Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 29. júní 1994 9 Stóraukinn flótti fóiks frá Haiti: Frönskum hermönnum tekiö fagnandi Börn af Hútúcettbálki troöast til aö fá aö taka í hendina á frönskum her- manni sem er meö liöi sínu aö leita aö flóttafólki. Frönsku hermennirnir eru aö kanna hvernig helst sé hcegt aö koma fórnarlömbum borgarastyrjaldarinnar í Rúanda til hjálpar. Stœrstu hjálparsamtök heims mœltust í gœr til þess aö börn sem finnast yfirgefin í Rúanda veröi skráö til aö koma í veg fyrir aö þau veröi cettleidd fyrr en Ijóst er hvort þau séu raunverulega munaöarlaus. „Svartur sem syndin" Bandaríski myndlistamaburinn Matt Mahurin hefur verib sak- abur um aö ala á kynþáttafor- dómum meb me&höndlun sinni á ljósmynd af leikaranum O.J. Simpson. Myndin birtist á for- síðu bandaríska tíma- ritsins Time í síðast- liöinni viku. Mahurin notaöi mynd sem Time og aðrir fjöl- miðlar fengu hjá yfir- völdum, þar á meðal helsti keppinautur- inn Newsweek. Myndin var tekin þegar Simpson var handtekinn vegna gruns um að hafa myrt fyrrverandi eigin- konu sína og vin hennar. Benjamin Chavis, forseti bar- áttusamtaka fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjun- um, hefur gagnrýnt meðferðina á Simpson og segir að leikarinn hafi veriö eltur eins og dýr af sjón- varpsfólki og lögreglu. Myndin sem Time birtir af Simp- son á forsíðunni er dekkt með hjálp tölvuforrits og lítur hann vægast sagt ógæfulega út. For- mælandi tímaritsins segir að breytingin á útliti Simpsons hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera og það sé hin versta móbgun að kenna myndlistarmanninn við slíkt viðhorf. Russel Adams, forstöðumaöur stofnunar fyrir afró-amerískar rannsóknir er á ööru máli. Hann segir aö myndin hafi skýran bob- skap: „Varasamur náungi, vara- samur náungi. Þetta er O.J. Simp- son, svartur sem syndin." Ritstjóri Newsweek er kátur og lætur alla heyra sem vilja: News- week „lagfærir" ekki ljósmyndir, við erum fréttarit. ■ Stefnan tekin á Bandaríkin Port-au-prince, Reuter Fjöldi bátafólks er á leiðinni yfir hafið til Bandaríkjanna, rúm- lega 2000 manns hafa yfirgefið Haiti frá því á laugardag á smá- bátum, flestum nær ósjófærum. Þessi aukning, sem ekki sér fyrir endann á, virðist fylgja í kjölfar breyttrar og mildari afstöðu Clintons gagnvart flóttafólkinu. Bandaríska strandgæslan bjarg- aði á mánudag 1265 Haitibúum úr 27 smábátum, flestum nær ónýtum og 786 manns voru tekin um borð um helgina. Fólksflóttinn hélt áfram í gær, og samkvæmt upplýsingum bandarísku strandgæslunnar hefur sést til ótiltekins fjölda báta undan ströndum Haiti á útleið. Fjöldaflótti brast á þegar ljóst var að tilraunir Clintons, forseta Bandaríkjanna, til að koma her- stjórn Haiti frá völdum, sam- hliða því að Jean-Bertrand Ar- istide, útlægur forseti, sneri aft- ur, bæru engan árangur. Banda- ríkin hafa jafnframt aukib svigrúm Haitibúa til að sækja um pólitískt hæli þar í landi. Flótti fólks frá Haiti jókst snar- lega 16. júní síðastliðinn, en þá hófu bandarísk stjórnvöld starf- semi útibús frá innflytjendaeft- irlitinu um borð í skipi sem ligg- ur við festar skammt frá Jama- ica. Þaðan er flóttanum stýrt og fólki snúiö aftur eða vísab til Bandaríkjanna. Áður var öllu bátafólki frá Haiti umsvifalaust snúið til baka. Talið er að versnandi efnahags- ástand samfara auknum mann- réttindabrotum herstjóranna hvetji sífellt fleiri íbúa Haiti til að leggja upp í lífshættulega sjó- ferð. I dag sleppa þeir þó með 12 mílna ferð að skipi innflytj- endaeftirlitsins í stað vikulangr- ar siglingar til Florida. Fokiö / flest skjól: Gægjumyndir úr geimnum Washington Reuter Saudi-Arabískt fyrirtæki og fyr- irtækjasamsteypa í Bandaríkj- unum hafa tilkynnt sameigin- lega áætlun sína um þróun og uppsetningu gervitungla útbún- um myndavélum er geta skilaö skörpum myndum af því sem fyrirfinnst á yfirborði jarðar samstundis til móðurstöðvar í Saudi- Arabíu. Hágæðaupplausn búnaðarins gæti skilað góðri mynd af smá- bíl á jörðu niðri að sögn for- svarsmanna fyrirtækjanna Eye- glass International og Itek Opt- ical Systems, sem ásamt Saudi- Arabíska fyrirtækinu Eirat hafa sett á stofn Eyeglass Saudi- Ara- bia, stabsett í Riyadh. Fyrirtækið mun selja á frjálsum markabi gervitunglamyndir, af nánast hverju sem er á jöröinni hvar svo sem það er staðsett, og getur þar verib um að ræða eins og að ofan segir, hluti eða svæöi ekki stærri en sem nemur rúm- um metra á hvern veg. Slík hátækni hefur hingað til ekki legið á lausu, og ekki óeðli- legt að forsvarsmenn varnar- mála víða um heim hafi af þessu nokkrar áhyggjur, enda hafa Bandaríkjamenn og Rússar einir hingað til rábið þeirri tækni er gerir mönnum kleift að nánast „brjótast inn" hvar sem er utan úr geimnum. Ottast forsvarsmenn varnar- mála í Bandaríkjunum það helst að lönd og ríki á borð við íran og írak komist með þessum hætti yfir hernaðarlega mikil- vægar upplýsingar, og ab jafn- vel herafli Bandaríkjanna standi uppi berskjaldaöur gegn þessum „einkanjósnum" skýjum ofar, með aösetur í Saudi-Arabíu. Yfirlýstur tilgangur Eyeglass Saudi-Arabia er þó almenns eöl- is, eba eftirlit með olíuvinnslu- svæðum, nákvæm kortagerð og skipulag byggðra svæba svo aö nokkub sé nefnt. Bandaríkja- stjórn samþykkti þann 10. mars síðastliðinn, eftir ítarlega um- fjöllun, að Ieyfa almenna notk- un þessa hátæknibúnaðar, sem hingað til hefur aðeins staðið njósnurum stórveldanna til boða. Áætlaður kostnaður við uppsetningu er um 200 milljón- ir bandaríkjadala. Ljóst er ab ganga verður til allra myrkra- verka með gát í nánustu fram- tíð. ■ Boutros-Ghali vill að Öryggisráð S.þ. krefjist vopnahlés í Jemen Sameinu&u þjó&irnar, Reuter Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skoraði í gær á Öryggisráð samtakanna að krefjast vopna- hlés í átökum stríðandi fylkinga í Jemen. Hann vill að komið verbi á fót nefnd sem starfi með sérfræöing- um skrifstofu framkvæmdastjór- ans. „Öryggisráðið ætti einnig að krefjast þess aö deiluaðilar hefji í framhaldi af því viðræður sem sérlegur erindreki minn gæti komið í kring og það á hlutlausu svæöi, hugsanlega Genf," sagði Boutros Ghali. í skýrslu sem framkvæmdastjór- inn sendi Öryggisráðinu, eftir för Lakhdar Brahimis, fyrrverandi ut- anríkisráöherra Alsírs, segist hann vera reiðubúinn til aö mæla með að eftirlitsmenn á vegum samtak- anna verði sendir til Jemen um leið og átökum linni. Ghali segir ab bábir aðilar, Suð- ur- og Norður-Jemenar, hafi þegar fallist á ýmis atriði vopnahlésskil- málanna. Þar með talinn vísi að samráðsnefnd þar sem í eiga sæti herforingjar beggja aðila og full- trúar frá Jórdaníu og Óman. ■ Stuldur á um færist Það verbur alltaf aubveldara ab komast yfir sænsk vega- bréf eftir því sem sænska út- varpið greindi frá á mánu- dag. Svartamarkaðsbrask með vegabréf hefur stórauk- ist í Svíþjóð og frambobið á stolnum skilríkjum af þessari gerð er gífurlegt. í fréttum útvarpsins kemur fram aö sama fólWð tilkynnir oft ítrekað tap vegabréfa. Á síð- vegabréf- í vöxt ustu tólf mánuðum skráði sænska lögreglan 24.059 tilfelli þar sem vegabréf höfbu horfið með einum eða öbrum hætti. Flest vegabréfin hurfu í Sví- þjób. Flóttamenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem hafa áhuga á stolnum sænskum vegabréf- um. Verb á vegabréfi á svörtum markaði er á bilinu 50-60 þús- und íslenskar krónur. ■ LANDSPITALINN 1 þágu mannúðar og vísinda LYFLÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS Sérfræðingar í nýrnalækningum Á lyflækningadeild Landspítalans er laus staða sérfræð- ings í nýrnalækningum. Staðan veitist frá 1. október 1994 eða síðar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1994. Umsóknum fylgi upplýsingar um námsferil og störf til þessa. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson prófessor og Páll Ásmundsson, lyflækningadeild Landspítalans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.