Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 2
2 Wmmm Fimmtudagur21. apríl 1994 Tíminn spyr... Er þab kosningabrella ab taka núna upp unglingafargjöld hjá SVR? Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi „Já, mjög augljós kosninga- brella, en afar jákvæö og tíma- bær. Fyrsta tillagan sem ég hef fundiö um unglingafargjöld er frá 1983 og ég flutti þá tillögu. Síöan hef ég, bæöi ein og meö öðrum, auk ýmissa annarra flutt þessa tillögu meö jöfnu millibili. Aöalrökin gegn henni hafa verið þau hjá Sjálfstæöisflokknum, og þar meö Áma Sigfússyni, að ung- lingarnir okkar væru svo góöir „kúnnar", aö fargjaldatekjur SVR mundu dragast saman um 25% (bókun 1983) ef unglingafargjöld yröu tekin upp. Þaö hefur veriö barist gegn þessum ágætu tillög- um okkar meö kjafti og klóm og ekkert púöur sparað. Því vil ég nú óska unglingum í Reykjavík til hamingju meb aö þaö eru aö koma kosningar." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi „Nei, síöur en svo. Þetta mál hef- ur verið til umfjöllunar hjá borg- aryfirvöldum af og til. Borgaryfir- völd leggja áherslu á aö vagnam- ir séu notaðir sem mest. Rekstrar- afkoma SVR hefur auk þess batnað verulega undanfarin misseri sem vissulega auöveldaöi okkur þessa ákvörðun. Auk þess hlýtur þetta aö teljast afar fjöl- skylduvænleg ákvörðun." Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi „Já, þaö er kosningabrella. Þetta er tillaga sem fulltrúar minni- hlutans, og þar með Framsóknar- flokksins, hafa flutt á undanföm- um árum, en ávallt veriö hafnaö. Þegar þetta er svo tekib upp núna nokkrum vikum fyrir kosningar þá er þaö alveg augljóst mál aö þaö er kosningabrella og stolnar fjaðrir." Samningur FJÁRA og BÍ um kynbœtur á íslenska fjárhundinum: Leit að fullkomnum hundi Frá blaöamannafundinum í gœr. F.v. jóhanna Haröardóttir hjá FjÁRA og Kristinn Hugason ráöunautur. Tímamynd cs íslenski fjárhundurinn á aö vera blíöur og bamgóöur, meö hringaöa rófu upp á bak. Þetta er meöal þeirra eiginleika sem eru tilgreindir í ræktunarmark- miöi FJÁRA, félags eiganda og ræktenda íslenska fjárhundsins og Búnabarfélags íslands. Þessi tvö félög hafa gert meb sér sam- starfssamning um ræktun ís- lenska fjárhundsins sem miö- aður er ab skipulögöum kyn- bótum á kyninu sem byggjast á sömu lögmálum og þeim sem gilda í hrossarækt. Talið er ab aöeins 400 íslenskir f]árhundar séu til í landinu. Þegar hefur töluverö vinna veriö unnin í tengslum viö samstarfs- samninginn. Til dæmis er lokið undirbúningi aö hönnun tölvu- hugbúnaðar til notkunar viö grunnskráningu og mat á hund- unum. Einnig hefur nákvæmt matskerfi veriö hannað en þaö á aö nota til aö meta hvern hund út frá ræktunarsjónarmiði. Mats- kerfið veröur væntanlega tekib í notkun síöar á þessu ári. Byrjað er að safna upplýsingum um hund- ana en markmið FJÁRA er að ná til sem flestra eigenda íslenska fjárhundsins um allt land til aö hægt sé aö leggja mat á hundan-i og skrá upplýsingar um þá. Stefnt er aö því aö þjálfaðir matsmenn fari um landið í þessu skyni í sumar eöa haust og veröur skoð- unin eigendum ab kostnaðar- lausu. Einkunnagjöf Við mat hundanna em þeim gefnar einkunnir fyrir marga ólíka þætti og meðaleinkunn þeirra úr öllum þáttunum ræður ræktunarhæfni þeirra. Meðal þátta sem skipta máli em lengd trýnis, höfuölag, augu, tennur og bit, varir, lengd hundsins, reisn og hreyfingar og ekki síst skap- gerð hans. Einkunnimar em gefnar út frá ímynduöum „full- komnum" hundi og markmiöib er aö sem flestir hundar veröi sem líkastir ímyndinni í framtíö- inni. Ætlunin er samt ekki aö all- ir hundamir veröi eins, þeir mega bæði vera meö snöggan feld og loöinn og allir náttúmlegir litir em leyfðir. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráöunautur veitir FJÁRA aðstoð við ræktunina af hálfu BÍ. Hann segir að sömu lögmál gildi í allri búfjárræktun og þess vegna geti hundaræktendur notfært sér reynslu og aöferöir hrossarækt- enda. Einn liöur í ræktunarátak- inu er víðtækt kynningarstarf innanlands og utan á íslenska fjárhundinum. Kristinn segir aö einnig þar geti reynsla hrossa- ræktenda komið aö notum því einn markhópa þeirra sé einnig markhópur hundaræktenda. „Sumir erlendir unnendur ís- lenska hestsins vilja líka eiga ís- lenskan hund. Þeir vilja ríöa um á íslenskum hesti í lopapeysu með hundinn skoppandi í kringum sig. Þá er ímyndin fullkomnuö." Hundur í útrýmingar- hættu Talið er að um 400 íslenskir fjár- hundar séu til í landinu. Jóhanna Harbardóttir, formabur FJÁRA, segist telja að íslenski hundurinn sé í útrýmingarhættu. „Sam- kvæmt erlendum stöðlum er stundum miðab við að dýrateg- und sé i útrýmingarhættu ef færri en þrjú þúsund einstaklingar em til af henni. íslenski fjárhundur- inn er langt undir þeim mörkum. Það em margar ástæður fyrir þessu en kannski ekki síst sú að þeir sem hafa viljað flytja hund- ana út hafa oft verið litnir hom- auga. Einnig hefur því mjög verið haldið á loft að íslenski hundur- inn gelti mikið en minna verið talað um ýmsa ágæta kosti hans." Það gerir ræktunarstarfið erfið- ara hversu fáir einstaklingar em til því þá eykst hættan á skyld- Strætisvagnar Reykjavíkur hafa nú loksins ákveðið að fallast á margra ára kröfur um sérstök unglingafargjöld, sem gera 12-15 ára borgarbúum stórum ódýrara og þar með aubveldara aö ferðast innan borgarmarkanna. Ung- lingafargjöldin taka gildi næsta mánudag, 25. apríl. Stakar ferðir munu kosta 50 krónur en ung- lingum standa einnig til boba sér- stök farmiðaspjöld meö 20 mib- um fyrir 900 laónur. Fyrir unglinga sem ferðast í strætó eitthvað oftar en tvisvar á dag (t.d. í vinnu á daginn og oft í leikaræktun óhjákvæmilega. Kristinn Hugason segir að ein- hver skyldleikaræktun skaði ekki en ef hún veröi mikil aukist lík- umar á alls kyns göllum og veik- leikum hjá hundunum. „Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að við náum til sem flestra og höfum nákvæma skráningu um helst alla hunda í landinu." -GBK bæinn eöa bíó á kvöldin) virðist þó áfram verba ódýrara að kaupa sér „Græna kortið". Kortið kostar 2.900 krónur, sem samsvarar þá 58 ferðum á mánuöi greiddum í mynt en 64 ferðum ef greitt er með afsláttarmiðum (og enginn þeirra týnist). Þessi nýju fargjöld gilda fyrir imglinga frá tólf ára aldri og fram til 1. júní það ár sem þau verða sextán ára. Farmiðar eru seldir í skiptistöðvum á Hlemmi, Lækjar- torgi, Grensási og Mjódd og einn- ig í afgreiöslum sundstaða borgar- innar. - HEI SVR lcetur loks undan áralöngum kröfum: Unglingafargjöld Skúli Halldórsson tónskáld áttrœbur: Afmælistónleikar Skúli Halldórsson tónskáld er fæddur á Flateyri viö Önundar- fjörö 28. apríl 1914. Hann er sonur hjónanna Halldórs G. Stefánssonar héraöslæknis og Unnar Skúladóttur Thorodd- sen. Skúli hóf snemma píanó- nám hjá móbur sinni og náöi fljótt góöum tökum á hljóbfær- inu. Haustið 1929 hóf Skúli nám í Verzlunarskóla íslands og stund- aði jafnframt áfram píanó- og tónlistamám, m.a. undir leiðsögn Páls ísólfssonar. Á námsámnum lék hann t.d. á píanó á skóla- skemmtunum, auk þess sem hann var farinn að fást við tón- smíðar. Að loknu verslunarskólaprófi hóf Skúli störf hjá Tóbaksverslun íslands. Forstjóri Tóbaksverslun- arinnar, Sigurður Jónasson, bauðst til þess aö kosta Skúla til tónlistamáms í Þýskalandi árið 1933 en faðir Skúla lagbist gegn því. Þetta seinkaði tónlistamámi Skúla í mörg ár og það var ekki fyrr en í stríbinu aö hann hóf nám vib Tónlistarskólann sem hann stundaði samhliða vinnu sinni hjá SVR. Skúli Halldórsson kvæntist Steinunni Magnúsdóttur 14. maí 1937 og eiga þau tvö böm, Magn- ús arkitekt og Unni fiskifræðing. Skúli sat í stjóm Tónskáldafélags íslands frá 1950 til 1987, í stjóm STEFs frá 1950 til 1987, auk þess sem hann var formaöur STEFs frá 1968 til 1987. Hann hefur starfað sem píanóleikari og undirleikari með söngvurum og kómm frá ár- inu 1934. Skúli hefur samið á annað hundrað söngverka meö píanó- og hljómsveitamndirleik og mörg píanóverk, auk sinfón- íunnar Heimurinn okkar. Hljóm- plata meb tuttugu lögum eftir Skúla, útsettum fyrir píanó, kom út í Finnlandi áriö 1980 og árin 1990 og 1991 vom gefin út um 80 söngverk hans viö ljóð eftir ýmsa höfunda. Skúli Halldórsson tónskáld. Mynd- in er tekin áriö 1942. í tilefni af afmæli Skúla hefur Önfiröingafélagið í samráði við Skúla ákveðiö að halda tónleika með verkum tónskáldsins á af- mælisdaginn, 23. apríl nk. kl. 17.00. Efnisskráin er fjölbreytt og koma þar fram margir af fremsm lista- mönnum okkar. Skólakór Kárs- ness syngur undir stjórn Þómnn- ar Bjömsdóttur við undirieik Marteins H. Friðrikssonar. Aðrir listamenn sem þar koma fram em Gunnar Kvaran sellóleikari, Selma Guömundsdóttir píanó- leikari, Martial Nardeau flaum- leikari, Jóhann Már Jóhannsson tenór, Lára Rafnsdóttir píanóleik- ari og Sigríður Ella Magnúsdóttir messósópran. Að lokum flytur Blásarakvintett Reykjavíkur tvö verk. Kynnir á tónleikunum verbur Krístín Á. Ólafsdóttir. Forsala miöa er hjá Halli Stefáns- syni, kaupmanni í Svalbarba, og í Listgalleríi, Listhúsinu Engjateigi 19. Miðasala verður í íslensku óper- unni fyrir hljómleikana 23. apríl kl. 15-17. -ÓB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.