Tíminn - 29.06.1994, Síða 5

Tíminn - 29.06.1994, Síða 5
Mi&vikudagur 29. júní 1994 W WW 5 Um ritsmíbar Jóns Af blö&um |óns forseta. Höfundur ævisögu og skýringartexta og val ritgerba: Sverrir Jakobsson. Almenna bókafélagib 1994. 327 bls. Tilgangi og efni þessarar bókar er ef til vill best lýst á bókarkápu, en þar segir: „Sú sem hér birtist... er sýnisbók ritverka Jóns Sigurbs- sonar um önnur efni en sjálfstæö- ismáliö." Hér þarf ekki mikiö fleiri oröa við, en bókin hefur að geyma alls sex ritgerðir, sem Jón samdi: „Um skóla á íslandi", „Um bændaskóla á íslandi", „Um verzlun á íslandi", „Um verzlun og verzlunarsamtök", „Um félags- skap og samtök" og „Um lækna- skipunarmáliö". Allar birtust þessar ritgeröir upp- haflega í Nýjum félagsritum og eru hér prentaðar oröréttar og stafsetningu Jóns fylgt að mestu leyti. Hverri ritgerð fylgir inn- gangur, sem Sverrir Jakobsson sagnfræðinemi hefur samið, þar sem grein er gerð fyrir ástandi mála í viðkomandi efni um það leyti er Jón samdi ritgerðirnar. Er þeim, sem lítt þekkja til sögu Jóns, vafalaust gott gagn að þess- um köflum. Fremst í bókinni, á undan rit- gerðum Jóns, er „ævisaga" hans, sem Sverrir hefur einnig tekið saman. Það verður að segjast eins og er, að mér þykir býsna mikiö upp í sig tekið aö kalla sextíu blaösíöna ritgerð „ævisögu" Jóns, ekki síst þegar þess er gætt, aö um hann hafa veriö samin fleiri og stærri rit en um aðra menn ís- lenska. Þau rit byggðu á rannsókn frumheimilda, að meira og minna leyti, og í þeim flestum var sitt- hvab dregið fram, sem til fræði- legrar nýlundu mátti telja á sín- um tíma. Þessi „ævisaga", sem réttara hefði verið að nefna inn- gang, byggir hins vegar að öllu leyti á prentuðum heimildum, einkum ritum þeirra Páls Eggerts Ólasonar, Lúbvíks Kristjánssonar og Sverris Kristjánssonar, auk út- gáfna á bréfum Jóns. Af þessu leiöir, að hér kemur ekkert nýtt BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR fram og hvergi örlar á nýjum skilningi á Jóni og samtíö hans. Á hinn bóginn er „ævisagan" lið- lega samin og hefur að geyma ýmsa fróðleiksmola, sem lesend- um þykir vafalítið fengur að. Bók þessi er gefin út í tilefni af fimmtíu ára afmæli íslenska lýö- veldisins og þá sjálfsagt líka í til- efni af afmæli Jóns, sem oröið hefði 183 ára hinn 17. júní síöast- liðinn. Mörgum kann að þykja vel við hæfi ab minnast lýöveldi- safmælisins meb útgáfu á ritgerð- um Jóns Sigurössonar og í sjálfu sér er ekkert vib því að segja. Á hitt ber þó að líta, að Jón var eng- inn lýðveldissinni, stofnun lýð- veldis á íslandi var ekki pólitískt stefnumark hans og satt aö segja minnist ég þess ekki að hafa nokkurstabar í ritum Jóns séð hann minnast á lýðveldisstofn- un. Jón setti fram pólitíska stefnuskrá sína í „Hugvekju til ís- lendinga" og þar lýsti hann því að íslendingar ættu að stefna að stjórnarfarslegu jafnrétti viö Dani og sjálfstæði í eigin málum, en innan danska konungsríkisins. Af þeim sökum verður að líta svo á sem markmiðum Jóns hafi veriö náð með Sambandslagasamn- ingnum 1918. Hinu verður svo ekki neitað, að Jón lagði lýðveld- inu til stofndaginn, þótt ekki hafi hann sjálfur ráðið þar neinu um. Niðurstaða þessa máls er sú, að hér sé á ferðinni smekklega út gef- ib rit, sem vafalaust kemur fróð- leiksfúsum lesendum að góðu gagni. Ekkert nýtt kemur fram, er varpi skýrara ljósi en áður á Jón Sigurðsson, og hæpið verður að telja, ab tengja hann og nafn hans svo ákveðið vib stofnun og afmæli lýöveldisins, sem alsiöa er. Pólitískur sigurdagur Jóns var 1. desember 1918, ekki 17. júní 1944. ■ Jón Sigurösson. Fróðleikur um Hafnarfjörð Lúbvík Geirsson: Höfubstabur verslunar. Saga verslunar og kaupmennsku í Hafn- arfirbi í sex hundrub ár. Verslunarmannafélag Hafnarfjarbar. Hafnarfjörbur 1994. 375 bls. JÓN Þ. ÞÓR Þetta er mikið rit að vöxtum, nær yfir langt tímabil og geymir mikla sögu. Hafnarfjörður hefur vissulega verið verslunarmið- stöb, eða a.m.k. verslunarhöfn, í sex aldir, og sennilega mun lengur. Lúðvík Geirsson skiptir þessari sögu í alls átta kafla. Engin ástæða er til að rekja hér kaflaskiptinguna í smáatriðum, en hinn fyrsti fjallar um verslun Englendinga og Þjóðverja í Firð- inum á miðöldum og hinn síð- asti um stórmarkaði, sem ein- kennt hafa þróun verslunar og viöskipta í Hafnarfiröi síðustu áratugi. Þessari bók er augsýnilega ætl- að ab vera fróðleiksrit um sögu verslunar í Hafnarfirði og ber ab dæma hana samkvæmt því. Hér er ekki um að ræða ítarlega rannsókn á hafnfirskri verslun- arsögu. Kaflarnir um fyrri aldir byggja aö langmestu leyti á ábur útgefnum ritum og heimildum og kemur þar fátt nýtt fram, þótt hinu sé ekki að leyna, að hér er ljósi varpað á ýmsa þætti, sem lítt hefur verið fjallað um áður. Á það einkum viö um ýmsa þætti mannlegs lífs. Aö minni hyggju er mestur fengur að síðustu fjórum köfl- um bókarinnar, sem allir fjalla um verslun og verslunarmenn í Hafnarfirði á þessari öld. í þess- um köflum kemur glöggt fram, hvernig verslun hefur þróast í bænum á þessum tíma og mik- inn fróöleik er hér að finna um fjölmargar verslanir, sem nú eru löngu horfnar, eigendur þeirra, Lúövík Ceirsson. Fréttir af bókum Matthías Johannessen. Ný ljóöabók enir Matthías Johannessen Þann 17. júní gaf Bókmenntafé- lagið Hringskuggar út ljóðabók- ina Land mitt og jörð eftir Matt- hías Johannessen. Bókin er 53 síður að stærð í A5 broti. Kápu- mynd gerði Gylfi Gíslason myndlistarmaður. Heiti bókarinnar, Land mitt og jörð, gefur glögga mynd af yrk- isefni skáldsins og er óþarft að fara nánar út í þá sálma hér. Verð bókarinnar í verslunum er 980 krónur, en 750 krónur til félagsmanna Bókmenntafélags- ins Hringskugga. ■ starfshætti og starfsfólk. Ekki er sá, sem þessar línur rit- ar, svo fróður um sögu Hafnar- fjarðar eða verslunar í bænum, -að hann kunni að benda á mis- sagnir eða villur. Á hinn bóginn hefur hann fræðst mikiö af lestri ritsins og ekki spillir það fyrir að höfundur er ágætlega ritfær, skrifar lifandi og læsileg- an texta, auk þess sem bókin er ríkulega myndskreytt og hafa margar myndanna mikið heim- ildagildi. Allur frágangur bókar- innar er meb ágætum, prentun skýr og rammagreinarnar marg- ar bráðskemmtilegar. Um ljóðakennslu Fyrir skömmu barst mér í hendur bók, sem ber ekki styttri titil en „ÍSLENSKA. Kennslubók í málvísi og ljób- list fyrir efri bekki grunnskóla og framhaldsskóla". Höfunda hiröi ég ekki um ab nefna hér, a.m.k. ekki í bili. Hins þykir mér þarft að geta, hvaba mat á skáldskap þeir kumpánar, sem ábyrgir eru fyrir skruddunni, slengja framan í skólafólk eins og blautri tusku. Á einni síðu þessarar skræðu gefur að líta eina helstu perlu íslenskrar 1 jóðlistar, fyrr og síðar, þ.e.a.s. sonnettu Jónas- ar, Ég biö að heilsa (þess má til gamans geta, að ekki annaö vitað, en ljóð þetta sé fyrsta sonnettan, sem ort er á ís- lensku). Gott er nú það og blessað, ab skræöupárararnir skuli hafa rænu á að kynna skólaæsk- unni þetta öndvegisljóð. Hitt er öllu lakara, að neðan við ljóðið birta þeir einhvern óskapnað undir nafninu „Nú andar suðrib". Á heitið víst að vera tilvísun til ljóðs Jónasar. Óskapnaðurinn, sem áður en gleymist er eftir Einar Má Guö- mundsson, nýbakaðan þriggja ára styrkþega hjá Launasjóði rithöfunda, er samsettur úr eftirfarandi orðum: „DC-10 þotnr, berið öllum upp í Breiðholti kveðju mína." Nemendum er ætlað ab lesa það, sem kallað er „ljóðin tvö" og svara þeirri spurningu, hvort þeirra sé „ljóðlegra", eða ljóðrænna, eins og þab kallast á mannamáli. Sanngirninnar vegna, ætla ég ekki að væna höfunda þess- arar kennslubókar um það, ab þeir séu að reyna að telja börn- um og óhörðnubum ungling- um trú um, að aulafyndnin í Einari Má hafi svipaö skáld- skapargildi og ljóð Jónasar. Hinu geta þeir ekki skotið sér undan, að þeir telja hvom- tveggja til ljóða. Mat þeirra á því, hvað sé skáldskapur og hvað ekki, hlýtur að flokkast undir þeirra einkamál, enda mótast það ekki af öbm en fegurðarskyni, þekkingu og andlegum þroska þeirra sjálfra. En að þessu „mati" sé spúð yfir æskufólk, beint upp úr skolinu á opin- beru skólakerfi, það er árás á fegurðarskyn, þekkingarleit og þroska nemenda. Ég leyfi mér ab ganga svo langt að fullyrða, að slíkt háttalag sé glæpur gegn menningunni. Alþingismenn fögnuðu lýð- veldisafmælinu um daginn, m.a. með því að samþykkja framlag til einhvers málrækt- arsjóðs. Því mibur er sú skræða, sem hér er gerð að umtalsefni, aðeins eitt dæmi af mörgum um þá afmenntun- arherferð, sem skólakerfib rek- ur gegn þessum margumtöl- uðu erfingjum landsins. Hefðu þingmenn einhvern áhuga á eflingu íslenskrar tungu, sem ég leyfi mér raunar að draga í efa, þá væri þeim SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson sæmst að láta fara fram opin- bera rannsókn á því, hvaða sjónarmið ráði efnisvali í kennslubækur í bókmenntum. Ég er sannfærður um að ef menn drægju réttar ályktanir af slíkri rannsókn og höguðu sér í samræmi við þær, væri ís- lenskri tungu og menningu sýnd öllu meiri ræktarsemi heldur en þegar verið er að ausa tugum miljóna út um víðan völl. Skáldskapurinn er spegill þjóðarinnar. í honum lítum vib drauma okkar og þrár gegnum aldirnar. Síst af öllu höfum vib ráð á því nú, á tím- um alþjóðlegrar fjölmiðlunar og aukins samráðs milli þjóða, að spegillinn sá sé atabur auri af einhverjum galgopum, sem vonandi vita ekki hvað þeir eru að gera.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.