Tíminn - 21.04.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 21.04.1994, Qupperneq 11
Fimmtudagur 21. apríl 1994 11 Mér finnst þab sorglegt ab bær- inn skuli vera sokkinn svona nebarlega sem útvegsbær Rœtt viö Cest Breiö- fjörö Sigurösson skipstjóra Gestur skipar 11. sætið á lista framsóknarmanna í Hafnarfiröi í komandi bæjarstjómarkosningum. Gestur er fimmtugur Hafnfirb- ingur, fæddur 2. október 1943. Foreldrar hans em Sig- urírnr Eiríksson vélstjóri og Jenný Ágústsdóttir. Gestur er kvæntur Elísabetu Hauksdótt- ur, en hún er ættub af Barba- strönd. Þau eiga fjögur böm. Gestur er einn ellefu systkina. Gestur hefur langan sjó- mennskuferil að baki, léngst af sem skipstjóri. Hann þekkir því æbaslög atvinnulífsins. Gestur hóf sína sjómennsku sem ungur mabur á togaranum Surprise. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum 1970. Að loknu stýri- mannaprófi rébst hann til Stál- skip h/f, sem var að hefja útgerð, og varð 2. stýrimaður á Rán. Síð- an varð hann 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri. Þegar Bæjar- útgerðartogarinn Maí kom nýr til landsins varð Gestur stýri- maöur hjá Guðmundi Jónssyni skipstjóra. Síöar varð Gestur skipstjóri á Maí samfleytt í 7 ár eöa þar til rekstri Bæjarútgeröar Hafnarfjaröar lauk. Þá tók hann við skipstjórn á togaranum Ými um tíma, en Ýmir var gerður út af Stálskip h/f. Um tveggja ára skeið var Gestur annar skipstjóri á Hólmadrang, en snéri þá á ný til Hafnarfjarðar og tók við skip- stjórn á nýjum Ými. Gestur hef- ur alla tíö veriö búsetur í Hafnar- firði, aö undanskildum þessum tveimur árum sem hann var meb Hólmadrang. - Hvaö veldur því að þú gefur kost á þér í framboð? „Mér finnst að bænum hafi ekki verið nógu vel stjómaö, sér- staklega finnst mér hafnarmál- um ábótavant. Ég held að allir sjómenn séu sammála um ab höfnin er alveg gjörbreytt frá því sem hún var. Frákastib er orðiö svo mikið í henni og straumur hefur breyst. það þarf að hrinda þessum framkvæmdum af stað, eins og fyrirhugað var á eldra skipulagi, aö gera uppfyllingu frá Hvaleyri og í Helgasker sem allra fyrst. Þá yröi höfnin betri, en hún er oröin slæm núna. Höfnin er orðin lítið betri en höfnin í Þorlákshöfn, sem er þekkt af sjómönnum fyrir súg og ókyrrö. Minn áhugi er að mestu bund- inn viö útvegsmálin. Mér finnst það sorglegt aö bærinn skuli vera sokkinn svona neðarlega sem út- vegsbær. Þaö em aöeins togar- amir eftir í bænum og annað ekki. Bátaútgeröin hefur dregist vemlega saman og lítib eftir annað en trillur. Það vantar al- veg miöstærðina af skipum og bátum, sem myndu afla mikils fisks inn á fiskmarkaðinn og í vinnsluna. . Frystingin hefur dregist stórlega saman í bænum. Atvinnumálin haldast í hendur vib sjávarútveginn. Fjármál bæjarins hafa veriö í ólestri, finnst mér. Það hafa ver- ib allskonar framkvæmdir í gangi, sem mér finnst ekki ab eigi rétt á sér og gætu beðið betri tíma. Þab er forgangsröðin á framkvæmdum og eyðslu og þá á ég við til dæmis allskonar list- viðburöi um hitt og þetta, sem geta alveg bebið þegar fjármagn vantar til brýnni hluta. Það þarf ab gera eitthvaö þarfara viö pen- ingana. Um óþarfa eyðslu get ég ýmis- legt sagt. Þaö er óþarfi að bæjar- stjóri sendi fermingarbömum skeyti á hverju ári á kostnað bæj- arsjóðs. Þaö erum þá við sem borgum þessi skeyti. Ég get alveg sent mín skeyti sjálfur. Varöandi höfnina vil ég segja að Hafnarfjaröarskipin hafa ailtaf verið á hrakhólum. Þaö má ekki koma Grænlendingur eða Rússi hingaö inn, þá emm við alltaf færðir til, svo að stundum emm vib á fullri ferð um höfn- ina til að víkja fyrir öðmm. Þetta sýnir að á álagstímum er höfnin jafnvel of lítil. Þama má ekki slá af í framkvæmdum, því aö það hafa allir hagnað af skipakom- um. Um brýnt hagsmunamál sjó- manna vil ég segja að ég er til dæmis sammála Halldóri Ás- grímssyni, fv. sjávarútvegsráð- herra um kvótakerfib, sem er þó mjög umdeilt. Ég sé bara ekki aðra betri lausn. Það getur verið að einhver ný úrræði komi upp á boröið síðar, þó að slík lausn sé ekki í sjónmáli í augnablikinu. Ég styð því sjávarútvegsstefnu Halldórs eins og er, enda er hann nátengdur sjávarútvegsmálun- um miklu frekar en þeir sem nú sitja. Mér finnst að þeir, sem veljast til áhrifa, til dæmis hér í bæn- um, þurfi að hafa verið tengdir þeim málum sem þeir eiga að fjalla um. Fólk þarf að hafa tekiö þátt í atvinnulífinu, en ekki ver- iö inni í kennslustofu allt sitt líf. Ég hef ekki trú á slíku, ef árangur á aö nást. Ef ná á atvinnulífinu upp úr þeirri lægð sem það er í, þarf fólk sem er úr atvinnugrein- unum og kann að stjóma. Eg hef Ný útflutningsgrein Utflutningur á gjalli er orðin staðreynd, en deilur hafa þegar risið um efnistöku. Fallegir eldgígar hafa verib að velli lagöir og ekki stendur á mótmælum. Ein Eldborgin á Suðurnesjum er þegar horfin að mestu af landakortinu. Eins og svo oft áður mótmæla jafnvel þeir, sem aldrei hafa gíg- inn augum litið. Röskun á landi er viðkvæmt mál. Á undanförn- um árum hefur gætt alltof mikill- ar óvarfæmi með því aö taka efni til vega og bygginga á mörgum stöbum. Þannig em sárin of víöa.. Efnistöku þarf að gera skipulega og friöa fegurstu stabina algjör- lega. I landi Hafnarfjarðar em fleiri tugir eldvarpa þar sem efni er nýt- anlegt. Sumir gjallhaugar mega missa sig án skaða, en abrir ekki. Á stríðsámnum hurfu gígar subur í Hraunum án þess að vart hafi oröib vib eftirsjá. Upp við Vatns- skarö og í Óbrynnishólum hafa þúsundir tonna af gjalli veriö nýtt. Ekki hefur orðið vart vib mikinn söknub. Hins vegar mætti græba sárin betur á stöðum þar sem efnistöku er lokið. Ef útflutningur á gjalli sýnir sig að gefa einhvem arö, þá er spum- ing hvort hafnfirskir hagsmunir geti ekki komið enn frekar inn í þá mynd. Fleiri störf kunna að skapast fyrir byggingaverktaka og flutningafyrirtæki. Nokkur útflutningur á gjalli hefur þegar farið um Hafnarfjarb- arhöfn, en huga þarf vel að þróun þessara mála í framtíðinni. ■ Cestur Sigurösson skipstjóri erí 11. flokksins í Hafnarfiröi. ekki trú á fólki sem varla hefur komið út fyrir hússins dyr, að minnsta kosti ekki ab því er sœti á frambobslista Framsóknar- varðar atvinnulífið. Uppbygging atvinnulífsins er það brýnasta eins og nú horfir. Ég vil endilega fá að minnast á margþvælt þyrlukaupamál, sem hefur þvælst fyrir stjórnvöldum. Þetta er öryggismál sem menn hafa verið að karpa um mánuö- um saman. Konan mín er for- maður Kvenfélags Skipstjórafé- lagsins Öldunnar í Reykjavík, því það er ekki til neitt slíkt kvenfélag tengt skipstjórafélag- inu hér í bænum. Þær hafa verið að safna og safna til þyrlukaupa. Það er búið aö ganga svona ár eftir ár. Þetta er öðm hverju í umræðunni á Alþingi, meöal annars einmitt núna, án þess að menn komi sér saman, en ekkert bólar á stærri þyrlu. Bæjaryfir- völd sjávarútvegsbæja eins og Hafnarfjarðar gætu tekib afstööu til að þrýsta á máliö, ef áhugi væri fyrir hendi. Þetta er mikið öryggismál. Þetta er að verða enn stærra og þýðingarmeira ör- yggismál núna, þegar skipin sækja lengra út og jafnvel á fjar- læg mib. Menn geta dáið Drottni sínum án þess að nokkuð sé hægt að gera vegna tækjaleysis. Að lokum vil ég segja það, að kosningamar hér í Hafnarfiröi snúast ekki um flokka, heldur það fólk sem gefur kost á sér í bæjarstjóm og er líklegt til að ná árangri í að vinna að brýnustu úrlausnum. Að yfirlögöu ráði hvet ég Hafnfirðinga til að kjósa það fólk, sem nú býður sig fram fyTir Framsóknarflokkinn I Hafn- arfiröi í komandi kosningum. Því er best treystandi." ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.