Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 10
Mi&vikudagur 11. maí 1994 SímiwOT-’ Búningar og sýning unglinganna vöktu sérstaka athygli fyrir frumleik og áferbarfegurb. Hestadagar í Reiðhöllinni Reykur og Kristinn vöktu aödáun Sunnlenskir hestamenn fjöl- menntu í Reiðhöllina í Víði- dal um helgina og buöu uppá glæsisýningar föstudag, laugar- dag og sunnudag. Herlegheitin byrjuðu á fánaborg Fáksmanna þar sem formannshjónin í Fák, Viðar og Ragna, fóru fyrir. Þá kom sýning á B-flokks hryssum og síð- an fóru nokkrir unglingar á kost- um í sérdeilis skemmtilegum sér- saumuðum búningum. Þá voru glæsihestarnir Kolfinnur og Dagur í Kjamholtum með mikla afkvæmasýningu og eftir það hófst mikil tölthestasýning. Hermann Ámason Eyfellingur var hreint óborganlegur í skemmtiatriði, þar sem bæði þjóðmæringar og sveitungar hans fengu það óþvegið. Þá vom rækt- unarbúasýningar frá Torfastöð- um, Ármóti og Skúla Steinssyni, en þau Drífa og Ólafur á Torfa- stöðum í Biskupstungum vinna ómetanlegt starf fyrir æskulýð landsins og hafa notaö þarfasta þjóninn til að rétta við hinn brák- aða reyr. Hrein unun var að sjá A- flokks sýninguna, þvílík vekurð var í gæðingunum. Sterkasti hestamaöur í heimi lyfti öllu sem þorði upp á pallinn hjá honum, bæði mönnum og skepnum, og einnig var veðjað um töltmeistara og skeiömeistara. Klárhryssur liðu um salinn með sínum háa fóta- burði og kynnt vom ræktunarbú- in að Nýjabæ og Kvíahól. Ungir tamningamenn sýndu listir sínar og glæsilegir stórhestar mnnu milli dyra. Runnu Reykur frá Hof- túnum og Kristinn í Skarði skeið- ið af þvílíkum tilþrifum að mörg- um verður minnisstætt. Þessi eft- irminnilega sýning endaði síðan meö söng og dans og fallegri kveðjuathöfn. ■ Sterkasti hestamabur íheimi lyftir hér tveimur altygjubum gæbing- um meb knöpum og öbru fólki og fór létt meb þab. Margar glœsisýningar rœktunar- búa voru á Hestadögunum. Hér er gamla brýnib frá Vatnagörbum á Eyrarbakka, Skúli Steinsson, fjall- kóngur Flóamanna, mœttur meb hesta sína og eigin afkvæmi. Fór vel undir honum, ekki síbur en á Murneyrum svo oft ábur. Pétur jónsson, einn af frambjóbendum Reykjavíkurlistans, var mættur í Reibhöllinni á hestadögunum um helgina og dreifbi þar bobskap R-listans til hestamanna. Móttakandi í þessu tilviki er Loftur Cubmundsson bóndi í Seli á Landi. Reiöhallar- kaupin á flugaskeiði Kaup Reykjavíkurborgar á Reiö- höllinni í Víðidal em nú enn komin á skrið. í stefnuyfirlýsingu Reykjavíkurlistans til borgar- stjórnarkosninga í vor stendur m.a. í kaflanum um æskulýðs- og tómstundamál, þar sem fjallað er um framkvæmdir íþróttafélag- anna undir íþróttamál: „Tryggt skal að hestaíþróttum verði gert jafn hátt undir höfði, m.a. með athugún 'á kaupum á Reiðhöll- inni." Þá hefur Leifur Jóhannes- son, forstjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins, upplýst aö Ámi Sigfússon, borgarstjóri Reykjavík- ur, hafi ámálgað kaup á höllinni. Kaupverðið verður eitthvað undir hundrað milljónum króna. ■ HESTAR CUÐLAUGUR TRYCGVI KARLSSON i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.