Tíminn - 21.04.1994, Side 5

Tíminn - 21.04.1994, Side 5
Fimmtudagur 21. apríl 1994 5 Sigrún Magnúsdóttir: Glebilegt sumar! Sumardagurinn fyrsti var hér áöur fyrr einn mesti há- tíðisdagur á íslandi. Vissu- lega fögnum viö enn sumar- komunni og mannlífiö breytist meö hækkandi sól. Þaö var skemmtilegt aö skynja þessa breytingu s.l. tvo laugardaga, þegar borgarbúar fóru aö sópa gangstéttar og snyrta garöa sína. Þetta sumar á vonandi eftir að veröa okkur eftirminnilegt. Bæöi fögnum viö 50 ára lýð- veldi á íslandi og svo hafa Reyk- víkingar tækifæri til að gera borgina opnari og lýöræöislegri. Eg flutti um það tillögu fyrir tveimur árum að við reyndum aö nýta okkur lýöveldisárið til aö örva feröamannastraum til landsins. M.a. að ná til íslend- inga, sem búsettir em erlendis, eöa til fólks sem er af íslensku bergi brotið. Það eru ekki einungis suö- rænar þjóðir sem hafa ferða- mannaiðnað sem aðalatvinnu- veg, heldur einnig land eins og Alaska. Alaska er t.d. ekki síður afskekkt en viö og ættum viö því að hafa mikla möguleika á aö efla þennan atvinnuveg. Vissulega er langt í land aö þjónusta við ferðamenn veröi okkar aöalatvinnuvegur. Gífurlegir möguleikar liggja í auölindum okkar Reykvíkinga, heitu og köldu vatni. Sigrún Magnúsdóttir. Nýlega las ég aö ef til heims- styrjaldar kæmi, yröi þaö út af skorti á auölindinni „vatni", auðlind sem við eigum nóg af. Vatnsveita Reykjavíkur er hlut- hafi í vatnsútflutningsfyrirtæki. Aðalvandamálið varöandi vatnsútflutning er markaðs- setningin erlendis. Takist okkur aö brjótast í gegn, trúi ég að þetta geti veriö álitleg fram- leiðsla. Þá tel ég afar nauðsynlegt aö efla rannsóknar- og þróunar- starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur til að hægt sé aö selja erlendis þekkingu okkar og reynslu. Mig minnir aö utanríkisráðherra hafi talið aö þekkingin varðandi virkjun varmaafls væri m.a. þaö sem við gætum flutt út til Kína. Já, við hjá Reykjavíkurlistan- um viljum gera sóknaráætlun til aö örva atvinnulífið í borg- inni. Þaö er markmiö okkar að gera Reykjavík að miöstöð ný- sköpunar og þróunar í atvinnu- málum. Við viljum samhæfa krafta þeirra, sem vinna aö ferðamálum í borginni, og gera borgina að gestgjafa á alþjóðleg- an mælikvarða. Með bjartsýnina að vopni og sumarkomuna sem skjöld er ég sannfærð um betri tíð, og ég óska ykkur öllum gleðilegs sum- ars. Höfundur er 1. mabur á Reykjavíkurlistanum. Sveinbjörn Jónsson: Þröngsýnt réttlæti kvótakerfisins / stjómarskrá íslendinga er ákvæði sem segir að óheimilt sé aö skerða athafnafrelsi manna, nema almannaheill liggi við. íslensk stjómvöld hafa und- anfarin 10 ár stjórnað fiskveið- um með því að takmarka at- hafnafrelsi sjómanna og hljóta því að telja aö almannaheill sé í húfi. Hvort það er rétt er spum- ing sem erfitt er að svara svo ör- uggt sé, en hitt er svo athyglis- vert að skoða á hvem hátt at- hafnafrelsisskerðingunni er dreift á þegna þessa lands. Þegar kvótakerfið var sett á, var ákveðið aö færa veiöiheimildir til útgerðarmanna, en aðrir, sem höfðu ekki síður stuðlað að myndun aflareynslu, sátu eftir með sárt ennið. í þessu sambandi má sérstaklega benda á sjómenn og fiskvinnslufólk og samfélög þeirra, sjávarbyggðir landsins. Fyrirtækin, sem vom nú hand- hafar veiöiheimildanna, vom mismunandi vel stæð fjárhags- lega og höfðu jafnframt misgóð- an aögang að fjármagni. I'ljótlega fór því svo aö gífurleg- ar tilfærslur á veiðirétti vegna gjaldþrota og eigendaskipta urðu staðreynd. Eignir fómarlamb- anna hmndu í verði og heilu samfélögin riðuðu til falls. En þaö var einn þáttur sem tek- ist hafði aö halda utanvið þröng- sýnt réttlæti kvótakerfisins. Þetta vom smábátamir. Margir dug- „Fljótlega fór því svo að gífurlegar tilfœrslur á veiðirétti vegna gjald- þrota og eigendaskipta urðu staðreynd. Eignir fómarlambanna hmndu í verði og heilu samfélög- in riðuðu til falls." VETTVANGUR miklir sjómenn, sem sættu sig ekki viö að eyöa ævinni í að vinna útgerðunum en vera sjálfir réttlausir til hafsins, keyptu sér trillur. Hafnir sjávarþorpa, sem liggja vel við miöum, fylltust af smábátum og þorp, sem glatað höfðu veiðiheimildum sínum, eygðu nýja von um lífsafkomu og réttlæti. Sameinuðu þjóðimar fengu þjóðir heimsins til að sam- einast um umhverfissáttmála þar sem réttarstaða fólks til nýtingar á auölindum er skilgreind út frá búsetu, tæknistigi, framfærslu- þörf og hefð. Á íslandi fjölgaði togumm og afkastageta þeirra stórjókst, enda hefur takmörkim á aðgangi þeirra í einstaka fiskistofna lítið að segja, þar sem athafnasvæði þeirra er svo gifurlega stórt. Stór- aukin togaravæðing gerir lífsskil- yrðin í hafinu verri og því héldu fiskistofnar áfram að minnka, þrátt fyrir takmörkun á afla. Það hefur veriö sársaukafull reynsla, sem margar þjóðir hafa orðið aö ganga í gegnum áöur en þær átt- uðu sig á aö vemda þyrfti upp- eldisstöðvamar fyrir stórvirkum togveiöarfæmm, og því furðu- legra að þjóö, sem nýverið vann sigra á erlendum stórveldum í þeim tilgangi, skuli þurfa aö læra allt upp á nýtt. En snúum okkur aftur að þröng- sýnu réttlæti kvótakerfisins. Núna liggja fyrir Alþingi íslend- inga tillögur sem gera ráö fyrir að athafnageta smábáta veröi alls takmörkuð af stjómvöldum um 136 daga ár hvert í það minnsta. Hvaö skyldi athafnafrelsi togara- sjómanna og útgerða þeirra hafa verið skert mikið? Líklega ekki um einn einasta dag. Hverslags réttlæti er það sem takmarkar athafnafrelsi hefð- bundins útgerðarmynsturs á Suöureyri og í Grímsey um 136 daga á ári, en skeröir athafna- frelsi heföbundins útgerðar- mynsturs í Reykjavík, Akureyri og í Hafnarfiröi, svo einhverjir staðir séu nefndir, ekki um einn einasta dag? Hverslags réttlæti er það gagnvart byggðarlögum, sem eiga allt sitt undir hafinu komið, að athafnafrelsi þegna þeirra sé skert af stjómvöldum um 136 daga á ári meöan þegnar byggðarlaga, sem em til fyrir pappír og peninga, fá enga skerð- ingu og bæta jafnvel við sig, eins og tölur sýna? Smábátasjómenn hafa frá upp- hafi orðið að sætta sig við sókn- arskerðingu frá æðri máttarvöld- um og vitað að ekki þýddi að barma sér yfir henni. En það hljóta allir að sjá aö þau máttar- völd, sem lifa í þröngsýnu rétt- læti kvótans, verðskulda ekki aö kallast æðri neinu og ættu því smábátasjómenn og íbúar sjávar- þorpanna á íslandi að hætta að taka mark á þeim. Enda er þaö nauðsynlegt, ætlum við að kom- ast af. Höfundur er smábátasjómabur í Súg- andaflrbl. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ORÞÓDOXAR SÚPA HVELJUR Orþódoxafélag Reykjavíkur og nágrennis hefur sopið hveljur ab undanfömu vegna skipunar Steingrfms Hermannssonar í stöðu bankastjóra við Seðlabank- ann. Vib því er f sjálfu sér ekkert ab gera og bókstafstrúarmenn em ómissandi á hverju málþingi til ab ná breiddinni í umræbuna. Samkvæmt heimsmynd orþód- oxa eiga skósmibir að halda sér vib leistann og tannlæknar við tanngarbinn. Abeins faglærðir menn mega reka veitingahús og lyfjafræðingar fá einir ab eiga apótek. Tómir lögfræðingar eiga að sitja á Alþingi og drykkju- menn afgreibi í vínbúbum. Og í tilbót eiga öskukarlar vitaskuld frí á öskudaginn. Heimur orþódoxa er því frekar einföld veröld í sauðalitunum. Stundum er sagt í skálarræbum ab bókvitib verði ekki í askana látib og er mikill sannleikurfólg- inn í þeim orðum. Allir, sem stundab hafa rekstur af einhverju tagi, vita ab hrein fagmennska er ekki einhlítur mælikvarbi. Lærbur matsveinn er ekki alltaf besti gestgjafinn, frekar en lögfræb- ingur er besti löggjafinn. Á sama hátt er bankamabur engan veg- inn besti bankastjórinn. Meira þarf til. Sama lögmál stjórnunar gildir nefnilega í bönkum og öbrum rekstri á borb við til ab mynda veitingahús og lyfjabúbir. Veit- ingamenn þurfa fyrst og fremst ab kunna skil á daglegum rekstri og rába svo fagmenn til að mat- reiba og ganga um beina. Lyfsala er ósköp venjuleg sérverslun og stjórnendur apóteka þurfa ekki ab vera sjálfir lyfjafræbingar á meban þeir hafa þá í þjónustu sinni. Seblabanki íslands kemur pistil- höfundi reyndar fýrir sjónir sem fríhjólandi tívolí og ofan vib öll þekkt lögmál í þjóbfélaginu. Þrátt fyrir þab er bankinn ósköp hversdagsleg opinber stofnun og honum þarf ab stjórna eins og öbrum ríkisfyrirtækjum. Til þess þarf stjórnendur sem eru vanir ab standa vib stjórnvölinn og taka ákvarðanir. Faglærbir banka- menn sitja svo í öllum herbergj- um bankans og eru fýrir hendi þegar stjórnendur hans þurfa á abstob þeirra ab halda. En ekki er öll sagan sögb. Orþódoxar í bankarábi Sebla- bankans urbu líka hálf hvumsa þegar rábherra skipabi nýja Seblabankastjóra eftir sínu höfði en ekki þeirra og kenna um úr- eltum vinnubrögðum og vondu pólitísku innræti. Þeir hafa - gleymt ab allt bankarábib var kosib pólitískri kosningu á Al- þingi og þeir vom því sjálfir vald- ir til rábsmennskunnar eftir flokksskírteinum. Menn, sem taka sæti í banka- ráðum eftir úreltum og pólitísk- um vinnubrögbum, geta ekki meb góðu móti kvartab yfir sömu vinnubrögðum þegar þeir sjálfir þurfa ekkí lengur á þeim ab halda. Eba er einhver bankarábs- mabur í Seblabanka íslands sem telur sig sitja þar fyrir einhverja abra sök en flokksskírteinib sitt? Hann er góbfúslega bebinn um ab gefa merki!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.