Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 2
2 WTflfrWfr Föstudagur 5. ágúst 1994 Leki úr utanríkisrábuneytinu veldur uslanum varbandi sendirábib í London. Róbert Trausti Árnason rábuneytisstjóri: Búið að biðja bresk stjórnvöld afsökunar Tíminn spyr... Á ab herba gæbakröfur og eft- irlit í byggingaibnabi? Magnús Sædal byggingafulltrúi í Reykjavík Já, og það er nauðsynlegt að gera það. Með því að herða gæðakröfur og eftirlit má koma í veg fyrir ótímabært viðhald sem kostar neytendur verulegar fjárhæðir, sem þeir hafa ekki gert ráð fyrir á þeim tíma sem líður frá því að bygging er tekin í notkun og eðlilegt viðhald hefst. Ég get fullyrt að ýmsar nýlegar byggingar eru á leið- inni í ótímabærar viðhaldsað- gerðir og ég er hissa á því ab á þessu sviði skuli ekki vera búið ab taka í taumana fyrir löngu. Ingimundur Sveinsson arkitekt Gallar á byggingum geta verið af ýmsum toga og suma er erfitt að varast. Aður höfðu menn tröllatrú á steinsteypu sem byggingarefni en í seinni tíð hafa komiö fram stórfelldir skaðar og mun hljótast af því ómældur kostnaður í framtíð- inni. Þetta leiðir til þess að farið verður að einangra og klæða hús ab utanverðu eins og víðast hvar tíðkast. Galla, sem rekja má til lélegrar eba rangrar hönnunar og slæ- legs eftirlits, eru annars eðlis. Sem betur fer stefnir nú í hertar kröfur hvab þetta varbar. Það er þó ekki alltaf nægjanlegt ab herba reglurnar ef ekki em tök á ab fylgja þeim eftir. Jón Magnússon formabur Neytendafélags höfubborgar- svæbisins Þaö er engin spurning. Ástand nýbygginga sýnir þab svo ótví- rætt að gæðaeftirliti og gæða- kröfum er ekki sinnt nægilega. Ég kenni dálítið úthlutnarabil- um lóða um ástand á bygginga- markaði, t.d. borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hvað eftir ann- að úthluta lóðum til byggingar- abila sem hafa ekki sýnt fram á nægilega vönduð vinnubrögb í gegnum tíðina. Róbert Trausti Árnason, rábu- neytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir þab mjög óheppilegt ab einhver kunn- áttuabili innan rábuneytisins hafi lekib upplýsingum um þá embættisveitingu utanríkis- rábherra ab Kjartan Jóhanns- son fengi starf sendiherra í Lundúnum. Þetta hafi birst í Morgunblabinu ábur en búib var ab fara réttar diplómatísk- ar leibir og ræba þetta vib bresk stjórnvöld meb formleg- um hætti og fá samþykki þeirra. Róbert Trausti var líka spurður hvort flutningur Helga Ágústs- sonar kæmi ekki á versta tíma þar sem Kjartan Jóhannson er ekki tilbúinn að taka við stöð- unni og hvort það hefði ekki verið rétt að Helgi sæti að minnsta kosti þangað til fyrir- sjánlegt yrði hvenær næsti sendiherra gæti tekið við. „Þegar starfsmenn í utanríkis- þjónustu og reyndar í öðrum ráðuneytum taka við störfum hjá alþjóðasamtökum sem ís- land á aðild ab þá er ekkert óeðlilegt að þeir geti snúið aftur til starfa í sínu ráðuneyti. Ég minni á Norburlandaráb og norrænar stofnanir. Embættis- menn íslenskir eiga rétt á ab sækja um störf þar og eiga rétt á að koma aftur í fyrri störf í því ráðuneyti sem þeir voru í þegar þeir fóru til láns í lengri eða skernmri tíma. Sama hefur gilt hjá okkur, t.d. þegar starfsmenn ráðuneytisins hafa farib til starfa hjá alþjóðasamtökum eins og Atlantshafsbandalag- inu," segir Róbert Trausti. Hann segir að Kjartan taki að sér framkvæmdastjórastöðu EFTA og það sé ósköp eðlilegt aö hann viti að hann hverfi að ein- hverju þegar starfstíma þar lýk- ur. „Þab er margt sem bendir til þess að starfstími Kjartans hjá EFTA geti orðiö stuttur, því það eru margir serh telja ab þjóðar- atkvæöagreiðslan á Norður- löndunum um ESB abild verði já en ekki nei og þá verða ekki Vikublabib Pressan: Rýrir kjör starfsmanna „Meö því aö taka upp verktaka- fyrirkomulag þá erum vib bara að færa þetta í svipað horf og tíðk- ast," segir Kristinn Albertsson, fjármálastjóri vikublaðsins Press- unnar. Friðrik Friðriksson, eigandi Pressunnar, hefur sagt upp ráðn- ingarsamningum við starfsmenn meö samningsbundnum fyrir- vara. í staðinn er þeim boðiö aö gerast verktakar. Á þann hátt sparar fyrirtækið sér umtalsverð- ar fjárhæðir í formi launatengdra gjalda og veltfr þeim yfir á starfs- menn. Kristinn segir ab þessi breyting sé gerö til ab draga úr kostnaöi fyrirtæksins og telur ab þetta muni rýra kjör starfsmanna um 10% - 20%. Formaður Blaöa- mannafélagsins hefur hinsvegar sagt ab breytingin muni þýba allt ab 30% kjaraskerðingu fyrir starfsmenn. ■ mörg ríki eftir í EFTA. Þannig að það er ekki óeðlilegt að Kjartan hafi velt því fyrir sér hvað yrði boðið upp á og það varð ofan á að hann færi til Lundúna. Helgi kemur heim til starfa í ráðu- neytinu og það var ákveðið að Jakob Frímann Magnússon yrði látinn brúa þetta bil milli heim- komu Helga og útkomu Kjart- ans," segir Róbert Trausti. — Er kominn einhver kvóti á Helga úti og því þess vegna sem hann er að koma heim? „Nei það hefur lengi verið viö- loðandi skoðun í þessu ráðu- neyti ab það sé eðilegt að menn séu ekki í hartnær 30 ár sendi- herrar íslands á erlendri grundu og komi aldrei til starfa í ráðu- neytinu eins og nokkur dæmi sanna ab hefur verið viðtekið. Það sé eðlilegt að menn róteri á milli, sérstaklega ef þetta eru skeleggir hæfileikamenn sem nýtast ekkert síður í ráðuneyt- inu en sem sendiherrar utan- lands." — Eins og þú segir er margt Friörik Sophusson fjármála- ráðherra telur skynsamlegt að opinbera formleg bréf sem kunna að berast frá Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, til ís- lenskra stjómvalda. Hann tel- ur hinsvegar að það eigi ekki við þegar um óformleg bréf er að ræða. Ráðherra sagði þetta á blaða- mannafundi í gær þegar til- kynnt var um fyrirhugaðar breytingar á löggjöf um inn- flutning á áfengum drykkjum. En undanfarna mánuði hefur fjármálaráðuneytib og eftirlits- stofnun EFTA (ESA) haft til at- hugunar ýmis málefni sem varba framkvæmd á EES-samn- ingnum og m.a. fyrirkomulag á áfengiseinkasölu á íslandi. Meðal annars hafa íslensk sem bendir til þess að tími Kjart- ans hjá EFTA verbi frekar styttri en lengri. Hefði ekki verið eðli- legra að bíða með flutning á Helga þar til í ljós kæmi hvenær störfum Kjartans hjá EFTA lyki? „Þú mátt leggja þitt mat á þessa atburði, ég ætla ekki ab segja neitt um það. Ég vil bara minna á það að það eru mjög miklar hreyfingar í ráðuneytinu þetta sumar, þannig að þetta er hluti af því. Því er hins vegar ekki að leyna að það er mjög óheppilegt að einhver kunnáttuaðili innan ráðuneytisins skuli leka þessu í Morgunblaðið sem birtir þetta svo á miðvikudag áður en búið er ab fara réttár diplómatískar leiðir og ræða þetta við bresk stjórnvöld meb formlegum hætti og fá samþykki þeirra fyrir þessu. Það er það sem okkur í ráðuneytinu finnst verst að það er ekki farið meb trúnabarmál sem trúnaðarmmál heldur er þetta sett í fjölmiðla af einhverj- um aðila hér innan ráðuneytis- ins sem telur að eitthvað sé á stjórnvöld greint Eftirlitsstofnun EFTA, (ESA) frá því að þau telji að núverandi fyrirkomulag áfengis- sölu feli ekki í sér mismunun milli seljenda eða framleiöenda á áfengum drykkjum og sé því ekki í ósamræmi vib EES-samninginn. ESA hefur hinsvegar tilkynnt stjórnvöldum ab þau geti ekki viðhaldið einkarétti ÁTVR á inn- flutningi og heildsöludreifingu áfengra drykkja. í bréfi frá ESA til fjármálaráðu- neytisins 20. júlí sl. er íslensk- um stjórnvöldum gefinn tveggja mánaða frestur til að gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Þar er stjórnvöldum einnig formlega tilkynnt af hálfu stofnunarinnar að hún telji að ísland geti ekki viðhald- ið einkarétti ATVR á innflutn- því að græba að setja svona í blöðin," segir Róbert -Trausti ennfremur. Ráðuneytisstjórinn segir að þessi diplómatísku samskipti fari eftir mjög föstum reglum þar sem vibtökuríkið ráði því hvort það vill taka við dipló- matískum sendimanni frá öðru ríki eða ekki og að þessi vinna gagnvart breskum yfirvöldum hafi ekki veriö komin í gang þegar greint var frá þessu í Morgunblaðinu.. „Það hafði í raun og veru ekk- ert verið gert af hálfu ráðuneyt- isins til þess að formfesta þetta þegar einhver starfsmabur hér sem veit af þessu tilkynnir þetta án þess að átta sig á því hvaða afleiðingar þetta kynni ab hafa. Ég þurfti að kalla á minn fund breskan stjórnarerindreka í gær til að biðja bresk stjórnvöld af- sökunnár á því ab málið skyldi komast upp á yfirborbið á þenn- an máta," sagði Róbert Trausti Árnason að lokum. ingi og heildsöludreifingu áfengra drykkja. í bréfinu kemur einnig fram ab fengnu svari íslenskra stjórn- valda eða eftir að fresturinn er útrunninn, muni stofnunin taka máliö til frekari athugunar. Telji hún þá enn að á skorti ab ákvæði EES- samningsins séu uppfyllt mun stofnuninn gefa út rökstutt álit sitt á málinu. Þar mun m.a. koma fram hvaða breytingar eru nauðsynlegar að mati stofnunarinnar til þess ab uppfylla samningsákvæðin. Fari íslensk stjórnvöld ekki ab þeim tilmælum, sem kunna að koma fram í hinu rökstudda áliti, get- ur ESA farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn, sem endan- lega sker úr um ágreiningsmál- in. a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.