Tíminn - 12.05.1994, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 12. maí 1994
UR HERAÐSFRETTABLOÐUM
BORGFIRÐINGUR
BORGARNESI
Jeppi á jökli:
Komst upp ab
lokum
Þaö gekk ekki þrautalaust hjá
Hafþóri Ferdinandssyni og fé-
lögum að koma jeppa af gerö-
inni Mitsubishi Pajero upp á
Eiríksjökul á dögunum. Þó
haföist þaö aö lokum, aö
koma honum upp á toppinn.
Jeppinn lét töluvert á sjá í vi&ur-
eign sinni vib Eiríksjökul.
Fariö var meö bílinn upp í
nokkmm áföngum. Eftir fyrsta
daginn var stoppað þegar um
eitthundraö metrar vom eftir
upp á brún hamrabeltisins
sem umlykur Eiríksjökul og
bíllinn skilinn þar eftir. Bíll-
inn var dreginn upp hlíöina
meö rafmagnsspili.
Þegar halda átti áfram,
nokkmm dögum síöar, kom í
ljós aö bíllinn hafði fokið
langar leiðir og oltiö niöur
§narbratta hlíðina. Gengiö var
frá bílnum þannig aö hann
yröi ökufær, sent eftir felgum
til Reykjavíkur og toppurinn á
bílnum tjakkaður upp og síö-
an haldiö áfram. í þriöju at-
rennu hafðist þaö svo loksins
aö koma bíl í fyrsta skipti á
topp Eiríksjökuls, en ekki er
hægt að segja aö sú ferö hafi
verið til fjár, og þó veit maður
víst aldrei.
Höfbingleg minn-
ingargjöf
Systurnar Ingveldur Jóhanns-
dóttir á Litlu-Þúfu í Mikla-
holtshreppi og Ásta Lára Jó-
hannsdóttir, búsett í Reykja-
vík, gáfu Fáskrúðsbakkakirkju
í Miklaholtshreppi mikið lista-
verk á dögunum, fjóra steinda
glugga til minningar um for-
eldra sína og bræður, tvíbura.
Þaö var Benedikt Gunnars-
son listmálari sem annaðist
myndsköpun og stækkun
fmmmynda ásamt glervali og
eftirliti, en um samsetningar-
vinnu og uppsetningu verka í
kirkjunni sá fyrirtækið Listgler
í Kópavogi.
Miklar endurbætur og viö-
geröir hafa veriö geröar á Fá-
skrúðsbakkakirkju, m.a. hefur
hún öll verið máluö og söng-
loft stækkaö og því breytt.
Austurland
Fyrstu nemendurnir í skólaeldhúsinu höfðu útbúiö hádegisverb og bi&u
í eftirvæntingu eftir a& geta sest til bor&s.
um allt að helming. Kertin
veröa fyrst og fremst seld á er-
lendan markað.
Stofnað hefur veriö hlutafé-
lagið Jaröljós um þennan
rekstur og er það í eigu fjög-
urra einstaklinga hér á landi
og dansks fyrirtækis í eigu ís-
lendinga.
„Þetta verður vonandi lyfti-
stöng fyrir atvinnulífið í
Hverageröi og áhugavert verk-
efni, sem ég er sannfærður um
að gangi upp. Það hefur veriö
unnin mikil undirbúnings-
vinna í þessu máli og Hvera-
geröisbær hefur aðstoöaö okk-
ur í því efni, en bærinn mun
ekki eiga neinn hlut í fyrirtæk-
inu," segir Ásgeir Egilsson,
framkvæmdastjóri Jaröljósa.
Skólaeldhús tekib
í notkun
Nýlega var tekiö formlega í
notkun skólaeldhús viö
grunnskólana í Neskaupstað
og hófst kennsla þar strax
næsta dag. Skólaeldhúsið er í
einbýlishúsi aö Mýrargötu 8,
en bæjarsjóður keypti húsiö á
síðasta ári vegna byggingar
nýja íþróttahússins sem stend-
ur fast við.
Aö undanförnu hafa gagn-
gerðar endurbætur farið fram
á húsinu og er þar nú glæsileg
aðstaða til kennslu í heimilis-
fræbum. Við vígsluna lýsti
Guömundur Bjarnason bæjar-
stjóri framkvæmdum og að-
draganda aö gerö skólaeld-
hússins. Viðstaddir voru
nokkrir bæjarfulltrúar, verk-
takar, forstööumenn skólanna
og kennarar. Þá voru og viö-
staddir fulltrúar Kvenfélagsins
Nönnu, þær Inga Rósa Guö-
jónsdóttir og Sólveig Einars-
dóttir, og afhentu þær skóla-
eldhúsinu að gjöf hálfa millj-
ón króna, sem er ágóöi af
fermingarskeytasölu félagsins
síðustu tvö ár.
Björgunaræfingin
Krísa '94 tókst vel
Þaö var mikiö um aö vera á
Suðurlandi á dögunum, þegar
björgunarsveitir á sunnan-
veröu landinu og Almanna-
varnir ásamt almenningi í hér-
aöinu æfðu viðbrögö viö Suð-
urlandsskjálfta á björgunaræf-
ingunni Krísu '94. Þetta var
ein umfangsmesta björgunar-
Swwtefeft
FRÉTTABLAÐIÐ
SELFOSSI
Nýtt fyrirtæki
hyggst flytja út
kerti
Kertagerö, sem framleiða
mun svokölluð sandkerti, tek-
ur væntanlega til starfa í
Hveragerbi í júní nk. í byrjun
munu 5-6 manns starfa viö
fyrirtækiö, en ef vel gengur
gæti starfsmönnum fjölgaö
Ingveldur og Ásta Lára Jóhannsdætur, ásamt sr. Hreini S. Hákonarsyni
og Benedikt Cunnarssyni.
æfing sem haldin hefur veriö.
Um tvö þúsund manns tóku
þátt í æfingunni þegar allt er
talið. Hún hófst meö því aö
mikill jarðskjálfti, um 7 stig á
Richter meö upptök í Holtum,
reiö yfir um klukkan 6 að
morgni. Brýr og bæir hrundu
eða löskuðust og önnur
mannvirki skemmdust. Björg-
unarsveitir allt frá Kirkjubæj-
arklaustri til Borgarfjaröar
voru kallaðar út til aðstoðar
slösuðum og særðum, en
heimafólk lék slasaða sem
komið var meö undir læknis-
hendur. Meðal annars átti
brúin á Þjórsá aö hafa laskast
mikiö.
Að sögn aðstandenda æfing-
arinnar tókst hún mjög vel. í
ljós komu nokkrir gallar á við-
brögðum og samæfingu björg-
unarsveitanna og Almanna-
varna. Veröur fariö yfir þá
galla, en tilgangur æfingarinn-
ar var meðal annars að fá þá
fram.
Sveitarstjórnarkosningarnar 28. maí 1994:
Þórshafnarhreppur
Eftirtaldir listar veröa í kjöri við
sveitarstjórnarkosningar í Þórs-
hafnarhreppi:
K-frambobslisti Framfarasinn-
aöra kjósenda:
1. Jóhann Arngr. Jónsson
2. Jónas S. Jóhannsson
3. Kristín Kristjánsdóttir
4. Hilmar Þór Hilmarsson
5. Ragnhildur Karlsdóttir
6. Henrý Már Ásgrímsson
7. Ester Þorbergsdóttir
8. Axel Gunnarsson
9. Sigurður Baldursson
10. Pálljónasson
Umboösmaöur K-listans er
Skúli Friöriksson.
L-framboðslisti Langnesinga:
1. Jón Gunnþórsson
2. Gunnlaugur Ólafsson
3. Heiörún Oladóttir
4. Sæmundur Einarsson
5. Sigfús Skúlason
6. Bjamey S. Hermundsdóttir
7. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
8. ÓIi Þorsteinsson
9. Björg Leósdóttir
10. Ámi Helgason
Umboðsmaður L-listans er
Magnús Þórðarson. ■
Vettvangur í
Stykkishólmi
Vettvangur er samtök félags-
hyggjufólks, sem hefur áhuga á
sveitarstjórnarmálum. Að Vett-
vangi stendur fólk úr Alþýöu-
bandalagi, Alþýðuflokki og
óflokksbundið fólk, og býður
fram í Stykkishólmi og Helga-
fellssveit.
Tíu efstu sæti listans skipa:
1. Davíö Sveinsson skrifstofu-
maður.
2. Kristín Benediktsdóttir hús-
móðir.
3. Atli Edgarsson bakari.
4. Höröur Gunnarsson skip-
stjóri.
5. Bylgja Baldursdóttir
umsj.maöur félagsmiöstöövar.
6. Þröstur Ingi Auðunsson sjó-
maður.
7. Guömundur Bragi Kjartans-
son rafvirki.
8. Bima Pétursdóttir bókavörö-
ur.
9. Bryndís Guðbjartsdóttir skrif-
stofumaður.
10. Guðrún Ema Magnúsdóttir
kennari. ■
Kratar á Mýrunum
Framboöslisti Alþýöuflokksins í
sameinuöu sveitarfélagi í Mýra-
sýslu (Borgarnes, Hraunhrepp-
ur, Noröurárdalshreppur, Staf-
holtstungnahreppur), vegna
kosninga 28. maí 1994, hefur
verið kynntur. 10 efstu sætin
skipa:
1. Sigurður Már Einarsson fiski-
fræöingur.
2. Jón Haraldsson verslunar-
maður.
3. Kristmar Ólafsson háskóla-
nemi.
4. Hólmfríöur Sveinsdóttir
stjórnmálafræðinemi.
5. Bjarni Steinarsson málara-
meistari.
6. Björk Ágústsdóttir húsmóöir.
7. Sigríður Karlsdóttir húsmóð-
ir.
8. Tryggvi Gunnarsson raf-
virkjameistari.
9. Eyjólfur T. Geirsson bókari.
10. Jóhanna Lára Óttarsdóttir
fulltrúi.
Kvennalistinn
í Hafnarfirbi
Frambobslisti Kvennalistans í
Hafnarfiröi vegna bæjarstjórn-
arkosninga 1994 var kynntur á
opnum fundi í menningarmiö-
stöðinni Hafnarborg á dögun-
um. Eftirtaldar konur skipa 10
efstu sæti listans:
1. Bryndís Guömundsdóttir
kennari.
2. Ingibjörg Guömundsdóttir
bókbindari.
3. Guörún Sæmundsdóttir
skrifstofustjóri.
4. Guörún Ólafsd. húsmóöir.
5. Friöbjörg Haraldsdóttir kenn-
ari.
6. Dóra Hansen innanhússarki-
tekt.
7. Ása Björk Snorradóttir
myndmenntakennari.
8. Guörún Guðmundsdóttir
setjari.
9. Hafdís Guöjónsdóttir sér-
kennari.
10. Ragna Björg Björnsdóttir
matráðskona. ■
Alþýðubandalagið
í Garðabæ
Framboöslisti Alþýöubanda-
lagsins í Garðabæ við sveitar-
stjórnarkosningarnar 1994 hef-
ur verið kynntur. Tíu efstu sæt-
in skipa:
1. Hilmar Ingólfsson skóla-
stjóri.
2. Siguröur Björgvinsson kenn-
ari.
3. Áslaug Bjömsdóttir hjúkmn-
arfræðingur.
4. Karen Haraldsdóttir leik-
skólastarfsmaöur.
5. Hafsteinn Hafsteinsson tann-
smiður.
6. Áslaug Úlfsdóttir fulltrúi.
7. Þorkell Jóhannsson kennari.
8. Unnar Snær Bjarnason nemi.
9. Margrét Árnadóttir sjúkra-
liöi.
10. Höröur Atli Andrésson vél-
stjóri. ■