Tíminn - 29.06.1994, Qupperneq 7

Tíminn - 29.06.1994, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 29. júní 1994 7 Landgræöslunni afhent dánargjöf Guðrúnar Gu varöardóttur Hagkaup vill ráöa meiru um úthlutanir úr pokasjóöi Landverndar og nota framlögin í auglýsingaskyni: Aðeins sex milljónum úthlutab í ár Abeins sex milljónum var út- hlutaö úr pokasjóði Land- verndar viö árlega úthlutun úr sjóönum sem fram fór sl. fimmtudag, en til stóö aö út- hluta 20 milljónum. Auður Sveinsdóttir, formaöur Land- verndar, segir ástæöuna vera þá aö sumir kaupmenn vilji ráöa því hverjir fái styrki, ekki síst til aö geta notað framlagið í auglýsingaskyni. Pokasjóöurinn varö til fyrir fimm árum. í ár var úthlutaö úr sjóönum í sjötta sinn. Alls hefur um 80-90 milljónum veriö út- hlutaö úr sjóönum til u.þ.b. 350 mismunandi verkefna. Reglur sjóðsins eru þannig ab allir geta sótt um styrk úí hon- um. Umsóknarfrestur er aug- lýstur á hverju ári og umsókn- irnar metnar af fagfólki. Á síö- asta ári var um 20 milljónum úthlutað úr sjóðnum og til stóð að upphæðin yröi sú sama í ár. „Þá kom fram sú krafa að stór hluti af upphæðinni færi í eitt stórt verkefni eftir geðþótta- ákvöröun eins aöilans," segir Auöur Sveinsdóttir og hún staö- festir aö umræddur aöili sé verslunin Hagkaup. Peningun- um er úthlutað fyrirfram, þann- ig aö Landvernd taldi sér ekki fært að úthluta hærri upphæö en sex milljónum í þetta sinn. „Við getum áætlaö hversu mik- iö muni koma inn á hverju ári, samkvæmt samningum. Ef viö færum aö úthluta öllu núna og svo tækjust samningar ekki, værum viö í vondum málum. Ég trúi hins vegar ekki öðru en aö samningar náist á einhvern hátt. Ef við sjáum fram á að þaö verði áframhald á þessu, úthlut- um við auðvitað meiri pening- um." Auöur segir aö hugmynd kaup- manna sé aö úthluta peningun- um til fárra stórra verkefna eftir eigin vali og nota þau í auglýs- ingaskyni á svipaöan hátt og Skeljungur, Olís og fleiri fyrir- tæki hafa gert. Hún segir aö það sé andstætt eðli sjóðsins, eins og hann hafi verið rekinn til þessa. Áhersla hafi verið lögð á að styxkja mörg minni verkefni, bæði einstaklinga, félagasamtök og stofnanir til aö virkja sem flestar hendur til umhverfis- verndar. ■ Nýlega var Landgræöslu ríkis- ins afhent íbúö aö Eskihlíð 14 í Reykjavík. Er þetta dánargjöf Guörúnar Guðvaröardóttur, sem lést 12. janúar sl. Af þessu tilefni segir Sveinn Runólfsson landgræbslustjóri: „Guörún Guðvarðardóttir var kunn fyrir störf sín að félags- málum og öfluga baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks. Hún fæddist á Súðavík 12. apríl 1916. Eiginmaöur hennar var Eyjólfur Árnason gullsmiður og voru þau barnlaus. Þau hjónin bjuggu lengi á Akureyri áður en þau fluttust til Reykjavíkur 1961. Eyjólfur iést 1987. í mörg sumur fór Guðrún í langar gönguferðir um Vestfirði og hún sá gróöurþekjuna styrkj- ast ár frá ári í eyðibyggðum Hornstranda. í erfðaskrá sinni arfleiddi Guð- rún Landgræðsluna að skuld- lausri íbúð sinni og skyldi and- virði hennar varið til land- græðsluverkefna á Norðaustur- landi. Þar er víða svo komið að land mun ekki gróa á ný nema stórfelldar aðgerðir komi til. Rausnarlegt framlag Guðrúnar er styrkur til þeirra verkefna, sem Landgræðslan er afar þakk- lát fyrir. Þessi ráðstöfun Guðrúnar, sem ávallt hafði boriö hag alþýð- unnar fyrir brjósti, ber vitni um þá sannfæringu að aukin gróð- ursæld muni stuðla að því að auðga mannlíf á íslandi. Hún var ræktunarkona í þess orðs fyllstu merkingu." ■ Qubrún Gubvarbardóttir. Sumarsmellir Skífan hefur gefiö út safnplöt- una Heyröu 4, sem hefur aö geyma nítján sumarsmelli. Aöur hafa komiö út fjórar safnplötur í Heyröu-rööinni, þar af tvær fyrr á þessu ári. Á Heyröu 4 eru sex íslensk lög og eru fimm þeirra ný af nál- inni. íslensku flytjendurnir eru SSSóI, Hunang, Quicksand Jes- us, Bliss og Sigga Beinteins sem flytur lagið Nætur. Af útlendu flytjendunum má nefna CJ Le- wis, Dr. Alban og Roxette. ■ Landi og bólgueyð- andilyf reyndist göróttblanda „Greinarhöfundar undirstrika hættuna á nýrnaskemmdum vegna notkunar bólgueyðandi verkjalyfja samfara óhóflegri áfengisdrykkju og benda á mik- ilvægi þess aö þær upplýsingar skili sér til neytenda. Þess má geta aö Ibrúfen fæst selt í apó- tekum án lyfseöils," segir í grein lækna lyflækningadeildar Borgarspítaians í júníhefti Læknablaösins. Þeir Iýsa sjúkra- tilfelli 19 ára manns meö þessa sjúkdómsmynd, sem nýlega var lagöur inn á Borgarspítalann, og vitna jafnframt til vaxandi tíöni nýrnabilunar erlendis eft- ir töku fyrrnefndra efna. Læknarnir Helga Ágústa Sigur- jónsdóttir og Jóhann Ragnarsson fjölluðu um þetta efni á þingi Fé- lags íslenskra lyflækna á Kirkju- bæjarklaustri fyrr í þessum mán- uði. Ungi maðurinn var lagður inn á skurðdeild Borgarspítala vegna bráðra kviðverkja og uppkasta. í ljós kom að fjórum dögum áður hafði hann drukkiö mikið af landabruggi og samtímis tekið inn drjúgt magn af bólgueyöandi verkjalyfjum. Strax daginn eftir fann hann fyrir uppþembu og ógleöi og kastaði upp. í 4 daga hélt hann engu niðri, hvorki fastri fæðu né vökva. Daginn fyrir komu á spítalann bættust síðan við svæsnir verkir í baki og síðum. Við innlögn kom í ljós aö piltur hafði legið á lyflækningadeild spítalans 2 vikum áður vegna par- acetamóleitrunar. Af þeim sökum og upplýsinga, sem fengust úr blóöprufum og þvagprufum, var hann aftur fluttur á lyflækninga- deild. Sjúklingurinn haföi mikil eymsli yfir nýrnastað beggja vegna. Og ómskoðun á nýrum leiddi í ljós einkenni sem sam- rýmdust vel nýrnaskemmd af völdum gigtarlyfja. Greinarhöfundar vitna jafn- framt til erlendra greina um brába nýrnabilun af völdum óhófs- drykkju alkóhóls og bólgueyð- andi verkjalyfja. Þar var um tvo menntaskólanema að ræða, sem drukkið höfðu mikið magn af bjór samhliða lyfjaneyslunni. Annar þeirra varb fyrir mikilli nýrnabilun, en hinn slapp betur. Meginorsökin fyrir bráðri nýrna- bilun í þessum tilfellum er talin vera hömlun á framleiðslu pros- taglandina í nýrum í ljósi minnk- aðs blóðflæðis og vökvabúskapar nýrna vegna alkóhólorsakaös vökvaskorts. ■ INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. júlí 1994 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 550,80 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.101,60 " " 100.000,-kr. " = kr.11.016,00 Hinn 10. júlí 1994 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.923,80 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1994 til 10. júlí 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 11. júlí 1994. Reykjavík, 29. júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.