Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 10
10 ________________________________________________ Mi&vikudagur 29. júní 1994 ÍÞRÓTTIR i Þ KRISTjÁN GRÍMSSON i > ÍÞRÓTTIR WorldCup USA94 Mexíkó og írland áfram Keppni lauk í E-riöli í gær á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, þegar Mexíkó tryggöi sér sigur í riðlinum með 1-1 jafntefli gegn Ítalíu. Daniel Masaro náði foryst- unni fyrir ítali en Dermal jafnaði fyrir Mexíkóa. ítalir hafna í 3ja sæti í riðlinum, því þeir töpuöu innbyrðis viðureign gegn írum. Þá gerðu Norðmenn og írar markalaust jafntefli í slökum leik þar sem fátt var um marktækifæri. Norðmenn sitja eftir í neðsta sætinu, því þeir skoruðu fæst mörk. Lokastaban í E-ribli: Mexíkó .....3 1113-34 írland......3 1112-24 Ítalía .....3 1112-24 Noregur ....3 1112-24 Dahlin áfram hjá Gladbach Martin Dahlin, sem skoraö hefur 3 mikilvæg mörk fyrir Svía á HM, veröur áfram leikmaður Borussia Mönchengladbach í þýsku úr- valsdeildinni. Enska liðið Ever- ton gerði Dahlin freistandi til- boð, sem hefði tryggt honum ná- lægt hálfri miljón íslenskra króna í vikulaun. „Þetta var' erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í líf- inu," sagöi hinn 26 ára gamli Svíi, sem skrifaöi undir tveggja ára samning við Gladbach sem kveður á um 300 þúsund króna vikulaun. „Tilboð Everton var freistandi, en innst inni höfðar enska knattspyrnan ekki til mín og þaö geröi gæfumuninn," sagði Dahlin. ■ Magic gerist eigandi Lakers Earvin „Magic" Johnson, fyrrum körfuboltastjarna og þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfubolt- anum, gerðist stór hluthafi (10%) í félaginu í gær. „Að vera eigandi atvinnumannaliðs hefur alltaf veriö markmiö mitt og því er þetta eins og að sjá draum minn rætast. Það, að liðiö er Lakers, gerir þetta allt miklu skemmti- legra," sagöi Magic. ■ ✓ 1 kvöld Mjólkurbikar, 32ja liba úrslit Hamar-UBK kl. 20 KS-ÍBV kl. 20 Víðir-Fram .... kl. 20 Leiknir R.-ÍA kl. 20 Þróttur N.-Fylkir kí. 20 Hvöt-KA kl. 20 UMFT-Þróttur R .... kl. 20 NM-mót kvennaiandsliba U16 ára á Akureyri Danmörk-Holland ... kl. 13 Svíþjób-Finnland kl. 15 Noregur-ísland kl. 17 Kóreumenn óheppnir Heimsmeistarar Þjóbverja sluppu meb skrekkinn gegn spútniklibi Subur-Kóreu- manna í C-ribli í fyrrakvöld. Þýskaland vann 3-2 eftir aö hafa skorað fyrstu þrjú mörk- in í fyrri hálfleik, en dæmib snérist alveg viö í þeim seinni, þegar Kóreumenn rébu lögum og lofum á vellinum og hefbu átt skilib jafntefli. Júrgen Klinsmann opnaði markareikning Þjóbverja snemma leiks eftir góðan undir- búning Thomasar Hassler. Karl- heinz Riedle skoraöi síðan á 20. mínútu annað mark meistar- anna og Klinsmann bætti þriðja markinu viö á 37. mínútu, aftur eftir undirbúning Hasslers. Suður-Kóreubúar bættu manni við í sóknina í seinni hálfleik og það herbragð heppnaðist. Hwang Sun-hong minnkaði muninn og Hong Myong-bo skoraði mark númer tvö fyrir Kóreubúa á 63. mínútu með stórglæsilegu marki af 25 metra færi. Kóreumenn pressuöu stíft eftir þetta, en heppnin var ekki með þeim, þrátt fyrir ágæt tæki- færi. Þungu fargi var létt af spænsku þjóðinni eftir sigur þeirra manna á Bólivíu, 3-1, sem tryggði þeim áframhaldandi keppni. Josep Guardiola skoraöi fyrst fyrir Spánverja úr vafa- samri vítaspyrnu og José Luis Caminero skoraði síðan tvö mörk á 66. og 71. mínútu. í millitíöinni skoraði Erwin Sanc- hez fyrir Bólivíu og var það eina mark þeirra í HM-keppninni. Þess má geta að Bólivía sigrabi bæði Argentínu og Brasilíu í undankeppni fyrir HM! Spán- verjar mæta Svisslendingum í 16- liða úrslitum, en Þjóðverjar mæta líklegast liðinu sem hafn- ar í 3. sæti í B-riðli, sem verður án efa annað hvort Kamerúnar eða Rússar. Lokastaban í C-riðli Þýskaland.........3 2 1 0 5-3 7 Spánn.............3 1 2 0 6-45 S.-Kórea ........3 0 2 1 4-5 2 Bólivía .........3 0 12 1-41 ‘V •• jurgen Klinsmann hefur reynst Þjóbverjum happadrjúgur á HM og skorab fjögur af fimm mörkum libsins til þessa, þar á mebal tvö gegn Subur-Kór- eumönnum í fyrrakvöld. Frjálsíþróttamerw vilja fá inni á yfirbyggöum íþróttavelli: Kostnaður myndi aukast lítib Eins og Tíminn greindi frá í gær, þá ákvað ITR ab fela verkfræbistofu þab verkefni ab gera úttekt á þeim mögu- leikum sem koma til greina sem yfirbyggt íþróttamann- virki í Laugardal. Ákvörbun um hvers konar mannvirki verbur byggt verbur tekin 11. júlí og þá kemur í ljós hvaba íþróttaibkendur eiga kost ab nota abstöbuna. Öruggt er ab knattspyrnu- menn fá sína aöstöðu, en spurning er um hvort gert verbi ráb fyrir ab leikib yröi í því á HM í handbolta á næsta ári. Frjálsíþróttamenn vilja líka fá aöstöðu í húsinu og sagbi Helgi Haraldsson, formaður FRÍ, í samtali vib Tímann að þeir væru þegar búnir ab senda borgaryfirvöldum bréf þess efnis að þeir óskuðu eftir um- ræðum ab fá sína aðstöðu í húsinu. Aðstaðan á veturna, sem frjálsíþróttamönnum er boðið uppá, er fyrir neðan allar hellur. Til að mynda þurfa þeir að keppa á mörgum stöðum til að ljúka einu móti. „Ef við fá- um ekki inniaðstöðu núna, þá verða mjög mörg ár þar til möguleiki á því. verður aftur fyrir hendi," sagði Helgi Har- aldsson. Kostnaðurinn við að byggja skemmu fyrir íþróttavöll, með eða án áhorfendaaðstöðu, get- ur numið allt frá 150-300 mi- ljóna. Samkvæmt öruggum heimildum Tímans mundi kostnaðurinn við að leggja 400 metra hlaupahring meb sex brautum ekki vera meira en kringum 10 miljónir króna, sem er lítið miðað við heildar- upphæðina. Ef farið væri út í fjórar brautir, færi verðið niður í átta miljónir, en sex brauta hringur gefur kost á alþjóblegu móti. Braut á þessu verðbili myndi duga í 15-20 ár án mik- ils viðhalds. í þeim hugmyndum, sem skoðaðar verba, er í fáum þeirra gert ráb fyrir hlaupabrautum. En hvers konar íþróttamann- virki er verið að hugsa um? „Það er verið ab hugsa um fjöl- nota innanhúsaðstöðu, en ekki bara aðstöðu fyrir boltagrein- arnar. Þegar farið verður út í að byggja svona hús, sem kostar svona mikla peninga, þá væri út í hött að reyna ekki að nota húsið til hins ýtrasta," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formabur ÍTR. ■ hellmót í Eyjum hefst í dag: 1000 peyjar í fótbolta Yngstu knattspyrnumenn landsins koma til með að setja svip sinn á Vestmannaeyjabæ í hundraðatali frá og með deg- inum í dag, því þá hefst ellefta Shellmótið. Búist er við að 1000 framtíðarknattspyrnu- menn frá 24 liðum mæti til leiks, en auk þeirra fylgja um 500 forráðamenn þeim til Eyja. Þá eru starfsmenn um 300 talsins og fjöldi allra, sem ab mótinu koma, því ab nálg- ast tvö þúsund. Til marks um fjöldann eru öll gistiheimili og verbúðir í Vestmannaeyj- um upppantaðar. Þá má reikna með að sumir foreldr- anna þurfi að sofi í tjöldum vegna plássleysis. Fótboltinn — áhugavert tímarit um knattspyrnu Fótboltinn er heiti á tímariti sem nýkomið er út. Þetta er mjög áhugavert tímarit, sem fjallar um málefni fótboltans útfrá öllum sjónarhornum. í fyrsta tölublaö- inu er m.a. fjallað um Eib Smára Guöjohnsen, rætt viö Guðmund Benediktsson og gamlir KR-þjálfar- ar spá í möguleika Guöjóns Þórö- arsonar að færa KR titil. ítarleg umfjöllun er um gervigrasvellina, kosti þeirra og galla, og Lárus Gub- mundsson lætur móöan mása í öðruvísi umfjöllun sinni um landsleik íslands og Bóliviu. Þá er 16 síöna blaöauki um HM í knatt- spyrnu. Sigurbur Már Jónsson, ritstjóri blaðsins, sagöi í samtali við Tím- ann ab blaöiö hefði fengið góöar viötökur. „Við mætum litskrúbug- ir til leiks, erum eins ódýrir og hægt er ab vera og teljum markab- inot.vKtfceiájrt.iVjt: Hvtrfir v*ría tntí o% hvai t*U Þck? 5*rtr»íín<irr>lf síu o% Hver þolrra fékk fallclnkunn? \ Forsíba tímaritsins Fótboltans. inn vel vera fyrir hendi," sagöi Sig- uröur Már, en blaðiö kemur út 8- 10 sinnum á ári og kostar í áskrift hvert eintak 319 krónur. ■ EiDut Siiíári Guðjolinsen FúMrMfíMi pÆmjiasm Visíndamonnirnir taka vid af haröjoxlunum Allt um Baggio og !.andslélksgsgniýnl Láriisar 1*2'.' Lýbveldishlaupiö í fullum gangi: 20 þúsund manns þátttakendur Fimmtánda maí síðastliðinn hófst Lýöveldishlaupið, sem er lýðveldisverkefni UMFÍ og unn- iö í samvinnu við samtökin íþróttir fyrir alla og Heilsuefl- ingu. Hlaupib stendur til 21. ág- úst. Lýðveldishlaupið hefur fengib mjög góbar undirtektir og nú þegar hafa 20 þúsund manns á öllu landinu tekið þátt í hlaup- inu, hver á sinn hátt með því að ganga, skokka eða hlaupa í það minnsta 3km á dag og eykst þátttakan meö hverjum degi sem líður. Þeir þátttakendur, sem hlaupa oft, geta unnið til verölauna. Ef t.d. er hlaupið í 30 skipti, 3km í senn, á viökomandi kost á bronsmerki. Ef hlaupið er 60 sinnum, er gullpeningur í höfn. Þá er einnig keppni á milli ein- stakra ungmenna- og íþróttafé- laga um að virkja sem flesta þátttakendur á sínu félagssvæöi og eru verblaunabikar og vegleg peningaverblaun í bobi. Sjómenn hafa sýnt hlaupinu mikinn áhuga, en eiga eins og gefur að skilja erfiðara með þátt- töku en abrir. Ólafsfirðingar leysa vandamálið meb því að sjómennirnir fara með hlaupa- bretti um borð og hlaupa á því sem samsvarar 3km. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.