Tíminn - 29.06.1994, Qupperneq 3

Tíminn - 29.06.1994, Qupperneq 3
Mi&vikudagur 29. júní 1994 yiwiiww 3 Aukin þyngd minnkar hættu á krans- æðastíflu y Kjartan Olafsson, formaöur Sambands garöyrkjubœnda: Þarf að hefja tilraunir með ræktun án tilbúins áburðar Þeir sem þyngjast (fitna) hægt og sígandi eru í mun minni hættu ab deyja úr kransæba- stíflu en þeir sem ekki þyngjast, e&a þeir sem rokka upp og ni&- ur í vigt, sem vir&ist þaö allra versta. Þessi óvænta niöursta&a fékkst úr rannsókn á áhrifiim aukinnar þyngdar me&al þeirra 3.500 íslensku karla sem komiö hafa í hóprannsókn Hjarta- verndar á undanförnum árum og áratugum. „Leita þarf skýr- inga á þessari þversögn," segja læknarnir sem ger&u rannsókn- ina. Þeir hafa látið sér detta í hug að hugsanlega felist hún í því að margir sem þyngdust hafi gert þab eftir ab (vegna þess að) þeir hættu aö reykja — og hættan á kransæöastíflu minnki miklu meira við það aö hætta aö reykja en hún aukist við það að fitna um nokkur kíló. Frá þessari rannsókn segir í júní- hefti Læknablaðsins undir fyrir- sögninni: „Þversagnakennd tengsl þyngdarstuöulsbreytinga og áhættu á dauða af völdum kransæðastíflu meðal íslenskra karla". Rannsóknina gerðu lækn- arnir Garðar Sigurðsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon og Gunnar Sigurðsson. Offita hefur tengst óhagstæðum breytingum á áhættuþáttum fyrir kransæðastíflu, s.s. aukinni blób- fitu, hækkuðum blóðþrýstingi og skertu sykurþoli. Þótti því eðlilegt að ætla að aukin þyngd mundi líka auka hættuna á kransæða- stíflu. Nýleg erlend rannsókn sýndi sömuleiðis að mikill óstöð- ugleiki í líkamsþyngd væri meöal áhættuþátta fyrir kransæðastíflu. Sama rannsókn sýndi einnig þá óvæntu niðurstöðu, ab þyngdar- aukning til lengri tíma væri nei- kvæður áhættuþáttur, þ.e. með öbrum orðum dró úr hættu á kransæöastíflu. íslensku læknunum lék þess vegna hugur á að kanna hvort svipaðar niðurstöður væri að finna í gögnum sem Hjartavernd hefur safnað eftir hóprannsóknir á um 3.500 körlum á undanförn- um árum og áratugum. í ljós kom aö 225 þeirra hafa síðan dáið úr kransæðastíflu. En varðandi þyngdina var niðurstaban svipuð. Þótt offita auki heldur líkurnar fyrir hækkun á blóðfitu og blób- þrýstingi þá er ekki mjög náin fylgni þar á milli. Þannig eru t.d. margir horaðir með háa blóðfitu og öfugt. Og þegar litib hafði ver- ið fram hjá þessu kom í ljós að þeir sem höfðu fitnað voru ekki í aukinni hættu, heldur minni áhættu að deyja af völdum krans- æðastíflu. „Ein möguleg skýring er að þeir sem hættu að reykja og þyngdust eftir það væru í minni hættu vegna kransæðastíflu," segja læknarnir, sem ekki kunna skýr- ingu á þessari þversögn, en hafa hug á ab leita hennar. ■ „Við fylgjumst meb allri fram- vindu varbandi lífræna og vistvæna ræktun af miklum áhuga," segir Kjartan Ólafs- son, formaður Sambands gar&yrkjubænda, „og nú þeg- ar höfum við náb miklum ár- angri á þessu sviði. Við notum alls engin eiturefni, nema það eina sem haft er til að verjast kálflugu og óhjákvæmilegt er ab nota hér eins og í öðrum löndum." „Hér á landi eru alls engin eit- urefni notuð við grænmetis- framleiðslu í gróburhúsum og því teljast afurðir okkar vist- vænar, en til þess að ræktun geti talist lífræn þarf að athuga áburðarmálin. Mér finnst raun- ar þörf á því að hefja hér með skipulegum hætti tilraunir með framleiðslu grænmetis án tilbú- ins áburöar. Slík ræktun hefur þegar verib reynd á nokkrum stöðum. Sá lífræni áburður sem einkum kemur til greina að nota er fiskimjöl, svo og kjöt- og beinamjöl," segir Kjartan. „Framkvæmd lífrænnar rækt- unar ætti því ekki að vera neitt vandamál, en það sem er hins vegar stóra spurningin er hvern- ig síðan gengur að koma þess- um lífrænu afurðum á markað. Þaö er varla raunhæft að ætla sér að selja lífrænt ræktað ís- lenskt grænmeti á erlendum markaði. Innanlandsmarkabur- inn er lítill og enn sem komið er munu þeir neytendur vera fáir sem vilja greiða fullt verð fyrir lífrænt ræktað grænmeti, of fáir til þess að slík ræktun geti stab- ið undir sér. Á hinn bóginn væri vel hægt að efla innanlands- markaðinn með því að auka þar hlutdeild ylræktarinnar eins og Norðmenn hafa verib að gera með góðum árangri. Þar hafa stjórnvöld búið ylræktinni ákjósanleg skilyrði, einkum með hóflegu verði á raforku til lýsingar, en þetta eru skilyröi sem íslenskir ylræktarbændur búa því miður ekki við." Iceland Seafood: Amerískur forstjóri Bragi Cuöbrandsson hœttir í ráöuneytinu um leiö og Jóhanna: Meiri embættis- maöur en stjórn- málamaöur „Ég hef lokiö störfum og hætti um leib og ráðherrann," sagði Bragi Guðbrandsson, aðstob- armabur Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þegar hann var spurð- ur hvort hann héldi áfram í ráöuneytinu, nú eftir ráð- herraskiptin. Bragi segist hafa tekið ab sér starf aðstoðarmanns félags- málaráöherra á faglegum for- sendum, hann hafi ekki einu sinni verið flokksbundinn Al- þýðuflokksmaður þegar hann var ráðinn. - En hefur Bragi ekki verið einn nánasti samstarfs- og stuðnings- maður Jóhönnu þau ár sem hann hefur starfab í félagsmála- ráðuneytinu. „Ég hef verið mjög náinn sam- starfsmaöur hennar, ég hef ekki haft afskipti af málum innan Al- þýðuflokksins, ég hef ekki gegnt þar trúnaðarstörfum eða annað þess háttar, þótt ég hafi fylgt Jó- hönnu á flokksþingið," sagði Bragi Cuöbrandsson. Bragi. - En er Bragi búinn ab fá vinnu? „Nei, en það eru ýmis verkefni sem ég hef verið með á vegum rábuneytisins sem ég mun sinna áfram, en að öðru leyti er þab óráðib sem stendur." - Stefnir Bragi Guðbrandsson á framboð fyrir næstu Alþingis- kosningar? „Nei, það heíd ég ekki. Ég held ab ég sé meiri embættismaður en stjórnmálamaður. Ég var áö- ur en ég var ráðinn til Jóhönnu, félagsmálastjóri í Kópavogi og ég hef hugsað mér að leita mér að starfsvettvangi á mínu fag- sviði." - Telur Bragi að líkur á haust- kosningum hafi aukist eftir þetta uppgjör sem hefur orðið í Alþýðuflokknum? „Ég get nú ekki séð að þetta uppgjör feli þaö beint í sér en auðvitað er ekkert hægt að úti- loka. Þaö eru margir aörir samverk- andi þættir sem valda því, ef að verður, en ekki hennar afsögn ein og sér," sagði Bragi Guö- brandsson að lokum. Stjórn Iceland Seafood Cor- poration, dótturfyrirtækis ís- lenskra sjávarafur&a hf. í Bandaríkjunum, gekk í gær frá rábningu á forstjóra fyrir- tækisins í stab Magnúsar Frib- geirssonar, sem verið hefur forstjóri frá 1988. í starfið var ráðinn maður að nafni Howell P. Carper, sem er Bandaríkjamaður og fyrsti Am- eríkaninn sem gegnir forstjóra- Starfsmabur Jarðborana brenndist illa á Flúðum í gær þegar 96 gráðu heitt vatn skvettist á hann úr borholu. Maðurinn var fluttur á sjúkra- húsið á Selfossi. Svo heppilega vildi til að lögreglan á Selfossi starfi hjá fyrirtækinu í 43ja ára sögu þess. Hr. Carper er viðskiptafræðing- ur frá Atlanta, fæddur 1953. Hann hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri sölu- og markabs- mála hjá Iceland Seafood und- anfarin tvö ár en var áður m.a. hjá Eastern Airlines, Design Foods ofl. Hr. Carper tekur við starfinu 1. ágúst nk. ■ var stödd ab Flúðum þegar slys- ib átti sér staö og gat flutt manninn á móti sjúkrabílnum til að ferðin tæki styttri tíma. Maðurinn fékk að fara heim af sjúkrahúsinu eftir aðhlynningu þar í gær. ■ Brenndist vib vinnu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.