Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 2
2 wnMll11:2.1iuTníiíul ^r'F'PFF'F vWF Miövikudagur 11. maí 1994 Tíminn spyr... Hver er skobun þín á því ab Sýn rauf útsendingu frá Al- þingi í fyrrakvöld? Björn Bjamason alþingismabur: Ég er þeirrar skoöunar aö Sýn hafi brotiö samkomulag sem sjón- varpsstööin geröi viö Alþingi meö því aö rjúfa útsendingu meö þeim hætti sem gert var. En ég er hins vegar alveg undrandi á viöbrögö- um stómarandstööunnar vegna málsins og öllu því moldviöri sem hefur oröiö vegna málsins. Al- þingi íslands var stofnaö áriö 930 og það var ekki fyrr en fyrir örfá- um ámm sem farið var aö sjón- varpa þingfundum og að ætla að fresta þingfundi eins og sumir þingmenn fóm fram á er í hæsta máta furðuleg uppákoma. Valgerbur Svemsdóttir Mín skoöun er sú að þetta var brot á samningi sem gerður var á milli Sýnar hf. og Alþingis. Það er alltaf slæmt þegar menn brjóta samninga og þaö kom fram hjá Sýn í fyrradag að Alþingi mundi sitja fyrir samkvæmt samningi. Svo er það útvarpsstjóri, Páll Magnússon, sem tekur ákvöröun um þaö ab rjúfa útsendingar frá Alþingi og hefur hann beöist af- sökunar á því. Þaö hefur komib til tals aö samningnum við Sýn veröi sagt upp en ég á síbur von á því. Kristín Astgeirsdóttir: Mín skoöun er sú aö Sýn hafi rof- ib samninga við Alþingi og aö Al- þingi hafi veriö sýnd mikil óvirð- ing þegar rödd efsta manns á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kom yfir mynd af einum þing- manni stjómarandstööunnar. Það var afar sérstakt að upplifa þab aö útsending frá Alþingi skyldi vera rofin til þess aö koma borgarstjóra Reykjavíkur að í auglýsingamynd. Þetta sýnir náttúrulega svo ekki veröur um villst aö Sjálfstæöis- flokkurinn er að fara á taugum í þessari kosningabaráttu og beitir öllum brögbum til þess ab koma áróöri sínum út á mebal þjóöar- innar, jafnvel þótt það brjóti í bága vib geröa samninga. Friörik Sophusson fjármálarábherra kallar Cubna Ágústsson vindhana og asna í umrœbum á Alþingi í gœr. Hrollvekja í skýrsluformi Gubni Ágústsson alþingismabur gagnrýndi ríkisstjórnina harblega í rœbu sem hann flutti í tilefni afskýrslu Þjóbhagsstofnunar um skuldastöbu heimilanna. Hér er Gubni ab rœba málin vib Ingibjörgu Pálmadóttur al- þingismann. Tímamynd: GS Til harbrar umræöu kom á Al- þingi í gær vegna skýrslu Þjób- hagsstofnunar um skuldastöbu heimilanna. Guöni Ágústsson alþingismaöur gagnrýndi ríkis- stjómina harölega í ræöu sinni. Guöni sagöi í samtali viö Tím- ann aö umræöan heföi gengið svo langt ab hæstvirtur fjár- málarábherra hefbi kaÚaö hann vindhana og skepnu vegna ummæla hans um skuldastööu heimilanna. „Hér mun verða gert upp viö Sjálfstæöisflokkinn og ekki síður Alþýðuflokkinn sem er „últra" hægriflokkur og hefur slökkt öll ljós jafnaöarstefnunar. Hvar er ungi stjórnmálamaöurinn sem spurði og fór byggö úr byggö á slitnum skóm frelsarans: „Hverjir eiga ísland?" Hvemig hefur jöfn- uði og lífskjörum fólks verið variö eftir aö þessi leiðtogi komst til valda? Heyrir enginn lengur skó- hljóö hins þreytta verkamanns? Heyrir enginn lengur andvarp þess atvinnulausa. Hafa frjáls- hyggjan, Evrópuhugsjónin og gljáfægö gróðamusteri mamm- onshyggjunnar svæft þennan agnarsmáa en valdasjúka Alþýöu- flokk Þyrnirósarsvefni," sagði Guöni Ágústsson. Og Guðni Ágústsson hélt áfram: „Fólkið í landinu finnur aö það er að tapa. Fólkið finnur aö þab er vitlaust gefiö og rangt skammtaö. Gjaldþrotastefnan og „Kemur mér ekki viö stefnan" er stærsta böl heimilanna og þaö stóö aldrei til hjá hæstvirtum forsætisráö- herra, þegar hann talaöi um vor í okkar efnahagsmálum á eldhús- degi Alþingis, að vorið yröi eign allra þeirra sem um sárt eiga aö binda. Heldur aöeins vor fyrir einkavinavæðinguna. Þessi skýrsla staöfestir þaö að fólkið í landinu er aö tapa. Þessi skýrsla er hrollvekja og gefur til kynna án þess aö þaö sé sagt aö einhver hluti af ungu fólki sé að missa tökin á sínum málum meö þeim hætti aö gjaldþrot blasi viö. Fé- lagsmálastofnanir um allt land greina frá óvenju mörgu fólki sem er í neyð og þarfnast aðstoöar. At- vinnuleysið og miklar kaupmátt- arskerðingar, ekki síst vegna aö- geröa ríkisstjómarflokkanna hér á Alþingi sl. 3 ár, valda því að váleg- ur gestur ber víöa aö dyrum. Þessi vágestur er fátæktin og átta þús- und manna atvinnuleysi. Ríkis- stjórnin sýnir ekki nokkum vilja eöa viöleitni til aö koma með markveröar tillögur, enda segja boðberar frjálshyggjunnar að viö megum vænta þess sama og í EB. Viö framsóknarmenn tökum undir meö Bubba Morthens og segjum hiklaust: „Atvinnuleysið er komið til að fara,"„ sagði Guðni Ágústsson meðal annars í höröum slag á Alþingi í gær. ■ Ríkisendurskobun leggur nibur sjóbi: Aðeins 350 íslend- ingar að baki hverjum sjóði Ríkisendurskoöun lagbi niöur 137 sjóöi á síbasta ári. Samt vom ennþá 634 sjóöir á skrá í lok ársins, samkvæmt starfs- skýrslu stofnunarinnar fyrir síö- asta ár. En samkvæmt lögum um sjóöi og stofnanir skal Ríkis- endurskoðun halda skrá yfir tekjur, gjöld, eignir og skuldir allra skráöra sjóöa. í samræmi viö sömu lög hefur Ríkisendurskoöun markvisst unn- iö aö því aö leggja niöur sjóði sem eiga óverulegar eignir, þ.e. 50.000 krónur eða minna, eöa sameina þá öömm sjóðum með svipað hlutverk. Af þessu leiddi að 137 sjóöir vom lagðir niöur á árinu en 15 nýir sjóðir bættust viö. Þrátt fyrir þessa „slátmn" áttu landsmenn ennþá 634 sjóöi á skrá um áramót. Samkvæmt þessu hafa sjóbimir veriö 756 í ársbyrj- un. Þaö þýöir aö einn skráöur sjóbur hefur komið í hlut hverra 350 íslendinga, sem kynnu þar að eiga enn eitt metiö. Ríkisendurskoöun bámst reikn- ingsskil frá 495 sjóöum á árinu. Samanlagöar tekjur þeirra námu 2,3 milljöröum kr., en eigið fé þeirra nam 6,2 milljörðum í lok ársins. Þaö svarar til 12,5 milljóna meöaleignar á hvem sjóð. ■ Fiskiöja Saubárkróks: Islensk-þýsk vöru- skipti með fisk í vikubyrjun landaöi þýski togarinn Europa frá Bremer- haven 130 tonnum af ísuö- um fiski til vinnslu hjá Fisk- ibju Saubárkróks hf. Aflinn var aballega þorskur, um 65 tonn, og 50 tonn af ýsu, en hann var veiddur úr kvóta ESB í Barentshafi. Verbiö fyr- ir aflann mun vera svipab og í vibskiptum hér innan- lands. Svo skemmtilega vill til að togarar Skagfiröings hf. sigla oft með karfa til heimahafnar Europa og t.d. er togarinn Skagfirðingur nýkominn úr einni slíkri söluferð. Að mati heimamanna er því þarna um að ræða hálfgerö vömskipti með fisk á milli íslands og Þýskalands sem em hagkvæm fyrir bába aðila. Af hálfu Fisk- iöjunnar er vonir bundnar við að framhald geti orðið á þess- um viðskiptum við útgerb þýska togarans. Þýska útgerðin, Fischereige- sellschaft Klaus Hartmann Eurotrawler, mun vera eina ís- fisktogaraútgerðin sem hefur lifað af aflasamdrátt síðustu ára í Þýskalandi. Togarinn Eur- opa hefur m.a. áður landað afla sínum í Færeyjum. Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna: Launamunur karla og kvenna mun meiri innan BSRB en BHMR: Launamunur kynjanna í BHMR 1—5% fyrstu 25 starfsárin Munur á meballaunum sem ríkib greibir körlum og kon- um í BHMR er á bilinu 1% til 5% — eba frá 600 til 6.000 kr. — fyrstu 25 starfsárin. En yfir 3/4 allra BHMR-manna hjá ríkinu hafa minna en 25 ára starfsaldur. Hæst kemst launamunurinn í 12,5% hjá fólki meb 35—40 ára starfs- aldur. Ab baki þeim saman- burbi em hins vegar mjög fá stöðugildi, því abeins 3% BHMR-kvenna hjá ríkinu hafa yfir 35 ára starfsaldur. Þær 20—35 þúsundir króna sem karlar hafa innfram kon- ur í heildartekjur á mánuöi, fá þeir því fyrst og fremst fyr- ir meiri yfirvinnu og svoköll- ub önnur laun. Þessir útreikningar em gerðir af Kjararannsóknamefnd opin- berra starfsmanna og ná til greiddra launa allra BHMR- manna í starfi hjá ríkinu á síð- asta ársfjórðungi 1993, sem þá vom rúmlega 4.300 manns í um 3.700 stöðugildum. Kring- um 42% kvennanna vom í hlutastarfi, en einungis 18% karlanna. Dagvinnulaun háskólamennt- aöra karla og kvenna hjá ríkinu em nærri þvi hnífjöfn fyrstu 5 starfsárin, um 79 þúsund krón- ur. Mismunurinn vex smám saman og er kominn upp í tæp- lega 5% eftir 16—20 ár í starfi, en flest BHMR-fólk hefur þann starfsaldur að baki. Þá em dag- vinnulaunin komin í 97.400 kr. hjá konum en 102.000 kr. hjá körlum. Heildarlaun kvenna em 148.600 kr. en karlamir afla hins vegar 179.100 kr. mánað- artekna ab meðaltali, eða rúm- lega 20% hærri, á fjórða árs- fjórðungi 1993. Hjá kennumm er launamunur mjög svipabur og hjá BHMR- fólki. En karlar jafnt og konur (samtals um 3.900 manns í 3.200 stöðugildum) í kennara- stétt em með nokkm lægri meðallaun en fólk í BHMR. Meðal kennara er hópurinn meb 21-25 ára starfsaldur lang fjölmennastur. Launamunur kynjanna er hins vegar talsvert meiri innan BSRB en hinna samtakanna. Algengast er aö meðallaun karla fyrir dagvinn- una séu frá 7—12% hærri en meðallaun kvenna í BSRB. Og í heildartekjum fara BSRB-karlar að meðaltali 35-40% umfram konurnar. Algengast er að karl- arnir hafi á bilinu 40—50 þús. kr. hærri heildartekjur á mán- ubi en konur innan BSRB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.