Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 13
13 Miðvikudagur 29. júní 1994_____ llll FRAMSÓKNARFLOKKURINN Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu Vorfundur félagsins verður haldinn f Lindinni á Laugarvatni þriðjudaginn 5. júli n.k. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Konur úr Esju, félagi framsóknarkvenna I Mosfellsbæ, mæta á fundinn. Gestur fundarins verður Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður. Mætum allar með hatta og skemmtum okkur eins og framsóknarkonum er einum lagið. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Eygló, sími 98-21021, eða Þóru, slmi 98- 22606. Vinsamlegast hafið samband fyrir 1. júlf. v Stjómin. V innumiðlun Reykjavíkurborgar Atvinnuráðgjafar Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar óskar eftir aö ráöa tvo atvinnuráðgjafa frá og meö 1. ágúst nk. Störfin felast í margvíslegri aðstoð og ráðgjöf við fólk í atvinnuleit m.t.t. náms og starfa, ásamt upp- lýsingagjöf varðandi atvinnuleit, vinnumiðlun og atvinnuleysistryggingar. Umsækjendur skulu hafa reynslu af störfum við starfsmannahald, atvinnuráðgjöf, námsráðgjöf eða aðra hliðstæða starfsreynslu og æskilegt er að þeir hafi lokið burtfararprófi frá viðurkenndum háskóla í einhverri grein félagsvísinda eða lög- fræði. Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 12. júlí nk. til framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar, sem einnig gefur upplýsingar um störfin Engjaleigur 11 *Sími (91) 882580 * Fax (91) 882587 Veðurstofa Islands Reykjavík Á veöurþjónustusvið Veðurstofu íslands vantar starfs- mann, sem m.a. á að sinna veðurathugunum og tölvu- vinnslu. Krafist er stúdentsprófs eóa hliðstæðrar menntunar auk nokkurrar þekkingar á tölvur og tölvu- vinnslu. Um er að ræða vaktavinnu. Umsóknir skulu sendar Veðurstofu íslands, Bústaða- vegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí. Veðurstofa Islands Keflavíkurflugvelli Á tækni- og athuganasvið Veðurstofu íslands vantar veðurathugunarmann til starfa á Keflavíkurflugvelli. Góð almenn menntun áskilin og reynsla af tölvum æskileg. Um er að ræða vaktavinnu. Umsóknir skulu sendar Veðurstofu íslands, Bústaða- vegi 9,150 Reykjavík, fyrir 15. júlí. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls og jarðarfarar Sigmundar Guðmundssonar frá Melum Börn, tengdabörn og barnabörn Karlmennska er nokkuö sem Bond veröur aö vera gefiö og af henni hefur Brosnan nóg, segja framleiöendur nýjustu myndarinnar. Sá sem tekur viö afSean Connery, George Lazenby, Roger Moore og Tim- othy Dalton er Pierce Brosnan: Fæddur er nýr James Bond Hinn írskættaöi leikari, Pierce Brosnan, hefur fengiö nýtt og stórkostlegt tækifæri á hvíta tjaldinu. Fyrir skömmu var tilkynnt aö hann yrði fimmti leikarinn til aö leika hið eftir- sótta James Bond hlutverk. Þetta verður 17. myndin um ofurhetjuna og breska leyni- þjónustumanhinn James Bond, sem er einnig þekktur sem 007. Brosnan er að sjálfsögbu himin- lifandi, en svo vill til að honum var einnig boðið hlutverkiö fyr- ir átta árum, en þá neyddist hann til aö afþakka vegna þess að hann var samningsbundinn í Pierce Brosnan, gtœnýr Bond. öbru verkefni. Það hefur gengib á ýmsu í einkalífinu hjá Brosnan og m.a. missti hann eiginkonuna, Cassie, úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Brosnan segir í nýlegu viðtali að það sé fyrst nú sem hann sé að komast yfir áfallið og áskorunin við nýja hlutverkið sé honum einkar kærkomin nú. Brosnan og Cassie áttu 3 börn saman og Brosnan segir að þau hafi veitt sér mika fróun. „Lífiö er í raun svo ótrúlega einfalt. Þú andar ab þér, frá þér, að þér, frá þér og síðan er það Ásamt tveimur barna sinna, en Brosnan er ekkill. í SPEGLI TÍMANS skylda þín ab gera það besta úr öllu hinu," segir hann. Enn- fremur: „Það er annað sem fólki hættir til ab gleyma, ef einhver nákominn deyr. Allt, sem þér er einu sinni gefið, er ekki týnt og það ber að þakka að hafa ein- hvern tímann öðlast það. Svo einfalt er þab." Brosnan hefur alla burði til að verða góður Bond, segja að- standendur nýju myndarinnar. Hann hefur karlmennskuna, út- litið og annað sem prýba verður kvennabósann og toppnjósnar- ann 007. Þá er víst að tekjurnar, sem fylgja upphefðinni, eru svimandi, en hann vill ekkert gefa upp í þeim efnum. Afrakst- ursins ættu svo íslenskir kvik- myndahúsagestir að geta notið næsta sumar eba jafnvel fyrr. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.