Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1994, Blaðsíða 2
2 'gW^fr .xyitrraf flaoÐiwnnrBangi 'W't'pwtww Mi&vikudagur 20. apríl 1994 Tíminn spyr... Er ebiilegt a& byggja upp barnadeild/spítala á tveimur stö&um í borginni? Ingibjörg Pálmadóttir alþingis- ma&ur og varaforma&ur heil- brig&is- og trygginganefndar Alþingis: „Mér skilst aö deildin á Bqrgar- spítalanum éigi a&eins aö taka á móti þeim börnum sem þegar leggjast þar inn og munu gera þaö áfram í gegnum slysadeild- ina og háls,-nef- og eymadeild- ina. Ég tel útilokaö annaö en aö koma upp betri aöstööu fyrir böm þar. Og auövitaö hljótum viö a& stefna að því að koma upp allsherjar barnaspítala. Mér finnst eölilegt aö hann rísi viö Landspítalann. Þess vegna finnst mér þetta ekki óeðlilegt. Ég fagna því aö menn hafi komist aö þess- ari niöurstööu og vona sannar- lega aö þaö sé til fjármagn til aö þetta gangi upp." Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaöur, á sæti í heilbrigðis- og tiygginganefnd Alþingis: „Eg tel eölilegt aö þaö sé aö minnsta kosti einhver vísir að barnadeild á Borgarspítalanum, því þaö koma þar inn bráöatilvik og þar á meöal böm. Ég fagna því jafnframt vissulega að þaö eigi aö byggja bamaspítala á Landspít- alalóöinni. Þaö er framkvæmd sem hefur lengi verið beöiö eftir." Guömundur Hallvarösson al- þingismaöur, á sæti í heil- brigöis- og trygginganefnd: „Eg skildi þessa framkvæmd þannig aö það yrði einn barna- spítali aö lokinni byggingu nýja spítalans og bamadeildin á Borg- arspítalanum yrði lögö niöur þegar bamaspítalinn verður tek- inn í notkun. Þaö flnnst mér eðli- legt. Hitt er annað mál aö þaö er löngu orðiö tímabært aö þaö sé byggður bamaspítali, því þær aö- stæöur sem bömum og aöstand- endum þeirra hafa veriö boðiö upp á em allsendis ófullnægj- andi. Félag rœkju- og hörpudiskframleiöenda hvetur til frjálsra rœkjuveiöa út fiskveiöiáriö. Sjávar- útvegsstefnan: Miöist viö þjóöarhag en ekki sérhagsmuni Pétur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiöenda, segir a& viö mótun sjávarútvegs- stefnu ver&i a& taka miö af þjóöarhag, hagsmunum vinnslustööva og landverka- fólks en ekki aðeins hagsmun- um útger&ar, eins og veriö hefur. Á stjórnarfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiöenda í fyrradag vom samþykkt harð- orð mótmæli gegn framkomn- um breytingartillögum meiri- hluta sjávarútvegsnefndar Al- þingis um að vinnslustöðvum veröi óheimilt aö eignast kvóta. Auk þess tekur stjóm félagsins undir þau sjónarmið aö gefa eigi rækjuveiðar frjálsar út yfir- standandi fiskveiðiár. Bent er á aö veiðitakmarkanir hafi lítil sem engin áhrif á sjálfar veið- arnar „heldur aðallega á það verð sem þátttakendur í grein- inni þurfa að greiða fyrir kvót- ann. Þaö þjónar því eingöngu brasksjónarmiðum að halda rækjukvótanum óbreyttum eins og nú háttar málum," segir í ályktun stjómar Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. En taliö er aö kílóverð á leigðum rækjukvóta hafi þrefaldast á liönum misserum. Að mati félagsins er vinnslu- kvóti mikilvægur fyrir byggð í landinu og til aö stuðla aö jafn- vægi í íslenskum sjávarútvegi. í ályktun stjómarinnar er lögö sérstök áhersla á sérstöðu rækju- vinnslunnar í þessum efnum sem þarf í meira mæli en aörar sjávarútvegsgreinar að kaupa kvóta af aöilum utan greinar- innar. Stjóm félagsins telur að ef rækjustöðvar fá ekki heimild til aö eignast kvóta þá sé þess skammt að bíöa aö rækju- vinnsla leggist af að verulegu leyti „verði kvótakerfi áfram við lýöi í lítt breyttri mynd." Auk þess bendir félagið á sérstööu hörpudiskvinnslu, sem er háö fáum kvótaeigendmn í veiðun- um. Svo virðist sem veruleg and- staöa sé gegn kúvendingu stjómvalda í kvótamálum vinnslustöðva. Samtök fisk- vinnslustöðva hafa þegar mót- mælt stefnubreytingu stjóm- valda í þessum efniun og sömu- leiðis kom fram hörö gagnrýni á málið á nýafstöðnum aöalfundi íslenskra sjávarafurða hf. Eins og kunnugt er þá var í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um endurskoöun laga um stjóm fiskveiöa gert ráð fyrir að vinnslustöövum yrði heimilt að eignast kvóta. Hugsunin aö baki þeirrar ákvöröunar var að auka jafnræði á milli vinnslu og út- gerðar, auk þess sem horft var til hagsmuna fiskvinnslufólks. Hinsvegar hafa samtök sjó- manna og útgerða mótmælt því aö vinnslan fái kvóta og svo virðist sem þau sjónarmið hafi orðiö ofan á hjá meirihluta sjáv- arútvegsnefndar Alþingis. -grh Fjárlaganefnd íhugar SR-máli5 Fjárlaganefnd fundaöi í gær meö Siguröi Þóröarsyni ríkis- endurskoöanda vegna þeirr- ar afstööu Siguröar aö birta ekki skýrslu um SR mjöl á meöan mál fyrirtækisins er fyrir dómi. Krafa hefur veriö uppi um aö þingmenn fái skýrsluna í hendur en hún var unnin fyrir fjárlaganefnd og aö beiöni hennar á sínum tíma. Fjárlaganefnd tók sér frest til aö íhuga máliö en meöal þess sem til greina kemur er aö fjárlaganefnd fái skýrsluna sem trúnaöarmál, fyrst um sinn. Kröfur hafa komið fram um aö skýrslan yiði birt og spunn- ust m.a. um þessa birtingu ut- andagskrárumræður í vikunni. Páll Pétursson hefur haft uppi mjög ákveðnar skoðanir í þessu máli: Rábgjafaþjónusta Ingu Jónu Þórbardóttur enn til umrœbu í borgarrábi: Öll gögn verði gerö opinber Á fundi borgarráös í gær ítrek- aöi Sigrún Magnúsdóttir borg- arfullrúi kröfu sína um a& öll gögn varöandi vinnu Ingu Jónu Þórðardóttur viö úttekt á rekstri borgarinnar á árinu 1992 yröu gerö opinber. í minnisblaði Markúsar Amar Antonssonar, fyrrverandi borgar- stjjóra, sem lagt var fram í borgar- ráöi 12. aprfi s.l. vegna fyrirspum- ar Sigrúnar um þessi mál, segir meðal annars: „Á reglulegum fundum meö borgarstjóra lagöi Inga Jóna fram minnisblöð og greinargeröir sem vinnuplögg fyr- ir borgarstjóra..." í bókun Sigrúnar í borganáði í dag segir aö borgarráö sem fer með framkvæmdastjóm borgar- innar ásamt borgarstjóra, eigi kröfu á að fá þær greinargeröir sem þama er skýrt frá og óskaöi Sigrún eindregiö eftir að fá þær af- hentar á næsta fundi borgarráðs. -ÓB Rusl í Reykjavík Þab hefur vakib athygli og ergelsi höfubborgarbúa ab í Oskjuhlíbinni eru plastpokar og bréfarusl fjúk- andi um á áberandi stöbum. Eins og sjá má á þessari mynd er um- hverfi Perlunnar ekki eins og þab gœti best orbib afþessum sökum. Borgarbúar mcettu því ab ósekju taka sér tak og gœta ab hvar þeir fleygja frá sér rusli. „Það er eindregin krafa okkar að skýrsla Ríkisendurskoðunar verði lögð fram. Það er nátt- úrulega fásinna að ætla að fara að hafa áhrif á dómstólana með því að ætla að halda þessu mikilvæga málsgagni leyndu. Með því að halda skýrslunni leyndri er beinlínis verið að lýsa því yfir að málið sé mjög gruggugt. Ég hef farið fram á að salan á SR mjöli verði rædd utan dagskrár. Óafur Þ. Þórðar- son og fleiri hafa farið fram á að skýrsla um málið verði lögð fram. Sú skýrsla hefur ekki séð dagsins Ijós Ef hún verður lögð fram er sjálfsagt að ræða málið undir þeim dagskrárlið en ef skýrslan kemur ekki, þá mun- um við ræða málið utan dag- skrár. Það er náttúrulega ófært að láta ríkisstjómina eða ein- staka ráðherra fara svona meb vald sitt eins og gerðist með söluna á SR Mjöli og viö mun- um ekki láta ríkisstjórnina komast upp með að ræða ekki málið," sagði Páll Pétursson. -ÓB Leiðrétting í Reykjavíkurblaði sem fylgdi með Tímanum í gær var Ámi Þór, frambjóðandi í 5. sæti R- listans, rangfeðraður og sagður Sigfusson. Hið rétta er vitaskuld að Ami Þór er Sigurðsson og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.