Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 6
6 ‘WTinarfcfrHr’itntriHiy Miövikudagur 11. maí 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM 11 sveitarfélög sameinast um ráöningu feröa- málafulltrúa Ferðaþjónustufélag Fljótsdals- héraðs og Borgarfjarðar eystri hefur ráðiö Ingibjörgu Inga- dóttur í starf feröamálafull- trúa. Ingibjörg hefur lokið námi í hótelrekstri og ferðaþjónustu og stundaöi nám bæði í Eng- landi og Grikklandi. í vetur hefur hún kennt ensku, frönsku og ferðamálafræði við Alþýðuskólann á Eiðum. Ingi- björg hefur störf 1. júní og verður meö skrifstofu- og við- talstíma í húsnæði RAUST í Miðvangi. Ingibjörg Ingadóttir. Aö ráðningunni standa 11 sveitarfélög á Héraði og Borg- arfiröi eystri. Til að byrja með hefur fengist fjárveiting til starfsins fram að áramótum. í viðtali við blaðið sagði Ingi- björg að hún hlakkaði til að hefja störf; fyrir lægi mikið starf, svo sem að leiöa saman þjónustufyrirtæki á svæðinu, en hún telur samstarf þeirra forsendu þess að hér byggist upp öflug ferðaþjónusta. Hún hefur nú þegar, ásamt stjórn félagsins, hafist handa við gerð bæklings fyrir svæðiö. Ingibjörg hyggst á næstunni ferðast um og hitta þjónustu- aðila á svæðinu og hlakkar til samstarfsins. Lausaganga hrossa veröur bönnuö í Vopna- firöi Hreppsnefnd Vopnafjarðar hefur samþykkt aö öll lausa- ganga hrossa í Vopnafjarðar- hreppi verði bönnuð frá og með 1. október nk. Áður hafði hreppsnefnd auglýst bann á lausagöngu hrossa frá 1. júní. Að sögn Vilmundar Gíslason- ar, sveitarstjóra Vopnafjarðar- hrepps, var ákveðið að fresta gildistökunni til 1. október vegna óljósra þátta, s.s. trygg- ingamála og dóms sem féll nýlega í Hæstarétti. Fram að 1. október verður staða hlutaöeigandi aöila könnuð, t.d. hvort frjáls ábyrgöartrygging bænda nái ekki yfir lausagöngu hesta. Bannið þýöir að öllum eigend- um hrossa verður skylt að hafa hross í vörslu innan grip- heldra giröinga. Aöspuröur sagöi Vilmundur aö hrossum heföi ekki fjölgaö mikiö í Vopnafirði undanfarin ár, en ákveðin hætta fylgdi lausagöngunni og flestir ef ekki allir, bæði hestamenn og bílstjórar, skildu þaö mætavel. m lilH VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyjar: Allir vegarspottar eyjunnar malbik- aöir Nýlega hófust malbikunar- framkvæmdir á vegum bæjar- ins. Aö sögn Elíasar Baldvins- sonar, forstööumanns Áhalda- hússins, veröa Gerðisbraut og Tangagata einu göturnar í ár sem veröa malbikaðar, enda er ekki mikið eftir. „Þetta verða mest frimerki út um allan bæ sem veröa mal- bikuð. Búiö er aö malbika bíla- stæðin fyrir framan sýslu- mannsskrifstofumar og nú er veriö aö klára Eimskipafélags- planið. Samkvæmt gatnagerö- aráætlun á einnig aö klára gangstéttir vítt og breitt um bæinn, auk heföbundinna viögeröa. Þegar búiö verður að klára þjóövegina í sumar, veröur búið að malbika nánast alla vegarspotta í eyjunni og þá getur maöur haft þaö gott. Reyndar sakna ég þess að Skvísusund skuli ekki vera malbikaö, því eftir böll á Höfðanum er betra aö leggjast á malbikiö en mölina," segir Elías. Búist er viö að byrjað veröi að leggja bundið slitlag á þjóð- vegi síöast í maímánuöi. Elsti núlifandi íslendingur- inn: Valgerður Stein- unn Fribriksdóttir 105 ára Valgerður Steinunn Friöriks- dóttir, Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, áöur húsmóöir aö Aðalstræti 5, er 105 ára í dag. Valgeröur Steinunn mun vera elsti núlifandi íslendingurinn og ber hún aldurinn vel. Hún er fædd á Hánefsstööum í Svarfaöardal 3. maí 1889. Þegar Valgerður var tvítug fór hún til Akureyrar og vann sem vinnukona, en sumariö 1913 lá leiðin í Þorgeirsfjörö þar sem hún var í verbúöar- vinnu. Þar kynntist hún ein- Valgerbur Steinunn Fribriksdóttir varb 105 ára á dögunum. Hún er nú elsti núlifandi Islendingurinn. mitt mannsefni sínu, Jónasi Franklín. Þau giftu sig í Grundarþingi sama haust og hófu búskap á Akureyri. Valgerður vann öll almenn störf sem tengdust sjósókn fyrr á árum og hún tók virkan þátt í starfi Slysavarnafélags- ins, kvenfélaga og Góðtempl- arareglunni á Akureyri og er þar heiöursfélagi. Eiginmaður Valgerðar lést ár- ið 1956. Þau eignuðust tvö börn, Jóhann og Þóru, en þau eru bæði látin. Barnabörnin urðu sex. Valgeröur hefur búiö á dvalarheimili aldraöra í ald- arfjóröung og hún segir að þar hafi sér liöiö nokkuð vel. Nýir rekstrarabil- ar taka vib Hótel Ólafsfirði Nýir rekstraraöilar tóku viö rekstri Hótels Ólafsfjaröar fyrir skömmu og einnig rekstri bensínstöövar Skeljungs, sem er sambyggö hótelinu. Skelj- ungur hefur um skeiö verið aöaleigandi Hótels Ólafsfjarö- ar hf., en nú hefur veriö und- irritaður leigusamningur meö kaupréttarákvæðum viö Sigur- jón Magnússon, einn aöaleig- anda bifreiöaverkstæðisins Múlatinds hf., og Lúövík Gestsson í Bílanausti hf. í Reykjavík um hótelið. Jafn- framt var geröur rekstrarsamn- ingur um bensínstööina. Þeir munu svo í framhaldinu stofna hlutafélag í Ólafsfirði um reksturinn. Ámi Ólafur Lárusson, stjóm- arformaöur Hótels Ólafsfjarðar hf. og framkvæmdastjóri fjár- málasviös Skeljungs, segir að viö kaup Skeljungs á sínum tíma hafi verið ljóst að ekki yröi um framtíðarrekstur aö ræða, heldur yrði stefnt aö því aö koma rekstrinum í einka- rekstur heimaaöila á staöniun. Þetta hafi nú gengiö eftir. Á Hótel Ólafsfiröi em 11 her- bergi, auk veitingasölu og til- heyrandi aöstööu. Vib undirskrift samninga. Lengst til vinstri eru kaupendurnir tveir, Lúb- vík Cestsson og Sigurjón Magnússon, þá jón Sólnes, lögmabur Skelj- ungs, Árni Ólafur Lárusson, stjórnarformabur Hótels Ólafsfjarbar hf., og Jóhann Haraldsson, forstöbumabur bensínsöludeildar Skeljungs hf. AÖ loknu leikári Nú er leikárinu lokiö og tilefni til aö líta yfir þaö í sjónhend- ing. Þetta er fyrsti veturinn eftir nokkurra ára hlé sem ég hef fylgst vel með leik- listarlífi í Reykjavík og séö all- ar sýningar atvinnuleikhús- anna þar. Nokkrar aörar sýn- ingar sá ég einnig, en leiddi hjá mér skólasýningar og sýn- ingar áhugaféíaga í nágrenni borgarinnar — án þess í því felist nokkurt vanmat á þeirri menningarstarfsemi. Ekki er ástæöa til að prenta upp um- sagnir mínar um sýningar, sem birst hafa hér í blaðinu, en nokkur atriöi vil ég draga fram. Þaö, sem upp úr stendur í mínum augum, er þaö að Þjóðleikhúsið hefur á síðustu árum, undir stjórn Stefáns Baldurssonar, endurheimt stööu sína sem hið trausta flaggskip og fomstuafl íslensks leikhúslífs. Þessu hlutverki ber leikhúsinu auðvitað að gegna, en á því var misbrestur fyrr á árum og lægö í starfseminni. Leikhúsmenn vom þá hneigð- ir til, eins og löngum fyrr og síðar, aö kenna gagnrýnend- um um að ala á neikvæöu við- horfi til leikhússins. Vitaskuld geta fúllyndir og duttlunga- fullir gagnrýnendur haft sín áhrif, en ég hygg að þeir og aðrir leikhúsgestir finni samt nokkuð vel hvenær starfaö er af metnaði og lifandi áhuga í leikhúsi og hvenær ekki. í þeim efnum er Þjóöleikhúsiö á réttri braut og verður von- andi hvergi látið undan síga á komandi ámm. Sýningar Þjóðleikhússins vom auðvitaö misgóðar í vet- ur sem endranær, en mestu skiptir að framboðið var eink- ar fjölbreytt og gaf starfsliði hússins færi á að sýna ýmsar hliðar á sér. Leikárið hófst á íslensku verki, Ferðalokum Steinunnar Jóhannesdóttur. Sýningin var fagmannlega unnin af leikhússins hálfu, en verkið þótti mér afleitt. Aö mínum dómi var leikritið vandræðalegur hringsnúning- ur um Jónas Hallgrímsson, eins konar þráhyggja dró allan þrótt úr persónusköpuninni og gerði ekki heldur mýtuna um Jónas skiljanlegri eða áhugaverðari eöa Jónas sjálfan „mannlegri" eins og það heit- ir. Öll elskum við Jónas, en þaö er betra að gæta sín gagn- vart honum, fleiri hafa misst þar fótanna en Steinunn Jó- hannesdóttir. Kröfur til áhorfenda Annaö íslenskt verk Þjóðleik- hússins var Þrettánda kross- feröin eftir Odd Björnsson. Þetta er afar langt og metnað- arfullt verk og sýningin var mikil skynræn upplifun. Margt var athyglisvert í þessu verki, en í heild var það ekki nógu vel skrifað, of víöa slaki á textanum og hefði þurft að þjappa því betur saman. Verk- iö gerir kröfur til áhorfenda, innlifunar þeirra og þekkingar vegna mikilla menningarsögu- legra og sér í lagi trúarlegra til- vísana, og virtist sem ýmsir, þar á meðal sumir gagnrýn- endur, væru ekki tilbúnir til aö veröa við slíkum kröfum og höfðu allt á hornum sér. — Tveir af eldri leikurum húss- ins, Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir, léku af hjartans lyst skemmtilegt lítið verk á litla sviðinu, Ástarbréf. Klassískt nútímaverk, Allir synir mínir eftir Miller, kom einnig á sviöiö og er þar eink- LEIKLIST GUNNAR STEFÁNSSON um minnisstæður afburöaleik- ur Kristbjargar Kjeld. Nýstárlegasta sýning vetrar- ins var þó Mávurinn eftir Tsjekhov, sem Rimas Tuminas frá Litháen setti á sviö. Kynni sú sýning að geta orðið vítam- ínsprauta fyrir leikhúsið og örvaö til aö horfa ferskum augum á klassíkina. Gaman var að sjá hvemig leikstjórinn og samstarfsmenn hans sam- lendir léku sér að Mávinum af mikilli hugmyndaauögi, — eftirminnileg leikstund. Enn er ótalið sitthvaö í Þjóö- leikhúsinu: Barnaleikritiö Skilaboðaskjóöan eftir Þorvald Þorsteinsson, ævintýraleikur meö afarskemmtilegum söngvum, — og svo unglinga- leikurinn Gauragangur eftir Olaf Hauk Símonarson sem enn gengur, fjömg sýning og hefur notið maklegra vin- sælda. Á Smíðaverkstæðinu var auk leikrits Steinunnar Jóhannes- dóttur sýnt Blóöbrullaup Garcia Lorca, nokkuö ójöfn sýning að persónusköpun, en sjónræn í einföldum grípandi andstæöum blóðs og myrkurs. Af eiristökum leikendum er Bríet Héöinsdóttir minnileg- ust í hlutverki móöurinnar. — Hinn spænski andi tragid- íunnar í sniðum alþýðuleiks, bundið náttúrulegu lífi frjó- semi og tortímingar sem Lorca lýsir, á greiða leiö til okkar. Þrjú meginleikrit hans hafa veriö sýnd í Þjóöleikhúsinu á síðustu ámm, og sum reyndar víðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.