaö kostað um 200- 250 milljónir króna að koma matvælagaröi af þessu tagi á laggimar, en orðrétt segir síðan forstjórinn: „Vegna þess hversu dýrt þetta er, tel ég ab opinberir aðilar verði að fjármagna stofn- kostnaöinn og líta á hann sem hluta af innri uppbyggingu matvælaiðnabar í landinu." I svissneskum stil Garri hefur áður minnt á það hér á þessum vettvangi, að ís- lendingar em fyrst og síðast matvælaframleiðendur og byggja afkomu sína á fram- leiðslu matvæla og þá að lang- púsúti Ekki nóg að tala um að efla matvælaiðnaðinn" mestu leyti úr sjónum. Ástæban fyrir slíkum áminningum hér hefur einfaldlega verið sú að fjárfestingarstefna opinberra að- ila jafnt sem einkaaðila hefur ekki bent til þess að matvæla- framleiðsla úr sjávarafuröum sé eitthvað sem þjóöfélagið varði um. Þvert á móti hefði mátt ætla að ísland væri eins konar banka- eöa viöskiptamiðstöð GARRI norbursins, fjármálaeyja í sviss- neskum stíl þar sem þjóðartekj- urnar byggðust á þjónustugjöld- um úr alþjóðlegum fjármálavið- skiptum. Áragrúa glæsibygginga yfir hvers kyns skrifstofu- og peningastarfsemi með íburðar- miklum innréttingum og inn- búi mætti því skýra með tilvís- un til þess að þörf væri á traust- vekjandi og veglegri umgjörð, sem veitti erlendum fjármála- mönnum öryggistilfinningu. En því miður lifir þjóðin á fiski en ekki fjármálaþjónustu, þannig að öll sú fjárfestingastefna, sem hér hefur verið vibhöfð og tug- um milljarba hefur verið varið í, orkar tvímælis svo ekki sé meira sagt. Vor í lofti? Þab er því von ab menn séu hógværir og telji þab til stór- kostlegra afreka, ef opinberir ab- ilar fást til að beina 200-250 milljónum af opinberu fé — eba sem nemur tæplega 1/3 af and- virði reykvískrar simdlaugar — í ab byggja upp þróunarabstöbu til matvælavinnslu á íslandi. Sú hugmynd virbist ótrúlega lífseig á íslandi ab ekkert sé hægt að gera við þessa fáu fiska, sem veiddir eru, annab en að flytja þá meira og minna óunna úr landi. Sú stabreynd að abeins eitt fyrirtæki, íslenskar sjávaraf- urbir, hefur komið sér upp sér- stöku þróunarsetri í matvæla- framleibslu úr sjávarfangi, er talandi dæmi um þá hugarfars- hlekki sem hvíla á þjóðinni í þessum efnum. En e.t.v. er vor í lofti á þessu svibi, eins og virbist vera á ýmsum öbrum svibum þessa dagana. í þab minnsta hefur þörfu máli verið hreyft og tímasetning þeirrar hreyfingar er meb mesta móti, því aldrei eru stjómmálamenn jafn opnir fyrir góbum hugmyndum og þegar síga tekur á seinni hluta kjörtímabils þeirra. Garri Hóstakirtlar og abrar lausnir Eitt af því sem fyrirmenn þjóbar- innar eru sammála um er ab hóstakirtlar úr sláturdýrum séu frábært lostæti. Um þaö vitnubu þeir hver um annan þveran í skopparakringlu Perlunnar þegar meistarakokkar og kirtlaframleið- endur efndu til veislu, þar sem aðföngin vom úr þeim líkams- hlutum dýra sem ekki hafa þótt mannamatur til þessa. Sjónvörp- in vom kvödd til ab sýna fína fólkið éta fína matinn úr ófínu hráefnunum, eins og alþjóð sá og minnist meb mismikilli ánægju. Þar var smjattab yfir alls kyns innvolsi sem engir kunnu að nefna fram ab þeim tíma nema dýralæknar, og vitnað um hve svakalega þetta væri allt gott þeg- ar perlukokkar vom búnir að fara höndum um öll ókennilegu líf- færin og færa þau upp á postu- línsdiska. Tilefni veisluhaldsins var aö sýna og sanna ab nýta mætti skepnuna mun betur en nú tíðk- ast og gera sér mat úr því sem annars er hent og auka þar með framleiðsluna og verömætið, ab því aö sagt var. Sparað og bru&lab Allt er þetta góbra gjalda vert og var enda hælt upp í hástert af viö- komandi þegar kynningarátakið stób yfir. En engum sögum fer af því hvort hóstakirtlar og þarma- totur séu eftirsóttari á markaði en áður var. En skrýtið er það í ofgnóttinni þegar setja verður á stranga fram- leiðslukvóta vegna sölutregðu ab fara að finna upp á hvemig nýta megi skepnuna enn betur en áöur þekktist til að auka frambobið á matnum af henni. Fiskvinnslan er alltaf aö finna upp nýjar aðferðir til að nýta hrá- efniö sem best og em keyptar feikna dýrar vélar í þessum til- gangi og sýnt fram á hve hvert prósentib af fiskholdi sem þannig vinnst auki aflaverðmæti. Gott og blessað eins og kirtlaátiö úr spendýmnum. En samtímis er fiski mokaö í sjóinn af veiðiskip- um af því að hann er ekki af réttri sort eba lögun og einhver ósköp Á vtbavangi steindrepast þegar veiöarfæri springa utan af aflasældinni. Áreibanlega er einhvers staðar system í svona galskapi og geta menn stytt sér stundir við að finna þaö. Marka&sleitin mikla Nýlega tengdumst viö héma, þjóbin á bak vib íslandsmiö, stærsta markaössvæöi heims meö viöamiklum samningum. Einnig njótum viö bestu kjara við annaö stærsta markaössvæðiö og em viöskiptin mikil, eins og viö enn abrar mikilvægustu viðskipta- þjóðir sem nú em við lýði. Þegar svo utanríkisráöherrann okkar skrapp til Kína um daginn meb framkvæmdastjóra útflutn- ingsráös í farteskinu fundu þeir fyrir viðskiptaland sem veigur er í. Sendiráð var stofnab í hvelli og útflutningsfulltrúinn vitnaöi fag- urlega um þann lífsnauösynlega markab sem hann var búinn að uppgötkva og fór meb mann- fjöldatölur og hagvaxtarhugvekj- ur. Loks var fundið hiö fyrirheitna land framtíbarvibskipta stórþjób- arinnar í Noröur- Atlantshafi, en á milli markaðssvæðanna er ekki nema hálfur hnötturinn. Þegar Ráðstjómarríkin liöu und- ir lok sáu markaðstrúarmenn fyrir sér gífurleg viðskipti þangað aust- ur. Eitthvað er fariö að sljákka í þeim draumómm. Skítt með það, Kína er komiö í stabinn. Hvaö selt er og keypt er aukaatriði. Alltaf er verið að finna einhverj- ar patentlausnir á vandamálum sem ekki em fyrir hendi. Það er síbur en svo búvöruframleiðslu til framdráttar að auka kirtlaát en safna kjötbirgðum. Besta fisknýt- ingin hlýtur ab vera að gera sér mat úr því sem úr sjó kemur en skipa því ekki óunnu til baka. Hvab stórveldi Jóns Baldvins ætlar ab gera vib enn fleiri og stærri markaðssvæöi en þegar em fyrir hendi, vita þeir einir sem ekki dugir minna en að leggja heiminn að fótum sér, þótt þeim dugi eitt kálfsskinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.