Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 29. júní 1994 UR HERAPSFRETTABLÖÐUM VESTMANNAEYJUM Fleiri farþegavél- ar lentu í Eyjum en Keflavík í fyrra Sé mibað viö íbúafjölda er flug- umferð um Vestmannaeyjaflug- völl sú langmesta á landinu, en sé litið framhjá höfðatölunni er hann þriðji stærsti innanlands- flugvöllurinn með 78.599 far- þega á síöasta ári. Aöeins Reykjavíkurflugvöllur og Akur- eyrarflugvöllur geta státað af fleiri farþegum. Um Vestmannaeyjaflugvöll fóru 12% allra farþega í innan- landsflugi 1993 eða 78.599 manns, sem er 5% fækkun frá árinu á undan. Um Reykjavík- urflugvöll fóru 282.469 farþeg- ar, sem er 43% hlutdeild, og 113.667 farþegar um Akureyrar- flugvöll, 17,4%, en á báðum þessum völlum fækkaði farþeg- um um 11%. Hlutur Vest- mannaeyja í innanlandsfluginu hefur vaxið mikið undanfarin ár, á meðan hlutur stærstu vall- anna hefur minnkaö. Sést það af því aö árið 1990 fór 61.101 farþegi um Vestmannaeyjaflug- völl, 297.299 um Reykjavíkur- flugvöll og 120.305 um Akur- eyrarflugvöll. Til gamans má geta aö flugtök og lendingar farþega- og leigu- flugvéla á Keflavíkurflugvelli voru 9.146 eða 1586 færri en á flugleiöunum í Eyjum. Rábist til atlögu vib uppblástur í Molda og Heima- kletti Nýlega flutti þyrla Landhelgis- gæslunnar 3,5 tonn af fræi og áburði upp í.Molda og 350 kg í Heimakíett og er ætlunin að græða upp svæði sem blásið hafa upp á undanförnum árum. Ragnar Baldursson, verkstjóri hjá bænum, sagði að svæðið í Molda ofan við Friðarhöfn hefði blásið mikið upp á undan- förnum árum, en nú sé ætlunin að snúa vörn í sókn. „Fyrst verða rofabörö átungin niður og síðan sáð í og áburður borinn á. Einnig er ætlunin að sá í gróð- urlendið sem eftir er, til aö styrkja gróðurinn og reyna þannig að stöðva uppblástur- inn. Þetta var gert í Sæfjalli fyrir nokkrum árum með góðum ár- angri. Þetta verk er eitt af átaksverk- efnum sumarsins og verður fólk af atvinnuleysisskrá ráðiö til verksins. í Heimaklett fara 350 kg og ætla lundakarlar í Klettin- um og áhugamenn um upp- græðslu að sá í hann norðan- veröan og einhverju ætla þeir að sá í Miðklett," sagöi Ragnar. Gróðureyðing í Molda, Heima- kletti, Miökletti og fleiri stöðum í Heimaey hefur verið mörgum þyrnir í augum, en nú á að snúa þessari óheillaþróun við og ráð- ast að rótum vandans. Hlýtur þetta aö vera mörgum Eyja- manninum gleðiefni. Þyrlan tekur áburö og frœ, sem hún flutti upp á Molda og Heimaklett. Quðurnesja gTTiR Söfnunarátak Brossins: 1,5 milljón á ein- um degi Rúmlega ein og hálf milljón safnabist í söfnunarátaki Bross- ins og Rauðakrossdeildarinnar á Suðurnesjum handa því fólki, sem missti eigur sínar í brunan- um í stóru blokkinni á dögun- um. Söfnunin stóð yfir í átta tíma og tókst í alla staði mjög vel. Fólk gat komið meö bein fram- lög til Rauða krossins og einnig var hægt að hringja inn og kaupa sér lag til spilunar á Bros- inu eða kaupa út önnur. Guðmundur R.J. Guðmunds- son, formaður neyðarnefndar R.K. á Suðurnesjum, sagðist mjög ánægður með söfnunina. Hann sagði að peningarnir yrðu notaðir til að hjálpa þeim sem hefðu verið með allt sitt ótryggt í brunanum, tryggingarnar myndu bæta tjón hinna. „Nú förum við bara í það ab meta sjálfir hjá hverjum hinna ótryggðu tjónib var mest og deila síban út peningum í sam- ræmi við það," sagði Guðmund- ur. Jóhann Geirdal, formaður hús- G ubbrandur Einarsson útvarps- stjóri afhendir Císla Vibari Harb- arsyni afrakstur söfnunarinnar. stjórnar blokkarinnar, sagði að hann væri mjög þakklátur íbú- um á Suðurnesjum fyrir góö viðbrögö í söfnuninni. Hann sagði aö þessi eina og hálfa milljón væri aö meðaltali 600 kr. á hvert heimili í Keflavík og Njarðvík, sem væri mjög gott, sérstaklega á þessum erfiðu tím- um, þegar þröngt er í búi hjá mörgum. Endurbygging blokk- arinnar gengur vel. Þess má geta að nú er talið að alls hafi tæpar fimm milljónir safnast í átakinu til að bæta hag þeirra, sem verst urðu úti í brunanum. Hrafna-Flóki mál- abur grænn Einhverjir aðilar máluðu dag- inn fyrir 17. júní fætur marm- arastyttunnar af Hrafna-Flóka græna. Styttan, sem gefin var ís- lensku þjóðinni af listamannin- um Mark Ebbert og Vamarlð- inu, stendur á reit við gömlu flugstöðina. Að sögn Friðþórs Eydal, blaða- fulltrúa Varnarlibsins, er nú ver- ið að rannsaka hverjir voru Frá afhendingu styttunnar. þarna að verki, en varnarliðs- mönnum finnst þessi verknaður mjög miður. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tók á móti gjöfinni fyrir nokkru fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við hátíðlega at- höfn. Gjaldþrotum fjölgar stórlega Fjöldi gjaldþrotabeibna hjá Héraösdómi Norðurlands vestra hefur aukist gífurlega frá síðasta ári. Þegar hafa borist 11 fleiri beibnir en allt árið í fyrra, eða 35 að tölu. Samþykktar hafa verið 24 gjaldþrot, eða sami fjöldi beiðna og barst allt síð- asta ár. Sex beiðnir hafa verið aftur- kallaðar eða felldar niður. Nokkrar bíða afgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Hallssonar héraösdómara er bæöi um fyrirtæki og einstak- linga að ræba nokkuð jöfnum höndum. Gjaldþrotabeiðnirnar komu flestar úr Húnavatnssýslum, 23 að tölu, 8 frá Siglufirbi og 4 úr Skagafjarðarsýslu. Unglingar á Skagaströnd læra til sjós Björgunarskóli sjómanna í skipinu Sæbjörgu var staddur á Skagaströnd á dögunum. Auk þess var efnt til námskeiða fyrir sjómenn á smærri og stærri bát- um í öryggis- og björgunarmál- um. Skólinn er með nýjungar í farteskinu, svokallaðan sjó- mannaskóla fyrir unglinga, og eru um 26 ungmenni á Skaga- strönd á aldrinum 15-18 ára að iæra til sjómennsku á fiskibát- um. Námsefniö er miöað við að gera unglingunum grein fyrir lífinu um borð i fiskibátum fyrstu daga sjómennskunnar og kynna þeim umhverfið, sem blasir við þeim á sjónum. Námskeib í jóga og hugleiöslu Russell og Gunilla Bradshaw efna til námskeiðs í jóga og hugleiðslu í Sri Chinmoy-setr- inu að Hverfisgötu 76 dagana 30. júní til 2. júlí. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis og eru allir velkomnir me&an hús- rúm leyfir. Kennslan fer fram kl. 20-22, en á laugardaginn er jafnframt kennt milli kl. 15-17. M.a. verð- ur fjallaö um það hvernig jóga og hugleiðsla samrýmast guð- fræði og sálfræði, auk þess sem farið er í einbeitingar- og hug- leiðsluæfingar^ Russell Bradshaw er prófessor í sálarfræði við City University í New York, en Gunilla kona hans, sem starfar við Ijóðaþýð- ingar, er með guöfræðipróf frá háskólanum í Uppsölum. SÍ. fimmtán ár hafa þau hjónin ver- ið lærisveinar jógameistarans Sri Chinmoys í New York, að því er segir í fréttatilkynningu. Sri Chinmoy-samtökin á ís- landi voru stofnsett 1973 og störfuðu þá í nokkur ár. Síðan lá starfsemin niðri um nokkurt skeið, en hefur nú fariö fram óslitið frá 1986. Nánari upplýsingar um nám- skeibið eru veittar í símum 25676 o Sri Cinmoy. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hyggst kanna andleg og líkamleg eftirköst lœknismebferbar: Mörg börn fá eftir- köst eftir krabba- meinsmeðferð Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna í Noregi baub nýlega fulltrúum félaganna annars staðar á Norðurlönd- um til ráðstefnu um eftirköst krabbameins og krabba- meinsmeðferðar hjá börn- um. Félögin munu nú í fyrsta sinn beina sjónum sín- um að þeim hópi barna, sem hefur fengiö ýmis eftirköst, bæði andleg og líkamleg, eft- ir krabbameinsmeöferð. „Um þessi vandamál hefur lítið verið fjallað fram að þessu, en vegna framfara í læknavísindum læknast æ fleiri börn af krabbameini," segir í fréttatilkynningu frá Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna á íslandi. „Hins vegar fá mörg þeirra eftirköst, sem valda því að þau geta ekki lifað jafneblilegu Iífi og ef þau hefðu ekki fengið sjúkdóm- inn." Könnun hefur farið fram á þessu í Noregi og stefnt að samsvarandi könnunum á hinum Norðurlöndunum. Áformað er að safna því, sem ritað hefur veriö um eftirköst barna og ungmenna. Farið verður fram á að sjúklingar fái upplýsingar um meðferð sína, þegar henni lýkur. Og síðast en ekki síst eru fyrirhugaðir fundir með ungmennunum og því fólki sem tengist meðferð krabbameinssjúkra barna. ■ Sjö manna heim- ili fyrir aldraba Heimili fyrir aldraða með heilabilunareinkenni hefur veriö opnað aö Logafold 56 í Reykjavík. Reykjavíkur- deild Rauða krossins rekur heimiliö í samvinnu viö Fé- lagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, en þar veröa sjö manns. í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram aö heimili af þessu tagi þyki besti kostur í umönnun aldraðra sem hafi einkenni heilabilun- ar, en geti ekki dvalist í heimahúsum. Síðan segir: „Þessir einstaklingar eiga oft í miklum erfibleikum með að bjarga sér hjálparlaust í hinu flókna neysluþjóðfélagi nú- tímans, sérstaklega þó þeir sem eru einstæðingar og njóta ekki aöstoðar fjölskyldu eða vandamanna. Oft eiga þeir ekki annarra kosta völ en ab fara á stofnanir, sem ekki eru sniðnar fyrir þarfir þeirra og henta þeim illa sökum stærð- ar og margmennis. Þessum sömu einstaklingum hentar best umhverfi, sem lík- ist sem mest venjulegu heim- ili þar sem þeir njóta daglegr- ar aðstoðar við daglegar þarf- ir. Þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi er mjög mikil hér- lendis. Talið er að ekki veiti af að minnsta kosti 10 slíkum heimilum í Reykjavík til að mæta núverandi þörfum. Á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands eru nú reknar tvær dagvistarstofnanir fyrir aldraða: Múlabær, sem er dagvistun fyrir aldraða og fatlaða og rekin í samvinnu við SÍBS og Félag eldri borg- ara, og Hlíðabær, sem er dag- vistun eingöngu ætluð öldr- uðum með heilabilunarein- kenni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.