Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 11. maí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Svarta skýrslan Skýrsla félagsmálaráöherra um skuldir heimil- anna, sem lögð var fram eftir beiðni frá nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins undir forustu Guðna Ágústssonar, hefur vakið mikla athygli. Þar kemur fram að í árslok 1993 nema skuldir heimil- anna í landinu 253 milljörðum króna og hafa þær vaxið um 86 milljarða eða 50% á þremur árum. Samkvæmt þessu skuldar hver fjögurra manna fjölskylda í landinu 3.9 milljónir króna að meðal- tali. Þessar staðreyndir eru svo uggvænlegar að hér er sannarlega um svarta skýrslu að ræða. Það er hlut- verk stjórnvalda að greina orsakir þessarar þróunar og bregðast við með sannfærandi hætti. Skýrslan er byggð á athugunum Þjóðhagsstofnun- ar og í niðurstöðum stofnunarinnar segir eftirfar- andi: „Skýringanna á þessari þróun er einkum að leita til breytinga á íslenskum fjármagnsmarkaði þar sem markaðurinn ræður mun meira um ráðstöfun lánsfjár en áður var, hárra vaxta, einkum á síðari hluta tímabilsins og lækkun kaupmáttar á undan- förnum árum." Ekki er vafi á því að versnandi atvinnuástand og mikil lækkun ráðstöfunartekna vegna minni yfir- vinnu valda miklu um auknar skuldir heimilanna. í ljósi atvinnuástandsins í landinu eru þessar nið- urstöður sérlega alvarlegar. Minnkandi atvinna, svo ekki sé talað um atvinnuleysi, setja skuldugt fólk í slíka sjálfheldu að erfitt er og oft ókleift að finna leiðir út úr henni. í skýrslu félagsmálaráðherra er ekki að finna til- lögur um viðbrögð, og er það miður í ljósi þess að hér er um að ræða brýnasta viðfangsefni stjórn- valda á næstunni. Þótt hlutverk banka og annarra lánastofnana sé veigamikið í þessum málum, verða stjórnvöld að veita forustu og hvatningu til úrbóta. Á það ekki síst við um þann þátt málsins sem viðkemur atvinnulífinu í landinu. Almenningur er vegna skuldastöðu sinnar sérlega vanbúinn að mæta áföllum í atvinnulífinu. Skuld- ir hlaðast upp og gera áföll sem missi atvinnu eða minnkandi vinnu enn óbærilegri en ella. Úrræðin hljóta að felast í því að stjórnvöld reyni með öllum ráðum að fjölga atvinnutækifærum í landinu. Auk þess þarf með skipulegum hætti að skuldbreyta lánum einstaklinga, ekki síður en fyr- irtækja. Bankarnir hafa allt að vinna í því efni, því hætta er á því að skuldir tapist í vaxandi mæli við óbreytt ástand. Meðan ástandið er slíkt sem skýrsla félagsmála- ráðherra sýnir, er ekki hægt að tala um vorkomu í efnahagsmálum á íslandi. Sú vorkoma er köld og snertir ekki nema hluta fólksins í landinu. At- vinnuástandið grúfir eins og skuggi yfir þeirri vor- komu og meðan 8000 manns ganga atvinnulausir hefur það í för með sér ómælda erfiðleika, ekki síst í þeim þætti sem skýrslan tekur til að hægt sé að stáhda við skuldbindingar sínar. Vegurinn út úr þessum erfiðleikum er ekki auðr- ataður, en stjórnvöldum ber skylda til að taka mið af svo augljósum hættumerkjum, sem er að finna í skýrslunni, og gleyma sér ekki í ánægjunni yfir lít- illi verðbólgu. Samdrátturinn í þjóðfélaginu er stærsti þátturinn í að halda henni niðri. Náttúruvernd bak vib teppi í skipi A dögunum tók Garri sér far með Akraborginni, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Á neðri þiljum þessarar ferju eru bekkir þar sem hægt er að leggja sig á meðan skipið siglir milli hafna, en þar eru teppi og púðar feröalöngum til hæg- inda. Þegar Garri greip til eins teppisins, rakst hann á nokkur blöð, sem skrifað hafði verib á og höfðu augljóslega fallið í hvarf á bak við teppið. Þegar Garri skoðaði lesmálið betur, kom í ljós að þetta var gagn- merk ádrepa um þjóðmál, sem óneitanlega á fullt erindi í fjöl- miðil, því þama kom fram sjónarmiö sem ekki hefur bor- ið mikið á í umræöunni ab undanförnu. Blöð þessi voru því miður óundirrituð, en Garri telur einsýnt að þetta eru hugleiðingar menntaðs manns og upplýsts þannig að rétt er að birta þær hér: Að gæla við græðgina „í Morgunblaðinu þann 29. apríl birtist grein eftir þrjá for- svarsmenn jeppafélags. Grein- in nefnist „Frelsi til að njóta íslands". í Tímanum þann 29. apríl er- lögð spurning fyrir þrjá menn: Á að stytta gæsa- veiðitímabilið? í báðum tilvik- um er fjallað um sama málið, framkomu fólks við landið og hvemig eigi að nýta gæði þess. Erindi jeppamanna í Morgun- blaðinu er að mótmæla áform- um um að koma skipulagi á nýtingu hálendis að Fjalla- baki, vegna þess aö það skerði frelsi þeirra til ab njóta ís- lands. Svörin, sem Tíminn fær við spurningu sinni, eru mótmæli gegn áformum um að tak- marka fuglaveiðar nokkuð frá því sem nú er, enda skerða slíkar takmarkanir frelsi þeirra til að drepa fugla. Öll rök þess- ara manna falla í sama farveg og rök annarra manna sem ekki vilja láta skerða frelsi sitt til að draga fisk úr sjó. Alþingismaður, sem svarar Tímanum, vill lengja veiði- tíma gæsa, enda éta gæsir gras frá bændum og þær eru hvort eö er líka skotnar í Evrópu. Síbast en ekki síst leggur al- þingismaðurinn áherslu á að til em menn sem skjóta gæsir GARRI utan veiðitíma og því muni best að breyta lögum í sam- ræmi vib það, fremur en að framfylgja settum lögum. Þab vekur furðu að fulltrúi á lög- gjafarþingi þjóðarinnar skuli hafa vitsmuni til slíkrar álykt- unar. Annar svaramaður Tímans er sjávarútvegsfræðingur og em rök hans ekki síður athyglis- verð í ljósi starfstitils. Honum finnst ámælisvert að sjónar- mið fuglaveiðimanna skuli virt að vettugi, vegna þess að þeir vita jafn mikiö ef ekki meira um stofnstærb og veiði- þol gæsa en fuglafræðingar. Hversu oft hafa vísindamenn í sjávarútvegi ekki mátt sitja undir gagnrýni frá fiskveiði- mönnum, sem fullyrða að þeir viti jafnmikið ef ekki meira um veiðiþol fiskistofna en vís- indamennirnir. Heggur sá er hlífa skyldi. Frelsi til ab njóta íslands Jeppamenn vilja frelsi til að njóta íslands. Sumum mönnum þykir bensínþefur og bíladynur óaðskiljanlegur hluti eðlilegrar upplifunar á náttúmnni. Fleiri em þeir sem finnst þessi blanda ógeðfelld. Eiga þá jeppamenn að hafa frelsi til að skaprauna þeim, sem vilja njóta þess ab upplifa náttúmna án sjón-, lykt- ar- og hávaðamengunar frá þeim afkáralega óskapnabi, sem íslenskir jeppamenn hafa tjasl- að saman og þjösnast á um byggðir og óbyggðir? Allt ber að sama bmnni. Hópar manna, haldnir hóflausri græðgi, hrifsa til sín gæði lands og sjávar á kostnað þjóðarinnar allrar. Hóflaus sókn í fiskimib umhverfis landið er ab koma efnahag þjóðarinnar á vonar- völ. Hóflaus ásókn dellukónga í tómstundagaman, sem ein- kennist af barnalegri tækjafíkn, stofnar landi og lífi í hættu og skeröir frelsi venjulegs fólks til að njóta náttúmnnar. íslenskir jeppa- og byssumenn líkjast engu fremur en minkunum, sem sluppu úr búri í lok fjórða áratugs aldarinnar og fengu frelsi til að njóta íslands. Þeir þurftu að fá allt strax. Nú væri ráb aö sem flestir íslendingar tækju höndum saman um að kveba þessa vágesti niður." Svo mörg vom þau orð! Garri Að hafa eitthvað að auglýsa Sjálfstæbisflokknum hefur tekist aö vekja á sér nokkra athygli síð- ustu daga fyrir gríöarlega auglýs- ingaherferb sem flokkurinn hefur nú lagt út í. Flestar þessara auglýs- inga em máttlitlar og slagorða- smíbin ómarkviss, sem.kannski er ósköp eðlilegt í ljósi þess hversu óskilgreint stjórnmálaaflið er, sem verið er aö auglýsa. Þó má segja aö flokkurinn hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í auglýsingamennskunni og brýt- ur jafnvel nýtt land undir pólit- íska kynningarstarfsemi. Margbúib er að benda á hvernig flokkurinn notar sér valdaað- stöðu sína í borginni til að koma sínum mönnum á framfæri. Full- yrt er að sjálfstæöismenn líti á borgina sem eign sína og tali í þeim skilningi um „borgina sína". Borgarstjóraskiptin em vitaskuld dæmi um þetta, þab gefur nýjum pólitískum oddvita Sjálfstæðisflokksins mun betra tækifæri til aö koma sér á fram- færi fyrir kosningar að sitja í stóli borgarstjóra en ef sami gamli embættismaburinn hefði setiö út ráðningartímabil sitt. Opnun op- inberra sýninga, móttaka eldri borgara, opnun sundlauga o.s.frv. em dæmi um tækifæri sem borg- arstjórinn hefur til að vera í sviðs- ijósinu. Borgarstjórinn er meira ab segja farinn ab auglýsa sjálfur hreins- unardaga, sem gatnamálastjórinn stendur fyrir, en borgarstjórinn í J k Á víbavangi Reykjavík skrifar undir auglýs- ingu um slíkt í Mogganum um helgina en ekki embætti gatna- málastjóra. Þannig er það jafnt í smáu og stóm að borgarstjóran- um, sem jafnframt er oddviti D- listans, er haldið fram á opinber- um vettvangi. Sjónvarpsstö&in Sýn Til viöbótar við þetta kemur svo auglýsingamennskan frá Sjálf- stæöisflokknum sjálfum. Þar era flestir miölar nýttir af krafti og ómældu fé er varið í aö borga fyr- ir auglýsingapláss í fjölmiðlum. Raunar hefur Morgunblaöið nú gefið út eftirminnilega yfirlýs- ingu um að Sjálfstæöisflokkurinn geti litið á blaðið sem „sitt blað". Eftir uppákomur vegna sjón- varpsútsendinga frá Alþingi í fyrrakvöld hafa gámngamir sagt aö sjálfstæðismenn virðist standa í þeirri trú að sjónvarpsstöðin Sýn sé sjónvarpsstööin sín, og þeir geti því farið meb hana að vild, rétt eins og borgina sína og blaöib sitt, embættismennina sína, o.s.frv. o.s.frv. Þjóbfélagssýn En stjómmál em meira en aug- lýsingar og þau em líka annað og meira en mikið af auglýsingum. Stjórnmál snúast um að hafa ein- hverja þjóöfélagssýn og góbur kosningaárangur næst því abeins að sú þjóbfélagssýn falli þorra kjósenda í geð. Slíka sýn virðist Sjálfstæöisflokk- inn vanta og fyrirvaraiaus fagur- gali og mýkt, sem nú er allt í einu slegið fram af flokknum, gera í raun ekki annað en að undirstrika þá tilfinningu, að þar fari flokkur sem gerir nánast hvað sem er til að halda völdum Það er því táknrænt að „vöra- merkið", sem Sjálfstæöisflokkur- inn notar þegar hann ávarpar ungt fólk í kosningabaráttunni, er teikning af ungu fólki, tveimur piltum og stúlku. Aðeins eitt þeirra hefur augu, en hin em augnalausir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, flokks án sýnar. -BG • ( 1 « >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.