Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 29. júní 1994 ilðiilii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Endurskobun háskólastigsins hérlendis Á háskólahátíö sl. laugardag vakti Sveinbjörn Björnsson rektor máls á nauðsyn þess að háskólastig íslenska skóla- kerfisins yröi endurskoðað. Kvað hann þörf á fjölbreytt- ari háskólamenntun en nú er boðið upp á. Hann benti á þá staðreynd að árlega hverfa um sex hundruð nemend- ur frá háskólanum án þess að ljúka námi. Háskóli íslands er rannsóknaháskóli og hinn eini slíki hérlendis sem op- inn er öllum stúdentum. Benti rektor á aö mikilvægt væri að bjóða fram nám í nokkurs konar „héraösháskólum" þar sem lítil áhersla væri lögð á rannsóknir, en þeim mun meira lagt upp úr að þjálfa fólk til ýmissa starfa. Þar væri hægt að taka lokapróf eftir tveggja ára nám. Fyrirmynd að þessu fyrirkomulagi eru héraðsháskólar í Bandaríkjun- um þar sem um helmingur bandarískra stúdenta er viö nám. Nemendum við Háskóla íslands hefur fjölgað mjög að undanförnu og er nú svo komið að samkvæmt alþjóðleg- um staðli skortir um þrjú hundruð milljónir króna til þess að ná því marki sem hæfilegt er talið til að kosta kennslu allra þeirra nemenda sem þangað sækja. Er unn- iö að því að fá auknar fjárveitingar til skólans til að ná þessu marki. Þær upplýsingar, sem fram komu í ræðu rektors, eru hinar athyglisveröustu. Það er augljóst að ætli íslending- ar sér að reka háskóla þar sem rannsóknir skipa verulegan sess, er óhjákvæmilegt að veita meira fé til hans. Það er eins og mörgum veitist erfitt að skilja að rannsóknir veröa ekki stundaðar að neinu marki nema með aðstoð- arfólki á ýmsum sviðum. Hér verður ekki leitt getum að því hvað veldur brottfalli nemenda. Margar ástæður eru fyrir því hve margir hverfa frá námi við háskólann án þess að ljúka prófi. Allmargir hætta eftir skamman tíma, jafnvel nokkrar vikur, aðrir halda áfram um sinn, en heltast smám saman úr lestinni. Fjölskylduhagir ráða nokkru, sumir setjast í háskóla er- lendis, aðrir skipta um skóla hér heima. Vart er hægt að fullyrða að þorri þeirra, sem hverfa úr háskólanum próf- lausir, geri það vegna þess að þeir ráði ekki við námið. Þó verður að ætla að mörgum henti ekki hið fræðilega nám sem þar tíðkast, en finni lífi sínu farveg á öðrum sviðum. En þaö er dýrt að taka við stórum hópi fólks, sem ef til vill er einungis að þreifa fyrir sér og veit raunverulega ekki hvað það ætlar sér. Það er því ekki að undra að inn- an nokkurra deilda er æ oftar rætt um að takmarka að- gang að vissum námsgreinum, og koma þannig í veg fyr- ir að margir nemendur séu í háskólanum, eins og hann væri biðstöð en ekki starfsvettvangur. Hér er tekið undir við þá skoðun rektors að nauðsyn- legt sé að endurskoða allt háskólastigiö. Það er lífsspurs- mál fyrir íslendinga að halda uppi öflugum rannsóknar- háskóla, en jafn mikilvægt er að minni kennsluháskólar taki við fólki til aö mennta það til sérhæfðra starfa þar sem minni áhersla er lögð á fræðilegt nám. Sumum hentar fræðilegt nám, öðrum ekki. Þar er ekki um ræða að eitt sé fínna eða göfugra en annað. Hæfni á hvaða sviði sem er vekur ætíð virðingu. Allt það starf, sem vel er unnið, er þarft. Illa unnið starf er oft betur óunnið. Ekki veit sá, er þetta ritar, hve sá hópur er stór sem tek- ið hefur lokapróf við hina ýmsu framhaldsskóla landsins í vor. Þá er átt við þá skóla sem veita réttindi á ýmsum sviöum eða jafngildi þeirra, en allt það fólk er dýrmæt viðbót við þá sem vinna þörf störf í þessu landi. Fjárlagaleikritið frumsýnt lega í það minnsta — að skera vel- ferðarkerfiö niður meira en orðið er. Sjálfstæðismenn hins vegar fá sem kunnugt er grænar bólur þeg- ar talað er um skattahækkanir og því munu þeir leggja ríka áherslu á að allar tekjuöflunarleiðir heiti eitthvað annað en „skattar". Það er því komin upp skrítin staða í fjárlagagerðinni í ár, því stjórnar- flokkarnir standa í kosningaund- irbúningi samhliða fjárlagagerð- inni og hafa algjörlega hvor sína GARRI stefnuna í ríkisfjármálum. Krat- arnir segjast vilja hækka skatta til að þyrma velferðarkerfinu, en sjálfstæðismenn vilja fyrir alla muni þyrma landsmönnum við skattahækkunum og eru tilbúnir að klípa enn í velferðarkerfið til að straumlínulaga ríkisrekstur- inn. Ekki alvöru silfursjóöur Einhver kynni ab halda að hér væri verið að reyna að bræba sam- an ósættanleg sjónarmib í einni og sömu fjárlagagerðinni og auð- vitaö er verið aö því. Það hindrar hins vegar ekki stjórnarliðana í vinnu sinni, því fjárlagavinnan í sumar er bara leikrit. Það stendur nefnilega ekki til að ljúka fjárlaga- gerðinni, heldur verður hún ein- göngu notuð sem gagn í kosn- ingabaráttunni. í fjárlagaleikrit- inu mun koma fram að Sjálfstæb- isflokkurinn er skyndilega orðinn flokkur hinna stóru prinsippa og vill engar skattahækkanir af neinu tagi á almenning. Þar mun líka koma fram að Alþýðuflokkur- inn er þrátt fyrir allt staðfastur varömaður velferðarkerfisins. Hin raunverulega fjárlagagerð mun hins vegar ekki fara fram fyn en eftir haustkosningar, þeg-y' nýr meirihluti hefur tekið við völd- um. Þess vegna er sá mikli 20 millj- arða sjóður, sem ráðherrarnir hafa safnað til sín að undanförnu í fjárlagaundirbúningnum, ekki ósvipaður silfursjóðnum úr Mið- húsum. Hann er að verulegu leyti falsaður seinni tíma tilbúningur. En skattahækkanir mega þab ekki heita og niburskurður á vel- ferðarkerfinu ekki heldur. Garri og svikið silfur Þá er titringurinn vegna fjárlaga- gerðar farinn af stað og ef marka má fréttir DV, er óskalisti ráðherr- anna upp á 20 milljarða aukn- ingu að þessu sinni. Þab er greini- legt að kosningar eru í nánd og ráöherrarnir dregið upp úr skúff- um og skúmaskotum sínar ýtr- ustu óskir um fjárframlög til þeirra málaflokka, sem þeim hef- ur verið trúað fyrir, í von um að kjósendur virði þeim þaö til tekna að þeir gættu síns brauðs af ekki minni trúmennsku en konan í sögunni af „Brauðinu dýra". En þegar 20 milljarða óskalistar liggja fyrir og bætast við alla þá skuldasúpu, sem ríkissjóður er bú- inn aö steypa sér í á þessu ári meb óraunhæfum áætlanagerðum og fjárlögum, þá er Ijóst að eitthvað verður undan að láta. Og það, sem undan mun láta, er að sjálf- sögöu ríkisstjórnarsamstarfiö. Formaður fjárlaganefndar, annar tveggja kratanna tíu, sem kosinn var á þing í síðustu kosningum og ekki hefur fengið að verða ráb- herra, er þegar búinn að gefa tón- inn með stefnumarkandi yfirlýs- ingu um að vaxandi fjárþörf ríkis- ins skuli mætt með auknum tekj- um. Slíkt má einnig útleggja þannig, að aukinni eybslu skuli mæta með auknum sköttum, beinum eða óbeinum. Skattar Þegar er búið að nefna hátekju- skatt og fjármagnstekjuskatt og Garri telur sig vita ab hugmyndir eru uppi um ab frekari skattar verði teknir inn. Línan, sem for- mabur fjárlaganefndar er ab gefa meö þessari yfirlýsingu, er sú ab kratar ætla ekki — ekki opinber- Sjóbasaga Aldrei hefur nokkrum manni dottið í huga að skrifa „Sjóðasögu íslands", sem þó gæti orðið merk- ari heimild um þjóðlífssöguna en flest af þeirri margtuggðu tuggu sem sagnfræðingar keppast við að senda frá sér og eru yfirleitt ekki annað en endurprentanir úr öðr- um tuggum. Er til að mynda enn verið að prenta smáræði upp úr Jóni Sig., sem hvorki vildi sjálf- stæbi né Þingvelli, þótt annab sé látið í vebri vaka. í fornum sögum eru miklar heimildir um sjóði og mebferð þeirra. Egil á Borg langabi aö nota sinn digra sjóð til að efla ófrið á Alþingi, sjóðir voru notaðir til að berja á óþokkum, þeir voru gjald- miðill og jafnvel skraut. Síðar urbu til söfnunarsjóðir eins og sá sem safnað var til í útlönd- um, aöallega Englandi, eftir móðuharbindin til ab styrkja uppflosnaða armingja. Þegar féð loks komst til landsins, sáu emb- ættismennirnir að ekkert vit var í að láta það í hendur fólks sem ekki kunni með að fara, og reistu heldur myndarlegan skóla fyrir börnin sín. Sáttmálasjóður fór í ab greiða niöur húsnæði fyrir illa launaba starfsstétt, en er annars í vörslu Háskólans. Þjóðsögur mora af sögnum af sjóðum, enda voru þeir dálæti jafnt drauga sem presta. Sjooir sjooa Mikil saga er af sjóðum, hvernig þeir urðu til og hvernig þeir hurfu. Nútímasjóðasagan er svo víðfebm og skrautleg ab hún ein fyllir mörg bindi. Nokkur þeirra gætu fjallað um sjóði, sem skatt- borgarar eða ríkið eba hvað á að kalla fyrirbærið, lætur stöðugt Mibhúsasjóburinn. mikið í, en fær aldrei eyri til baka. Sumir eiga svoleiðis sjóðum að þakka kjörfylgi sitt og frama. Það er með fádæmum hve mikið kemst fyrir af digrum sjóðum í ekki fjölmennara samfélagi en því sem landiö byggir. Stóra gatið, sem í daglegu tali kallast ríkis- sjóður, er eins konar móðursjóbur Á víbavangi byggða-, bygginga-, lána-, fisk- veiði-, iönlána-, stofnlána- og líf- eyrissjóða og margra, margra fleiri. Sjóbasaga íslands gæti sem best orðið höfuðrit um sögu og lands- hagi frá ómunatíb og fram yfir okkar daga. Sú saga yröi miklu merkilegri en t.d. stjórnmálasaga eða kirkjusaga eða saga annarra hliöargreina. í sjóðasögunni krist- allast allt þjóölífið gegnum tíð- ina. Fróbleikssjó&ir Miðfellssjóðurinn er merkilegt innlegg í sjóðasöguna. Þegar hann fannst 1980, var hann tal- inn einn merkasti fornleifafund- ur til þess tíma og var talinn frá 10. öld. Gersemarnar eru undir gleri í Þjóðminjasafni. Það var svo s.l. laugardag að Tíminn upplýsti að helmingur sjóðsins væri frá þessari öld, sem sagt falsaðar fornleifar, en annað silfur í sjóðnum hafi verið brætt og mótað fyrir þúsund árum. Er hann þar meb einn undarleg- asti sjóður sögunnar, bæði ekta og svikinn og fræöimönnum jafnt sem leikmönnum óskiljan- legur. Svo er um marga aðra sjóði í eigu þjóðarinnar, ab henni er sagt. En yfirleitt eru einhverjir sem skilja eöli og tilgang þeirra og kunna að notfæra sér. En Miðfellssjóburinn er engum öðrum líkur og ef rétt reynist að þúsund ár séu á milli þess aö hann varð til þangað til næsta innlegg bættist við, er örbugt að sjá hver getur grætt á svo vafa- sömum verðbótum. Doktorar og prófessorar rýna nú í sjóðinn og koma sér ekki saman um aldur silfursins. Sumir segja það allt gamalt, aðrir sumt og verður gátan sífellt torráðnari. Heldur en að hafa svikið silfur til sýnis, er búiö ab loka Þjóbminja- safninu, enda aö hruni komið eft- ir aö vera búið að vera uppistand- andi í nær 50 ár, en húsið gaf þjóðin sjálfri sér í lýðveldisgjöf og var svona höfðinglega að staðið. Um það bil sem gátan um Mið- fellssjóbinn leysist, verbur hægt að ljúka sjóbasögu íslsnds með því ab spyrja hvab oröib hafi af öllum sjóbum landsins og svörin við því verða efni í enn aðra mergjaða sögu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.